Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ævisögur og1 barnabækur í öndvegi hjá Skjaldborg Bandaríkjamanninn á árum áður. íslendingur, sem starfar fyrir bandarísku alríkislögregluna, bland- ast inn í málið en hann hefur lengi verið á hælum Bandaríkjamannsins. Hann verður ástfanginn af stúlkunni en það er hægara sagt en gert að vernda hana fyrir hinum útsmogna og samviskulausa glæpamanni. Christie, Clark og Scott Fitzgerald í flokki þýddra skáldverka eru Feigðarfór eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars Jónassonar og Láttu sem ekkert sé eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daní- elssonar. Nóttin blíð er svo skáld- saga eftir F. Scott Fitzgerald í þýð- ingu Atla Magnússonar. Fitzgerald var ein níu ár að ljúka þessu verki sem er öðrum þræði sjálfsævisögu- legt. Sagan veitir innsýn í lífsharm- leik eins mesta rithöfundar Banda- ríkjanna á 20. öld. Andvökur Nýtt úrval úr Andvökum Steph- ans G. Stephanssonar annast Finn- bogi Guðmundsson fyrrverandi landsbókavörður. Finnbogi fylgir safninu úr hlaði með samantekt úr ljóðum og bréfum Stephans, þar sem varpað er ljósi á hugarheim skáldsins og viðhorf til skáldskapar og umhverfis. Af handbókum og bókum almenns efnis koma út Islensk knattspyrna 1998 eftir Víði Sigurðsson og Heims- ins besta amma og Heimsins besti pabbi sem Helen Exley ritstýrði. Pýðingar gerði Jón Daníelsson og Guðbrandur Siglaugsson. ÆVISÖGUR, endur- minningar og bama- og unglingabækur skipa öndvegi í útgáfu Skjald- borgar. A kröppum öldufaldi eru viðtöl við fjóra landskunna sjósóknara sem Jón Kr. Gunnars- son skráir. Hér er rætt við fjóra kunna sjó- menn, þá Gísla Jóhann- esson frá Gauksstöðum í Garði, Jón Magnússon á Patreksfirði, Guð- mund Árnason á Sauð- árkróki og Gunnar Magnússon í Reykja- vík. Gengið á brattann heitir ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alka- krækis“ eftir Eyrúnu Ingadóttur. Eyjólfur R. Eyjólfsson fór með fulla skjalatösku af frumsömdum Jjóðum í áfengismeðferð á Sil- ungapoll árið 1979 og hélt að þar gæfist góð- ur tími til að yfirfara þau. Taskan var aldrei opnuð en síðan þá hafa AA-samtökin og SAA skipað stóran sess í lífi hans. Eyjólfur hefur aðstoðað fjölda sam- ferðamanna sinna í glímunni við Bakkus og var m.a. heiðraður fyrir störf sín í SÁÁ á 25 ára afmæli sam- takanna. Hann fékk viðurnefnið „alkakrækir" hjá gárungunum í heimabæ sínum, Hvammstanga, sem hefur fylgt honum síðan. Glymja jám við jörðu heitir átaka- saga hrossaræktarmannsins Sveins Guðmundssonar eftir Áma Gunnars- son. Verslunarstjórinn og hestamað- urinn Sveinn Guðmundsson er leidd- ur fram fyrir lesendur í þessari bók af Árna Gunnarssyni frá Reykjum, sem frá barnæsku hefur fylgst með Sveini og ræktunarstarfi hans. Rist í mold og mar heita æviminn- ingar Ragnars Þorsteinssonar skip- stjóra, bónda og rithöfundar. Bókin greinir frá harðri lífsbaráttu og óvenjulegum kjarki óvenjulegs manns. Barna- og unglingabækur í flokki íslenskra barna- og ung- lingabóka koma út nokkrar bækur. Adda í kaupavinnu, 3. útg., eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Bert- hold - kjötfarsi er unglingabók eftir Smára Frey Jóhannsson og Tómas Gunnar Viðarsson. Leyndardómur Norðureyrar er Sjálfstætt framhald bókarinnar Leynifélagið eftir Krist- ján Jónsson. Pétur og Krummi er eftir Áma Árnason og Halldór Bald- ursson. Salómon svarti og Bjartur, 4. útg., er eftir Hjört Gíslason. Þýddar bama- og unglingabækur eru og fjölmargar. Áhyggjur Berts eftir Sören Olsson og Anders Jac- obsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Þetta er áttunda bókin um Bert. Ást, peningar og allt í rugli er unglinga- saga eftir Carsten Fol- ke Möller í þýðingu Jóns Daníelssonar. Bíó- stjarnan Húgó er barnabók eftir Flemm- ing Quist Möller í þýð- ingu Jóns Daníelssonar. Fagri Blakkur er eftir Önnu Sewell með myndum eftir Dinah Dryhurst í þýðingu Jó- hönnu G. Erlingson. Flott, Fríða fram- hleypna, heitir níunda bókin um Fríðu fram- hleypnu eftir Lykke Ni- elsen í þýðingu Jóns Daníelssonar. Frank og Jói - meðan klukkan tifar, er eftir Franklin W. Dixon í þýðingu Jóns Birgis Pétursson- ar. í draumi lífsins er önnur bók Hákan Lindquist, sem vakti at- hygli með þeirri fyrstu, Bróðir minn og bróðir hans, sem kom út í fyrra. Þýðingu gerði Ingibjörg Hjartardóttir. Kim í stórræðum heitir fjórða bókin um Kim og félaga hans eftir Jens K. Holm í þýðingu Knúts Kristinssonar. Ljóti andarunginn og fjögur önnur ævintýri eftir H.C. Andersen með teikningum eftir Svend Otto S. Þýðing er eftir Atla Magnússon. Fræðsla fyrir böm og unglinga Mannkynssaga barna og unglinga II: Heimurinn stækkar: Miðaldir og heimsveldin miklu er eftir Nils Hartmann og Charlotte Clante í þýðingu Ömólfs Thorlaciusar. Einnig kemur út eftir sömu höfunda Mannkynssaga barna og unglinga III: Heimurinn breytist: Frá siða- skiptum til tæknialdar. Merkileg dýr er eftir Bent Jörgensen með teikningum Birde Poulsen. Þýðingu gerði Gissur Ó. Erlingsson. Nancy og gamla albúmið er eftir Carolyn Keene í þýðingu Gunnars Sigurjóns- sonar. Regnskógar hafsins - bók um kóralla og kóralrif er eftir Lars Thomas með myndum Johannes Bojesen. Þýðingu gerði Gissur Ó. Erlingsson. Smali sonur Pílu er eftir Kim Lewis í þýðingu Atla Magnús- sonar. Svanur og jólin er eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýð- ingu Jóns Daníelssonar. Þegar dýrin lifðu frjáls er eftir Stefan Casta og Staffan Ullström í þýðingu Atla Magnússonar. Glæpur og ást Eitt íslenskt skáldverk kemur og út að þessu sinni, Renus í hjarta, eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Bókin segir frá því að Bandaríkja- maður kemur til íslands undir því yfirskini að selja heilsuvörur. Mað- urinn er þó í rauninni einn af æðstu mönnum alþjóðlegs eiturlyfjahrings og erindi hans er að myrða 22 ára ís- lenska stúlku, en faðir hennar sveik Stephan G. Stephanson Birgitta H. Halldórsdóttir Helgi Tómasson og San Francisco ballettinn Slá í gegn í New York HELGI Tómasson og San Francisco ballettinn voru hlaðnir lofi í stórblað- inu New York Times í kjölfar sýning- ar flokksins í City Center hinn 20. þessa mánaðar. f umfjöllun blaðsins er hátíðarsýningu ballettflokksins lýst sem því áhugaverðasta sem í boði er í danslist heimsborgarinnar og því haldið fram fullum fetum að undir stjórn Helga Tómassonar sé San Francisco ballettinn kominn í hóp fárra klassískra ballettflokka á heimsmælikvarða. í viðtali við NYT segir Helgi að efnisskráin sé valin með í huga að sýna breiddina innan ballettflokksins með verkum eftir valda balletthöf- unda 20. aldar, George Balanchine, Jerome Robbins, William Forsythe, Harald Lander, Flemming Flindt og Helga Tómasson. í grein sem ballett- gagnrýnandinn Jennifer Dunning skrifar segir hún Helga kominn í hóp athyglisverðustu danshöfunda sem nú eru starfandi í ballettheiminum. Hún segir Helga til þessa hafa verið best þekktan í dansheiminum fyrir „skipulagða og hefðbundna nálgun sina að tónlist og dansi, klassískur og agaður í hugsun, en tvö síðustu verk hans bendi til þess að hann sé að söðla um, brjótast undan hefðinni og losna undan eiginn jámaga.“ Titill annars verksins bendir í sömu átt, Crisscross (skör- un), er saminn við tónlist sem grípur yfir tvær aldir, fyrri hlut- inn er saminn við sembalkonsert „ , eftir Scarlatti í Helgl Tomasson útsetningu lg aldar tónskáldsins Charles Avison og síðari hlutinn er saminn við konsert fyrir strengjakvartett og hljómsveit eftir Shönberg sem aftur er innblás- inn af tónlist Hándels. Tónlistin og dansinn eru að sögn gagnrýnandans á hreyfingu milli klassíkur, ný- klassíkur, barokks og aftur til baka. Silver Ladders (silfurstigar) er tit- ill síðara verksins eftir Helga sem sýnt var í City Center og er saminn við tónlist nútímatónskáldsins Joan Tower. Hér segir Helgi alfarið skilið við hefðina að sögn gagnrýnandans og „fikrar sig fram til frásagnarlistar í dansinum og skapar eins konar trú- arlegt samhengi þar sem vitnað er til fomrar menningar og Helgi túlkar í dansinum hugmyndir sínar um hvað gæti legið að baki hinum óútskýrðu fomminjum í Stonehenge." Anna Kisselgoff, annar gagnrýn- andi NYT, tekur í sama streng í um- fjöllun um sýninguna og segir ein- faldlega að ef einhver hafí tahð nauð- synlegt að fá frekari staðfestingu á yfirburðum San Francisco ballettsins og listrænnar stjórnar Helga Tómas- sonar þá hafi hún ótvírætt fengist með sýningu flokksins í City Center í New York á dögunum. Yfirskrift um- fjöllunarinnar er „Klassískur ballet með nútíma krafti“ og dansararnir í flokknum em sagðir ráða jafnvel við klassískan ballett sem og óhefð- bundnustu nútímaverk. „Stjómandi flokksins, Helgi Tómasson, veit greinilega nákvæmlega hvað hann er að gera með þessari krefjandi og fjöl- breyttu efnisskrá. Hann hefur sett saman sýningu sem er greinilega til- einkuð yfirburðadönsumm." Ausfurstræti S. 551 911 bváur leikhúsíjestum tvíréttaóci kvölmáltíó fyrir svnintjar ti aócins 13í0 kr. <h/ RLA Jnkk cftir sfnincjar á 600 kr. J TJARNARBlÚ S'lMl 561-0280 m§mm 11ucjfclaij Islands b\dur Scikhústjjucjcj —jlug, hótel ocj leikhúsmióa á jráhœru verói — sími 370 3600 Sjöunda hrekkjavakan KVIKMYIVDIR Regnboginn, B í 6 h ö 11 i n HALLOWEEN H2(HHt Leikstjóri Steve Miner. Handrit Robert Zarpia. Tónlist Marco Beltrani. Kvikmyndatökustjóri Daryn Okada. Aðalleikendur Ja- mie Lee Curtis, Adrian Arkin, Josh Hartnett, Michelle Willi- ams, Janet Leigh, LL Cool J. 85 mín. Bandarísk. Dimension Films. 1998. B-HROLLVEKJUR em með ömggari gróðaleiðum í kvik- myndaiðnaðinum, hinn hræódýri forveri þessarar myndar, Hall- oween, sem John Carpenter gerði fyrir tveimur áratugumm, er t.d. ein ábatasamasta mynd kvik- myndasögunnar. Þetta er sjötta framhaldsmyndin, og aðalskraut- fjöðrin í tómatsósunni er leikkon- an Jamie Lee Curtis, sem staðist hefur freistinguna og ekki fengist fyrr en nú til að endurtaka hlut- verk Laurie Strode, hvers bróðir, Michael Myers, ætlaði að kreista úr líftórana 1978. Nú er Laurie orðin virðulegur skólastjóri í Kalifomíu og býr þar undir fólsku nafni ásamt syni sín- um John (Josh Hartnett). Martraðirnar ásækja hana enn og hún leitar huggunar í flöskunni. Hrekkjavaka 1998 rennur upp og í sama mund fréttist af ókunnum gesti í skólahverfinu og líkin fara að hrannast upp. Kvikmyndagerðarmennirnir hafa engu við að bæta. Hér er að- eins að finna sömu, gömlu brell- umar og meðölin. Fórnarlömbin taka vitlausar stefnur, velja vit- lausa felustaði, taka rangar ákvarðanir. Eina nýjungin sú að í hita leiksins kemur Laurie syni sínum undan, gengur síðan ein og óbuguð til fundar við brjálæðing- inn brósa sinn. Með axarkjagg að vopni hyggst hún uppræta tvítug- ar martraðimar í eitt skipti fyrir öll... Sjöunda hrekkjavakan hugnast ungum kvikmyndahúsgestum, sem hafa ekki enn séð hliðstæða söguþræði þúsund sinnum. Öðr- um er hún ekki leiðinlegt (ef menn forsmá ekki hrollvekjuformið), en ósköp meinlaust stundargaman. Leikstjórinn, Steve Miner, kann vinnubrögðin úr hinnni afleitu kvikmyndaseríu sem kennd var við fóstudaginn þrettánda. Auk þessa hefur hann gert ósköp venjulegar og lítt eftirminnilegar meðalmyndir. H20 dregur dám af nýjustu myndum þessarar gerðar, einsog Scream, og Ég veit hvað þú gerðir í fyrrasumar, enda er höfundur þeirra, Kevin William- son, einn af framleiðendum þess- arar og lagði víst hönd á plóginn við fínpússningu handritsins. H20 má segja það til hróss að hún tek- ur sig mátulega alvarlega, er stöku sinnum fyndin og vísar, einkum fyrir tiistiUi Janet Leigh (móðir Jamie Lee) til formóður þessara mynda allra - Psycho (‘60). Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.