Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 25
ERLENT
Brezka rfkisstjórnin í rimmu við lávarðadeild þingsins
Stj órnarfrum varpi
hafnað í fjórða sinn
Lundúnum. Reuters.
Annað bindi ævi-
sögu Brundtland
Efaðist um
forystu-
hæfileika
Jaglands
Ósló. Morgunblaðið.
ANNAÐ bindi endurminninga Gro
Harlem Brundtland, fyrrverandi
forsætisráðherra Noregs, sem út
kom í síðustu viku hefur vakið mikla
athygli í heimalandi hennar. Ekki
hafa allir verið
sáttir við það
sem þar kemur
fram og í gær
kom út óopinber
ævisaga
Brundtlands, þar
sem ráðist er
harkalega á
hana. Hefur bók-
inni verið illa
tekið í Noregi,
hún þykir á köfl-
um ósmekkleg,
heimildir höfundarins, Hermans
Willis, ótraustar og ályktanirnar
vafasamar.
Brundtland er ekki eins óvægin
og Willis í gagnrýni sinni á sam-
starfsmenn innan Verkamanna-
flokksins og aðra stjórnmálamenn
en þó fá ýmsir kaldar kveðjur, svo
sem Islendingar, sem hún segir hafa
nýtt sér sérstöðu sína til fulls í
samningum við Evrópusambandið
og að þeir hugsi fyrst og fremst um
sjálfa sig í slíkri samningagerð.
I bók Brundtlands kemur fram að
hún efaðist um getu Thorbjorns Jag-
lands til að taka við forystu í Verka-
mannaflokknum, er hún lét af emb-
ættinu árið 1992. Vildi hún að Jens
Stoltenberg tæki við af sér.
Brundtland viðurkennir hins vegar
að Jagland hafl vaxið f starfi.
Það sem einna mesta athygli hef-
ur vakið er kafli um sjálfsmorð
Jorgens, sonar Brundtlands, en hún
hefur ekki tjáð sig opinberlega um
það áður. Dauði hans varð til þess
að hún sagði af sér sem formaður
Verkamannaflokksins. Brundtland
lýsir þeim sársauka og sektarkennd
sem fylgdu í kjölfarið og geðlækna
gagnrýnir hún fyrir að hafa ekki
gert fjölskyldunni grein fyrir því
hve illa var komið fyrir syninum.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sakaði í gær Ihaldsflokk-
inn, sem er í stjórnarandstöðu, um
að nýta sér hve yfirgnæfandi meiri-
hluta íhaldsmenn hafa í lávarða-
deildinni, efri deild brezka þingsins,
til að „drepa“ mikilvægt frumvarp
um breytta tilhögun kosninga til
Evrópuþingsins.
I fjórða sinn á einum mánuði
hafnaði á þriðjudagskvöld lávarða-
deildin - sem í sitja menn sem ekki
eru lýðræðislega kjörnir til þing-
setu - áætlun stjórnarinnar um að í
kosningunum til Evrópuþingsins á
næsta ári kjósi brezkir kjósendur í
fyrsta sinn milli framboðslista í stað
þess að velja einstaka frambjóðend-
ur í einmenningskjördæmum.
„Pegai' málið snýst um lýðræði
kjósa íhaldsmenn frekar að treysta
á aðalsmenn en vilja þjóðarinnar,"
sagði Blair í þingræðu í neðri deild
þingsins. Ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins vill samræma reglur þær
sem gilda í Bretlandi um kosningar
til Evrópuþingsins þeim reglum
sem gilda í öðrum aðildarlöndum
ESB, en þær byggjast á hlutfalls-
kosningu í stað einmenningskjör-
dæma.
Erfðaaðalsmenn í aðalhlutverki
En lávarðadeildin, þar sem
íhaldsmenn eru þrisvar sinnum
fleiri en stuðningsmenn Verka-
mannaflokksins, er mótfallin áfoi-m-
um stjórnarinnar. Breytingartil-
laga, sem ríkisstjómin getur
ómögulega fallizt á, var samþykkt í
lávarðadeildinni á þriðjudagskvöld
með 63 atkvæða meirihluta. Margir
stuðningsmenn hennar voru menn
sem þakka sæti sitt í deildinni erfðri
aðalstign.
Cranborne vísigreifi, leiðtogi
íhaldsmanna í lávarðadeildinni, tjáði
The Daily Telegraph að áform
flokks Blairs um að „færa meira
vald til flokksforkólfa," eins og
íhaldsmenn álíta að sé verið að gera
með fyrirhuguðum breytingum á
kosningafyrirkomulaginu, væri
dæmi um tilhneigingu Verkamanna-
flokksins til að vilja hafa mótþróa-
lausa stjórn á öllum hlutum.
Talsmaður Blairs sagði að ef
þessir erfðaaðalsþingmenn hefðu
ekki greitt atkvæði, hefði ríkis-
stjórnin unnið með 36 atkvæða
mun. Hann sagði að lávörðunum
yrði gefið eitt tækifæri enn til að
endurskoða afstöðu sína. „Ef þeir
fella það, ganga þeir að frumvarp-
inu dauðu,“ sagði hann.
Engin málamiðlun var í sjónmáli í
gær, og í dag er síðasti dagur sitj-
andi haustþings. Ef engin niður-
staða næst verður í Bretlandi, einu
ESB-landanna, kosið til Evrópu-
þingsins á næsta ári eftir hinu hefð-
bundna brezka einmenningskjör-
dæmakerfi, en gert er ráð fyrir að
það gefi Verkamannaflokknum mun
CHRIS Patten, sem stýrir nefnd
sem ætlað er að gera tillögur um úr-
bætur á lögregluliði N-írlands
(RUC), sagði í gær að frétt The
Irísh Times þess efnis í gærmorgun
að RUC yrði lagt niður í núverandi
mynd væri „algjör uppspuni".
Reyndi Mo Mowlam, N-írlands-
málaráðherra bresku ríkisstjórnar-
innar, einnig að bera fréttirnar til
baka enda höfðu þær vakið mikið
uppnám meðal sambandssinna á N-
írlandi. Hafði netútgáfa The Irísh
Times um miðjan dag í gær eftir Da-
vid Trimble, leiðtoga stærsta flokks
sambandssinna og verðandi forsæt-
isráðherra, að þrátt fyrir að Patten
fleiri af hinum 87 þingsætum sem
Bretar eiga á þinginu í Strassborg
en flokkurinn fengi ef kosið yrði eft-
ir hlutfallskosningkerfi, eins og
stjómin er að leggja til.
Sviptir seturétti?
Þessi rimma ríkisstjórnarinnar
við lávarðadeildina á sér stað
nokkrum dögum áður en drottning-
in les stefnuræðu stjórnarinnar fyr-
ir næsta þing, sem hefst formlega í
næstu viku. Lykilatriði í þeim laga-
breytingum sem stjórnin áformar
að hrinda í framkvæmd á þessu
næsta þingi er afnám réttar erfða-
aðalsins til setu í lávarðadeildinni,
en hefðin fyrir þessum rétti er jafn-
gömul og þingið sjálft. Blair sagði í
gær að deilan um kosningareglurn-
ar sýndi svo ekki yrði um villzt hve
mikil réttarbót væri að þessari
breytingu, þ.e. að aðalsmenn skuli
sviptir arfgengum rétti til setu í efri
deild þingsins.
hefði fullvissað hann um það á fundi í
gær að fréttin væri uppspuni þá væri
hann samt áhyggjufullur því svona
getgátur yrðu ekki til af sjálfu sér.
Hafði The Irísh Times greint frá
því að í bráðabirgðatillögum Patten-
nefndarinnar væri gert ráð fyrir því
að skipt yrði um nafn á lögreglulið-
inu, stuðlað að meiri fjölgun kaþ-
ólskra lögreglumanna og lagt bann
við öllum táknrænum uppákomum,
eins og því að breski fáninn blakti
við hún á lögreglustöðvum. Væri
markmiðið að gera lögregluna, sem
kaþólikkar hafa í gegnum tíðina
haft nokkurn ímugust á, óhlut-
dræga og störf hennar fagmannleg.
Gro Harlem
Brundtland
Patten neitar frétt-
um af endalokum RUC
HVER MÍNÚTA
FRÁ KL. 23 TIL 08
Á KVÖLD- OG NÆTURTAXTA
Dagtaxti er 73 kr./mín.
Langmest seldi bíllinn á íslandi stefnir enn ofar
l.OOOasta CoroUan gæti orðið þín
- og óvæntur happavinningur -
Nú stefnir í að við afhendum nýjum kaupanda þúsundustu Corolluna sem seld er á þessu ári.
Af því tilefni gerum við óvenju vel við alla nýja Corolla-kaupendur næstu daga og sá,
sem kaupir þúsundustu Corolluna, verður í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.
Láttu það eftir þér að fá nýja Corollu. Ef til vill er 1000 happatalan þín.
Komdu á Nýbýlaveginn, á www.toyota.is eða hringdu í síma 563 4400
%
O 2..
O5 3 03
^ cv’
yP)/)jO
Verðfrá 1.299.000 kr.
COnOL-LA
- Mest seldi bíllinn á íslandi í 11 ár.
- í flokki öruggustu bíla á markaðnum.
- í flokki best búinna bíla á markaðnum.
- Hefur einna lægstu bilanatíðni fólksbíla. &,.m
- Er einn besti endursölubíllinn á íslandi.
Þessi bíll kostar 1.535.000 kr.
COROLLA - strax í dag!
Tákn um gæði