Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bindindishelgi fjölskyldunnar Um heleina stendur Stórstúka skyldunnar SVONA lömbin mín, ætli pápi fari nú ekki að geta staðið óstuddur. S Islandsmyndir á rjóma- boxum frá Sviss KAFFIRJÓMABOX, sem framleidd eru í Sviss fyrir Mjólkursam- söluna, með myndum frá Islandi hafa vakið ánægju farþega Flug- leiða og reynst fyrir- taks landkynning, segir í frétt frá félaginu. A boxunum eru m.a. ljós- myndir eftir Rafn Hafn- fjörð, landslagsmyndir af íslenskum torfbæ og fjallkonunni. Svissneska fyrirtæk- ið Cremo hefur lengi fi’amleitt rjómabox með myndasyrpum á lokunum og fara þau á markað bæði ALLS eru 29 myndir frá Islandi á kaffirjómaboxun- um sem svissneska fyrirtækið Cremo notaði. heima fyrir og í öðrum löndum Evrópu. íslandsmyndirnar voru þema fyrirtækisins í október og var um 20 milljón stykkjum dreift á svissneska markaðinn. Þá segir í frétt frá Flug- leiðum að algengt sé að myndunum sé safnað og að þær séu fyrirtaks landkynning. Rjómaboxin voru not- uð í vélum Flugleiða síðla sumars. Varan er þróuð af Mjólkursamsöl- unni, Rafn Hafnfjörð tók allar myndir og auglýs- ingastofan Hvíta húsið annaðist hönnun. Flug- Ieiðir lögðu málinu lið með landkynningu í huga. Kostnaður við þróunaráætlun miðborgar gagnrýndur Kominn 23,5 milljón- ir fram ur áætlun KOSTNAÐUR vegna vinnu við þróunaráætlun miðborgar Reykja- víkur kom til umræðu á borgar- stjórnarfundi á fimmtudagskvöld þegar Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að hann væri orðinn 35,5 milljónir króna en hefði í upp- hafi verið áætlaður 12 milljónir. Sagði hann að þess sæi ekki stað í fjárhagsáætlun borgarinnar að gert væri ráð fyrir þessum aukna kostnaði. Breska arkitekta- og skipulags- fyrirtækið Bemard Engels var á síðasta ári fengið til að vinna að þróunaráætlun miðborgarinnar á vegum borgarskipulags og í sam- ráði við ýmsa hagsmunaaðila í mið- borginni. Júlíus Vífill sagði að sam- kvæmt upphaflegri áætlun hefði verið gert ráð fyrir 10 milljóna króna greiðslu til bresku ráðgjaf- anna auk tveggja milljóna króna vegna ferðakostnaðar. Reyndin hefði hins vegar orðið 35,5 milljónir eða 23,5 milljónir umfram upphaf- lega áætlun. Borgarfulltrúinn sagði ýmislegt skynsamlegt í tillögum ráðgjafanna en annað síðra og gagnrýndi umframkostnaðinn. AukaQárveitingar samþykktar athugasemdalaust Guðrún Ágústsdóttir, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans, sagði að breska arkitektafyrirtækið hefði verið valið í samráði við Miðborg- arsamtökin og að þau greiddu hluta kostnaðarins. Hún sagði þóknun til fyrirtækisins alls nema rúmlega 31 milljón króna, tvær milljónir væru vegna ferðalaga og um aðrar tvær vegna gistingar og uppihalds. Hún sagði tvær skýrsl- ur hafa komið út um starf og tillög- ur arkitektanna og sú þriðja væri væntanleg í desember eða janúar. Hún sagði að samþykkt hefði verið í lok síðasta árs 10 milljóna króna aukafjárveiting í borgarráði vegna þessa kostnaðar sem farið hefði gegnum borgarskipulag og aftur 13,8 milljóna aukafjárveiting síðast- liðið sumar þegar annarri skýrslu var skilað. Sagði hún þessar auka- fjárveitingar hafa verið samþykktar athugasemdalaust. Þá boðaði borg- arfulltrúinn að rúmlega 5 milljóna króna aukafjárveiting væri nauð- synleg til að ljúka mætti verkefn- inu, m.a. til að fara sérstaklega gegnum umferðar- og samgöngu- mál. Guðrún Ágústsdóttir sagði að góð sátt hefði tekist um þessi verk- efni fyrir þróun miðborgarinnar og lét þess getið að öll skipulagsvinna væri dýr. Málþing um íslenska rómantík Endurmat farið fram á íslenskri rómantík Sveinn Yngvi Egilsson FÉLAG íslenskra fræða heldur mál- þing um rómantík á annai-ri hæð Þjóðarbók- hlöðunnar við Árngríms- götu kl. 14 í dag, laugar- daginn 21. nóvember. Þingið er öllum opið og verða kaffiveitingar í boði félagsins. Sveinn Yngvi Egilsson, í stjórn Félags íslenskra fræða, hefur unnið að undirbúningi málþings- ins. Hann var spurður að því hvers vegna ákveðið hefði verið að efna til sér- staks málþings um róm- antík. „Fram hefur farið mik- ið endurmat á íslenskri rómantík á undanfomum áram. Við ætlum að skoða nokkrar hliðar rómantíkurinnar á málþinginu. Rómantíkin var samofin sjálf- stæðisbaráttu Islendinga á sín- um tima. Sú staðreynd hefur haft sína kosti og galla. Skáldin höfðu ákveðið hlutverk í barátt- unni og því fengu ljóð þeirra ákveðinn hljómgrann. Eftir að þjóðin fékk sjálfstæði hefur þessi skáldskapur verið í dálítilli tilvistarkreppu. Skáldin höfðu verið svo upphafin á tímum bar- áttunnar, menn eins og Jónas og Steingrímur, að helgimyndin gerði þá fjarlæga og óspennandi í augum yngri kynslóða. Onnur rómantísk skáld voru hins vegar vanmetin vegna þess að þau þóttu ekki nógu þjóðholl á sínum tíma - ekki nógu góðir Islendingar. Þetta á að mörgu leyti við um Grím Thomsen og ekki síst um þann forvitnilega höfund Gísla Brynjúlfsson. Benedikt Gröndal hefur af öðr- um ástæðum legið óbættur hjá garði á þessari öld sem ljóðskáld enda þótt hann sé mikilsmetinn prósahöfundur. Nú er kominn tími til að endurmeta hlut þess- ara skálda í íslenskum bók- menntum." - Hverjir flytja erindi á mál- þinginu? „Á málþinginu verða fjórir fyrirlestrar. Þórir Oskarsson, sendikennari í Noregi, heldur erindi sem heitir „Hvað er róm- antík?“. Þórir hefur rannsakað ýmsar hliðar rómantíkurinnar, m.a. skrifað bók um Benedikt Gröndal. Fróðlegt verður að heyra hvað hann hefur fram að færa á málþinginu. Páll Bjarnason, menntaskóla- kennari, talar síðan um Vísur Is- lendinga eftir Jónas Hallgríms- son. Páll fjallar sérstaklega um lög við þetta kvæði. Bergljót Kristjánsdóttir, dósent í íslensku við Háskóla íslands, flytur er- indið „Að lappa upp á Hegel“. Bergljót fjallar þar um fyrir- lestra Gríms um stöðu Norðurland- anna og norrænna bókmennta og hvern- ig hann leggur út af kenningum Hegels. Bera má hugmyndir Gríms saman við hug- myndir Sigurðar Nordals eins og Bergljót gerir í fyrirlestri sínum. Síðasta erindið flyt ég sjálfur. Erindið hef ég kallað „Háleit rómantík“. Þar fjalla ég um hug- myndina um hið háleita eða súblíma sem var áberandi í fag- urfræði og ferðamennsku 18. og ► Sveinn Yngvi Egilsson er fæddur 6. ágúst árið 1959 í Reykjavík. Sveinn Yngvi varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1979. Hann lauk BA-gráðu í almennri bók- menntafræði frá Háskóla ís- lands árið 1984, M.Phil.-gráðu í skoskum bókmenntum frá há- skólanum í St. Andrews í Skotlandi árið 1992 og MA- gráðu í islenskum bókmenntum frá Háskóla íslands árið 1993. Nú er Sveinn Yngvi stunda- kennari við Menntaskólann í Reykjavík og Háskóla íslands. Sveinn Yngvi er einn af út- gefendum Ritverka Jónasar Hallgrímssonar. Hann hefur skrifað greinar og haldið erindi um íslenska rómantík. Svcinn Yngvi er meðritstjóri Vefnis, tímarits Félags um 18. aldar fræði, sem gefið er út á Netinu. Eiginkona Sveins Yngva er Ragnheiður Ingibjörg Bjarna- dóttir, kvensjúkdómalæknir, og eiga þau þijár dætur, Þor- björgu, Brynju og Hólmfríði. 19. aldar. Hugtakið er mjög spennandi og tekur jafnt til nátt- úru og sögu, vísar í hrikaleg náttúraöfl og hrikaleg stríðsöfl sögunnar.“ -Er Félag íslenskra fræða virkt félag? „Félagið er rúmrar hálfrar aldar gamalt og heldur reglulega fundi á veturna. Félagið stendur fyi'ir óformlegum rannsóknar- kvöldum þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar og svara spurningum viðstaddra. Stærri málþing hafa verið haldin annað veifíð og var fjallað um Sigurð Breiðfjörð á síðasta málþingi fyiT á árinu. Jólarannsóknaræf- ing hefur fastan sess í starfsemi félagsins og farið er í vettvangs- ferðir á vorin. Þar má nefna að gengið hefur verið um reykvísk- ar söguslóðir í fylgd fræðimanns, kannaðar fornminjar á Kjalar- nesi og siglt um sundin blá.“ - Er ekki þingið bara fyrir fræðinga? „Nei, alls ekki. Við viljum endilega sjá sem flesta. Almenningur hefur öragglega gaman af því að heyra hvernig rómantíkin tengist sögu og hefð í öðrum og dálítið dýpri skilningi en áður var haldið. Um þetta verður m.a. fjallað á þinginu í dag.“ Skáldin höfðu ákveðið hlutverk í baráttunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.