Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fræðsluátak útvegsmanna á ári hafsins Loðnubræðsla og fiskiskip til sýnis í Helguvík Keflavík - „Það má segja að það hafí verið stöðugur straumur af fólki í allan dag sem hefur áhuga á að skoða skipið og búnað þess," sagði Sigurður Samúelsson, skipstjóri á skuttogaranum Þuríði Halldórsdótt- ur GK 94 frá Vogum. Togarinn var til sýnis í Helguvík á sunnudaginn. Það var Útvegsmannafélag Suður- nesja sem stóð að þessari uppákomu í tilefni af ári hafsins. Einnig var loðnubræðsla SR-mjöls í Helguvík til sýnis og netabáturinn Happasæll úr Keflavík. Sigurður Samúelsson sagði að þeir hefðu verið að koma í land um hádegi eftir stutta veiðiferð og að aflanum, sem væri um 40 tonn, yrði landað eftir helgi. Hann sagði að fólk væri áhugasamt og forvitið um að skoða skipið og búnað þess. í loðnubræðslunni var boðið upp á léttar veitingar, þar voru leikin sjómannalög á harmoníkur og einnig voru báta- og skipamódel til sýnis. Þar var í fyrirsvari Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður úr Keflavík. Hann sagði eins og Sig- urður að þar hefði verið stöðugur straumur fólks til að skoða verk- smiðjuna. „Það ber ekki mikið á þessari verksmiðju en fólk verður alltaf jafn undrandi þegar það kem- ur inn og sér öll þau tæki sem hér eru og hversu stór bræðslan er raunverulega." ÞURIÐUR Halldórsdóttir GK 94 frá Vogum Morgunblaðið/Björn Blöndal Helguvík. Fyrir iif1.an er Happasæll KE úr Keflavík. Velkomin um borð! Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson SÆGREIFAR framtíðarinnar um borð í Árbergi ÁR 20. Þorlákshöfn - í tilefni af ári hafs- ins buðu íslenskir útvegsmenn upp á fræðslu, skemmtiatriði og veit- ingar á fjórum stöðum á landinu síðastliðinn laugardag. Þorlákshöfn var einn þessara staða. Sigurður Bjarnason, skip- stjóri og formaður undirbúnings- nefndarinnar, setti hátíðina og við það tækifæri lék Lúðrasveit Þor- lákshafnar nokkur lög. Bátarnir Arnar ÁR 55, Friðrik Sigurðsson ÁR 17 og Sæberg ÁR 20 voru til sýnis ásamt lóðsbátnum Ölver. Um borð voru bátsverjar og sýndu þeir gestum hvernig vélar og búnaður virkuðu, en allt var haft í gangi. Börnum var boðið í siglingu með lóðsbátnum Ölver. I frystihúsi Arness var margt að sjá. Arnes er frystihús sem undan- farin ár hefur sérhæft sig í kola- og humarvinnslu en áherslan hefur nú að nokkru leyti færst aftur yfir á bolfiskinn. Afurðirnar voru til sýnis og hægt að smakka á ýmsum teg- undum djúpsteikts flatfisks. Það vakti furðu gesta hvað vélakostur er mikill, mesta athygli vakti 20 metra langur flokkari sem notaður er til að flokka humar og flatfisk, en hann var þarna notaður til þess að flokka sælgæti sem börnin fengu að gæða sér á. Fiskverkunin Ver, sem er í eigu Hannesar Sigurðssonar og Þór- hildar Ólafsdóttur, er með fjöl- breytta starfsemi. Aðaláhersla í verkuninni er lögð á saltfisk, sem er að hluta þurrkaður, en einnig saltaðar gellur, kinnar, lundir og harðfisk. Ekkert er látið fara til spillis. Þannig eru sundmagarnir þurrkaðir og seldir til ítalíu og not- aðir í súpur. Hannes og Þórhildur, sem búa á Hrauni í Ólfusi, vinna líka söl úr fjörunni við Oseyrarbrú og jsykja þau mikið lostæti. Isfélag Þorlákshafnar er ekki gamalt fyrirtæki en reksturinn hef- ur gengið vel og er fyrirtækið nú skuldlaust. ísfélagið er almenn- ingshlutafélag með um fjörutíu hluthafa sem flestir eru tengdir út- gerð eða fiskvinnslu. Á fundi ísfé- lags Þorlákshafnar í síðustu viku var ákveðið að ráðast í byggingu tæplega tvö þúsund fermetra frystigeymslu á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn. Búið er að sækja um lóð undir starfsemina milli Herj- ólfs- og Skarfakersbryggju rétt hjá ísverksmiðjunni. Vilyrði liggur fyr- ir umsókninni. Teikningar liggja fyrir frá tveim byggingaraðilum og mun verð vera á bilinu 150-200 milljónir króna. Gestur Amunda- son, framkvæmdastjóri ísfélags Þorlákshafnar, sagði að ákveðið hefði verið að auka hlutafé og taka einhver lán. Hann sagði að í byrjun væri stefnt að heimamarkaði, en því væri ekki að leyna að í framtíð- inni væri horft hýru auga til út- hafsflotans en það mundi auka um- svifin verulega á staðnum. Fyrir- hugaðar siglingar frá Þorlákshöfn til Noregs og Portúgals vekja vonir um aukin umsvif og hugsanlegt samstarf. Að sögn Gests er þó ákveðið að binda sig ekki við neitt ákveðið skipafélag. Þrátt fyrir frekar kuldalegt veð- ur var töluverð umferð um hafnar- svæðið allan laugardaginn og voru aðstandendur ánægðir með þátt- tökuna. Morgunblaðið/Atli Vigfússon MAGNÚS Hermannsson, Þorsteinn Ragnarsson, Sigurður Ólafsson og Benedikt Kristjánsson. gardeiu buxur Hjálparsveit skáta í Aðaldal 20 ára Laxamýri - Opið hús var um helg- ina hjá Hjálparsveit skáta í Aðaldal vegna tuttugu ára afmælis sveitar- innar. Félagar buðu upp á stóra af- mælistertu og drykki en margir urðu til þess að sækja þá heim til þess að sjá þann búnað sem Hjálp- arsveitin hefur á að skipa. í nýbyggðu húsi Aðaldæla- hrepps að Iðjugerði 1 er mjög góð aðstaða fyrir bíl með öllum búnaði og þrjá vélsleða sem Hjálparsveit- in hefur komið sér upp. Þá er mik- ið til af ýmsum verkfærum til þess að vinna björgunarstörf við erfið- ar aðstæður auk þess sem tveir kafarabúningar eru til staðar. Ný- lega fékk björgunarsveitin björg- unarkerru sem nýta má á marga vegu. Á þeim tuttugu árum sem liðin eru hefur Hjálparsveitin oft verið kölluð til og eru íbúar á svæðinu mjög meðvitaðir um nauðsyn þess að vel sé búið að þessari starfsemi og hafa því lagt fjáröfiun sveitar- innar lið. Ný heilsugæslu og hjúkrunarstofa Selfossi - Lionsklúbburinn Ægir hefur afhent Sólheimum í Gríms- nesi nýja heilsugæslu- og hjúkrun- arstofu sem unnið hefur verið að síðastliðin tvö ár. Ný og fullkomin tæki til sjúkraþjálfunar hafa verið keypt svo sem meðferðarbekkir, hitapottar með bökstrum, tveggja handa trissa með lóðum, rimlar og dýnur. Heildarverðmæti þess sem Lionsklúbburinn Ægir hefur lagt til í vinnu, efni og tækjum er nálægt 1,5 milljónum króna. Lionsklúbburinn Ægir hefur stutt starf Sólheima í nærri 40 ár. Flestir íslendingar þekkja hversu samtvinnað starf Lionsklúbbsins hefur verið því góða starfi sem unn- ið hefur verið á Sólheimum allt frá því að Ægismenn kynntust Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheimaheimil- inu árið 1957. Jgj^g^; 4ÉÉt 'ÍÆ -: ^..^i^f'^ WBSBf^Éiá •mr Í1l í? É^mm jfl j^jf ;^^^ rfB. i í ^Bl t^te<J m. A^. ^ •*^" w^B^ **^ Morgunblaðið/Sig. Fannar. VIÐAR Waage, formaður lfknarnefndar Lionsklúbbsins Ægis, afhend- ir Hanný Haraldsdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.