Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 & MINNINGAR myndi svip á þróun íslenskrar ljóð- listar næstu áratugi, entist honum líf og heilsa. Hitt get ég játað að þá grunaði mig ekki að hann yrði svo mikilvirkur á akrinum sem raun ber vitni nú þegar litið er 45 árum síðar yfir ævistarf hans að leiðarlokum. A þeim tíma sem fundum okkar bar fyrst saman vai' hann nefnilega ekki hraustur og átti raunar við stopula heilsu að stríða mikinn hluta ævi. En hann hunsaði sviðann og vann eins og víkingur. Bókmenntastörf Jóns Óskars eru margþætt. Hæst ber að sjálfsögðu ljóðlist hans sem birtist í sex bókum frumortra ljóða á árunum 1953-95 og tveimur stórum bindum þýðinga á frönskum ljóðum frá 19. og 20. öld (útg. 1988 og 1991). En því skyldi ekki gleymt að hann hóf ritferil sinn með útgáfu smásagnasafns sem síð- ar var endurútgefið ásamt áður óprentuðum sögum hans í bókinni Sögur (1973), samtals tuttugu og tvær. Jafnt í ljóða- sem sagnagerð fór hann ótroðnar slóðir og verður í báðum gi’einum jafnan talinn í fremstu röð íslenskra skálda sinnar kynslóðar. Ymsum þótti snemma litið um öxl þegar hann á miðjum aldri tók að skrifa minningar sínar. Fyrsta bók- in af því tagi var reyndar skáldsaga (Leikir í fjörunni, 1968) en með svo augljósu sjálfsævisöguívafi að ég tel hana með minningabókunum sex sem á eftir fylgdu næsta áratug. Ymsir samtíðarmanna hans sem komu við sögu eða gagnkunnugir voru atvikum sem frá var sagt voru engan veginn samdóma honum um mat á mönnum og málefnum, og hlýtur svo jafnan að verða. En hinu fær enginn hnekkt að þessar bækur eru sneisafullar af heimildum um ís- lenskt lista- og menningarlíf á um- brotaskeiði eftirstríðsáranna og sviptingar í alþjóða- og þjóðfrelsis- málum á dögum kalda stríðsins. Fjórði þáttur í höfundarstarfi Jóns eru ritgerðir og ferðaþankar sem birtust í þremur bókum: Páfínn sit- ur enn í Róm (‘64), Vitni fyrir mann- inn (‘77) og Undarlegt ferðalag (‘94). Þessi söfn eru að nokkru leyti sömu ættar og minningabækur hans. í fimmta dilk fara tvær bækur menningarsögulegs eðlis: Sölvi Helgason (‘84) og Konur fyrir rétti (‘87). Þótti ýmsum skjóta skökku við er uppreisnargjarnt ljóðskáld var lagst í þjóðlegan fróðleik. En þá er illa lesið finni menn ekki í þess- um bókum sömu samkennd með manneskjum í þröng og alltaf er ná- læg í öðrum verkum Jóns, og eng- inn skyldi tala óvirðulega um „þjóð- legan fróðleik". Menn eins og Gísli Konráðsson, Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, Eyjólfur frá Hvoli, Þórður í Skógum eru merkisberar alþýðlegrar hámenningar sem þolir ekki aðeins samjöfnuð við afrek há- skólamanna, heldur standa lær- dómsmennirnir í margri grein á herðum þeim. I sjötta lagi tel ég þýðingar Jóns Oskars í óbundnu máli, heilan tug vandþýddra verka eftir stórskáld eins og Camus, Carlo Levi, Ignazio Silone, Ionesco, Arthur Miller, Ge- orge Sand, Simone de Beauvoir. Samtals er þetta hálfur fjórði tugur frumsaminna og þýddra bóka. Síðast en ekki síst mætti ég muna að Jón Óskar sat í ritstjórn Birtings öll þau 14 ár sem hann kom út og reyndist þar bæði liðtækur og tillögugóður. Jón Óskar hefur lýst hvemig kynni okkar hófust vorið 1953 í skáldakompu Stefáns Harðar á lofti Blöndu við Bergstaðastræti þar sem við þrír ásamt Jóni skáldi Jó- hannessyni úr Skáleyjum hittumst til að ræða möguleika á útgáfu tíma- rits um Ijóðlist (sjá Borg drauma minna, 21). Þetta voru ekki ýkja raunsæjar ráðagerðir, enda hvarf Skáleyjaskáldið sem var okkar elst og jarðbundnast hljóðlega á dyr í miðjum pistli, en við hinir héldum áfram rabbi fram eftir kvöldi. Nánari urðu kynni okkar Jóns Óskars ekki í bráð, því hann var bundinn þingskriftum á daginn, hljóðfæraleik á kvöldin, en ég að koma ljóðabók gegnum prentverk og síðan rokinn norður í síldina að afla mér lífsbjargar. En vel gast mér strax að manninum og við laus- lega eftirgrennslan kom í ljós að við áttum sitthvað fleira sameiginlegt en Ijóðlistina: báðir sjómannssynir aldir upp í sviplíkum sjávarþorpum undir handarjaðri róttækra mæðra, höfðum líka verið í sveit og kynnst lífi fólks sem þar bjó við knöpp kjör, séð á næmasta skeiði aldalangan frelsisdraum íslensku þjóðarinnar rætast en einnig atómsprengjum varpað á varnarlaust fólk í Hírósíma og Nagasakí, vorum eld- heitir ættjarðarvinir en svamii’ fjendur hemáms og hvers konar styrjaldarbrölts. Það voru því margskyns forsendur fyrir að með okkur mætti takast frjótt samstarf. Þegar hausta tók ‘54 og menn voru komnir í vinnuskap eftir tæt- ingslega sumarmánuði hófust sam- ræður nokkurra áhugamanna með svipuð viðhorf um útgáfu tímarits og leiddu til stofnunar Birtings yngri. „Ég sóttist raunar ekki eftir að vera í ritstjóm þessa nýja tíma- rits sem við vomm að stofna“, segir Jón, „en Einar Bragi lagði hai-t að mér að vera með og sagði að ekkert mundi verða úr hugmyndinni, ef ég skærist úr leik“ (Borg drauma minna, bls. 72). Þetta er alveg rétt. Og aldrei hef ég iðrast þess að þrýsta á hann en tel það hafa orðið bæði Birtingi og Jóni til góðs að hann tók sæti í ritstjóminni. Þar var hann meðal jafningja virtur af verkum sínum, gat komið skáldskap sínum og sjónarmiðum á framfæri, en meðal „hugsjónabræðranna" og höfuðsmanns þeirra var hann van- virtur því meir sem hann hafði betri verk fram að færa, og sama átti raunar við um öll bestu skáld okkar kynslóðar á vinstrivæng. Fyrsta nána samstarfsverkefni okkar fyrir Birting var þýðing á mikilli ritgerð eftir Artur Lundkvist um rómanskar nútímabókmenntir. Þetta var snúið verk og seinunnið og bætti ekki úr skák að báðir vom þýðendur gefnir fyrir vangaveltur og ónískir á tímann sem það tók að finna hina bestu lausn. Við unnum að þessu síðdegis og frameftir kvöldum; þóttumst góðir ef lokið var einni málsgrein á dag og vomm talsvert á annan mánuð með grein- ina. Jón var þá laus og liðugur, hvorugur okkar hafði yfir vinnu- stofu að ráða, svo þrautalendingin varð stofuborðið heima í Suðurgötu 8. Þó að þar væri ekki alltaf næðis- samt hafði þetta þann kost með sér að Jón varð daglegur heimagangur hjá okkur í mörg ár og vinur allra á heimilinu Næst tókum við okkur fyrir hendur að safna bitastæðum þýð- ingum ljóða frá 20. öld og fengum útgefið dágott kver undir nafninu Erlend nútímaljóð (1958). Þetta var gert í því skyni að slá á fordóma og ekki að vita nema tekist hafi að ein- hverju leyti: skynsömum mönnum hafi við nánari íhugun þótt helsti mikill sjálfbirgingsháttur að vísa í ystu myrkur allri ljóðlist heimsins utan vorrar elskulegu eyjai’ vegna þess að hvergi nema þar höfðu skáldin hugmynd um „stuðlanna þrískiptu grein“ - og ortu samt ljóð sem heimsbyggðin taldi frambæri- leg. I formála bókarinnar segir: „Nútímaljóðlistinni var víða um lönd tekið með takmörkuðum fogn- uði íyrst í stað, aðallega vegna þess að nýstárleikinn kom eins og endranær flatt upp á menn. En ekki er fyrir það synjandi að andstaðan hafi í aðra röndina' stafað af því stundum, að hinn nýi siður hefur eins og vorið einatt haldið innreið sína með talsverðum ærslum, enda venjulega boðaður af ungum eld- hugum sem kvöddu sér hljóðs full- um hálsi og fannst ekki ástæða til að ganga á tánum af nærgætni við sofandi sálir.“ Eftir að úthaldi okkar fjórmenn- inga í ritstjórn Birtings lauk 1968 framlengdist enn samstarf okkar Jóns Óskars, því mjög um sama leyti vorum við kjörnir í stjórn Rit- höfundasambands íslands þar sem hann gegndi ritarastarfi til 1970. Jón Oskar var kominn fram um miðjan aldur án þess að festa ráð sitt og vinir hans orðnir hræddir um að hann hygðist ekki bindast öðrum gyðjum en þeim sem listunum ráða; þótti illt að svo vænn maður eignað- ist ekki afkomendur hvað sem öðru liði. En kvíði þeirra reyndist ástæðulaus. Jón Óskar var fullfær um að velja sér kvonfang. Hann hafði aðeins þorað „góðs að bíða“. Og hvar hefði hann átt að mæta ást- inni fremur en í borg drauma sinna? Það var allra mál að jafnræði væri með Jóni Óskari og Kristínu Jóns- dóttur myndlistarkonu frá Munka- þverá, enda varð hjónaband þeirra beggja gæfa. Þau eignuðust eina dóttur, Unu Margréti, sem kippir í kynið. Hún varð þegar á ungaaldri þjóðkunn af vönduðum tónlistar- þáttum í útvarpinu og bætti enn orðstír sinn sem einn af fulltrúum íslands í norrænu tónlistarkeppn- inni Kontrapunkti þar sem kiinn- átta hennar og fáguð framkoma vörpuðu ljóma á þjóðina. Þótt fundum okkar Jóns Óskars fækkaði af eðlilegum ástæðum eftir að hann var orðinn heimakær fjöl- skyldufaðir var alltaf gott með okk- ur. Ég er honum innilega þakklátur SJÁ NÆSTU SÍÐU UTFARARÞJONUSTAN EHF. Stofhað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 51, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar A-7, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands. Borgþór S. Olsen, Kristján Borgþórsson, Anna Borgþórsdóttir, Pétur K. Hilmarsson og barnabörn. t Elskulegur bróðir minn, mágur, frændi og vinur, SIGFÚS HILMAR ÁRNASON, Klapparstíg 2, Hauganesi, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri að morgni sunnudagsins 25. október. Jarðsett verður frá Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 31. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Árskógs- strandar eða Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Jakobsdóttir, Valdimar Kjartansson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN R. ÞORVARÐARSON fyrrv. brunavörður, áður til heimilis f Hólmgarði 27, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, mánudaginn 26. október. Útförin auglýst síðar. Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason, Sigríður Kristjánsdóttir, Viðar Vilhjálmsson, barnabörn og langafabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN BENEDIKT JÓSEFSSON, sambýlinu Skjólbraut 1a, áður Hjallabrekku 43, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 26. október. Ása Benediktsdóttir, Stefán Jónatansson, Sigrún Stefánsdóttir, Steinar Þór Kristinsson, Sigurður Benedikt Stefánsson, ina Leverköhne, Svanhvít Stefánsdóttir, Stefán Kristinn Steinarsson. t Ástkær faðir minn og afi, HJÁLMAR FILIPP HAFLIÐASON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 26. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Hjálmarsdóttir, Svanhvít Friðriksdóttir, Hjálmar Friðriksson. t Ástkær sambýliskona mín og móðir, HRAFNHILDUR ÁSKELSDÓTTIR, Túngötu 17, Grenivík, lést mánudaginn 26. október. Sæmundur Guðmundsson, Guðmundur Þór Sæmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.