Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 49
Asmundur YOGA# S T U D I O öndunaræfingar if slökun Efni: ic jógaleikfimi (asana) + andleg lögmál it mataræði og lífsstíll sem stu^a velgengni, jafnvægi og heilsu. Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. USJ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 49... FRÉTTIR TILBOÐ Nú býðst þér að kaupa þessar öskjur á 30% lægra verði* LANCÖME VERSLANIR PRIMORDIALE DAGKREM PRIMORDIALE N/OTURKREM RENERGIE KREM Ráðstefna um notkun Netsins við hönnun og framkvæmdir Alþjóðadag- ur í Háskól- anum ALPJÓÐADAGUR Háskólans er nú haldinn 3. árið í röð á vegum Stúdentaráðs, Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins og Landsskrifstofu Leonardó í samvinnu við erlenda skiptistúdenta. Kynningin fer fram í Odda fimmtudaginn 29. október kl. 12-17. Markmið alþjóðadagsins er að kynna fyrir stúdentum möguleika til náms og starfa erlendis. Skipt- istúdentar mæta sem fulltrúar sinna þjóða, veita upplýsingar og leiðbeina stúdentum. Sífellt fleiri stúdentar hafa tekið þátt í menntaáætlun ESB Sókrates/Esrasmus. Erasmus styrkir um 150 stúdenta á ári til náms í einhverju ESB-landi og fá þeir það að fullu metið milli skóla. Að loknu háskólanámi geta stúdent- ar sótt um að fara á vegum Leonar- dó í starfsnám í nokkra mánuði til ESB-landa. TÖLVUTÆKNIFÉLAG íslands heldur ráðstefnu um notkun Nets- ins við hönnun og framkvæmdir fimmtudaginn 29. október á Hótel Sögu. „Á ráðstefnunni verður fjallað um reynslu og framtíðarsýn hönnuða og tæknimanna sem hafa verið Ieið- andi í tölvunotkun hér á landi og munu þeir varpa kastljósinu að Net- inu. Lögð verður áhersla á að fá fram sjónarmið ólíkra fagsviða og tengingu þeirra með Netinu. Jafn- framt verður sýning á tölvu- og hugbúnaði hjá fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í þjónustu við hönnuði og tæknimenn. Á undanförnum árum hefur notk- un Netsins aukist hjá hönnuðum og tæknimönnum. Netið er upplýs- inga- og samskiptamiðill sem býður upp á ný tækifæri við öflun og miði- un gagna og upplýsinga,“ segir í fréttatilkynningu frá Tölvutæknifé- lagi Islands. „Á ráðstefnunni verður fjallað um leiðir til að auka öryggi tenginga á Netinu, kynning á aðferðum við skoðun og notkun gagna yfír Netið, fjallað um möguleika á að nýta kortaupplýsingar á Netinu og teikn- ingar á stafrænu formi. Jafnframt verða kynnt verkfæri til að stýra mælikerfum yfir Netið og flutt er- indi um notkun Netsins við hönnun, rekstur, viðhald og ráðgjöf. Að lok- um má nefna erindi um alþjóðleg samskipti arkitekta á Netinu og hvernig verkefnishandbók og vinnu- bók á Netinu býður upp á ný tæki- færi við upplýsingamiðlun," segir ennfremur. Gengið eftir Hitaveitu- stokknum HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld eftir Hitaveitustokknum frá Rafstöðinni niður í Öskjuhlíð. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 og með SVR inn undir Rafstöð. Þaðan gengið kl. 20.30 eftir Hitaveitustokknum niður í Öskjuhlíð að Perlunni. Þar verður val um að ganga niður í Hafnarhús eða fara með SVR. Allir eru vel- komnir. Besti vinur Ijóðsins Morgunblaðið/Þorkell Lyf sýnd á Grand Hóteli - LYFJAFRAMLEIÐENDUR og lyfjainnflytjendur voru með um- fangsmikla sýningu á lyfjum á Grand Hóteli í Reykjavík um helgina. 36 birgjar apóteka tóku þátt í sýningunni, sem bar yfír- skriftina „I apótekinu 1999“. Jafnframt var haldin ráðstefna fyrir starfsfólk apóteka þar sem ýmsir sérfræðingar fluttu erindi um notkun lyija og árangur af lyfjameðferð. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um hvort æskilegt væri að nátt- úrulyf væru seld í apótekum, framtíð lyQafræðinga í apótekum og um þörf fyrir nikót ínplástur. LANCÖME x Jefj u m timann Námskeið Morgunblaðið/Þorkell í sáirænni skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Islands gengst fyrir nám- skeiði í sálrænni skyndihjálp 28. október og 3. nóvember nk. Kennt verður frá kl. 19-23. Námskeiðið er ætlað öllum 15 ára og eldri sem áhuga hafa á sálrænni skyndihjálp. Væntanlegir þátttak- endur Jjurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Á námskeiðinu er farið yfír undirstöðuatriði varðandi áföll, kreppur, sálræna skyndihjálp, sorg, streitu og hvernig við getum veitt mannlegan stuðning. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, umræð- um og hópvinnu. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal, hjúkrunarfræð- ingur. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta innritað sig hjá Reykjavíkurdeildinni og er nám- skeiðsgjald 3.500 kr. Lesið úr nýjum skáldverkum á Grandrokk Yoga - breyttur lífsstíll 7 kvölda grunnnámskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni. Mánudag og miðvikudag kl. 20-21:30. Hefst 10. nóv. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tækjasal og opn- um jógatímum fylgir meðan á námskeiðinu stendur. FÉLAGSSKAPURINN Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi á Grandrokk við Klapparstíg miðviku- dagskvöldið 28. október kl. 21. Þar munu fimm rithöfundar lesa úr bókum sem væntanlegar eru fyr- ir jólin. Eftirtaldir rithöfundar koma fram: Guðrún Eva Mínervu- dóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sig- urður Pálsson, Ragnar Ingi Aðal- steinsson og Þórarinn Eldjárn. Skáldin munu bjóða upp á Ijóð, smá- sögur og skáldsögubrot. Áðgangur er ókeypis og tekur dagskráin um það bil klukkustund. LEIÐRÉTT Heimili og skóli féll niður í UMFJÖLLUN um áhrif foreldra- vakta á útivistartíma barna og ung- linga sl. sunnudag vai- greinarkorn sem nefndist Frá foreldrum til for- eldra. Fyrh- mistök féll niður heimild í greinarlok þar sem standa átti að leiðbeiningarnar væru komnar frá samtökunum Heimili og skóli. Er beðist velvirðigar á mistökunum. Aritað fyrir stuðnings- menn LANDSLIÐIÐ í handknattleik kemur víða við og tók síðastlið- inn Iaugardag á móti aðdáend- um sínum í Kringlunni í Reykjavík. Þar veittu liðsmenn eiginhandaráritanir og kynntu uin leið maltið frá Agli Skalla- grímssyni sem stutt hefur við bakið á liðinu. Hefur Patrekur Jóhannesson áreiðanlega fengið að skrifa nafnið sitt nokkrum sinnum fyrir stuðningsmenn. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.