Morgunblaðið - 28.10.1998, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mikilvægt framlag
til íslenskra lög-
fræðibókmennta
BÆKUR
L ö g f r æ ð i
STJÓRNSKIPUNARRÉTTUR
eftir Gunnar G. Schram.
Háskólaútgáfan 1997.
DR. Gunnar G. Schram prófessor
er mikilvirkur höfundur lögfræði-
rita. A síðustu árum hafa komið út
eftir hann ritin Umhverfisréttur,
mikið brautryðjandaverk, Agrip af
þjóðarétti, fyrsta rit um það efni hér
á landi. Ennfremur Evrópubanda-
lagið og Evrópska efnahagssvæðið,
sem einnig mega teljast brautryðj-
andaverk. Þá er að geta dómareif-
ana á sviði stjómskipunarréttar og
ritsins Verndun hafsins, hafréttar-
sáttmálinn og íslensk lög. Býr hér
að baki mikil atorka og áhugi á
fræðilegum rannsóknarefnum, ekki
síst þeim sem lítt hefur verið fengist
við hér á landi.
Stjómskipunarréttur dr. Gunnars
sem hér verður fjallað um er mikið
rit að vöxtum. Um þessa grein lög-
fræðinnar hefur verið ritað meira
hér á landi en um flestar aðrar, þar
sem m.a. em rit prófessoranna
Lámsar H. Bjarnasonar, Einars
Arnórssonar, Bjarna Benediktsson-
ar og Ólafs Jóhannessonar. Gaf dr.
Gunnar út hið mikilvæga grandvall-
arrit hins síðastnefnda, Stjómskip-
un Islands, endurskoðað og með við-
aukum. í viðauka við rit dr. Gunnars
er prentað yfírlit yfír stjórnskipun-
arsögu Islands úr riti prófesors
Ólafs.
Höfundur nefnir rit sitt Stjórn-
skipunarrétt. Er það vel við hæfí, en
eldri rit íslensk um efnið bera annað
heiti.
Stjórnskipunarréttur er geysi
umfangsmikil fræðigrein. Megin-
réttarheimildin er stjórnarskráin
frá 17. júní 1944 með veigamiklum
breytingum, síðast 1995. Stjórnar-
skráin geymir hin æðstu lög lands-
ins og er mikill lagabálkur. Er
hverju einstöku ákvæði hennar gerð
skil í ritinu, greint sögulegt baksvið
og eftir atvikum sýnt hverjar megin-
reglur megi draga af því. Þá er mikil
áhersla lögð á samanburð við er-
lendar stjórnarskrár. Til viðbótar
við stjórnarskrána em svo fjölmörg
önnur lög sem tengjast stjórnskip-
uninni svo sem lagaskrá ritsins ber
með sér.
Þróun réttarreglna um hauður og
haf, landgmnn, landhelgi og efna-
hagslögsögu og annað það, er varðar
yfirráðarétt ríkisins er mjög áhuga-
verð og svo ör um margt að með
ólíkindum er. Höfundur leggur
réttilega mikla áherslu á hlut þjóða-
réttar og fjölþjóðlegra viðhorfa og
samninga í þeirri þróun. Á þessu
sviði þarf jöfnum höndum að fást við
ríkisréttarhlið þessa máls og þjóð-
réttarhlið þess og tengir höfundur
þessa þætti mjög vel saman.
í öðram meginhluta ritsins er
fjallað um það kjarnaviðfangsefni er
varðar ríkið, ríkisvald, greiningu
þess og handhöfn, valdþætti og vald-
mörkun. Em sérstakir kaflar um
hvern einstakan þátt: framkvæmd-
arvald, löggjafarvald og dómsvald
og vísar stjómarskráin þar veginn.
Hér er rætt um forseta íslands og
ráðherra og almennar reglur um
embættismenn. I kaflanum um for-
seta Islands em m.a. reifaðar skoð-
anir fræðimanna um vald forseta til
að synja staðfestingar
á lagafrumvörpum er
Alþingi hefur sam-
þykkt eða um útgáfu
bráðabirgðalaga. Höf-
undur telur að forseti
hafi vald til þessa, þ.e.
án atbeina ráðherra en
telur jafnframt að því
valdi verði að beita með
mikilli varúð með hlið-
sjón af þingræðisregl-
um. Við þessu álitamáli
var ekki hreyft með
setningu stjómskipun-
arlaga 1995, þótt brýnt
tilefni væri til þess.
Höfundur sýnir fram
á, að vald forseta til að
skipa ráðherra skv. 15. gr. stjórnar-
skrárinnar og veita þeim lausn verði
að skýra í ljósi þingræðisreglu 1. gr.
stjómarskrárinnar. Er það glöggt
dæmi um þörfína á að skýra stjórn-
arskrána heildstætt með hliðsjón af
tengslum einstakra ákvæða.
Um handhafa forsetavalds bendir
höfundur réttilega á ýmsa ágalla á
núgildandi skipan sem er fágæt í
lýðveldi svo að ekki sé fastar að orði
kveðið. Við henni var ekki hreyft
1995. Ég minnist þess frá umræðum
um stjórnarskrána 1943 og 1944 að
á það var lögð áhersla að þetta fyrir-
komulag væri ætlað til bráðabirgða
og stæði til endurskoðunar. Ymis
rök standa til þess að varaforseti
verði kjörinn samtímis og með sama
hætti og forseti, svo sem er víða í
lýðveldum. Annar kostur er að einn
þeirra þriggja sem nú em varafor-
setar verði varaforseti, t.d. forseti
Hæstaréttar.
Kaflinn um löggjafarvaldið er
rækilegur. Er þar fjallað um nýskip-
an Alþingis skv. stjórnskipunarlög-
um 1995. Rætt er um kosningar til
Alþingis, kosningarrétt og kjörgengi
og úrskurði í því sambandi. Þá er
fjallað um réttindi og skyldur al-
þingismanna og starfshætti Alþing-
is. Höfundur telur að ráðherra sem
ekki er alþingismaður njóti verndar
skv. 49. gr. 1. mgr. stjórnarskrár
með sama hætti og alþingismenn.
Hér eigi við sömu ástæður og verði
ákvæðinu beitt með lögjöfnun sem
svo er nefnt.
Samkvæmt 49. gr. 2. mgr. stjóm-
arskrár verður alþing-
ismaður ekki „krafinn
reikningsskapar utan
þings fyrir það sem
hann hefur sagt í þing-
inu nema Alþingi leyfi“.
Höfundur dregur í efa
að réttmætt sé að heita
alþingismönnum sér-
stakri vemd vegna um-
mæla í þinginu. Er ég
sammála honum um
það. Tjáningarfrelsið
almenna er nú miklum
mun rýmra en áður var
samkvæmt úrlausnum
dómstóla. Ástæða var
til þess 1995 að velja
hér markvísara orða-
lag, miðað við þau álitamál um skýr-
ingu ákvæðisins sem fræðimenn
hafa bent á, sbr. orðin „sagt“ og
„reikningsskapur". Hið síðarnefnda
tekur að mínu áliti fyrir þann mögu-
leika að ummælin verði ómerkt með
dómi.
I greinargerð um starfshætti Al-
þingis er bæði fjallað um ákvæði
stjórnarskrárinnar og um ýmis al-
menn lög er það varða. Alþingistíð-
indi er mikilvæg heimild um fram-
kvæmd mála sem höfundur færir
sér í nyt. Við samningu þessa kafla
kemur vafalaust að gagni að höfund-
ur sat um hríð á Alþingi. Athyglis-
vert er, að allir þeir sem gegnt hafa
prófessorsembætti í stjómskipunar-
rétti við Háskóla íslands hafa setið á
Alþingi.
I ritinu er gerð grein fyrir lög-
gjafarstarfseminni í heild sinni og
svo efni og tilurð einstakra flokka
laga. I greinargerð um bráðabigða-
lög rekur höfundur allmarga hæsta-
réttardóma er varða það álitamál
hvort dómstólar eigi mat um það
skilyrði fyrir setningu þeirra að
bi-ýna nauðsyn beri til útgáfu þeirra.
Em það einkum tveir dómar frá
1992 sem vekja sérstakaka athygli.
Höfundur túlkar dómana svo, að
hæpið sé „að dómstólar treysti sér
til að leggja dóm á þetta matsatriði".
Höfundur er gagnrýninn á þessa af-
stöðu dómstóla.
I meginkaflanum um dómsvaldið
er m.a. fjallað um heimild og raunar
skyldu dómstóla til að meta hvort al-
menn lög séu andstæð stjómarskrá.
Em dæmi þess að dómstólar hafi
talið lagaákvæði andstætt stjórnar-
skrá og virt það því að vettugi við
úrlausn máls. Reifar höfundur þá
dóma þar sem á þetta hefur reynt
og era þeir all margir. Athyglisvert
er, að dómstólar hafa byggt heimild
sína í þessu efni á meginreglum
stjórnskipunarinnar, en nú er þó við
trausta dómvenju að styðjast. Höf-
undur skýtur ýmsum fræðilegum
stoðum undir þessa niðurstöðu.
Jafnframt er sýnt fram á að í all-
mörgum ríkjum er fyrir það girt að
dómstólar geti leyst úr þessu máli. I
Frakklandi og Þýskalandi era sér-
stakir „stjórnskipunardómstólar"
sem fjalla um þetta mat. Athyglis-
vert er að íslenskir dómstólar hafa
oftar komist að þeirri niðurstöðu að
lagaákvæði væm andstæð stjórnar-
skrá en danskir dómstólar. Um
þetta mikilvæga réttaratriði ætti að
vera ákvæði í stjórnarskrá.
í kaflanum um samninga við önn-
ur ríki er mikill fróðleikur um gerð
samninga og fullgildingu og svo um
þær skorður sem stjórnarskráin
reisir í sambandi við samningsgerð.
M.a. er hér rætt um stjórnskipuleg
viðhorf við samningi um aðild að „yf-
irþjóðlegum" stofnunum og í tengsl-
um við þetta eru reifuð viðhorf um
framsal Alþingis á löggjafarvaldi
sínu. Er hér komið að kviku í þjóðfé-
lagsumræðu. Fyrir þá umræðu er
vissulega mikilvægt að hafa slíka
fræðilega könnun og greinargerð að
bakhjarli. Höfundur telur að aðild
íslands að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu geti ekki orðið án stjórnarskrár-
breytingar.
Síðasti hluti ritsins, alls um 180
bls., fjallar um mannréttindaákvæði
stjórnarskrár. Sá hluti hefst á al-
mennri greinargerð um sögu mann-
réttinda og stöðu þeirra. Höfundur
leggur mikla áherslu á að gera grein
fyrir fjölþjóðlegum mannréttinda-
samningum og sýnir fram á veiga-
mikinn hlut þeirra í þróun réttar-
reglna á þessu sviði. Þá ræðir hann
einnig um mannréttindaákvæði ým-
issa erlendra stjórnarskráa. Af
þessum almennu greinargerðum er
sýnt að mjög mörg ákvæði fjölþjóð-
legra mannréttindasamninga em að
efni til í íslensku stjórnarskránni
eftir breytinguna 1995. Þar er þó
t.d. ekki ákvæði um rétt manna til
að stofna fjölskyldu og almenna fjöl-
skylduvernd sbr. stjórnarskrárá-
kvæði í Þýskalandi, Portúgal, Spáni
og Sviss og að sínu leyti 8. og 12. gr.
mannréttindasamnings Evrópu, en
ákvæði 76. gr. er takmarkað. Höf-
undur segir að ákvæði 69. gr. stjórn-
arskrár um bann gegn lögfestingu
dauðarefsinga sé afdráttarlausara
en í fjölþjóðasamningum. Er það
okkur Islendingum til sæmdar.
Með stjómskipunarlögunum frá
1995 vora gerðar veigamiklar breyt-
ingar á mannréttindakafla stjórnar-
skrárinnar. Hvorttveggja er að
ákvæðum var bætt við sem ný em
að stofni til og svo er breytt einstök-
um atriðum í eldri ákvæðum. Eftir
þessar breytingar er stjórnarskráin
nú með ólíkt nútímalegra yfirbragði
en áður var. Höfundur gerir þessum
ákvæðum ítarleg skil og er mikill
fengur að þessari fyrstu samfelldu
lögfræðilegu umfjöllun um nýmælin
svo og að greinargerðum um önnur
ákvæði kaflans. Sérstaklega má
benda á greinargerðir um jafnræðis-
reglu, persónufrelsi, friðhelgi einka-
lífs og tjáningarfrelsi auk kaflans
um friðhelgi eignarréttar sem höf-
undur telur að sé eitt erfiðasta verk-
efni stjórnskipunarréttar og mætti
bæta við eignarréttar.
Á síðustu áram hefur verið mikil
gróska í réttarreglum og lagavið-
horfum á sviði stjórnskipunarréttar.
Hér er sífelld verðandi, ný viðhorf
ná fótfestu og eldri þoka oft með
stoð í fjölþjóðasamningum, dómar
og ný fræðirit varða veginn til túlk-
unar og fyllri skilnings á réttarregl-
um. Ritið ber þess órækt vitni að
höfundur fylgist mjög vel með þróun
á alþjóðavettvangi. Að því er ís-
lenska dóma varðar virðist reifun
hans ná til allra tiltækra dóma og er
það mikils virði. Ritaskráin sýnir að
höfundur leitar víða fanga, þ.ám.
um erlend rit og aðrar heimildir.
Ritið er aðgengilegt og málfar laust
við tyrfni. Verður það vafalaust und-
irstöðurit við kennslu í lögfræði og
væntanlega í fleiri háskólagreinum
og er almennt til mikils fræðilegs
gagns fyrir lögfræðinga og alla þá
sem áhuga hafa á íslenskri stjóm-
skipun. Er ritið mikilvægt framlag
til íslenskra lögfræðibókmennta.
Oska ég höfundi til hamingju með
þetta mikla verk hans.
Ármann Snævarr
Gunnar G. Schram
Sænsk ungiingahljómsveit
Tvennir tónleikar
framundan
UNGLINGAHLJÓMSVEIT Lista-
skóla Stokkhólmsborgar (Stock-
holm Stads Kulturskolas
Ungdomssinfonietta) heldur tón-
leika í Víðistaðakirkju í dag, mið-
vikudag, og í Norræna húsinu á
fösjtudag.
I Víðiðstaðakirkju hefjast tón-
leikar hljómsveitarinnar og
Kammersveitar Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar kl. 19.30. Á efnis-
skránni er m.a. sænsk tónlist sem
sérstaklega var samin fyrir hljóm-
sveitina, auk verka eldri meistar-
anna. Framlag kammersveitar
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
verður „Fantasía um sálmalag
eftir Kruger", fyrir flautu og
strengi eftir Óliver Kentish, kenn-
ara við skólann. Einleikari í því
verki verður Eyjólfur Eyjólfsson.
Saman munu hljómsveitirnar
flylja „Tvö íslensk lög“ í útsetn-
ingu norska tónskáldsins Johann
Svendsen. Sljórnendur á tónleik-
unum verða Helena Södermann
og Óliver Kentish. Aðgangur er
ókeypis.
Unglingahljómsveitin er skipuð
hljóðfæraleikurum á aldrinum
13-20 ára og eru 40 hljóðfæra-
leikarar með í för til íslands.
Hljómsveitin var stofnuð 1995 og
heldur að jafnaði 6-8 tónleika á
ári. Hljómsveitarmeðlimir hafa
sjálfir aflað fé til íslandsfararinn-
ar, og hafa einnig fengið styrk frá
Sænsk-íslenska sjóðnum, Stock-
holms Stads Kulturskola og fleiri
aðilum.
Unglingaliljómsveit Listaskóla
Stokkhólmsborgar heldur tón-
leika í Norræna húsinu föstudag-
inn 30. október kl. 20.30.
Á efnisskránni eru m.s. verk
eftir P. Mascagni. J.S. Bach, P.
Tjajkovskij og sænsk þjóðlög.
Stjórnandi er Helena Söderman.
Hljómsveitin hélt tvenna
skólatónleika í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja á þriðjudag.
Aðgangur er kr. 500.