Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 RAUÐI KROSS ISLANDS MORGUNBLAÐIÐ Fjárframlag til Alltof oft gleymist að þörfin fyrir hjálpar- starf er ekki endilega tengd ákveðnum at- burðum heldur viðvar- andi alla daga, allan ársins hring. Anna G. Olafsdóttir komst að því í samtali við Sig- rúnu Arnadóttur, fram- kvæmdastjóra Rauða kross Islands, að sífellt er verið að efla og þróa hjálpar- og mannúðar- starf á vegum Rauða kross Islands svo hægt sé að hjálpa sem flest- um til að standa á eigin fótum og njóta lífsins eins og við hin. Félagar í Rauða krossi Islands eru um 18.000 og voru sjálfboðaliðar um 3.000 á síðasta ári. ATHYGLI almennings er gjarnan vakin á hjálpar- starfí í kringum jól eða í tengslum við hörmungar á borð við eyðilegginguna í Mið-Am- eríku á dögunum. Alltof oft gleym- ist, að sögn Sigrúnar Arnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins, að starf hjálparstofnana er viðvar- andi. Við megum ekki sofna á verð- inum eins og tilhneiging virðist vera til í tengslum við fjárframlög til al- þjóðlegs hjálparstarfs. Fjárframlög til alþjóðlegs hjálparstarfs í heimin- um hafa lækkað úr 68 milljörðum í 56,4 milljarða eða um 11,5 milljarða (17%) frá árinu 1992 til ársins 1996. Lækkunin nemur hærri fjárhæð en svarar til framlaga stærstu gefend- anna Japana eða Bandaríkjamanna síðarnefnda árið. Að veita fé til hjálparstarfs er heldur ekki nóg. Pjóðir heims ættu að gera mannúðarmálum jafnhátt undir höfði og öðrum málaflokkum. „Islendingar hafa verið að láta meira að sér kveða á alþjóðavett- vangi og alls ekki er óeðlilegt að ríkisstjórnin fari að huga að setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins og er uppi á teningnum núna. Með því móti gæfíst Islendingum enn betra tækifæri til að vinna að velferðarmálum í alþjóðlegu sam- hengi. Norðmenn og Kandamenn hafa gengið á undan með sam- starfssamningi um stefnu landanna í mannúðarmálum. Það var sam- vinna ríkisstjórnanna við frjáls fé- lagasamtök sem var grunnurinn að þeirri mannúðarstefnu. Islendingar væru því að feta í fótspor granna í vestri og austri með því að kynna eigin mannúðarstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með slíka stefnu í farteskinu tel ég að við ætt- um erindi í Öryggisráðið." Sjálfboðaliðar hornsteinninn Sigrún vekur athygli á því að fé- lagið sé mjög öflugt eins og reynd- ar félögin almennt í ríkustu lönd- um heims. Hornsteinn starfsem- innar felist í starfi sjálfboðaliða á vegum hreyfingarinnar. „ Rauði kross íslands hefur verið að efla sjálfboðaliðastarf með árunum. Á síðasta aðalfundi var enn ákveðið að gera átak í sjálfboðaliðastarfinu í stefnu til næstu fimm ára. Horfur eru því á því að sjálfboðaliðar verði enn fleiri í ár en í fyrra. Virkir sjálfboðaliðar höfðu sjaldan eða aldrei verið fleiri en á síðasta ári eða um 3.000 talsins. alþjóðlegs hjálparstarfs hefur dregist saman um 17% á fjórum árum SIGRIJN Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, segir að sjálfboðaliðar séu hornsteinn starfseminnar. Morgunblaðið/Ásdís Fólkið er okkar auður Skipting tekna og útgjalda Rauða kross íslands Aðrar tekjur 88,4 millj. kr. Onnur starfsemi 14% Alþjóða- samstarf 6,8% Innanlands- j— starf Tekjur af söfnunarkössum 543,1 milljón kr. 86% TEKJUR Alþjóða- —I hjálparstarf I_Framlög til deilda ÚTGJÖLD Sjálfboðaliðastarfið spyrst vel út enda verða sjálfboðaliðarnir fljót- lega varir við hversu starfíð er gef- andi. Fyrir Rauða krossinn felst annar helsti kostur sjálfboðaliða- starfsins í gæðum þjónustunnar. Fangaheimsóknir eru gott dæmi um það. Auðvitað er allt öðruvísi fyrir fanga að spjalla við sjálfboða- liða, sem kominn er í heimsókn að eigin ósk, en launaðan starfsmann stofnunar. Það myndast einfaldlega allt önnur tengsl. Hið sama er hægt að segja um heimsóknarþjónustu á sjúkrahús og heim til eldra fólks. Að því leyti er sjálfboðaliðastarfíð góð viðbót við aðra þjónustu á veg- um velferðarkerfisins. Aðstoð við fólk er gefandi og mannbætandi. Áhugi Islendinga á viðamiklu mannúðarstarfí Rauða krossins er okkar starfsgi'undvöllur. Fólkið er okkar auður.“ Markvissara innanlandsstarf Starfsemi Rauða krossins skiptist í grófum dráttum í alþjóðlegt hjálp- arstarf og innanlandsstarf. Eitt meginhlutverk Rauða krossins og þar með hinnar 51 deildar umhverf- is landið er að beita áhrifum sínum til að bæta sitt nánasta umhverfi. „Nú hafa deildirnar verið hvattar til að gera athugun á því hvar skórinn kreppir að. Tvær deildir hafa lokið athuguninni og eru tilbúnar til að stíga næsta skref. Með því er átt við greiningu á því hvort deildirnar geti ieyst vandamálið sjálfar eða eðlilegt sé að leita eftir aðstoð út fyrir Rauða krossinn. Rauði krossinn hefur áður gert svipaða athugun. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að m.a. geðfatlaðir ættu undir högg að sækja í þjóðfé- laginu. Þrjár deildir hafa brugðist sérstaklega við vandanum. Kópa- vogsdeildin opnaði í samvinnu við Kópavogsbæ og Svæðisskrifstofu fatlaðra á Suðurnesjum dagat- hvarfið Dvöl fyrir geðfatlaða á dög- unum. Reykjavíkurdeildin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og tekur oft á móti um 30 manns, þ.e. svipuðum fjölda og á venjulegri geðdeild, í dagathvarfinu Vin við Hverfisgötu. Hafnarfjarðardeildin er um þessar mundir að undirbúa svipað verkefni og hinar deildirnar tvær. Reykjavíkurdeildin hefur í sam- vinnu við Geðhjálp verið að vinna að annars konar sjálfboðaliðaverkefni í þágu geðfatlaðra. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Aðstandendur hjálpa aðstandendum“ og felst í því að aðstandendur geðfatlaðra geta leitað ráða hjá öðrum aðstandend- um í gegnum síma. Áður hafa sjálf- boðaliðar í símaþjónustunni fengið ákveðna þjálfun og handleiðslu í því að aðstoða aðra. Þá tekur Rauði krossinn þátt í verkefni Geysis- klúbbsins við að koma á fót atvinnu- miðlun fyrir geðfatlaða á höfuð- borgarsvæðinu." Fleiri í fjárhagsvanda Sigrún segir að fleiri leiti aðstoð- ar Rauða krossins vegna umtals- verðra fjárhagserfiðleika hin síðari ár. „Afar sjaldan er vandinn sprott- inn af óráðsíðu í peningamálum. Á hinn bóginn er talsvert algengt að öryrkjar ráði ekki við að greiða lyfja- og lækniskostnað af bótum frá hinu opinbera. Aðalvandinn felst í því að bætur hafa ekki hækkað til samræmis við laun. Stór hópur fólks hefur því setið eftir og á erfitt með að afla sér lágmarksviðurvær- is. Á fyrstu níu mánuðum ársins leituðu á þriðja hundrað manns að- stoðar á aðalskrifstofu Rauða kross- ins vegna fjárhagserfiðleika. Ekki eru allir með taldir því þónokkuð stór hópur leitar til annarra Rauða ki-oss deilda og sambærilegra fé- lagasamtaka eftir aðstoð. Oftast fel- ur aðstoðin í sér fjárframlög vegna matar- eða lyfjakostnaðar en best væri ef aðstoðin gæti í meira mæli falist í að koma fólki upp úr djúpu hjólfari. Við getum, ólíkt opinberum stofnunum, verið svolítið sveigjan- leg og leyft okkur að meta aðstæður hvers og eins. Auðvitað duga ekki alltaf svona lausnir, vandinn er oft svo stór að Rauði krossinn getur ekki leyst hann enda er það ekki hlutverk félagsins heldur stjórn- valda.“ Nokkuð er um að almenningur leiti til Rauða krossins eftir aðstoð um hvernig best sé að snúa sér í kerfinu. „Utlendingar eru þar stór hópur og allir hælisleitendur eru í umsjá Rauða krossins meðan um- sókn um pólitískt hæli er tekin fyrir í kerfinu. Við sjáum hælisleitendun- um fyi-ir fæði og húsnæði og fylgj- um þeim í yfirheyrslur. Umsækj- endum um pólitískt hæli hefur fjölg- að talsvert undanfarin ár og eru 19 það sem af er þessa árs. Enn sem komið er hefur engum þeirra verið veitt pólitískt hæli en nokkrum veitt dvalarleyfi. Þá hefur móttöku vegna skipulagðrar komu flóttamanna hingað til lands verið sinnt af Rauða krossi Islands fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar um árabil." Ungu fólki hjálpað út í þjóðfélagið Stjórnvöld í nágrannalöndunum hafa talað um að ákveðin tilhneigin sé til að kynslóð bótaþega ali af sér aðra kynslóð bótaþega. Hvernig er ástandið hér? „Það er erfitt og á ekki að alhæfa í þessum efnum. Hinu er þó ekki að leyna að fólk sem hefur af einhverjum ástæðum orðið undir í lífinu festist stundum í farinu og á erfitt með að ná sér á strik á nýjan leik. Afkomendur þessa fólks verða oft fyrir áhrifum þessa. Af þessum sökum er svo mikilvægt að hjálpa fólki til sjálfs- bjargar á alla lund. Ekki síst er að- stoð við ungt fólk mikilvæg. Gríð- arlega stór hópur fólks á aldrinum 16 til 24 ára er hvorki í vinnu né skóla. Ákveðið var að skipa sérstaka nefnd innan Rauða krossins til að fara nánar í saumana á vandanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.