Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 31
Réttarbætur fyrir fórn-
arlömb læknamistaka
Á SÍÐUSTU árum
hefur komið skýrt í Ijós
að ekki eru í nægilega
góðu horfí málefni
þeirra sem telja sig
hafa orðið fyrir tíma-
bundinni eða varanlegri
örorku vegna rann-
sóknar eða meðferðar á
sjúkrahúsi, heilsu-
gæslustöð eða dvalar-
stofnun fyrir sjúklinga.
Kvartað hefur verið
undan seinagangi í
kerfinu, erfiðleikum við
að afla gagna, erfiðri
sönnunaraðstöðu, lág-
um bótum og svo mætti
lengi telja.
I lögum um almannatryggingar
er kveðið á um slysatryggingu
sjúklinga sem eru til meðferðar á
sjúkrastofnunum sem starfa sam-
kvæmt lögum um heilbrigðisþjón-
ustu og heilsutjónið eða örorkan er
vegna læknisaðgerða eða mistaka
starfsfólks á þessum stofnunum.
Akvæðið tryggir ekki nægilega
réttarstöðu þeirra sem undir það
falla. Sjúklingatrygging almanna-
trygginga greiðir hvorki skaðabæt-
ur né miskabætur, en fjöldi fórnar-
lamba læknamistaka ber lýti og líð-
ur þjáningar sem ekki fást metnar
til bóta.
Tökum Dani til
fyrirmyndar
I síðustu viku mælti ég fyrir
þingsályktun á Aiþingi um úttekt
og endurskoðun á sjúklingatrygg-
ingum, þar sem lög og reglur í
Danmörku væra höfð til fyrir-
myndar við endurskoðunina. Þar
era í gildi sérstök lög um sem tóku
gildi 1992. Með þeim lögum er
tryggt að sjúklingar eða aðstand-
endur látins sjúklings
eigi rétt á skaðabótum
vegna afleiðinga rann-
sóknar og/eða með-
ferðar á sjúkrahúsum.
Auk þess taka lögin til
þeirra sem tekið hafa
þátt í tilraunum, sem
og blóð-, sæðis- og líf-
færagjafa sem hafa
orðið fyi’ir líkamstjóni
við meðferð á sjúkra-
húsi.
Dönsku lögin hafa
leitt til aukins réttar
fyrir sjúklinga í Dan-
mörku til skaðabóta
vegna afleiðinga rann-
sóknar og meðferðar á
sjúkrahúsum, því að unnt er að fá
greiddar skaðabætur án þess að
sannað sé að um mistök læknis hafi
verið að ræða. Þó þarf ákveðnum
skilyrðum samkvæmt lögunum að
vera fullnægt til að bótaréttur
verði virkm-.
Ákvæði laganna hafa einnig í
för með sér að mun einfaldara og
fljótlegra er að leita réttar síns nú
en áður, en margir setja fyrir sig
löng og erfið réttarhöld. I Dan-
mörku era og til frekari úrræði ef
unnt er að rekja líkamstjón til
lyfja.
Margir veigi’a sér við
málaferlum
Á haustþingi 1997 lagði Margrét
Frímannsdóttir fram fyrirspura til
heilbrigðisráðherra um mistök við
læknisverk. Þar var m.a. spurt um
fjölda kæra sem borist hefðu frá
sjúklingum til landlæknisembætt-
isins vegna meintra mistaka lækna
á áranum 1990 til og með 1997.
Fjöldi mála hefur á þeim tíma
aukist frá nokkram tugum í um
Gera verður leið sjúk-
linga tii að sækja rétt
sinn einfaldari, segir
Asta R. Jóhannes-
dóttir, og koma þannig
í veg fyrir fjölda
dómsmála.
það bil 250 mál á ári. Þar era með-
taldar allar kvartanir og kærar
sem berast embættinu, en undan-
skilin þau mál sem afgreidd era í
gegnum síma. Þá kemur fram í
svarinu að greiddar hafi vei-ið bæt-
ur fyrir læknamistök að fjárhæð
74.393.598 kr. í kjölfar málafei-la.
Þá kemur einnig fram að fjöldi
þeirra sem telur sig hafa orðið
fórnarlömb læknamistaka leggur
ekki í málarekstur vegna mikils
kostnaðar og annars álags sem því
fylgir. Þessar niðurstöður sýna að
mjög brýnt er að tekið verði á
þessum málum.
I þingmáli mínu er lögð áhersla
á að fram fari úttekt á reglum um
sjúklingatryggingu hér á landi og í
kjölfarið verði lagðar fram tillögur
sem miði að réttarbótum fyrir þá
sem telja sig hafa orðið fyrir
læknamistökum. Tillögumar þurfa
að lúta m.a. að því að skaðabætur
og miskabætur verði greiddar
þeim sem verða fyrir líkamstjóni í
tengslum við rannsókn eða sjúk-
dómsmeðferð á heilbrigðisstofnun.
Einnig verður að gera leið sjúk-
linga tO að sækja rétt sinn einfald-
ari og koma þannig í veg fyrir
fjölda dómsmála.
Höfundur er ulþingismaður.
Ásta R.
Jóhannesdóttir
I fyrsta sinn!
FYRIR ellefu árum,
skömmu fyrir kosning-
ar árið 1987, sat ég
kjördæmisþing Sjálf-
stæðisflokksins í Vest-
urlandskj ör dæmi.
Ræða eins frammæl-
andans, einu konunnar
sem ég man eftir í
ræðupúltinu, sat eftir í
huga mínum þegar ég
hélt heim en ræðan
fjallaði um unga fólkið,
framtíðina og mennt-
un. Ræðumaðurinn
var Sigríður Anna
Þórðardóttir, þá odd-
viti sjálfstæðismanna í
Grandai-firði og síðar
þingmaður Reyknesinga, en ég sá
hana í fyrsta sinn á þessu kjör-
dæmisþingi. Sigríður Anna geislaði
af sjálfstrausti og elskuleg fram-
koma hennar á þinginu virkaði
mjög hvetjandi fyrir mig sem unga
konu með áhuga á stjórnmálum.
Á þessum tíma hvarflaði ekki að
mér að leiðir okkar ættu eftir að
liggja saman aftur fimm áram síðar,
þegar Sigríður Anna sat í stjóm
þingflokks sjálfstæðismanna en ég
var þá ráðin framkvæmdastjóri
þingflokksins. Eg sá þá að það var
engin tilviljun að framkoma þessar-
ai- konu hefði heillað mig svo mjög
nokkram áram áður. Ég hafði mikla
ánægju af því að vinna með henni
sem þingmanni. Hún var mjög póli-
tísk, skelegg og mikið leiðtogaefni.
Að loknum alþingiskosningum
1995 fékk ég enn tækifæri til að
vinna með Sigríði Önnu. Ég var þá
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra en Sign'ður Anna hefur verið
formaður menntamálanefndar Al-
þingis síðastliðin tvö
kjörtímabil. Fyrst þá
gerði ég mér grein
fyi-ir því hverju hún
hefur raunveralega
áorkað á sviði mennta-
mála. Sigríður Anna
hefur verið í lykilhlut-
verki innan Alþingis í
að tryggja fi-amgang
lagaframvarpa fyrir
öll skólastigin fjögur
og veitt einni erfiðustu
nefnd þingsins ómet-
anlega forystu. Hún
var formaður nefndar-
innar sem mótaði nýja
menntastefnu á síð-
asta kjörtímabili og
hennar sýn í menntamálum hefur
haft umtalsverð áhrif á aðal-
námskrár grannskóla og fram-
haldsskóla sem líta dagsins ljós á
næstu mánuðum.
Sjálfstæðismenn hafa
nú tækifæri, segir Ás-
dís Halla Bragadóttir,
til að velja konu sem
leiðtoga framboðslista
fyrir alþingiskosningar
í fyrsta sinn.
Sigríður Anna Þórðardóttir gef-
ur nú kost á sér í fyi-sta sæti fram-
boðslista sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi. Það er erfitt
að biðja kjósendur í prófkjöri að
gera upp á milli frambjóðenda og
allir eru þeir frambærilegir. Sigi-íð-
Ásdís Halla
Bragadóttir
ur Anna stendur þó upp úr sem sá
frambjóðandi sem mesta reynslu
hefur af leiðtogastörfum innan
Sjálfstæðisflokksins. Hún er nú
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, fyrst kvenna, og með
mjög góðri frammistöðu sinni í því
veigamikla embætti sýnir hún enn
og sannar að hún er mikilsverður
brauti-yðjandi.
Eftir viðkynningu mína af Sig-
ríði Önnu vil ég hvetja þá sem
hyggjast taka þátt í prófkjörinu að
kjósa hana í fyrsta sæti framboðs-
listans. Sjálfstæðismenn í Reykja-
neskjördæmi geta stoltir boðið
fram lista sem svo öflugur einstak-
lingur leiðir. Ekki skemmh- fyrir að
það væri í fyrsta sinn sem kona
leiðir lista Sjálfstæðisflokksins fyr-
ir alþingiskosningar, en það hefur
ekki gerst í neinu kjördæmi í nærri
70 ára sögu flokksins. Reyknesing-
ar, látum það tækifæri ekki renna
okkm- úr greipum.
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, aðstoðar-
maður menntamálaráðherra og býr
i Garðabæ.
’ALVARA
W*\ TIL
(■BkGJAFA
KUNIGUND
SKÓIAVÖRÐUSTÍG. 8 S 551 3469
Tveir fyrir
■
2. og 9. nóv.
frá kr. 14.550
Helgartilboð 12. nóv. flug I
og hótel frá kr. 29.900 |
London er tvímæla-
laust eftirsóttasta
heimsborg Evrópu í
dag og vinsældir
hennar hafa aldrei
verið meiri, enda
finnur þú hér fræg-
ustu leikhúsin, heim-
sþekkta listamenn í myndlist og tónlist, glæsilega veit-
inga-og skemmtistaði og á meðan á dvölinni stendur
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan
tímann. Heimsferðir bjóða gott úrval hótel í hjarta
London á frábæru verði.
Glæsileg ný hótel í boði.
Plaza-hótelið, rétt við Oxford-strætí.
Flugsæti til London
Verð kr. 14.550
Flugsæti til London með flugvallar-
sköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtu-
dags, 2. og 9. nóv.
Flugsæti kr. 21.900. Skattur kr. 3.600x2= 7.200.
Samtals kr. 29.100. Á mann kr. 14.550.
Flug og hótel í 4 nætur,
helgarferð 29. okt.___
Verð kr. 29*900
Sértilboð 29. október, Flora-hótelið,
4 nætur í 2ja manna herbergi.
HEIMSFERÐIR
■ !
V
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Brottfarir
26. okt. 8 sæti
29. okt. 9 sæti
02. nóv. 13 sæti
05. nóv. 9 sæti
09. nóv. 21 sæti
12. nóv. 18sæti
16. nóv.
19. nóv.
23. nóv.
26. nóv.
30. nóv.
3. des.