Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
ÉG ER nemandi í
Kennaraháskóla ís-
lands. Vegna minnar
„fötlunar“, þ.e. heyrn-
arleysis, gat ég ekki
hafið nám fyrr en fyrir
tveimur árum þar sem
túlkaþjónustu hefur
skort í svo mörg ár.
Ég er með eldri nem-
endum skólans og hef
því aðra reynslu en
aðrir nemendur sem
eru yngri og hafa alist
upp í mun hraðari þró-
un en ég hef fengið að
kynnast. Það sem ger-
ir það enn erfiðara fyr-
ir mig að fylgjast með
er að sérþörfum mínum er ekki
mætt sem skyldi. Ég fæ túlk sem
gerir mér kleift að fylgjast með í
tímum en þar sem augu mín og at-
hygli verða að vera á túlknum allan
^ tímann get ég ekki glósað. Ég hef
ekki aðstoðarmanneskju til þess að
hjálpa mér, ég veit ekki hvort ég
hafí rétt á slíkri aðstoðarmann-
PABBI
Sængurgjafir fyrir mömmu og barnið
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13, sírni 551 2136.
eskju. Kannski á ég
þann rétt og kannski
eru upplýsingar um
það á sveimi í samfé-
laginu. En það er mál-
ið, ég heyri ekki þess-
ar upplýsingar. Og þar
með er ég komin að
því sem mig langaði að
segja: Ég hef sérþarf-
ir, svo sem margir
fatlaðir nemendur. Til
okkar eru gerðar
sömu kröfur og til
ófatlaðra nemenda,
sem er líka rétt að
gera. En þegar sér-
þörfum okkar er ekki
mætt er erfitt fyrir
okkur að standa undir þeim kröf-
um sem á okkur eru lagðar.
Þarfir fatlaðra eru misjafnar og
þá sérstaklega heyrnarlausra.
Heyrnarlausa skortir aðgengi að
upplýsingum, þeim sömu sem hinn
heyrandi fær úr umhverfinu án
þess að þurfa varla að bera sig eftir
þeim. Það sem ég vildi sjá er skýr-
ara og betra upplýsingastreymi til
heyrnarlausra nemenda þegar þeir
hefja nám. Þeim á að vera kynntur
réttur sinn, kynnt hvaða auka að-
stoð þeir eiga rétt á svo sem stuðn-
ingskennslu, glósara, túlka og svo
framvegis. Einnig þurfa kennarar
að vera meðvitaðir um hvaða aðrar
leiðir hægt er að fara í kennslu
þegar einhverjir af nemendunum
hafa sérþarfir, líta framhjá hefð-
bundnum leiðum og í samvinnu við
nemandann, fínna leið sem hentar
öllum. Nemandinn þarf alltaf að
vera með í ráðum, því hann einn
veit hvaða leið er best fyrir hann.
Ef sérþörfum heyrnarlausra nem-
enda er ekki mætt, gæti það leitt
til þess að þeir flosnuðu úr skóla og
fæm og fæiri heyrnarlausir nem-
endur hæfu nám. Fyrir heyrnar-
lausa skiptir menntunin gífurlega
miklu máli. Menntun gefur þeim
íslenska menntakerfið
er ekki alvont, segir
Unnur Dóra Norð-
fjörð, en það þarf að
laga eitt og annað sem
snýr að heyrnarlausum.
tækifæri á að sanna sig, styrkir
sjálfmynd þeirra og sjálfsálit.
Það er ekki alvont íslenska
menntakerfið þegar kemur að
heyrnarlausum og mikið hefur
áunnist á undanfórnum árum. En
það þarf ýmislegt að laga og eitt af
því eru viphorf skólayfirvalda og
kennara. Ég er ekki að segja að
þetta eigi við alla, sumir að mínum
kennurum eru mér mjög hjálplegir
og gera allt sem í þeirra valdi
stendur við að aðstoða mig við
námið og mæta þar af leiðandi mín-
um sérþörfum.
En það þarf ýmislegt að laga og
vonandi verður það gert sem fyrst.
Höfundur er nemandi í Kennara-
háskóla Islands.
Heyrnarlausa
skortir aðgengi
að upplýsingum
Unnur Dóra
Norðfjörð
• •
Oðruvísi mér
áður brá
ÞAÐ hefur verið
sérkennileg reynsla
fyrir mig, sem útgerð-
armann, að upplifa
umræðuna um sjávar-
útveginn á undanförn-
um árum. Ég geri út
tvö togskip frá Vest-
mannaeyjum, Smáey
VE og Vestmannaey
VE. Þegar ég byrjaði
að starfa við atvinnu-
greinina, árið 1972, var
starfsumhverfið með
allt öðrum hætti. A
áttunda áratugnum
færðum við Islending-
ar tvisvar út landhelg-
ina og fannst sumum
að eftir það yrði alltaf nægur fiskur
í hafinu við landið. En fljótlega tók
að harðna á dalnum. Veiðar dróg-
ust saman og innan fárra ára blasti
alvarlegt ástand við, alltof lítið af
fiski og alltof stór floti. Við þær að-
stæður var kvótakerfið lögfest.
Ekki voru við allir ánægðir með
þann gjörning, enda veiðiskerðing-
in hrikaleg og skuldir flestra okkar
miklar. Það var reyndar mjög sér-
kennileg lífsreynsla, að fá einn góð-
an veðurdag tilkynningu um nýjan
haftabúskap í hafinu. Með fylgdi
skömmtunarmiði um aflamagn frá
hinu opinbera.
Skuldahalinn yfir
100 miiljarðar króna
Fyrstu árin innan kvótakerfisins
einkenndust af harki. Þá heyrðust
engar raddir meðal almennings um
gjafakvóta, eignatilfærslu, sægiæifa
eða auðlindaskatt. Ég gerði heldur
engar athugasemdir við það, þó öll-
um öðram væri sama um hvort ég
yrði gjaldþrota eða ekki. Þetta vora
skuldir minnar útgerðar og ekki til
þeirra stofnað á ábyrgð annan-a.
En þessa erfiðu tíma lifði útgerðin
samt af og stundum held ég að það
hafi aðallega verið vegna þess, að
við sem að henni stóðum, kunnum
ekkert annað og höfðum ekkert
annað að fara. Staðan í sjávarút-
veginum er allt önnur og betri
núna. Vissulega eru ennþá miklar
skuldir með í farteskinu en horfur
eru á að atvinnugreinin geti gi'eitt
þær niður, að einhverju marki, á
næstu árum. Heildarskuldir sjávar-
útvegsins era í dag yfir 100 millj-
arðai' króna. Ég velti því stundum
fyrir mér, þegar sumir tala um að
dreifa veiðiheimildunum í pósti til
allra landsmanna, hvort þá eigi að
dreifa skuldunum líka? Það sem nú
skiptir höfuðmáli, er að kvótakerfið
er orðið fast í sessi og menn vita að
hverju þeir ganga. Nú er hægt að
skipuleggja starfsemi fyrirtækj-
anna fram í tímann. Þar við bætist
að okkar mikilvægustu fiskistofnar
Heldur þú að
C-vítamm sé nóg ? ~
NATEN I
_______-ernógl_______$
Æ __ Æ
UTILIF
E9GI3EIHEH
GÍ.ÆSBÆ S:5ff1 2922
wwwjiilifJs
eru að stækka og von-
andi verður veiðin inn-
an fárra ára orðin jafn-
mikil og maður átti að
venjast hér á árum áð-
ur.
Átök landsbyggðar
og höfuðborgar
svæðis?
Það er afar sér-
kennilegt, við þær að-
stæður sem nú ríkja,
að heyra þær nei-
kvæðu raddir sem
áberandi hafa verið
um atvinnugreinina.
Ég myndi, fyrir mitt
leyti, alveg sætta mig
við slíkar raddir ef starfsemi fyrir-
tækjanna væri öll i molum. En
núna, þegar menn eru loksins
farnir að sjá eitthvert ljós framan
Núna, þegar menn eru
loksins farnir að sjá
eitthvert ljós framan
við skuldahalann, segir
Magnús Kristinsson,
hljóma raddir um sæ-
greifa, gjafakvóta og
eignatilfærslu eins og
áróðurskennd nýyrði.
við skuldahalann, hljóma raddir
um sægreifa, gjafakvóta og eigna-
tilfærslu. Þetta eru áróðurskennd
nýyi-ði og væntanlega búin til af
fólki sem þekkir ekkert til sjávar-
útvegsins, eins og hann er rekinn
frá degi til dags. Oft finnst manni
eins og þessum umræðum sé
stjórnað af tilteknum aðilum „fyrir
sunnan“ og eins afleiðingarnar
sem þær muni hafa, blóðug átök
milli landsbyggðar og höfuðborg-
arinnar. Slík átök eru engum til
gagns.
Skattarnir í
V estmannaeyjum
Þrefið um veiðileyfagjald eða
auðlindaskatt hefur staðið furðu-
lega lengi yfir. Flestir eru sammála
um að þetta sé að verða nokkuð
þreytt umræða. Sumir láta að því
liggja að allt sé ókeypis í sjávarút-
vegi, þar borgi enginn neitt og nú
skuli leggja á veiðileyfagjald. Þetta
er auðvitað með hreinum ólíkind-
um og lýsir annaðhvort vanþekk-
ingu eða illa meintum áróðri.
Gjaldalyklarnir í bókhaldi útgerðar
minnar skipta tugum. Ef bara er
litið til opinbera þáttarins mætti
t.d. nefna gjöld eins og tiyggingar-
gjald, þróunarsjóðsgjald, aflagjald,
veiðieftirlitsgjald, lögskráningar-
gjald, vitagjald, skipagjald, skoð-
unar- og eftirlitsjöld Siglingastofn-
unar og ýmis þjónustugjöld til lög-
boðinna eftirlitsstofnana.
Höfundur er útgerðarmaður í
Vestmannaeyj um.
SÚLUKENNSLA GUNNARS ANDRA
Einkaþjálfun ■ Námskeiö • Ráðgjöf • Fyrirlestrar
Viö höfum sameiginlegt markmið -
að þér gangi vel!
Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167
Magnús
Kristinsson
- Gœðavara
Gjafavara — matar- og kaffistell.
Allir verðflokkar.
Heimsfrægir hönnuðir
in.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugnvegi 52, s. 562 4244.