Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 29 ORKUMÁL „ÉG myndi vilja sjá fleiri virkjanir og minni. Mér flnnst synd að sökkva þessu, þótt ég hafi aldrei komið þangað, og hrekja fugla og annað dýralíf í burtu,“ segir Jón Vig- fússon, bóndi á Hólmum í Reyðarilrði. „MÉR finnst álver ekki það sem við íslendingar eigum að standa fyrir. Því fyigir of inikil mengun. Það eru til aðrar leiðir þótt þær séu dýrar, en það ætti að skoða fleiri möguleika," segir Steinunn Steinþórsdóttir. eftir að hafa stundað nám í Reykja- vík. Störf í fískvinnslu eru nánast það eina sem stendur mönnum til boða hér og það vantar alveg atvinnutæki- færi fyrir til dæmis iðnaðarmenn. Maðurinn minn er iðnaðarmaður og ef hann myndi vilja skipta um vinnu þá hefur hann ekkert val, tækifærin hér eru svo fá. Ef ég væri iðnaðar- maður gæti ég hugsað mér að vinna í álveri, en þar sem ég er kennari er næg atvinna hér fyrir mig,“ segir Dísa Mjöll þegar hún er spm-ð hvort hún vildi starfa í álveri. „Ég held að ef hér á að verða ein- hver framfór þá verði að fórna ein- hverju, það er staðreynd. Ég held að það sé það lítill hluti sem fer undir vatn að það hafi ekki svo mikið að segja. Fólk vonar að fólksflóttinn minnki með álveri, en við fínnum rosalega mikið fyrir honum,“ segir Dísa Mjöll og bætir við: „Auðvitað myndi maður frekar vilja að hér hæfist matvælaframleiðsla eða eitt- hvað í þeim dúr. Ég myndi til dæmis ekki vilja hafa álver hérna inni í botni eins og stóð til fyrr í umræð- unni. En mér finnst í lagi að hafa það útfrá eins og nú stendur tfl.“ Tæknivæðing fækkar störfum í fískvinnslu Sigurjón Kristinsson og Hjálmar Ólafsson trésmiðir og Guðjón B. Magnússon járniðnaðarmaður, sem Morgunblaðsmenn hittu í Neskaup- stað, eru um margt sammála Dísu Mjöll. Þeh- segja að þörf sé á ný- breytni í atvinnulífi fjórðungsins og því séu þeir hlynntir áformum um að reisa álver á Reyðarfirði og virkjun jökulsár í Fljótsdal. Þeir segjast telja að ein af ástæðum þess að fólk vill ekki lengur vinna í fiskvinnslu sé hversu mikil vinna það er. „Menn vilja ekki lengur vinna svona mikið, það er mikið álag á starfsfólki og fólk er orðið þreytt á þessu, það vill eitt- hvað nýtt. Það vantar eitthvað hérna en það er stöðugur straumur suður. Og það er helst unga fólkið sem fer,“ segir Sigurjón. „Það er engin spurning að við verðum að fá álver í fjórðunginn eða eitthvað sem skapar atvinnu," segir Guðjón. „Við búum á láglaunasvæði, fólk er betur launað á höfuðborgar- svæðinu og það verður að breytast. Auk þess hafa störf verið að breytast í fiskiðnaði og þeim hefur fækkað vegna tækninýjunga. Það er verið að framleiða mun meiri arð með mun færra starfsfólki en áður,“ segir Guðjón, „og það hefur veruleg áhrif.“ Þremenningarnir eru sammála um „AUÐVITAÐ myndi maður frekar vilja að hér hæfist matvælaframleiðsla eða eitthvað í þeim dúr. Ég myndi til dæmis ekki vilja hafa álver hérna inni í botni,“ segir Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir á Reyðarfirði. „EKKI fóru skáldin að lesa ljóð á Austurvelli þegar verið var að byggja virkjanir fyrir sunnan,“ segir Guðjón B. Magnússon sem hér er ásamt Sigurjóni Kristinssyni og Hjálmari Ólafssyni. „ÉG hef horft á mörg tækifæri renna út í sandinn í þau fjölmörgu ár sem ég hef setið í sveitarstjórn. Alltaf hefur það endað með tómum vonbrigðum og ég er ekki tilbúinn að ýta þessu út af borðinu," segir Smári Geirsson. að komi álver á Reyðarfjörð muni laun hækka á svæðinu fyrir sakir aukinnar samkeppni. „Þótt ég vildi hætta í minni vinnu þá gæti ég það ekki, það er ekkert í annað að fara. Með álveri gæti fólk að minnsta kosti valið úr nokkrum möguleikum. Það er þetta sem við horfum til, fjöl- breytnin," segir Guðjón. „Svarti bletturinn á þessu öllu er náttúru- spjöllin sem verða á hálendinu, en ég held að þar verði fallegra eftir á. Mér finnst hins vegar merkilegt að þegar farið er að tala um atvinnu- uppbyggingu á Austurlandi kviknai- andstaða fyrir sunnan. Ekki fóru skáldin að lesa ljóð á Austurvelli þegar verið var að byggja virkjanir fyrir sunnan. Þetta er okkar eina von, eins og staðan er í dag, við sjá- um enga aðra kosti,“ segir Guðjón. „Ég hef ekki trú á að hægt verði að stóla á ferðaþjónustuna. Auðvitað höfum við upp á ýmislegt að bjóða en ég veit ekki hvað það er sniðugt að hafa of mikið af ferðafólki. Ég á til dæmis sumarbústað hér í eyðifirði og verð hundfúll þegar fólk er að þvælast hér. Mér finnst að náttúru- verndarsinnar sem eru að krefjast þess að hálendið verði látið í friði verði að benda á einhverja aðra möguleika en ferðaþjónustu. Núna í sumar, þegar veðrið vai- ekki sem best, komu örfáir ferðamenn hing- að,“ segir Hjálmar. Fleiri og minni virkjanir Jón Vigfússon, bóndi á Hólmum í Reyðarfirði, segist telja álver kosn- ingaloforð sem ekki verði efnt. „Menn segja að þetta séu bara kosn- ingaloforð hjá flokkunum. Við erum búin að bíða lengi eftii’ álveri og ég held þetta komist aldrei í fram- kvæmd, það er sama hvaða flokkar verða í stjórn hjá okkur, það verður ekkert af þessu," segir Jón. Hann segist jafnframt vera á móti því að virkja. Sérstaklega þegar um sé að ræða svona stórar virkjanir. „Ég myndi vilja sjá fleiri virkjanir og minni. Mér finnst synd að sökkva þessu, þótt ég hafi aldrei komið þangað, og hrekja fugla og annað dýralíf í burtu,“ segir Jón. Ekki álver í fjörðinn Þótt langflestir Austfii'ðingar sem Morgunblaðið ræddi við væru hlynntir virkjun á hálendinu og upp- byggingu stóriðju skutu einnig upp kollinum einstaklingai' sem ekki voru fullkomlega sáttir við slík áform og settu við þau fyrirvara. Ein þeirra var Steinunn Steinþórsdóttir, leikskólakennari á Sól- völlum í Neskaupstað. „Ég vil ekki sjá álver hér í fjörðinn hjá okk- ur. Mér finnst allt í lagi ef það rís á Reyðarfirði en ég vil ekki sjá það hér nálægt bænum, ég vil ekki mengunina hingað í lognið,“ segir Steinunn. „Það vantar atvinnu- tækifæri héma en það er spurning um að finna eitthvað minna og fjöl- breyttara en álver eins og verið er að tala um. Eg veit þó ekki til að sérstakar hugmyndir séu í gangi, en það er margt hægt að gera, það má ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Mér finnst álver ekki það sem við Islendingar eigum að standa fyrir. Því fylgir of mikil meng- un. Það era til aðrar leiðir þótt þær séu dýrar, en það ætti að skoða fleiri möguleika,“ segir Steinunn. Orkufrekur iðnaður ekki allsherjarlausn Smári Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi og forseti bæjai'stjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Neskaup- staðai’, Eskifjarðar og Reyðarfjarð- ar, segir algera einingu ríkja í sveit- arstjórninni í viðhorfi hennar til upp- byggingar orkufreks iðnaðar í fjórð- ungnum og virkjunar fallvatna norð- an Vatnajökuls. „Menn mega ekki halda að í þessu sveitarfélagi séu eintómir umhverfis- sóðar, en menn taka afstöðu til þess- ara mála á grundvelli félagslegra þátta og þá á ég við íbúaþróun, upp- byggingu atvinnulífs og nútímasam- félags á svæðinu. Menn eru tilbúnir til þess að fórna ákveðnum hlutum til að ná fram markmiðum á þessu sviði.“ Smári segir fráleitt að halda því fram, eins og heyrst hefur, að sveit- arstjórnarmenn á Austurlandi líti á virkjun og orkufrekan iðnað sem allsherjarlausn alls vanda. „Mál- flutningurinn hefur aldrei verið í þessum dúr. Við horfum hins vegar á þetta þannig að álver er stærsti at- vinnulegi þátturinn sem menn horfa á í dag, sem getur skipt máli varð- andi það að snúa við þessari ömur- legu byggðaþróun sem við erum að upplifa hérna. Það eru margir aðrir þættir sem vert er að hyggja að en þetta er sá stærsti," segir Smári. Smári segir að efling ferðaþjónustu og vh'kj- anir og orkufrekur iðn- aður geti farið saman. „Að sjálfsögðu viljum við vinna að ýmsum öðrum greinum en orkufrekum iðnaði og menn eru að velta ýmsu fyrir sér, til dæmis hafa menn ver- ið að byggja upp Fræðslunet Austur- lands og byggt upp menntastofnanir í fjórðungnum. Menn vilja leggja áherslu á þessar nýju greinar eins og þekkingariðn- að, tölvuiðnað og hug- búnaðargerð, þær skipta gríðai-lega miklu máli. Það skipth okkur einnig miklu máli að fá stóra einingu með miklum fjölda starfa inn á landsvæð- ið. Það mun hjálpa okkur og efla möguleika okkar til þess að bæta þjónustu á svæðinu. Það sem veikir þjónustuna á svæðinu er íbúafækkun og úr verður vítahringur. Við þurf- um eitthvað til að snúa þessari þróun við og þar erum við að horfa á álver. Við lítum á álver til þess að styrkja þann grunn sem við munum byggja fjölbreytni atvinnulífsins á.“ Störf í álveri engin skítastörf „Menn eru að gera lítið úr álveri og spyrja hvort það sé lausnin að koma með verksmiðju hingað. Nú- tímaálver eru tæknivædd, þau flokk- ast undir hátækniiðnað og meirihluti starfsfólksins er menntafólk, miðað við þær upplýsingar sem við fáum frá Norsk hydro. Menn eru ekki að tala um einhver skítastörf, það er blekking og firra. Það er heldur ekki rétt að þessi störf séu ekki eftirsókn- arverð, því í Straumsvík er það nán- ast vandamál hvað lítil endurnýjun er á starfsfólki, það heldur vel í störfin sín.“ Smári þvertekur fyrir það að 120 þúsund tonna og í mesta lagi 240 þúsund tonna álver séu of stór biti fyrir byggðarlag eins og Austfirði. „Hraðfrystihús Eskifjarðar er með hátt í 300 staifsmenn og Síldar- vinnslan í Neskaupstað er með 360 ársverk að meðaltali, þannig að við erum ekki einu sinni að tala um risa- fyrirtæki á austfirskan mælikvarða.“ Smári bendir á að verði álver reist á Reyðarfirði hafí það áhrif á öllu miðausturlandi. Það muni efla þjón- ustu og iðnað hjá fyrirtækjum á öllu því svæði. Hverju starfi í álveri fylgi Vh starf svo margfeldisáhrifin séu ótvírætt mikill kostur. Smári segir að kostirnir sem fylgja uppbyggingu stóriðju í fjórðungnum séu það mikl- ir og mikilvægir fyrir samfélagið að þeim megi með engu móti stefna í hættu. Þvi telji hann ekki ráðlegt að lögbundið mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar verði fram- kvæmt, og bendir á að leyfi hafi ver- ið veitt fyrir virkjuninni. Ekki sé verið að brjóta lög ef matið fari ekki hina formlegu leið. Málflutningur fjölmiðla reginhneyksli „Ég hef horft á mörg tækifæri renna út í sandinn í þau fjölmörgu ár sem ég hef setið í sveitarstjórn. Alltaf hefur það endað með tómum vonbrigðum, og ég er ekki tilbúinn til þess að ýta þessu út af borðinu vegna þess að viðhorf fólks til um- hverfismála hafa breyst. Ég sé svo mikla kosti við að þetta gerist að ég fylgi því eindregið þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir þeim fórnum sem við þurfum að færa. Það að sökkva Eyjabökkum er fórn, en ég er tilbúinn að færa þá fórn í þessu sambandi. Og þegar ég met afstöðu mína til málsins, þá hefur mannfólk- ið miklu meiri áhrif á mig en heiða- gæsir og hreindýr. Mörgu af þessu fólki sem rís upp gegn virkjunum fyrir sunnan er nákvæmlega sama um þróun mannlífs hér á Austur- landi. Hins vegar grætur það yfir geldgæs sem getur ekki hreiðrað um sig á Eyjabökkum. Og mér finnst alveg svakalegt þegar nánast allir helstu fjölmiðlar landsiris taka málstað þessa liðs og gera hann að sínum. Þeir telja að þessi sjónarmið falli í góðan jarðveg og gera þau að sínum. Ég tel mál- flutning fjölmiðla vera regin- hneyksli. Áherslan er á umhverfis- þáttinn, en félagslegu þættimir eru algerlega hafðir til hlés. Það verður að koma fram af hverju menn eru að drekkja landi. Hvað ætla menn að fá í staðinn? Það er ekki hægt að sleppa því að fjalla um þessa hlið málsins. Og auðvitað er þetta mál- efni þjóðarinnar alhar, en ég tel að menn hljóti að skilja það, að sjónar- mið Austfirðinga eiga að vega þarna þungt,“ segh Smári að lokum. Síðari hluti greinarinnar bhtist í Morgunblaðinu á morgun, sunnu- dag. „Það verður að koma fram af hverju menn eru að drekkja landi. Hvað ætla menn að fá í staðinn? Það er ekki hægt að sleppa því að fjalia um þessa hlið málsins." „Mér þætti gaman að sjá fólk fyrir sunnan svona áhugasamt um mál- efni okkar Austfirð- inga. Ég er ansi hrædd um að margir sem eru á móti virkj- unum hafi ekki kynnt sér málin nógu vei.“ „VIÐ sjáum að núna er hugsanlega eitthvað að gerast og ef við fáuni ekki eitthvað núna, hvað eigum við þá að bíða lengi? Bíða eftir að það verði stungið undan okkur einu sinni enn?“ segir Björg S. Blöndal á Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.