Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SÖNGSVEIT Hveragerðis er að hefja sitt annað starfsár og keraur fram á tónleikunum í Hveragerðiskirkju. Hveragerði - Skagfirska söngsveitin, Kveldúlfskórinn í Borgarnesi og Söngsveit Hvera- gerðis haida sameiginlega tón- leika í Hveragerðiskirkju í dag, laugardag, klukkan 17. Efnisskrá tónleikanna er ljöl- breytt en á dagskrá verða meðal annars lög eftir Sigfús Halldórs- son, Jón Asgeirsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Wolfgang Ama- deus Mozart og fleiri. Einnig Tónleikar í Hveragerð- iskirkju koma fram einsöngvarar með kórunum. Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Sigríður Marteins. Stjórnandi Kveldúlfskórsins er Ewa Tosik- Warszaviak og undirleikari Jerzy Tosik-Warszaviak. Stjórnandi Söngsveitarinnar í Hveragerði er Margrét Stefánsdóttir en undir- leikari þeirra er Svana Víkings- dóttir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 800 kr. fyrir elli- og örorkulífeyr- isþega. Gamla kirkjan í Stykkishólmi endurvíg’ð ENDURBYGGINGU „gömlu kirkjunnar" í Stykkishólmi er nú lokið. Kirkjan, sem byggð var árið 1879, verður endurvígð af biskupi íslands næsta sunnudag, 22. nóvember. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi - Endur- byggingu „gömlu kirkj- unnar“ í Stykkishólmi er nú lokið. Verkið hófst fyrir all mörgum áruin, en í fyrra var skipuð framkvæmdanefnd til að ljúka verkinu. Nefndin hefur starfað vel og hef- ur verið unnið að endur- byggingu af fullum krafti síðan. Nú er kirkjan tilbúin, sem næst í sinni upphaflegu mynd. Sunnudaginn 22. nóv- ember nk. verður „gamla kirkjan“ endur- vígð og mun biskup Is- lands, Karl Sigurbjörns- son, koma til Stykkishólms og vígja kirkjuna. Athöfnin hefst kl. 13.30. Reiknað er með fjölmenni við at- höfnina. „Gamla kirkjan" tekur tæplega hundrað manns í sæti. Til að allir sem vilja geti fylgst með athöfninni verður komið fyrir skjá í nýju kii-kj- unni og vigslunni sjónvarpað þangað. Að lokinni vígslu býður sóknamefnd Stykkishólmssafnaðar öllum við- stöddum til kaffisamsætis í félags- heimilinu í Stykkishólmi. Bæjarbúar og aðrir sem stutt hafa varðveislu og endurbyggingu kirkj- unnar eru hjartanlega velkomnh-. Flugur hjá Leik- félagi Lagó í Grindavík LEIKFÉLAGIÐ Lagó í Grindavík sýnir um þessar mundir leikritið Fl- ugur. Sýningar fara fram í gömlu frystihúsi í Grindavík, þar sem fé- Iagsmiðstöðin Laufin og spaðamir, fyrir fólk eldra en 16 ára, er staðsett. Leikritið Flugur er annað verk Leikhópsins á þessu ári. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem jafnframt er höfundur verksins. Sagt frá Oddi Ófeigssyni, ungum manni um tvítugt sem fer til geð- læknis til að ná í lyfseðil fyrir með- leigjanda sinn, sem kallar sig Boris og á við geðræn vandamál að stríða. Ekki fær hann seðilinn og fer tóm- hentur heim. Er vinir Odds koma í heimsókn og sjá Boris ákveða þau að taka málið í sínar hendur og ræna geðlækninum. Næstu sýningar verða á morgun, laugardag, og sunnudaginn 22. nóv- ember, miðvikudaginn 25. nóvember. Allar sýningar hefjast kl. 20. Vetrardekk í vinning Morgunblaðið/Theodór GUÐRIJN Ágústa Möller tekur við blómum og gjafabréfi fyrir dekkjagangi frá Kristjáni Björnssyni, starfsmanni skoðunarstöðvar Frum- heija hf. í Borgarnesi. Borgamesi - í tilefni af því að nú hafa verið skoðaðir 500.000 bílar í skoðunarstöð- inni að Hesthálsi í Reykjavík ákvað Fmmherji hf. að verð- launa fjóra heppna viðskipta- vini sína á tímabilinu frá 19. október til 13. nóvember sl. með dekkjagangi undir bíl- inn. Ein af þeim heppnu var Borgnesingurinn Guðrún Ágústa Möller sem að lét skoða bílinn sinn í skoðunar- stöð Framherja í Borgarnesi, var hún dregin út á Bylgjunni föstudaginn 13. nóvember. Að sögn Kristjáns Björns- sonar, starfsmanns Frum- herja, var mjög ánægjulegt að einn vinningshafanna skyldi vera á Vesturlandi. Að lokinni afhendingu verðlauna gerði Kristján gi-ein fyrir þeirri breytingu er varð er Bifreiðaskoðun Islands keypti Nýju skoðunarstofuna í febr- úar sl. og Framherji hf. var stofnað- ur. Þá sagði Kristján að ástæða þess að skoðunarstöðvarnar væru opnar tvo daga í viku í Borgarnesi og þrjá daga á Akranesi væri sparn- aður í rekstri og afgreiðslu- tíminn á hverjum stað færi eftir fjölda bifreiða á hverju svæði fyrir sig. Með þessari hagræðinu, svo og fækkun stöðugilda hefði náðst að halda svipuðu þjónustustigi og áður og ná skoðunargjald- inu niður undir það sem það væri í Reykjavík. Með sam- tengdum tölvubúnaði væri hægt að panta tíma hjá skoð- unarstöðinni í Borgamesi eða á Akranesi, með því að hringja til Frumherja í Reykjavík. Eins væri ef hringt væri í skoðunarstöð- ina í Borgamesi og starfs- maður þar væri upptekinn eða ekki viðlátinn, þá færðist símtalið til Frumherja sem tæki við tímapöntunum. Þetta ætti þó einkum við um aðalálagstímann sem væri á vorin og fram eftir sumri. VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21,108 Reykjavík, grænt númer 800 4020, sími 533 2020 - bréfsími 533 2022. Hitastillitæki Huber, Mora, Grohe sturtutæki frá kr. 7.094 Baðtæki frá kr. 8.980. V________________________/ Handlaugar Warneton, IFÖ á vegg frá kr. 2.795, í borð frá kr. 5.588. Salerni með setu. Porsan frá kr. 10.640, Gustavsberg frá kr. 15.032, IFÖ frá kr. 16.944. Stálvaskar 1 hólffrá kr. 5.790, 2 hólf frá kr. 6.260, 11/2 hólffrá kr. 10.799. Blöndunartæki í miklu úrvali: Tveggja handa frá kr. 2.241 einnar handar frá kr. 4.543. Skolvaskar frá kr. 3.098 Hornbað m. svuntu, kr. 54.352. Sturfuklefar og hurðir í miklu úrvali. Ofangreint er aðeins lítill hluti af úrvali okkar. - Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Biöndal FRÁ æfingu Leikfélags Norð- Ijarðar á leikritinu Rjúkandi ráð. Leikritið Rjúkandiráð frumsýnt Neskaupstað - Leikfélag Norð- fjarðar frumsýnir leikritið Rjúk- andi ráð eftir Stefán Jónsson og Jón Múla Árnason í kvöld, laugar- dagskvöld. Leikendur eru 13 og er Ieikstjóri Ingibjörg Björnsdótt- ir. Starfsemi Leikfélagsins hefur verið mjög slitrótt undanfarin ár og var t.d. síðast sett upp leikrit árið 1993. Það er von hinna nýju áhugamanna sem nú eru komnir í félagið að nú verði breyting á. Heldur þú að járti sé nóg ? NATEN - er nóg I HSM pappírstætarar Leiðandi merki - Margar stærðir Þýzk gæði - Örugg framleiðsla J. ÚSTVniDSSON HF. Skipholtl 33,105 fleykjavík, sími 533 3535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.