Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutur Ehf. Alþýðubankans hf. í 10-11-verslununum Virkur markaður um kaupréttindi myndaður Ungverjar horfa mest á sjónvarp Frankfurt. Reuters. UNGVERJAR horfa meira á sjón- varp að meðaltali en sjónvarpsáhorf- endur í öðrum löndum Evrópu, en þýzkumælandi Svisslendingar minnst samkvæmt nýrri könnun. Ungverjar horfa á sjónvarp í þrjár klukkustundir og 55 mínútur á dag, en þýzkumælandi Svisslendingar í tvær klukkustundir og átta mínútur á dag að sögn auglýsinga- og mark- aðsfyrirtækisins IP Deutschland. Þýzkir áhorfendur horfa að meðaL tali í þrjá tíma og 16 mínútur dag. í Bandaríkjunum horfír fólk á sjón- varp í tæpa fjóra tíma á dag að með- altali og fjárfestingar í auglýsingum á mann eru töluvert meiri að sögn rannsóknarstjóra IP Research Director Thomasar Sudholts. „Þjóð- verjar og Evrópubúar eiga þvi enn talsvert langt í land,“ sagði hann. Afnotagjöld hæst í Austurríki Afnotagjöld í Evrópu eru hæst í Austurríki samkvæmt IP. Austur- rísk heimili greiða að meðalali 400 mörk í lögboðin afnotagjöld á ári til að fjarmagna starfsemi ríkisrekinna ljósvakafjölmiðla. Næstir koma Belgar með 364 mörk og Þjóðverjar með 340 mörk. Tekjur af afnotagjöldum eru mest- ar í Þýzkalandi, eða 11,2 milljarðar marka á ári. Næstir koma Bretar með 6,5 miiljarða marka og Frakkar með 4,7 milljarða. ----------------- Ericsson spáir meiri uppgangi New York. Reuters. ERICSSON býst við að framhald verði á miklum vexti fyrirtækisins og að það haldi áfram eignaöflun til að auka vörusvið sitt í Norður-Ameríku að sögn Bo Dimert, rekstrarstjóra Ericssons vestanhafs. „Við erum staðráðnir í að tryggja vöxt fyrirtækisins til langs tíma og að vöxtur fyrirtækis okkar verði meiri en á markaðnum yfírleitt - 20 af hurídraði á ári að meðaltali," sagði Dimert fjárfestum og sérfræðingum á Warburg Dillon Read fjarskipta- ráðstefnunni í New York. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ AI- þýðubankinn hf., sem keypt hefur ríflega 27% hlut í Vöruveltunni hf., rekstrarfélagi 10-11-verslananna, hyggst veita hluthöfum félagsins rétt til þess kaupa bróðurpart hlutabréfa í Vöruveltunni á kostn- aðarverði. Reynt verður að mynda virkan markað um kauprétt á bréf- unum, þannig að hluthafar muni bæði geta nýtt sér kaupréttinn eða selt hann til annarra. Gengið var frá sölu á 70% hlut hjónanna Eiríks Sigurðssonar og Helgu Gísladóttur í Vöruveltunni á fímmtudag til nokkurra fagfjár- festa, meðal annars Eignarhaldsfé- lagi Alþýðubankans. Það ætlar að bjóða hluthöfum, sem eru um 1.350, að kaupa verulegan hlut bréfanna í hlutfalli við eign sína í félaginu. Gert er ráð fyrir að salan á bréfunum fari fram í byrjun næsta árs. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfé- lags Alþýðubankans hf., væri gert ráð fyrir að hluthafar gætu nýtt sér kaupréttinn eða selt hann til annarra. Þannig yrði reynt að mynda virkan markað um kaup- réttinn. í framhaldi hæfíst almennt útboð bréfanna og þau skráð á Verðbréfaþingi fslands fyrir milli- göngu íslandsbanka. Hann sagði að Eignarhaldsfélagið hygðist halda eftir tæpum 5% af þeim 27% hlutabréfa sem keypt voru í Vöru- veltunni. Dreifð eignaraðild tryggð Gylfí sagði að sú leið, sem Eign- arhaldsfélagið hygðist fara, hefði ekki verið farin áður í viðskiptum hér á landi. Þessi leið, sem kallaðist á ensku wright issue, hefði hins veg- ar verið tíðkuð um árabil í Banda- ríkjunum. „Allir hluthafar geta nýtt sér kaupin til þess að tryggja sér hlutdeild í þeirri verðmætaaukn- ingu sem verður við skráningu bréf- anna. Þessi leið tryggir einnig dreifða eignaraðild.“ Gylfí sagði hlutabréf í Vöruvelt- unni álitlegan fjárfestingarkost fyr- ir hluthafa, enda hefði keðjan vaxið hröðum skrefum og hefði burði til þess að vaxa enn frekar. „Eignar- haldsfélagið hefur að undanfórnu kynnt sér möguleika á að fjárfesta í verslunarrekstri. Við gátum því brugðist skjótt við þegar okkur bauðst að fjárfesta í hlutabréfum í Vöruveltunni fyrir milligöngu Is- landsbanka. ívar Guðjónsson, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði íslandsbanka sagði ánægjulegt fyrir bankann ef hægt væri að móta nýja leið í hlutabréfa- viðskiptum eins og þá sem Eignar- haldsfélagið ætlaði sér að fara. Hann sagði jafnframt að mikil eftir- spurn væri eftir hlutabréfum í Vöruveltunni og það gæfí fyrirheit um að eftirmarkaðurinn yrði virkur. usx-407 m„ Útvarpsmagnari 2x7Öw • Rms • 4x50w 30 stöðva minni • Rds oti usx-906 Útvarpsmagnari 2x110w • Rms • 5x60w 30 stöðva minni • Rds-AC-3 Pd-106 .. Getsiaspilari 1 bit • forrttanlfcLjor hanetahófsspilun . * mjl-707 Mini-disk spiíari Stafræn upptaka og afspiiun Hægt að setja ínn nafn eða trtla. Dv-505 Myndgetslaspilari AC3 • framtiðinn í hijóð og mynrl Hetmabto hatalarar Aðeins 5sm þykkir • 150W Rms +I00w bassabox BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2 800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Metsala á mexíkönsk- um mat XCO hf. hefur fengið viðurkenn- ingu frá bandaríska matvælafram- leiðandanum Bruce Foods Cor- poration fyrir metsöluaukningn á mexíkönsku matvörunni Casa Fiesta. Verðlaunin voru veitt á SIAL-matvælasýningunni í París og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Frá vinstri: Már Goldingay, sölustjóri XCO, Steve Green, sölu- og markaðsstjóri Casa Fiesta, Sigt ryggur Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO, og Si Brown, framkvæmdastjóri CF. XCO hóf innflutning á Casa Fiesta-vörunum árið 1982 og sfðan hefur hann vaxið ár frá ári. XCO fær viðurkenninguna fyrir mestu hlutfallslegu söluaukningn Casa Fiesta í heiminum. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu er neysla á CF-vörunum nú mest hérlendis miðað við fólksfjölda og miðað við magn svipuð og í allri Belgíu. For- svarsmenn XCO hyggjast ekki láta deigan síga við að kynna Islending- um mexíkanskan mat og boða ýms- ar nýjungar á næstunni. Vönduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjor víddir í hönnun og útgáfu Snorrabraul 54 ©5ÓI 4300 D5ÓI 4302 Verðbréfaþing Hlutabréf í Járn- blendinu hækka VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi námu alls 397 milljónum króna í gær. Viðskipti með húsbréf námu 313 milljónum króna og með hlutabréf alls 84 milljón- um. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,45%. Viðskipti með hlutabréf Flugleiða námu alls 27 milljón- um króna og hækkuðu þau um 2,2% frá síðasta viðskiptadegi, eða í 3,22. Viðskipti með bréf í Nýherja námu 21 milljón og hækkaði verð þeirra um 5,5%. Viðskipti með bréf í íslands- banka námu alls 17 milljónum og hækkuðu þau lítillega í verði. Hampiðjubréf hækka Verð hlutabréfa Islenska jámblendifélagsins hækkaði mest, eða um 7,1%, en viðskipti með þau námu aðeins um hálfri milljón króna. Þá hækkuðu Hampiðjubréf um 4,5% og Tryggingamiðstöðvarbréf um 2,1%. Hlutafjárútboð ÍS Forkaups- rétti hlut- hafa lokið 80,2 MILLJÓNIR króna seld- ust til forkaupsréttarhafa í hlutafjárútboði Islenskra sjáv- arafurða hf., sem lauk á þriðju- dag. 200 milljóna króna hlutafé var í boði og seldust rúm 40% tíl forkáupsréttarhafa á geng- inu 1,75. Nú tekur við sala á al- mennum markaði á genginu 1,80 til 30. nóvember. Mun Landsbanki Islands sölu- tryggja 50 milljónir króna. Hermann Hansson, stjórn- arformaður ÍS, sagði að marg- ir hluthafar félagsins hefðu tekið þátt í forkaupsréttinum og að hlutaféð hefði dreifst á breiðan hóp þeirra. Viðskipta- vakt fyrir GSM-not- endur OPNUÐ hefur verið SMS við- skiptavakt sem gerir GSM-not- endum Landssímans kleift að fylgjast með verðbréfavið- skiptum dagsins. Viðskipta- vaktin er samstarfsverkefni Landssímans, Tölvumynda og Kauphallar Landsbréfa á Net- inu. Þjónustan er ókeypis og fer skráning fram á Netinu. Þorsteinn Ólafsson, hjá Kauphöll Landsbréfa, segir að markmiðið með verkefninu sé að færa fólk nær þróun mark- aðarins. Viðskiptavaktin bjóði upp á marga möguleika fyrir þá sem vilja fylgjast með hluta- bréfaviðskiptum. Hægt sé að fá viðskiptayfii-lit í formi SMS skilaboðasendinga sem greinir frá hlutabréfaviðskiptum og viðskiptum með önnur verð- bréf. „Þá er hægt að fá upplýs- ingar um einstök viðskipti fyrir- tækja og yfirlit yfii- gengi gjald- miðla svo dæmi séu tekin." Slóðin á SMS viðskiptavakt- ina á Netinu er www.gsm.is/vidskiptavakt.htm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.