Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Islensks lax flutt frá Akureyri til Hríseyjar Stefnt að framleiðslu 100 tonna fyrsta árið Morgunblaðið/Kristj án MAGNUS J. Mikaelsson, verk stjóri, Jóhann Sævarsson, framleióslustjóri og Ársæll Kristófer Ársælsson, rekstr- arstjóri hjá Snæfelli í Hrísey, með lax í mismunandi stórum pakknmgum, allt frá 50 grömmum upp í þijú kíló. UNNIÐ við pökkun í vinnslu sal Snæfells í Hrísey. STARFSMENN Snæfells í Hrísey byrjuðu í síðasta mánuði vinnslu á reyktum laxi, en fyrr í haust voru vélar og tæki íslensks lax á Akur- eyri keypt og flutt út í eyju. Stefnt er að því að framleiða úr 100 tonn- um fyrsta árið, en tvöfalda fram- leiðslumagnið á næstu þremur ár- um. Framleiðslan er að mestu leyti seld beint til Italíu þar sem reykti laxtinn fæst í yfir 700 verslunum. Ársæll Kristófer Arsælsson rekstrarstjóri Snæfells í Hrísey sagði að fyrirtæki með nafninu Is- lenskur lax hefði starfað í Kópavogi en síðar verði keypt og flutt norður til Akureyrar og átti Silfurstjarnan í Öxarfirði stærsta hlutinn í því, en einnig átti Kaupfélag Eyfirðinga og Snæfell hlut í fyrirtækinu. Hráefnið kom frá Silfurstjörnunni, en vinnsla fór fram í húsnæði kaupfélagsins við Óseyri. Þegar halla fór undan fæti í rekstri þess var leitað eftir aðstoð frá starfsfólki Snæfells í Hrísey sem býr yfir mikilli þekk- ingu í vinnslu sjávarafurða. Það leiddi til þess að í sumar var ákveð- ið að kaupa tæki Islensks lax og flytja þau út í eyju. Það var gert í haust og var starfseminni fundinn staður þar sem salthúsið hafði áður verið. Um er að ræða um 600 fermetra húsnæði og voru gerðar á því miklar endurbætur áður en vinnsla við reykingu og pökkun iaxins hófst, en starfsemin fór af stað í síðasta mán- uði og er að sögn Magnúsar J. Mika- elssonar verkstjóra enn verið að breyta svolítið og laga húsnæðið að þörfum framleiðslunnar. Ætlum að tvöfalda framleiðsluna Hríseyingar kaupa áfram hráefni af Silfurstjörnunni og vinna allt í neytendapakkningar. Gert er ráð fyrir að framleiðslan nemi um 100 tonnum fyrsta árið og sagði Ársæll að stefnt væri að því að tvöfalda magnið á næstu þremur árum. Framleiðslugeta og nægt hráefni væri til staðar til þess og þá væri tryggur markaður einnig fyrir hendi. „Það bendir því allt til að við náum þessu markmiði okkar,“ sagði Ársæll. Jóhann Sævarsson framleiðslu- stjóri sagði að langmest væri selt til Ítalíu og þá til Rómar og svæðisins kringum borgina. Fyrr í þessum mánuði voru þeir Jóhann og Ársæll á ferð um Norður-Italíu að þreifa fyrir sér með markað þar og lögðu leið sína m.a. til Feneyja. „Við för- um ekki inn á þessi svæði með okk- ar vöru fyrr en við erum tilbúnin til þess, við þurfum að skoða ýmislegt og laga framleiðsluferlið áður en Karlakór Eyjafjarðar Söng’skemmtun í Skjólbrekku KARLAKÓR Eyjafjarðar heldur söngskemmtun í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit í kvöld, laugardaginn 21. nóvember kl. 21.00. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum en flestir textamir eru eftir eyfirska höfunda. Karlakórinn er nú á þriðja starfsári sínu og eru félagar um 40 talsis og koma þeir víða úr Eyja- firði. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga, þeir Snorri Snorrason, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jós- epsson. Undirleik annast Daníel Þor- steinsson, Birgir Karlsson, Eiríkur Bóasson og Rafn Sveinsson. Stjómandi Karlakórs Eyjafjarðar er Atli Guðlaugsson. við getum farið út í meiri fram- leiðslu,“ sagði Jóhann. Hann sagði að eftirspurnin væri mikil nú fyrir jólin og rétt svo að næðist að anna henni. Auk þess að selja laxinn til Ítalíu fer hann einnig, til Sviss og eitthvað örlítið á markað innan- lands. Laxinn er reyktur í tveimur skáp- um og er framleiðslugetan um tvö tonn á dag. Allur laxinn fer í neyt- endapakkningar og eru þær fjöl- Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. NÝ TÆKNI hefur haldið inn- reið sína í eyfirsk fjós. Feðg- arnir á Espihóli, Jón Jóhannes- son og Kristinn Jónsson, fjár- festu nýlega í fjósatraktor. breytilegar að stærð og gerð, en alls era þær á milli 40 og 50 talsins. Kærkomin viðbót „Það var kærkomið að fá þessa viðbót inn í okkar vinnslu, þessi framleiðsla fellur vel að okkar starf- semi og hún gerir að verkum að við getum fært til starfsfólk eftir því hvar álagspunktar eru hverju sinni,“ sagði Ársæll. „Við eram komin á gott skrið á Italíu, en munum nú Hann gengur mest á sjö kíló- * metra hraða er 95 sentímetra breiður og sagði Jón að hann væri mesta þarfaþing og létti mikið Qósverkin. einbeita okkur að því að bæta það sem þarf hér heima áður en við fór- um út í frekari landvinninga," bætti hann við en vitað væri að markaður fyrir laxinn væri einnig fyrir hendi viðar í Evrópu. Á þessum slóðum þætti íslenski laxinn betri en t.d. norskur og skoskur, en hann væri ekki eins feitur. Framleiðsla á reyktum laxi hjá Snæfelli kemur til viðbótar við pakkningu á fiski í neytendaumbúð- ir, en í Hrísey hefur á síðustu miss- eram eingöngu verið unnið við pökk- un, vinnslan fer fram hjá Snæfelli á Dalvík. Á því sviði er fjölbreytileik- inn líka í fyrirrúmi og era umbúðirn- ar sem pakkað er í um 30 talsins. Ársæll sagði að stefnt væri að því að auka pökkun um 30-40% á næsta ári miðað við það sem nú er gert. Starfsfólkið lykilatriði Alls era 63 starfsmenn á launaskrá hjá Snæfelli í Hrísey í um 40 stöðum og er unnið frá kl. 7-15, en samningur er í gildi við starfsfólk um að taka upp aðra vakt í húsinu frá kl. 15 til 19. Fyrirtækið gæti bætt við sig starfsfólki að sögn Magnúsar, en mikið hefur verið að gera að undan- fömu. „Við eram með afar gott starfsfólk, þetta er vant fólk og stöð- ugleikinn er mikill, það er í raun lyk- ilatriðið í velgengni fyrirtækisins.“ Útgáfutón- leikar 200.000 nag*lbíta ÚTGÁFUTÓNLEIKAR hljóm- sveitarinnar 200.000 naglbíta verða í kvöld, laugardagskvöldið 21. nóv- ember, kl. 21.30 í Samkomuhúsinu á Akureyri. Hljómsveitin gaf nýlega út geisladiskinn Neóndýrin en á hon- um eru þrettán lög, flest ný. Þar má þó finna hið vinsæla lag pilt- anna í 200.000 naglbítum, Hæð í húsi, sem kom þeim á landakortið á liðnu ári. Drengirnir héldu útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum fyrr í þessum mánuði og þóttu standa sig með prýði. I þessari geðþekku sveit eru þeir Vilhelm Jónsson, Kári Jónsson og Axel Amason. Sólrún syngur SÓLRÚN Bragadóttir, ásamt með- leikara sínum, Margaret Singer, heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkúkju í dag, laugardag- inn 21. nóvember kl. 17. Tilefni tónleikanna er útgáfa hljómplötu þar sem Sólrún syngur einsöngsperlur eftir Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva Baldvinsson, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. -------------- Fyrsti ís- hokkfleikurinn FYRSTI leikurinn í íslandsmótinu í íshokkí fer fram á skautasvellinu á Akureyri í dag, laugardaginn 21. nóvember og hefst hann kl. 17.30 þegar Skautafélag Akureyrar tekur á móti Birninum. Lið SA missti fjóra leikmenn eftir síðasta tímabil, þrír fluttu sig yfir til Skautafélags Reykjavíkur og einn dvelur við æfingar og keppni í Kanada. Lið Bjamarins er að mestu óbreytt frá því í fyrra, en þeir hafa þó fengið til liðs við sig kanadískan markvörð. Þjálfari SA er Clark McCormick og leikur hann með lið- inu, þjálfari Bjarnarins er Jan Stolpe. ------♦-♦-♦--- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17. Æðruleysismessa kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld í umsjá sr. Jónu Lísu og sr. Svavars. Biblíulestúr í Safnaðar- heimili á mánudagskvöld kl. 20.30 í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds- sonar. Mömmumorgunn kl. 10 til 10 á miðvikudagsmorgun. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun. Sameiginlegt upphaf, foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. „Taize“-söngvar sungnir. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20 um kvöldið. Biblíulestur og bænastund kl. 20 á mánudagskvöld, náttsöngur kl. 21. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, helgistund og léttur málsverður á vægu verði. Opið hús fyrir foreldra og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag, jólafönd- ur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Basar og kaffisala í dag, laugardag, frá kl. 14. Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, almenn samkoma kl. 17, ung- lingasamkoma kl. 20. Heimilasam- band kl. 15 á mánudag, ki-akka- klúbbur fyrir 6-10 ára á miðvikudag kl. 17,11 plús mínus fyrir 10-12 ára kl. 17 á föstudag. Flóamarkaður frá 10 til 17 á föstudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karla- morgunn í dag kl. 10. Verkleg þjálf- un fyrir unglinga kl. 14, bænastund í kvöld kl. 20 til 21 og opið hús frá kl. 21. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar á morgun kl. 11.30, biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa, G. Theodór Birgisson verður með kennslu úr Rómverjabréfinu. Létt- ur hádegisverður á eftir. Samkoma á sunnudag kl. 16.30, Erling Magn- ússon predikar, fjölbreyttur söng- ur, barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari með uppörvunarorð úr ritninpunni. KAÞOLSKA KIRKJAN: Hlutavelta á morgun, sunnudaginn 22. nóvem- ber, frá kl. 15 til 16 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. Vinningar á öll- um miðum, engin núll. KFUM og K: Bænastund kl. 17 á morgun, sunnudag. Fundur í yngri deild, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára, kl. 17.30 á mánudag. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Fjósatraktorinn þarfaþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.