Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 21
• •
Orugg
leikföng -
nýr staðall
NU FER í hönd sá tími árs þegar
neytendur flykkjast í verslanir og
kaupa leikfóng til jólagjafa.
I tölum sem Frjáls verslun birti
nýlega um leikfangamarkaðinn
kom fram að ætla megi að árlega sé
eytt 20-22 þúsundum króna i leik-
fong á hvert barn undir 13 ára aldri
hér á landi. Munu það vera um 60
þúsund einstaklingar. I löndum
ESB mun þessi tala vera um 14.000
kr. á hvert barn á sama aldursbili
en þau eru 64,2 milljónir talsins.
Hér er því um umtalsverðar fjár-
hæðir að ræða og leikfangaflæðið
hlýtur að vera gífurlegt. í langflest-
um tilfellum er það fullorðið fólk
sem kaupir leikföngin handa börn-
unum. Það getur þannig komið því
til leiðar að leikfangið sem barnið
fær upp í hendumar sé þroskandi
og hættulaust.
Alltaf er eitthvað um að leikfóng
valdi slysum á börnum þótt ýmis-
legt sé gert til að sporna við því.
Árið 1988 gaf ESB út tilskipun um
öryggi leikfanga sem nú gildir á
öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Is-
lensk útgáfa hennar er Reglugerð
um öryggi leikfanga og hættulegar
eftirlíkingar nr. 408/1994.
Samkvæmt reglugerðinni er
óheimilt að markaðssetja leikfóng á
Evrópska efnahagssvæðinu nema
þau beri CE-merki. Þetta merki
gefur til kynna að leikfangið upp-
fylli kröfur reglugerðarinnar um
öryggi. Kaupendum leikfanga er
því bent á að ganga úr skugga um
að CE-merkið sé annaðhvort á leik-
fanginu sjálfu eða umbúðunum ut-
an um þau.
Til þess að tryggja að leikfang
standist tilgreindar öryggiskröfur
styðjast flestir leikfangaframleið-
endur við Evrópustaðalinn EB 71
Öryggi leikfanga. Sýnt þykir að
staðallinn ásamt tilskipuninni hafi
stuðlað mjög að bættu öryggi leik-
fanga síðustu árin. Staðall þessi
hefur öðlast gildi á íslandi en hann
var nú að koma í endurskoðaðri út-
gáfu. Við endurskoðunina var höfð
hliðsjón af reynslu sem á unnist
hefur við öryggisprófanir á leik-
föngum og af slysatölum undanfar-
inna ára.
Ákvæði um
hávaðatakmörkun
Athyglinni var sérstaklega beint
að leikfóngum fyrir börn undir 36
mánaða aldri og börn sem ekki geta
setið óstudd. Gera þarf strangar
kröfur um styrkleika og endingu
leikfanga fyrir þennan aldurshóp
þar sem þau verða fyrir miklu álagi
og leikfóngin geta valdið alvarleg-
um slysum ef þau bila eða brotna.
Öryggiskröfur og prófunaraðferðir
fyrir slík leikföng hafa verið hertar.
I þessari útgáfu staðalsins er í
fyrsta skipti sett fram krafa um
takmörkun á hávaða frá leikföng-
um. Þetta er mikilvægt vegna þess
að margar kannanir sýna að tals-
verður fjöldi ungmenna hefur
skerta heyrn, hvort sem leikfóng-
um er um að kenna eða ekki. Vegna
þess að ekki er vitað um ástæðurn-
ar var talið ráðlegt að draga eins
mikið úr öllum hugsanlegum
áhættuþáttum og mögulegt er.
Hér á landi hefur Löggildingar-
stofa umsjón með markaðseftirliti á
leikfóngum. Neytendur eru hvattir
til að láta Löggildingarstofu vita er
þeir rekast á leikföng sem ekki eru
CE-merkt eða leikföng sem geta
reynst hættuleg.
■————
Vönduð
ítöl og jólal
í miklu úrvali.
érmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útg 'c
Snormbravl54 (&561 4300 [
TALIÐ er að árlega sé eytt að meðaitali rúmlega 20 þúsund krónum á
hvert barn í leikfangakaup hér á landi.
Tískuverslunin
STÓRAR
STELPUR
10 ára afmæli!
I tilefni afmælisins verður lengri
opnunarrími í Reykjavík
Opið í dag kl. 10-22
Opið fóstudag kl. 10-20
Laugardag kl. 10-17
Sunnudagkl. 13-17
Góð afmælistilboð
Gilda á báðum verslunum
TlSKUVERSlUNIN
Stórar Stelpur
Hverfisgöio 105, Reykjavík, S: 551 6688
Hafnarstræti 97, 2. hæð, Krónunni Akureyri, S. 461 1680
Stöðvaðu tímann
næstu
10
arin
með því að nota CELLULAR
DEFENSE SHIELD sem verndar húð
þína gegn skaðlegum
umhverfisáhrifum.
CELLULAR DEFENSE SHIELD er
öflug vörn í baráttunni gegn
sýnilegum einkennum öldrunar.
Húð þín endurheimtir
æskuljómann á ný — þökk sé
stórkostlegri virkni.
CELLULAR DEFENSE SHIELD — frá
laprai
| SWfT
ine
SWfTZERLAND
KYNNING
í dag, fimmtudag,
föstudag og laugardag.
1
H Y G E A
<myrtivöruvert)lun
Kringlunni, sími 533 4533.
Kryddlegnar
lambalundir
Lambalundir eru sannkallað
lostæti og það er alltaf ákveðin
upplifun að hafa þær á borðum.
Meðlætið var lfka frábært og
gestirnir hæstánægðir og var
veislan stórvel heppnuð.
Andri Márhönvnvukir
Adferð
Kryddið lambalundirnar með hvttnm pipar, salti og „salt &
spice“. Hellið ólífuoKu yfir kjötið og látið liggja í
kryddblöndu í 4 klst. Steikið við mjög hœgan hita, eina
mínútu hvoru megin. Penslið með sósu sem er blanda af sœtu
sinnepi, púðursykri og hunangi.
Grillið kjötið að þvC loknu í 4 mtnútur við 250°C.
gyteðiæfi
Semúlugrjón, cous-cous, soðin f ; >
grænmetiskrafti og kydduð með c
pipar, hvftlauk og papriku.
Toscanasalat að hætti Lilju: fsbergsalat,
rauðlaukur, sólþurrkaðir tómatar, fetaostur,
tómatar, gúrka, paprika.
Vfn: Torres Gran Coronas.
Góðir gestir á góðri stund.
ÍSLENSKIR
CCC SAUÐFJARBÆNDUR
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
ý§> mbl.is
<KLL.TAP= e!TTH\SA£> tVÝT~T
Walkers-kex 100 ára
20% afsláttur af ekta skosku
smjördeigs- og hafrakexi
J R frá 12.-20. nóvember.
Klapparstíg 44, sími 562 3614