Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
FRÉTTIR
Ný gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum gagnrýnd
Kostnaður hundruð þús-
unda við hveria útgáfu
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur sett nýja gjaldskrá fyrir útgáfu og
birtingu gagna frá Landmælingum
íslands og gagnrýna forsvarsmenn
útgáfufyrirtækja og stofnana, sem
gefa út prentað efni með kortum
unnum upp úr gögnum Landmæl-
inga, hana harðlega. Heldur Haukur
Jóhannesson, forseti Ferðafélags ís-
lands, því fram að þessi gjaldskrá
hafi í för með sér gífurleg höft fyrir
alla útgáfustarfsemi í landinu og Sig-
urður Svavarsson, formaður Félags
íslenskra bókaútgefenda, segir að
hún setji útgáfu náttúrufarsbóka aft-
ur um nokkra áratugi.
„Ef farið verður strangt eftir þess-
ari gjaldskrá, sem menn eiga greini-
lega að gera, þá skiptir kostnaðurinn
hundruðum þúsunda í hvert skipti
sem um einhverja útgáfu er að
ræða,“ segir Haukur.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar Islands,
gagnrýnir gjaldskrána harðlega.
„Þetta mun hafa verulega aukinn
kostnað í fór með sér varðandi alla
útgáfu á okkar vegum, hvort sem
þar er um að ræða skýrslur, tímarit
eða kort,“ segir hann og bætir við:
„Það er alveg ljóst að við stöndum
frammi fyrir því að þurfa annaðhvort
að fá fjárveitingu til að standa
straum af auknum kostnaði, eða þá
að draga úr og endurskoða rekstur-
inn og endurskoða alla okkar útgáfu-
starfsemi."
Getur íþyngt bókaútgáfu
„Mér sýnist að þetta geti íþyngt
bókaútgáfu í landinu all verulega og
verði farið grimmt eftir þessari
gjaldskrá gæti útgáfa náttúrufars-
bóka horfið nokkra áratugi aftur í
tímann,“ segir Sigurður Svavars-
son, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda. „Mér sýnist ljóst að
umhverfisráðuneytið sæki fyi'ir-
mynd að gjaldskrá sinni til þeirra
landa, sem lengst ganga í gjaldtöku,
og í þeim löndum hafa stærri korta-
og bókaútgefendui- einfaldlega
brugðist við með því að leita annað
eftir grunngögnum fyrir kort sín.“
■ Gífurleg höft/14
Boy; George
á Islandi
BOY George var væntanlegur
til landsins í gærkvöldi og verð-
ur plötusnúður á skólaballi hjá
Menntaskólan-
um við Sund í
kvöld á Hótel
íslandi og á
skemmtistaðn-
um Inferno.
Boy George,
sem heitir réttu
nafni George
O’Dowd, var
söngvari Culture Club einnar
vinsælustu poppsveitar heims í
lok áttunda og byrjun níunda
áratugarins.
Lög sveitarinnar „Do You
Really Want to Hurt Me“ og
„Karma Chamelion" fóru bæði í
efsta sæti vinsældalista.
Morgunblaðið/Atli Vigfusson
GUÐNÝ J. Buch á Einarsstöðum í Reykjahverfi, sem sér um reyk-
inguna, með ostinn í grisjunni ásamt kjötmeti.
Hangiosturinn er
að verða tilbúinn
Laxamýri. Morgunblaðið.
Framkvæmdir að hefjast við Barnaspítala Hringsins
Fyrsta skóflu-
stunga tekin í dag
REYKTUR ostur er ný afurð sem
Grétar Sigurðarson hjá Mjólkur-
samlagi Kaupfélags Þingeyinga
hefur verið að gera tilraunir með
að undanfömu en slfkur matur er
óviða á borðum manna.
Kvarg er tekið í grisju þegar ver-
ið er að gera Havarti ost og látið
reykjast þar til komið er sterkt
reykbragð. Osturinn geijast í
reyknum en hann þarf þrisvar sinn-
um meiri reyk en stórt sauðalæri.
Að sögn Grétars er hangiostur-
inn, eins og hann kallar hann,
nyög góður sem pinnamatur í
veislur og einnig góður ofan á
brauð og hangikjöt.
Samkvæmt tilrauuum þeim sem
Grétar hefur gert er best að kofa-
reykja ostinn við tað.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA tek-
ur í dag íyrstu skóflustunguna að
byggingu hins nýja bamaspítala
Hringsins sem rísa á á Landspít-
alalóð. Fyrirhugað er að spítaUnn
verði tekinn í notkun vorið 2001.
Um verður að ræða rúmlega 6.000
fermetra byggingu, á fjórum hæð-
um.
Bamaspítalinn á að rúma þá
starfsemi sem fram fer á Bama-
spítala Hringsins og er aðaláhersla
lögð á stórbætta aðstöðu fyrir sjúk
böm og aðstandendur þeirra og á
öll starfsaðstaða að batna til muna.
Áhersla verður lögð á aukna
göngudeilda- og dagdeildaþjónustu
þannig að möguleikar skapist fyrir
böm að vera eins mikið heima og
kostur er á.
Helgafells hefur umsjón með af-
greiðslu pantana og dreifingu íyr-
ir Morgunblaðið.
Á seinustu dögum hefur komið
fram nokkur gagnrýni á hönnun og
rekstur bamaspítalans. Ásgeir
Haraldsson, forstöðulæknir Bama-
spítala Hringsins, segir að áður en
hönnun byggingarinnar hófst hafi
farið fram mikið starf innan barna-
spitalans við að skilgreina þarfir og
verkefni spítalans.
Teikningar þróaðar
í samstarfi við starfsfólk
„Þetta var unnið af starfsfólki
bamaspítalans úr öllum starfs-
stéttum. Hönnuðimir tóku gott til-
lit til þessara ábendinga og á und-
anfornu ári hafa teikningar verið
þróaðar frekar í miklu samstarfi
við starfsfólk og allar teikningar
verið kynntar væntanlegum not-
Morgunblaðið hefur einnig tek-
ið upp samstarf við stærstu bóka-
verslunina á Netinu, Amazon, um
sölu á erlendum bókum. Slóð
vefjarins er www.mbl.is/baekur/.
endum hússins og þá sérstaklega
foreldrafélögum langveikra bama.
Síðasti fundur með foreldrafélög-
unum var haldinn fyrir tveim vik-
um og á honum kom fram almenn
ánægja með það hversu vel hefði
tekist tfl,“ segir Ásgeir.
Teikningar kynntar á Netinu
Arkitektar byggingarinnar eru
Sigríður Magnúsdóttir og Hans
Olav Andersen, verkvinna er í
höndum Almennu verkfræðistof-
unnar og Suðurverk annast jarð-
vinnu. Allar teikningar af spítalan-
um og framkvæmdaáætlun verks-
ins hafa verið settar inn á heima-
síðu Barnaspítala Hringsins sem
opnuð var sl. fóstudag. Slóðin er
www.rsp.is/hringur.
Ikveikja
í Hanira-
borg
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
slökkti eld í ruslageymslu í
Hamraborg 20 í Kópavogi um
miðjan dag í gær.
Kveikt hafði verið í rusla-
geymslunni og barst reykur í
stigagang hússins.
Reykur barst einnig í Nóa-
túnsverslun um viftu verslun-
arinnar, sem er við hlið húss-
ins, en svo heppilega vildi til
að rafvirki var á staðnum, sem
gat snúið sogi viftunnar í
blástur svo verslunin tæmdist
fljótt af reyk.
Bóksala á mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ opn-
aði í gær nýjan vef á
mbl.is, Bókatíðindi 1998,
í samvinnu við Félag ís-
lenskra bókaútgefenda.
Á vefnum má finna 455
bókatitla með lýsingu og
mynd frá 81 forlagi.
I framhaldi af þessari
opnun hefur Morgun-
blaðið ákveðið að gera
öllum kleift að kaupa
bækur á vefnum með
afslætti. Þar verða allir
bókatitlarnir til sölu og
öll bókaforlögin hafa
sömu tækifæri varðandi sölu bóka
sinna. Dreifingarmiðstöð Vöku-
Sérblöð í dag
VIDSKIPn MVINNULÍF ;
VÍB [—53 -a -a FYRIRTÆKI :
Samiðvið Reykjavfk-:
Vanguard % /p J® urhðfn •
Viðskiptin nema % Flutninga- |
þegar l'/> . - F. þorp á ;
milljarði/B1 r EÆJ- ~ ri Klettasvæði/B4 .
it V
W: V* *ÍÍÖÉ
fcjQxJ * M MEÐ blaðinu
^ Cv • da9 fyigir
átta síðna
-:A'::v auglýsinga-
AUGLYSING
wm
blað frá
IKEA.
Steinar Dagur Adolfsson til
liðs við Kongsvinger/C1
•••••••••••••••••••••••••••••
England stöðvaði sigur-
göngu Tékklands/C2