Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR „Heilsutvenna“ komin á markað Lýsi og vítamín í ein- um pakka NYLEGA kom á markaðinn ný vara frá Lýsi hf. er nefnist Heilsutvenna og inniheldur hver pakki tvenns konar hylki. I öðm hylkinu er lýsi með háu hlutfalli Omega-3 fitusýra en í hinu eru vítamín og steinefni. Heilsu- tvenna er ætluð þeim sem orðnir eru 11 ára eða eldri og er ráð- lagður dagskammtur eitt hylki af hvora á dag. Bætt er E-vítamíni út í lýsið. Heilsutvennan inniheldur sem fyrr segir mikið af fjölómettuðum Ómega-3 fitusýram. Þekktastar í þeim flokki era EPA og DHA fitusýrar. Þar sem mannslíkam- inn getur ekki framleitt nema að hluta til þessar mikilvægu fitu- sýrar er nauðsynlegt að fá þær úr fæðubótarefnum. Þá inniheldur Heilsutvennan flest þau vitamín sem fólk þarf á að halda og má nefna ýmsa flokka B-vítamína, A-vítamín, C og D. Jafnframt er reiknað með að fólk fái hluta af dagsþörf á vítamínum úr fæðunni sjálfri. Níu tegundir steinefna Alls er síðan að finna níu teg- undir steinefna í Heilsutvennu. Þau gegna mikilvægu hlutverki fyrir líkamann og er venjulega skipt í tvennt eftir magnþörf- inni. Annars vegar er um að ræða efni eins og kalíum, natrí- um, kalk og magníum sem lík- aminn þarf mikið af. Hins vegar eru það snefílefni eins og járn, kopar og mangan. Rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Omega-3 á heilsuna og beindist athyglin upphaflega að fyrirbyggjandi áhrifum EPA á hjarta- og kransæðasjúkdóma. Síðar rannsökuðu vísindamenn einnig DHA og hefur komið í ljós að fitusýran er í miklu magni í heila og augum manna. Verið er að kanna áhrif Omega-3 fitusýra á ýmsa sjúkdóma og kvilla eins og liðagigt. Hollur og góður matur er það sem næringarfræðingar ráð- leggja okkur yfirleitt að nærast á en þurfum við líka að taka inn bætiefni? Borghildur Sigurbergs- dóttir næringarráðgjafi í Domus Medica, var spurð álits. „Ekki vítamín en það er yfír- leitt ráðlagt að við tökum lýsi vegna D-vítamínsins í því. Skort- ur á vítamíninu kemur fyrst og fremst niður á beinheilsunni. Bein verða mjúk og meyr, D- vítamín hjálpar til við kalknýting- una. Þetta er vítamín sem er tiltölu- lega lítið af í venjulegri fæðu en það verður til fyrir áhrif sólar- ljóssins í húðinni og flestar þjóðir hafa þess vegna ekki miklar áhyggjur af D-vítamíni. Öðra máli gegnir hjá okkur, hér er minna sólskin og dagurinn stutt- ur á veturna. Við erum líka sjald- an léttklædd úti við. Lýsi getum við tekið á ýmsan hátt, í hylkjum eða á fljótandi formi.“ Sum vítamín eru vatnsleysan- leg, önnur fituleysanleg eins og D. Þetta merkir að eigi efnið að nýtast þarf fita að vera til staðar í meltingarveginum. D-vítamín getur líka verið í þurrum hylkjum með fleiri vítamínum en þá er hætt við að efnið nýtist verr en ella. Þarf fitu með sumuni vítaminum Að sögn Borghildar er morg- unkornið sem börn era yfirleitt hrifnust af, Cheerios, svo mikið í HEILSUTVENNUNNI eru tvö hylki, annað með lýsi en hitt vítamínum. endurbætt með vítamínum að þótt börnin lifi að mestu á því er varla hætta á hörgulsjúkdómum og þeir era mjög fátíðir hér á landi. A hinn bóginn vantar trefj- ar í slíkt fæði og borði þau t.d. Cheerios með undanrennu er einnig of lítið af fitu í undanrenn- unni til að D-vítamínið í korninu nýtist. Það gengur þá að mestu niður af fólki. Borghildur segist telja að Heilsutvennan geti verið heppileg fyrir aldraða sem oft taka lýsi og heilsubótarefni, þá gjaman fjölvítamínshylki. Þeir geti þá slegið tvær flugur í einu höggi með Tvennunni. „Þetta virðist vera eins konar fullkomnari útgáfa af gömlu fjölvítamínunum. Að sjálfsögðu er nokkur fita í lýsishyikinu sem er hluti af Heilsutvennunni en ég veit ekki hvort hún nægir til að fituleysanlegu vítamínin komi að gagni. Geri hún það ekki getur verið nauðsynlegt að taka tvenn- una með mat sem inniheldur ein- hverja fitu. Mér finnst lýsispillan eiga full- an rétt á sér en ég held að venju- lega þurfi heilbrigt fólk ekkert á vítamínpillunni að halda. Við ís- lendingar fáum flest nauðsynleg vítamín í matnum nema fólk sé í megrun og gæti sín ekki.“ Getum við tekið of mikið af þessu efnum? „Vatnsleysanleg efni eins og B og C-vítamín ganga niður af okkur í gegnum nýrun en það er hægt að borða of mikið af fituleysanlegum efnum, þau geta safnast upp í lifrinni. Þá getur orðið eitran, D- og A-vitamín eitrun, ef fólk gleypir of mikið af þessum efnum. Of mikið lýsi get- ur verið hættulegt í mjög miklu magni, það er ekki mælt með því. Sumir hafa mælt með því að við tækjum mikið af C-vítamíni til að losna við að fá kvef en þessi kenn- ing hefur ekki hlotið vísindalega viðurkenningu." Hún segir að vitamínskortur sé ekki helsta vandamálið í matar- æði Islendinga heldur skortur á fjölbreytni, skortur trefjum í matnum. Trefjar fást einkum úr grænmeti, ávöxtum og grófum kornmat sem einnig er auðugur af kolvetnum og járni. En einnig valda ofeldi og hreyfingarleysi oft meltingartruflunum, segir Borg- hildur. Guðmundur Guðmundsson, yf- irmaður rannsóknarstofu Lýsis hf., sagði að lýsið í Tvennunni hefði verið unnið mikið og endur- bætt til að auka gæði þess. Um væri að ræða búklýsi úr fiski en hvort það væri úr þorski eða annarri fisktegund væri erfitt að svara. Hann sagðist ekki geta fullyrt neitt um nýtinguna á vítamínun- um í Heilsutvennunni og hvort fitan í lýsinu dygði. Ekki er sér- staklega ráðlagt í. kynningar- bæklingi að taka Tvennuna með mat. Lampahús endur- greidd HAFIN var sala á lampahúsum í Hagkaupi fyrir skömmu og sést eitt þeirra hér á myndinni. I fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu segir að komið hafi í Ijós að þau fullnægi ekki gæðakröfum Hagkaups, svo- nefnda CE-merkingu vantar. Húsin hafa nú verið tekin úr sölu og eru þeir sem hafa keypt þau vinsamleg- ast beðnir um að skila þeim í versl- unina og fá þá endurgreitt. Kaffískóli í Reykjavík STOFNAÐUR hefur verið Lavazza kaffiskóli í Reykjavík og er hann til húsa í Skútuvogi 5 í Reykjavík, hjá eignarhaldsfélaginu Karl K. Karlsson, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Italski framleiðandinn Lavazza hefur um árabil starfrækt slíkan skóla í Torino en hann er nú einnig rekinn í Qórum öðrum Evrópulöndum auk Bandarílijanna, Ástralíu og Japans. Islenski skólinn er sá níúndi í heiminum og sá fyrsti á Norðurlöndunum. Upphaflega var Lavazza kaffískólinn stofnaður til að veita fagfólki þjálfun í meðferð véla og hráefnis í von um að það yrði hæfara til að skila gæðahráefni í bolla kaffíunnenda. Nú er skólinn talinn ein helsta miðstöð upplýsinga um kaffí á Italíu og víðar. Fagmenn í kaffílögun, nemar, fjölmiðlar og áhugamenn sækja þangað þekkingu sína á meðhöndlun kaffís, tilreiðslu og áhrif drykkjarins á heilsuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ opnun kaffiskóla Lavazza í Reykjavík. Einn af sérfræðingum Lavazza-skólans, André Fucci, kom til Islands í tilefni opnunar skólans á fimmtudag og annaðist námskeið fyrir nemendur í Hótel- og matvælaskólanum og námskeið fyrir veitingamenn. Verkjastill- ing án lyfja FYRIRTÆKIÐ Celsus hefur um- boð fyrir verkjastillandi „penna", Pain Gone, er fæst nú í apótekum, segir í fréttatilkynningu. I tækinu eru kristallar sem setja í gang leiðni á pennaendanum þeg- ar þiýst er snöggt og ítrekað á hnapp á efri endanum. Neðri end- anum er beint að verkjasvæði, við- komandi finnur dálítinn rafsting í húðinni og myndast þá örvun á taugaenda sem sendir boð til heil- ans. Heilinn setur af stað fram- leiðslu á endorfini sem er verkja- stillandi efni er verður til í innkirtl- um líkamans og berst efnið á stað- inn þar sem verkur er. Má því kalla áhrifin staðbundna deyfingu og aukaverkanir eru engar. Ekki eru rafhlöður í tækinu og getur það enst árum saman við venjulega notkun. Penninn er hannaður í Danmörku og hefur TNS-tæknin sem hann byggist á verið notuð áratugum saman á sjúkrastofnunum, m. a. hér á landi, til að draga úr krónískum verkjum. Líkt eftir trjánum NY verslun í Reykjavík, Soldis í Kirkjuhvoli, selur eftirlíkingar af ýmsum trjám, þ. á m. bambusviði, fíkusi, japönskum hlyn og pálmum. Trén eru framleidd í Þýskalandi. Trén eru unnin úr silkilaufum og trjástofni og auðveld í umhirðu, segir í fréttatilkynningu, sum era allstór með mikla laufkrónu. Soldis er einnig með úrval af steinkerum fyrir blóm og tré ásamt annarri gjafavöru og veitt er ráðgjöf um skreytingu í fyrirtækjum. Föt úr lífrænni bómull VERSLUNIN Yggdrasill hefur fyrir skömmu hafið innflutning á nærfatnaði frá Sviss og er hann eingöngu úr lífrænt ræktuðu hrá- efni, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Nærfatnaðurinn er bæði á börn og fullorðna og úr bómull sem er lífrænt ræktuð og handtýnd. Hún hefur ekki verið meðhöndluð með bleikiefnum eða kemískum efnum og er því í sínum náttúrulega lit. Einnig er um að ræða ullarnær- föt úr þunnri ull. Hún flokkast sem lífræn af því að féð sem ullin er af hefur eingöngu lifað á lífrænt ræktuðu fóðri. Hún hefur heldur ekki verið meðhöndluð með kemískum efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.