Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Samningaviðræður á milli deiluaðila í Kosovo á afar viðkvæmu stigi Óttast átök verði deilan ekki leyst á næstu viknni Allt kapp er nú lagt á að ná samkomulagi --------7------------------ um Kosovo. Qttast margir að ef ekki náist samkomulag innan nokkurra vikna blossi átök upp að nýju. Alexander R. Versh- bow, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, segir í samtali við Morgunblaðið að hótun bandalagsins um loftárásir hafi Reuters MAÐUR af albönsku bergi brotinn gerir við þak húss síns í þorpinu Lausha í Drenica-hluta Kosovo í gær en húsið brann illa í hernaðaraðgerðum Serba í Kosovo í sumar. I gær kyngdi niður snjó í Kosovo sem aukið hefur mikilvægi hjálparstarfs enda eru margir Kosovo-Albanar enn heimilislausir. orðið til að lægja öldurnar en nú verði að fá deiluaðila til að fallast á hluti sem þeir til þessa hafa talið óviðunandi. HART er nú unnið að því að finna pólitíska lausn á Kosovo-deilunni, sem er viðunandi íyrir jafnt Serba sem Kosovo-Albani en hætta talin á að átök blossi upp að nýju ef þær viðræður bera ekki árangur innan tíðar. A samningaborðinu liggur til- laga að friðaráætlun, sem lögð hef- ur verið fram af Chris Hill, fulltrúa Bandaríkjastjórnar í viðræðunum. Albanska blaðið Koha Ditore hefur birt hluta þeirra tillagna og kemur þar m.a. fram að gert er ráð fyrir að Kosovo fá 30 fulltrúa sambands- þingi Júgóslavíu (Serbía og Svart- fjallaland) en ekki á þingi Serbíu. Þá fái íbúar Kosovo fulltrúa í sam- bandsstjórninni og á æðstu dóms- stigum innan sambandsríkisins. Hafa albanskir stjórnmálamenn lát- ið þá skoðun i ljós að tillagan sé skref í rétta átt. Alexander R. Vershbow, sendi- herra Bandaríkjanna hjá NATO í Brussel, segir í samtali við Morgun- blaðið að Bandaríkjastjórn hafi nokkrar áhyggjur af stöðu mála í Kosovo. Að undanfórnu hafi komið upp atvik er gefi ástæðu til þess. Lögreglusveitir Serba hafi í nokkr- um tilvikum farið offari og flótta- mönnum er reynt hafi að snúa aftur til híbýla sinna hafi verið gert erfitt fyrir. Frelsisher Kosovo-Albana, KLA, hafi jafnframt hert aðgerðir sínar og reynt að ná svæðum á sitt vald að nýju. Því sé ekki hægt að útiloka að til átaka kunni að koma. Átök innan fjögurra mánaða? Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, ávarpaði fyrir skömmu þingmannasamkundu NATO-ríkjanna, og lagði mat á ástandið í Kosovo. Lýsti hann yfir áhyggjum af því að jafnt Serbar sem albanskir aðskilnaðarsinnar væru að vígbúast á ný og spáði því að til harðra átaka kynni að koma innan fjögurra mánaða ef ekki næð- ist pólitískt samkomulag. Clark sagði hótanir NATO um loftárásir einungis hafa náð að „draga úr hættuástandi og halda málum í skefjum“ og að skrúfa yrði fyrir or- sakir deilnanna ef koma ætti í veg fyrir átök. Vershbow sagði aðspurður að ekki ætti að vanmeta framlag NATO í Kosovo-deilunni. Hótanir um loft- árásir hefðu orðið til að koma á ákveðnum stöðugleika og tvö þúsund eftirlitsmenn myndu innan skamms hefja störf í Kosovo og fylgjast með framkvæmd vopnahlésins. Tók hann fram að bandaríski stjómarerind- rekinn Christopher Hill ynni nú hörðum höndum að því að miðla mál- um milli hinna stríðandi fylkinga og vonir stæðu til að innan 4-6 vikna myndu þær viðræður bera árangur. „Það eru hins vegar hinnar stríð- andi fylkingar sem verða að komast að samkomulagi. Við reynum að gegna hlutverki málamiðlara og fá þær til að fallast á það sem áður var talið óviðunandi," sagði Vershbow. Nefndi hann sérstaklega í því sam- bandi breytt stjórnarfyrirkomulag í Kosovo, aukna sjálfstjórn og þróun í lýðræðisátt. Á móti yrði KLA að fallast á slíka sjálfstjórn og falla frá kröfunni um fullt sjálfstæði. Ljóst væri að útilokað væri að fallast á hina ítrustu kröfu Kosovo-Albana um sjálfstæði. Aðspurður um það hvort ekki geti reynst erfítt að byggja upp vísi að auknu lýðræði í Kosovo á meðan sambærileg þróun á sér ekki stað í Serbíu sjálfri sagði hann svo vissu- lega vera en vonandi væri það ekki útilokað. Líta mætti til Svartfjalla- lands í því sambandi þar sem væri að finna meira lýðræði en í Serbíu. Von- andi myndi þessi þróun jafnframt hafa áhrif á stjórnarfar í Serbíu. Engin þreytumerki hjá NATO Ef samkomulag næðist ekki væri hins vegar hætta á að átökin myndu blossa upp af fullum krafti. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að svo verði ekki,“ sagði Vershbow. Heyrst hafa áhyggjur af því að innan NATO muni á næstu mánaða fari að gæta „þreytu" gagn- vart Kosovo og þar af leiðandi hætta á að draga muni úr vilja að- ildarríkjanna til að knýja fram nið- urstöðu í Kosovo. Vershbow segir hins vegar að innan NATO gæti staðfestu og að ekki verði slakað á klónni. Benti hann á að leiðtoga- fundur bandalagsins verði haldinn í apríl á næsta ári og að mikið kapp verði lagt á að ná árangri fyrir þann tíma. Ekki stendur þó til að hóta beit- ingu hersveita til viðbótar loftárás- um og þess í stað lögð áhersla á póli- tíska lausn og eftirlit af hálfu ÓSE. Staðan sé að mörgu leyti ólík því sem vai' að finna í Bosníu þai’ sem um innanríkisdeilu sé að ræða og því verði að beita öðrum lausnum. Umboð frá SÞ ekki nauðsyn NATO-i'fldn segir hann reiðubúin að gi'ípa til aðgerða án þess að fyrir liggi sérstakt umboð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þótt vissulega væri heppilegra ef sú væri raunin. Ef upp kæmi alvarleg staða eða mannúðlegt neyðarástand teldu að- ildarríkin sig vera í fullum rétti að skerast í leikinn. Hér væri ekki um að ræða almenna reglu heldur sér- tæk viðbrögð við sértæku vandamáli. Þegar hann var spurður um afstöðu Rússa sagði hann þá hafa átt erfitt með að sætta sig við valdbeitingu. Hins vegar væru markmði NATO og Rússa þau sömu þótt menn greindi á um leiðimar og að mörgu leyti væri samstarfið með ágætum. __ Reuters Fastur á brú Santer segir Ir- land „fórnarlamb eig’in velg,eng,ni“ Nöfn vara- samra lækna birt London. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD í Bretlandi hafa ákveð- ið, að nöfn lækna, sem gerast ítrek- að sekir um kunnáttuleysi og klúð- urslegar aðgerðir, verði birt opin- berlega. Skýrði AJan Milburn heil- brigðisráðherra frá því í fyrradag en í Bretlandi hefur læknastéttin verið gagnrýnd harðlega fyrir lítið aðhald með sjálfri sér. Allmörg dæmi eru um það nýlega, að sjúklingar hafi skaddast eða lát- ist fyrir handvömm eða getuleysi lækna og yfirvöld telja, að nú sé mælirinn fullur. Sagði Milburn, að lélegir læknar og þeir, sem ekki segðu til þeirra, myndu ekki eiga sér neinn „griðastað" innan heilbrigðis- kerfisins. Sagði hann, að nýi'ri gæðanefnd, sem stjórnin ætlar að setja á laggirnar, yrði gefin heimild til að birta nöfn lækna og stöðva, sem ekki uppfylltu þær kröfur, sem gerðar væru til þeirra. Yfirlýsing Milburns kemur í kjöl- far þeirrar kröfu 300 kvenna og stuðningsmanna þeirra, að hafin verði opinber rannsókn á því hvers vegna Rodney Ledward, kvensjúk- dómafræðingi í Kent, hafi verið leyft að starfa í 16 ár og fyrir þremur mánuðum kom upp hneyksli í Bristol varðandi hjartaaðgerðir á börnum. MAÐUR heldur um höfuð sér er hann yflrgefur slysstað á hraðbraut um fimmtíu km. frá Madríd í gær. Gat þar að líta óvenjulega sjón en bifreið, sem lenti á brúarhandriði við hraðbrautina, þrýstist undir það og hékk þar föst. Okumaður bifreiðarinnar er mikið slasaður. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, segir að írland hafi verið til fyr- irmyndar í því að nýta uppbygging- arsjóði ESB á árangursríkan hátt en að það sé nú „á margan hátt fórnarlamb eigin velgengni". Santer ávarpaði efri deild írska þingsins, senatið, í fyrradag og hafði The Irísh Times eftir honum í gær að á miklum breytingatímum í heiminum væri afar óvenjulegt að sjá hversu vel hefði tekist að stýra efnahagslegri og þjóðfélagslegri uppbyggingu í réttan faiweg á Ir- landi, og hversu markvisst það starf hefði verið. Santer vék því næst að þeim ummælum Berties Aherns, forsætisráðherra írlands, fyrr í þessum mánuði að þeirri tíð væri senn lokið að írai' fengju meira út- hlutað úr sjóðum ESB en þeir legðu til og að framlag þeirra myndi á næstu árum aukast mjög. Sagði Santer þetta ekki merki um hnign- un af Irlands hálfu heldur einmitt frekar mikla farsæld. Mikil fátækt ríkti á írlandi þeg- ar landið gekk í Efnahagsbandalag Evrópu árið 1973 og atvinnuvegir landsins voru í niðurníðslu. Síðan þá hafa Irar hins vegar nýtt sér með góðum árangri jöfnunarsjóði ESB og nú er svo komið að lífsskil- yrði á Irlandi hafa náð því sem gerist best í öðrum ríkjum ESB, sem um leið þýðir að Irar eiga ekki rétt á jafn miklum styrkjum úr sjóðum sambandsins og áður, ef nokkrum. Hrósaði Santer Irum fyrir vel heppnaða uppbyggingu og vildi skýra hana með þvý að smáþjóðum innan ESB eins og írlandi og Lúx- emborg, en þaðan kemur Santer einmitt sjálfur, hefði gengið miklu betur en stórþjóðunum að skapa þjóðfélagslega sátt heima fyrir um efnahagslega og samfélagslega stefnumótun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.