Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
RAFVEITUSTJÓRI rafveitu,
sem hann stjórnar, er ábyrgur fyr-
ir þeim rafkerfum sem fá raforku
frá rafdreifikerfi rafveitunnar og
ber ábyrgð á að ekki sé rafmagn á
öðrum rafkerfum en þeim sem eru
hættulaus. Verði slys í rafveitu-
kerfum sem hann hefur ábyrgð á, í
víðasta skilningi, varðar sú ábyrgð
vallt er tengist rafveitukerfinu svo
sem neysluveitur almennings,
neysluveitur fyi'irtækja og tæki
sem tengd eru rafveitukerfinu á
einn eða annan hátt. Allt þetta er á
ábyrgð rafveitustjórans og að öll
kerfi og tæki séu í lagi sem rafveit-
an selur rafmagn til.
Ábyrgðarleysi
Löggildingarstofu
Nýjustu lög löggjafarvaldsins
eru lög nr. 146, (Stjtíð. A, nr.
146/1996), um rafmagnsöryggis-
mál og reglugerð byggð á þeim,
reglugerð nr. 285, 18. maí 1998.
Þessi reglugerð er samin á Lög-
gildingarstofu. Það sem vekur
\mdrun og reiði almennings er að
eftirliti og ábyi'gð er komið á al-
menning í landinu sem alls ekki
hefur kunnáttu til að meta eigin
raflagnir og þá hættu sem af þeim
kann að stafa.
í 5. gr. stendur: „Ábyrgðar-
menn raforkuvirkja (það er raf-
veitna) og neysluveitna (það er
íbúðarhúsnæði) bera ábyrgð á að
þau séu í lögmætu ástandi." Þessi
setning þýðir að almenningur á að
kunna skil á hvort raflagnir og
"tafbúnaður íbúða þeirra sé í lagi.
Slík regla er út í hött.
Það eru aðeins sér-
fræðingar til þess
menntaðir sem geta
metið ásigkomulag
raflagna, þannig að
rétt niðurstaða fáist
við athugun og fyllsta
öryggis sé gætt. Al-
menningur er varnar-
laus gagnvart svona
ósanngjörnum kröfum
vegna þekkingarleysis
á þessari lögvernduðu
sérgrein sem rafvirkj-
un er (rafvirkjunar-
nám er 4-8 ár og til
viðbótar þarf rafverk-
taki faggildingu og
leyfi Löggildingarstofu til að sinna
því sem reglugerðin ætlar al-
menningi að gera; viturlegt það!)
Það verður alltaf stjórnandi raf-
veitunnar sem er ábyrgur. Ef
hann lætur afskiptalaust að raf-
magn sé selt á bilaðar raflagnir
þar sem slys geta hlotist eða hljót-
ast af er hann ábyrgur. Þess
vegna ber honum að láta kanna
með reglubundnum hætti ástand
raflagna, sem tilheyra rafveitu
hans, og hvort búnaður þessarar
lífshættulegu orku, sem rafmagnið
er, sé í lagi. Þess er hvergi getið í
lögum nr. 146, (Stjtíð. A, nr.
146/1996), að rafveitustjóri eða
stjórn rafveitu sé undanþegin
ákvæðum stjórnarskrárinnar eða
refsilögum. Þess vegna er raf-
veitustjóri ávallt ábyrgur gerða
sinna í samræmi við landslög.
Eftirlit með
neysluveitum
Iðnaðamefnd Al-
þingis var í heimsókn
hjá Löggildingarstofu
13. maí 1998 og átti
háttvirtur alþingis-
maður Gísli S. Einars-
son tal við ýmsa og þar
á meðal Jóhann Ólafs-
son deildarstjóra raf-
magnsöryggisdeildar
Löggildingarstofu,
meðal annars sagði
deildarstjórinn að Raf-
magnsveita Reykja-
víkur hefði vanrækt að
skoða ástand rafbún-
aðar í um 25.000 íbúðum. Þetta
verður enn áleitnara umhugsunar-
efni þegar dagsetning heimsóknar
iðnaðarnefndar er borin saman við
eftirfarandi reglugerð, sem er dag-
sett 5 dögum eftir heimsókn nefnd-
arinnar.
Þá vaknar spurningin fyrir
hverja er Löggildingarstofan að
fella niður með reglugerð allar
skoðanir á íbúðarhúsmæði?
í reglugerð nr. 285, 18. maí 1998
eru margar reglur. Meðal annars
kafli 1.6.1. sem hefst á þessum
setningum.: „Löggildingarstofa
hefur yfireftirlit með því að neyslu-
veitur brjóti eigi í bága við ákvæði
laga og reglugerða. Hún ber
ábyrgð á skoðun nýrra neyslu-
veitna og reglubundnu eftirliti með
neysluveitum í rekstri."
Svo er sagt í kafla 1.6.5. t.d. 1.
Það er rétt að minna á
að rafveitur innheimta
rafmagnsskoðunar-
gjald, segir Sigurður
Magnússon, af öllum
heimilum og fyrirtækj-
um sem kaupa
rafmagn.
flokkur: Allt íbúðarhúsmæði.:
„engin skoðun". Sem sagt það á
ekki að skoða íbúðarhúsnæði að
frumkvæði Löggildingarstofu.
Þannig firrir Löggildingarstofa sig
öllu eftirliti en það er þó í beinni
mótsögn við fyrrnefnd lög nr. 146.
Þar stendur í 7. gr m.a.: „Með
reglubundnum hætti skal fara
fram skoðun á þvi hvort raforku-
virki, neysluveitur og rafföng /-./
uppfylli ákvæði þessara laga.“ Hér
er enn komin sú staða að það er
rafveitustjórinn sem er ábyrgur.
Hann verður að sjá um skoðun vilji
hann vera viss um að valda ekki
slysi af gáleysi. Valdi hann broti á
ákvæðum refsilaga, sem áður hafa
verið nefnd og á Stjórnarskrá Is-
lands t.d. 68. 71. og 72. greinum
hennar, verður hann að taka afleið-
ingum gerða sinna. Sé litið á lög nr.
146 (Stjtíð. A, nr. 146/1996) og þá
reglugerð, sem samin hefur verið á
grunni þeirra laga, er ljóst að allt
almennt siðferði er þverbrotið.
Spurning! Hvernig er hægt að
krefjast þess að almenningur hafi
þekkingu á hvort raflögn heimilis-
ins sé í lagi eða ekki? Ef slys verð-
ur vegna aðgæsluleysis rafveitu
vegna þess að ekki hefur verið litið
eftir raflögnum heimilanna með
reglubundnum hætti og ef slys
verður sem má rekja til þess að
rafmagn er haft á bilaðri raflögn,
þá getur slíkt ekki fallið undir ann-
að en refsilög.
18. kafli refsilaga.
„Brot, sem hafa í för með sér al-
mannahættu." I 164. gr. kaflans
stendur.: „Valdi maður eldsvoða,
sem hefur í fór með sér almanna
hættu, þá varðar það fangelsi ekki
skemur en 6 mánuði," o.s.fi-v. 1165.
gr. sama kafla stendur.: „Fangelsi
skal sá sæta, sem bakar öðrum
tjóni á lífi, líkama eða eigum, með
því að valda sprengingu, o.s.fi-v.“
Á það skal bent að í öllum fyrri
lögum um raforkuvirki var ákvæði
um skyldur rafveitustjóra um að
hafa eftirlit með því að raflagnir og
tæki, er notuð eru í sambandi við
raforkuveitur þeirra, brjóti ekki í
bága við ákvæði settra reglugerða.
o.s.frv.
Þessi ákvæði má finna í lögum
um raforkuvirki, t.d. í „lögum nr. 7,
15. júní 1926“ og samsvarandi
ákvæði eru í lögum um raforku-
virki frá 1979 (Stjtíð. A, nr. 60
/1979).
Það er rétt að minna á að raf-
veitur innheimta rafmagnsskoðun-
argjald af öllum heimilum og fyrir-
tækjum sem kaupa rafmagn.
Að lokum vil ég skora á hæst-
virtan iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, Finn Ingólfsson, og iðnaðar-
nefnd Alþingis að endurskoða fyrr-
nefnd lög og stuðla að því að raf-
magnsöryggismál Iandsins komist í
viðunandi ástand sem skapi lands-
mönnum öryggi.
Höfundur er fyrrverandi yfirraf-
magnseftirlitsmaður.
________________AÐSENPAR GREINAR_
Yerða rafveitustj órar
dæmdir eftir refsilögum?
Sigurður
Magnússon
ÞÁTTTAKA Vil-
hjálms Árnasonar,
heimspekings, í um-
ræðunni um gagna-
^grunnsmálið er mikils
’virði, enda er það
stærsta mál sem ligg-
ur fyrir Alþingi. Svo
mikilvægt er málið, að
vitnað er í Vilhjálm á
Alþingi. Hér ætla ég
að reyna að færa rök
fyrir annarri niður-
stöðu en hann kemst
að varðandi upplýst
samþykki. Vonandi án
þess að smita umræð-
una af sérhagsmunum
og áróðri eins og segir
í grein Vilhjálms. I erindi sínu á
málþingi rektors og í Morgun-
blaðsgrein 30. október sl. segir
hann að ekki sé mögulegt að afla
upplýsts samþykkis einstaklinga
fyrir rannsóknum tengdum upplýs-
ingum í miðlægum gagnagrunni á
heilbrigðissviði. Ástæðan fyrir
þessu er að engin rannsóknaráætl-
un liggur fyrir og því eru t.a.m.
engir tilteknir áhættuþættir til að
upplýsa fólk um. „Þeir sem heimila
að upplýsingar um þá fari í grunn-
inn gefa því algerlega opið sam-
þykki sem getur falið í sér marg-
víslega ófyrirsjáanlega áhættu,"
segir Vilhjálmur.
Nýjar aðferðir
þurfa samþykki
einstaklingsins
Þetta er sambæri-
legt við það þegar ný
læknismeðferð, t.d.
nýtt lyf eða ný tækni
við skurðaðgerðir, er
prófuð í fyrsta sinn á
mönnum, þá eru
áhættuþættir lítt
þekktir. Mörg dæmi
eru um þannig rann-
sóknir ^ með mikilli
óvissu. I slíkum tilvik-
um er einmitt talið
sérstaklega mikilvægt
að leita eftir upplýstu
samþykki þátttakenda áður en til-
raunin hefst. Þá þarf að upplýsa
vel um alla óvissuna, að afleiðingar
séu ófyrirsjáanlegar, og að rann-
sóknaráætlunin sé ónákvæm.
Rannsóknir á erfðaeiginleikum ein-
staklinga eiga margt sameiginlegt
með þessum áhætturannsóknum.
Fram hefur komið að mikil óvissa
ríkir um afleiðingar og um notkun
á niðurstöðum slíkra rannsókna og
erlendis er talið mikilvægt að setja
strangar reglur og lög vegna þess-
arar óvissu.
Þegar óvissan er svo mikil sem
raun ber vitni í gagnagrunnsfrum-
varpinu er að mínu mati enn mikil-
vægara en ella að leita samþykkis
hvers einstaklings áður en upplýs-
ingar um heilsufar hans ei’u skráð-
ar í granninn. Sérstaklega þegar
sýnt hefur verið fram á að það get-
ur haft ýmiss konar áhættu í fór
með sér fyrir einstaklinginn.
Frumvarpið gerir þess í stað ráð
fyrir að löggjafinn taki þessa
ákvörðun fyrir einstaklinginn, Al-
þingi gefi sitt upplýsta samþykki
með því að afgreiða gagnagi’unns-
framvarpið, þótt samþykki þing-
manna verði nákvæmlega jafn
óupplýst og samþykki þátttakand-
ans í rannsókninni.
Siðareglur
gilda enn
Það er grundvallarsjónarmið í
siðfræði vísindarannsókna að
ákvörðun um þátttöku hvíli á ein-
staklingnum og að stjórnvald hafi
ekki möguleika á að taka þessa
ákvörðun án samráðs við þátttak-
endur í rannsókn. Þessar siðaregl-
ur voru skráðar í Niirnberg 1947,
staðfestar í Helsinki-yfirlýsingu
Alþjóðafélags lækna 1964 og eru
enn í gildi, enda er vitnað í þær í
núgildandi leiðbeiningum um vís-
indarannsóknir.
I skilyrðum tölvunefndar frá
1994 fyrir skráningu viðkvæmra
upplýsinga segir að í flestum tilvik-
um sé sett það skilyrði að fyrir
Að mínu mati, segir
Pétur Hauksson, er
rétt að leita eftir upp-
lýstu og óþvinguðu
samþykki einstaklinga
fyrir skráningu í
gagnagrunninn.
liggi ótvírætt samþykki allra þátt-
takenda um þátttöku í rannsókn-
inni. I leiðbeiningum siðaráðs land-
læknis frá 1996 segir að veita þui’fi
upplýsingar um markmið, aðferðir
og áhættu rannsóknar á skýi’an og
greinargóðan hátt þannig að við-
komandi geti gert upp hug sinn, og
að niðurstöður rannsókna sem eru
ekki framkvæmdar í samræmi við
Helsinki-yfirlýsinguna skuli ekki
samþykktar til birtingar í vísinda-
tímaritum.
Hver á að skrifa undir
óútfylltu ávísunina?
Ef einstaklingnum er vel kunn-
ugt um óvissuna um notkun gi’unn-
sins og afleiðingarnar, er hann
upplýstur. Ef hann ákveður að
taka þátt, þrátt fyrir óvissuna, gef-
ur hann sitt upplýsta samþykki. Að
vísu gefur hann þá starfsleyfíshafa
sterkara umboð til að ráðskast með
upplýsingarnar en hann fengi ella,
segir Vilhjálmur, en það er ákvörð-
un sem fullráða einstaklingur ætti
að fá að taka, þótt mörgum okkar
kunni að finnast sú ákvörðun röng.
Það er rétt að með slíku sam-
þykki er einstaklingurinn að skrifa
undir óútfyllta ávísun. Leyfum
honum það. En Aiþingi má ekki
leyfa sér þá óábyrgu forræðis-
hyggju að skrifa undir svona tékka
fyrir hönd allra sem eiga heilsu-
farsupplýsingar skráðar í sjúkra-
skrám, þegar áhættan er ófyrirsjá-
anleg.
Vísindasiðanefnd
þarf að vera óháð
Aftur á móti er ég fullkomlega
sammála Vilhjálmi og þeim fjöl-
mörgu öðram sem hafa bent á að
samþykki Vísindasiðanefndar þurfi
fyrir sérhverri vísindarannsókn í
gagnagi’unninum ef gefið verður
upp á bátinn að leita eftir sam-
þykki einstaklinga. Þar er að sjálf-
sögðu átt við siðanefnd sem er
óháð rekstrarleyfishafa, innanhús-
siðanefnd er gagnslaus og myndi
leiða til þess að niðurstöður
fengjust ekki birtar í vísindatíma-
ritum. Einnig þarf samþykki tölvu-
nefndar. Alþingi getur ekki skotið
sér undan þessari lágmarkskröfu,
þá væri Alþingi sjálft að taka að
sér hlutverk faglegra siðanefnda
og tölvunefndar. Þingmenn ættu
heldur að láta nægja að taka upp-
lýsta og málefnalega ákvörðun sem
tekur mið af almannaheill og hags-
munum einstaklingsins en ekki
hagsmunum einstakra fyrirtækja.
Mótsögnin
Alþingi ætti að sjá sóma sinn í að
setja reglur um hvernig tryggja
megi hagsmuni þeirra sem af ein-
hverjum ástæðum eru ófærir um
að mynda sér skoðun á því hvort
þeir eigi að veita samþykki sitt fyr-
ir ski’áningu, þ.e. börn, ósjálfráða
einstaklingar, heilabilaðir og látnir.
I frumvarpinu er þessu öfugt farið,
Alþingi tekur ákvörðun fyrir al-
menning, sem gæti tekið ákvörðun
sjálur, en lætur óráðið hvernig
taka skuli ákvörðun um þá sem
ekki geta tekið ákvörðun sjálfir. Er
það mikil mótsögn.
Höfundur er formaður Geðhjálpar
og varafornmður Mannverndnr.
Á ekki að leita eftir sam-
þykki ef óvissan er mikil?
Pétur
Hauksson