Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján SVERRIR Steinarsson og Árni Freyr Jónsson etja kappi við Svein þjálfara Björnsson á fyrstu æfingu vetrarins í gær. Skautasvellið við Krókeyri opnað Félagar í Kletti vilja leiðréttingu á skerðingu smábáta Hóta að smábátaeigend- ur sitji heima á kjördag SKAUTASVELLIÐ við Krókeyri á Akureyri var opnað í fyrsta sinn á þessum vetri í gærkvöld. Ekki hefur verið hægt að opna svellið svo snemma mörg síðustu ár, en vetur settist að óvenju- snemma að þessu sinni. Svellið verður opið fyrir almenning frá kl. 19 til 21 alla virka daga og frá kl. 13 til 18 um helgar, en þar er um að ræða nokkrar breytingar frá fyrri tíð því nú er ekki opið á kvöldin um helgar. MIMMI Viitanen frá Finnlandi sér um þjálfun í listhlaupi hjá Skautafélagi Akureyrar í vetur. UM þessar mundir stunda 22 kon- ur nám í dagskóla Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Menntasmiðj- an hefur gert samning við Svæðis- ráð Norðurlands eystra um styrk- veitingu vegna þeirra námskvenna sem eru á atvinnuleysisskrá, en þær konur gera samning við Svæð- isvinnumiðlun um að stunda virka starfsleit í tengslum við námið og halda bótum á námstímanum. Einnig hefur orðið að samkomu- lagi að Menntasmiðjan taki að sér að skipuleggja og starfrækja Vinnuklúbb fyrir atvinnulausa karla og konur, en hann byggir á sömu fyrirmynd og Vinnuklúbbur- inn í Reykjavík. Arangur af starfi vinnuklúbba hefur verið sérlega Aðstæður eru sem best verður á kosið og svellið gott. Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru einnig að hefjast um þessar mundir. Þjálfarar íshokkídeildar í vetur verða Sveinn Bjönsson sem þjálfar alla 12 ára og yngri og Clark McCormick sem þjálfar unglingaflokk og meistaraflokk. Miklar mannabreytingar hafa orðið hjá meistaraflokki félag- ins, en þrír leikmenn, þeir Sig- urður Sveinn Sigurðsson skauta- maður ársins síðustu tvö ár, El- var Jósteinsson og Jónas Stef- ánsson hafa gengið til liðs við Skautafélag Reykjavíkur og Jón Gíslason sem spilaði sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki í fyrra er í Kanada í vetur að æfa og spila. Þá leikur einn leik- manna með liði Árósa í dönsku 1. deildinni í vetur. Þrátt fyrir að SA hafi misst marga góða leikmenn sem nú styrkja lið mótherjanna leggst komandi keppnistímabil vel í akureyska íshokkímenn og stefna þeir ótrauðir að áttunda Islands- meistratitlinum í röð. Félagið hefur ekki tapað leik frá því í mars 1996 og ekki heimaleik frá 5. febrúar 1984. Saga í 60 ár Saga Skautafélags Akureyrar í 60 ár kemur út bráðlega og er þeim sem áhuga hafa fyrir að gerast áskrifendur að bókinni bent á að hafa samband við rit- nefndarmenn, Jón Hjaltason, sem einnig er höfundur bókar- innar, Guðmund Pétursson eða Ásgrím Ágústsson. góður víða um heim og í Reykjavík hafa 80-90% þeirra sem stunda þar nám fengið vinnu. Verkefnisstjóra vegna þessa verkefnis er nú leitað. Menntasmiðjan hefur einnig tek- ið að sér að sjá tímabundið um ým- is námskeið fyrir starfsfólk Akur- eyrarbæjar, s.s. samningsbundin námskeið fyrir félaga í Einingu en þau standa einnig til boða fyrir starfsfólk nágrannasveitarfélaga. Fjölbreytt starf Kvöld- og helgarstarf Mennta- smiðju kvenna er nú að fara í fullan gang. Fyrirlestraraðir og leshring- ir um sögu kvenna í 30 þúsund ár og goðsagnir um karla hefjast í nóvember. Framhaldsnámskeiðið AÐALFUNDUR í svæðafélaginu Kletti, félagi smábátaeigenda frá Ólafsfirði austur á Tjömes, sem haldinn var á Akureyri í gær, sam- þykkti samhljóða að beina því til smábátaeigenda um allt land að sitja heima á kjördag þegar kosið verður til Alþingis í maí á næsta ári, ef þingmenn og ríkisstjórn verða ekld búin fyrir þinglok næsta vor að leiðrétta þá skerðingu sem smábátar með aflamarki hafa mátt þola umfram aðra báta, allt frá ár- inu 1990. Frekari álögum mótmælt Það er jafnframt krafa fundarins að aflamarksbátum verði tryggður lágmarkskvóti til lífsviðurværis, svo þessi bátaflokkur þurrkist ekki út og heyri sögunni til. Þá mót- mæla smábátasjómenn í Kletti harðlega þeirri ákvörðun sam- gönguráðherra að hætta starfs- rækslu loftskeytastöðvarinnar í Siglufirði og telja það minnka ör- Skapandi skrif II í umsjá Bjargar Arnadóttur blaðamanns verður haldið dagana 7. og 8. nóvember, en það er fyrir þær konur sem sótt hafa grunnnámskeið áður. I lok nóvember verður boðið upp á nám- skeiðið Karl á mörkum nýrrar ald- ar í umsjá Kristjáns M. Magnús- sonar og Astþórs Ragnarssonar sálfræðinga. Enskunámskeið fyrir konur verður haldið í nóvember, þetta er byrjendanámskeið og hef- ur Jakobína Káradóttir umsjón með því. Kvennamenningarkvöld verða og haldin í vetur, hinn 12. nóvember munu konur hittast og horfa á áhugavert myndband og 26. nóvember verður fyrsta ljóða- kvöldið. yggi sjófarenda við norðanvert landið. Þá mótmælir fúndurinn hai-ðlega öllum frekari álögum á útgerðina og sérílagi hugsanlegum auðlindaskatti og eða veiðileyfagjaldi. Einnig mót- mælir funduiinn lögum um Kvóta- þing og telur að tilui'ð Kvótaþings eigi engan rétt á sér í smábátaflot- anum, þar sem smábátasjómenn eru flestir einyrkjai’ og fari því varla að hlunnfara sjálfa sig. Hafnar verði hvalveiðar Aðalfundurinn samþykkti að dagabátar fái 40 sóknardaga á yfir- standandi fiskveiðiári í stað þeirra 9 sem sjávarútvegsráðherra úr- skurðaði að þeir fengju samkvæmt núgildandi lögum. Einnig skorar fundurinn á Alþingi að breyta lög- unum svo afkoinumöguleiki manna verði viðunandi. Einnig verði þeim útgerðum sem ekki hafa selt frá sér veiðiheimildir gefið færi á að velja slíkan kost. Börnin skoða bangsa FJÖLDI gesta sótti Amtsbóka- safnið á Akureyri heim í gær, en þá var hátíðlegur haldinn svo- nefndur bangsadagur. Margir gestanna tilheyrðu yngstu kyn- slóðinni, enda bangsar kærir mörgum í þeirra liópi. I tilefni dagsins var efnt til sýninga á bangsabókum og þá voru bangsar í öndvegi, en þá höfðu velunnarar safnsins lánað. Þá gekk ört á gúmmíbangsana sem gestum var boðið að bragða á. Efnt var til getraunar og þá var sögustund helguð bangsasögum. Bangsinn Teddy er nefndur eft- ir Theodore Roosevelt forseta Bandaríkjanna, en hann var einmitt fæddur 27. október. Bangsadagur hefur verið haldinn á almenningsbókasöfnum í Bandaríkjunum og Bretlandi um skeið en nú hafa um 150 bókasöfn á Norðurlöndum einnig tekið dag- inn upp á sína arma. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn um miðjan næsta mánuð og sam- þykkti aðalfundur Kletts þrjár til- lögur sem lagðar verða fyrir aðal- fund Landssambandsins. Þar hvetur fundurinn ríkisstjórn Is- lands til að leyfa hvalveiðar hér við land strax á næsta ári. Þá telur fundurinn ekki raunhæft að fella út stærðarmörk á aðild að Lands- sambandi smábátaeigenda. Loks var samþykkt að leggja til við að- alfund LS að kosin verði 5 manna nefnd aflamarksmanna sem verði falið að hefja strax viðræður við sjávarútvegsráðherra um að tryggja smábátum á aflamarki lágmarkskvóta í þorski, sem ekki verði minni en meðaltalskvóti afla- hámarksbáta. Júlíus Magnússon var endur- kjörinn formaður Kletts en aðrir í stjóm eru Þórður Asgeirsson, Sig- urður Jóhannsson, Sigurður Krist- jánsson og Gunnar Gunnarsson. Bifreið stolið Lýst eftir vitnum BIFREIÐINNI NN-147, sem er af gerðinni Daihatsu Chara- de árgerð 1991, græn að lit, var stolið frá heimili eiganda aðfar- amótt sunnudagsins 18. októ- ber sl. Bifreiðin fannst utan vegar á móts við Ásgarð í Svalbarðs- strandarhreppi. Þeir sem geta gefið upplýsingar eða hafa séð til ferðar bifreiðarinnar á milli kl. 02 og 08 aðfararnótt sunnu- dagsins eru vinsamlegast beðn- ir að hafa samband við rann- sóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Mikill og góð- ur skíðasnjór í Ólafsfirði MIKILL og góður snjór er nú kominn í skíðabrekkurnai’ á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafs- firði. Búið er að troða brekk- urnar og gera þær vel úr garði og telja forsvarsmenn skíða- deildar Leifturs að aðstæður séu nú eins og þær gerast best- ar yfir háveturinn. Skíðasvæðið verður opnað formlega í dag, miðvikudaginn 28. október og verður frítt í fjallið fyrsta daginn. Fyrst um sinn er þó ráðgert að hafa opið um helgar frá kl. 13-17 og tvo til þrjá virka frá kl. 17-19. Göngubrautir eru einnig troðnar daglega og eru aðstæð- ur til skíðagöngu frábærar um þessar mundir. Aksjón 28. október, miðvikudagur 12.00^Skjáf réttir 18.15^ Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og 20.45. 21 .OOÞ-Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Ái-nadóttur í uppfærslu Leikfélags Mennta- skólans á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján BÖRN á leikskólanum Flúðum voru á meðal gesta Amtsbókasafns- ins, en hér má sjá nokkur þeirra skoða bangsabækur og bangsa sem sýndir voru í tilefni af Bangsadeginum. Mikil umsvif í Mennta- smiðju kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.