Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 38
JAPANAR hafa verið duglegir við að taka þátt í Nouveau- hátíðarhöldum á síðustu árum. leiðendur hafa breytt útliti flöskumiða frá síðasta ári, s.s. Piat, Bouchard og Duboeuf. Þá verður nú í fyrsta skipti boðið upp á Nouveau- vín í þriggja lítra kössum frá Le Cep og að auki eru einhverjar tegundir sem einungis eru seldar á veitingahúsum. Ég smakkaði m.a. á fimmtudag alveg ágætt Nouveau frá Guyot, sem er sérinflutt af hinu huggulega kaffi- húsi Rive Gauche í Hamraborginni í Kópavogi, en þar var Nouveau-kom- unni fagnað á miðnætti líkt og vera ber. Eflaust eru síðan einhverjar fleiri tegundir á markaðnum, sem ég hef ekki fregnað af. Verð er svipað og síðustu ár. Flaskan af Nouveau mun kosta frá tæplega þúsund krónum yfir í rúm- lega ellefu hundruð krónur og þriggja lítra kassinn um þrjú þúsund krónur. En hvemig er svo árið? Út frá þeim tegundum sem ég hef bragðið eiga unnendur Beaujolais Nouveau góða tíð í vændum. Stundum eru Nouveau-vínin of ung og hörð, sýru- mikil og titrandi af ójafnvægi. En ekki í ár. Strax í ilminum má greina sætan og ríkan ávöxt, hreinan og tær- an. Rauð ber, villt hindber og jarðar- ber eru í fyrirúmi. I munni kemur á óvait hversu mjúkt vínið er og þægi- legt, allþykkur ávöxtur og einstak- lega gott jafnvægi sýru og ávaxtar. Oft hafa Nouveau-vínin þurft að bíða fram í desember til að ná því jafnvægi sem þau státa nú þegar af. Beaujolais N ouveau er komið! Það ríkir ávallt mikil eftirvænting er fyrstu vín ársins berast frá Beaujolais- héraðinu í Frakklandi. Steingrímur Sigurgeirsson smakkaði Beaujolais Nou- veau 1998 og varð ekki fyrir vonbrigðum. FYRSTU dropunum hellt á könnu á kaffihúsi í París. ÞRIÐJA fimmtudag nóvem- bermánaðar er leyfilegt að opna fyrstu flöskurnar af Beaujolais Nouveau um all- an heim og yfirleitt eru margh- tapp- ar komnir úr flöskunum nokki-um sekúndum á eftir miðnætti. Þeir fyrstu sem fá að njóta af nýju vín- unum frá Beaujolais eru íbúar Fiji og Nýja Sjálands og um hálfum sólai’hring síðar geta Evrópubúar farið að gæða sér á veigunum. Það var fyrr á þessari öld sem Nouveau-hefðin fór að ryðja sér til rúms í Frakk- landi og fyrst um sinn voru það aðallega gestir kaffi- húsa í París er héldu upp á komu vínsins. Enn í dag er Frakkland höfuðvígi Nou- veau-vínanna. Þau njóta hins vegar einnig mikilla vinsælda í flestum ríkjum norðurhluta Evrópu, auk þess sem þau eiga fasta áhangendur í Bandaríkjun- um og Asíu. Alls voru framleiddar 54 milljónir Nouveau-flaskna á þessu ári og verður helmingur þeirra seldur í Frakklandi, 40% í öðrum Evrópuríkj- um og 10% annars staðar í heiminum. Hámarki náði líklega Beaujolais-æðið á síðasta áratug er Concorde-þotur voru jafnvel notaðar til að koma víninu milli staða í tæka tíð. Þrátt fyrir að það sé ekki algengt lengur virðist Nouveau ekki vera nein bóla heldur hefð sem hefur fest sig rækilega í sessi og nýtur stöðugra vinsælda. Ekki síst hefur það vakið athygli í ár að Japanar hafa pantað Beaujolais í meira magni en áður, þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu. A síðustu áratugum hefrn- þessi hefð verið að festa rætur á Islandi og nú er svo komið að neytendur geta gengið að vínmu vísu sama dag og aðrar þjóðir. Breyttar EES-reglur gera að verkum að innflytj- endur geta tekið eitt- hvert magn inn á frísvæði með fyrir- vara og tekið út í tæka tíð til að hefja sölu þriðja fimmtudag nóvember eða þá tekið sendingu í flugi til að hefja sölu á meðan beðið er eftir víni er kemur sjóleiðina. Því gátu þau kaffi- hús sem vildu byrjað að bjóða Nou- veau strax aðfaranótt fimmtudagsins og fyrstu flöskumar eru þegar komn- ar í verslanir ÁTVR. Fékk ég þær upplýsingar að alls séu væntanlegar sjö tegundh’ af Beaujolais Nouveau í Ríkið á næstu dögum og munu þær byrja að tínast inn næstu dagana. Áð mestu leyti eru þetta sömu tegundir og í boði hafa verið á markaðn- um á síðustu árum: Georges Blanc, Drou- hin, Bouchard Ainé, Georges Duboeuf, Piat og Mommessin. Veit ég til að vmin frá að minnsta kosti Duboeuf og Drouhin eru Beaujolais- Villages. Beaujolais-vínin eru „glaðleg" vín og sést það greinilega á hönnun flöskumiða, sem yfirleitt eni Iitríkir og fallegir. Engin breyting hefur orðið á því þótt nokkrir fram- Sælkerinn 38 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Er nokkur einhlít skýring á geðklofa? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég las einhvers stað- ar í íslenskri fræðibók að geðklofi væri sá sem heyrði raddir. Nú er ég dæmdur geðklofi, en hef aldrei heyrt raddir. Spurningin er hvað er rétt og hvað er rangt í þessu og er til nokkur ein einhlít skýring á hvað geðklofi er. Og önnur spurning er: Væri ekki nær að flokka geðlæknisfræði og sál- fræði undir afþreyingu og listir fremur en vísindi? Svar: Ofskynjanir eins og að heyra raddir eða sjá ofsjónir eru algeng einkenni hjá geðklofa sjúklingum. Þau ráða þó ekki úr- slitum um greininguna. Ekki hafa allir geðklofasjúklingar þessi einkenni og sömuleiðis er þau stundum að finna hjá sjúklingum með aðra alvarlega geðsjúkdóma. Megin skilmerki fyrir geðklofa eru rofin tengsl við raunveruleikann og sljóvguð tilfinningatengsl við annað fólk. Einkum verða þessi einkenni áberandi þegar sjúkdómurinn ágerist og kemst á langvarandi (krónískt) stig. Þá hverfur sjúklingurinn inn í eigin hugar- heim og hættir að taka mið af ytri kringumstæðum eða for- sendum. Hugsunin verður órökræn og byggist á innri for- sendum sem eiga sér ekki stoð í ytri raunveruleika. Truflanir á hugsanaferlum eru því áreiðan- legustu skilmerki greiningarinn- ar. Af þeim leiðir oft ranghug- myndir, ofheyrnir og ofsjónir, sem eiga sér upptök í innri hug- arheimi sjúklingsins, og þessi einkenni eru mjög sterk vísbend- ing um að um geðklofa sé að ræða, þótt ekki séu þau einhlít. Geðklofi tekur á sig ýmsar myndir. Hjá sumum sjúklingum eru ranghugmyndir mest áber- andi, ekki síst ofsóknarhugmynd- ir, sem geta orðið að fastmótuðu og rökheldu kerfi, nema hvað forsendurnar eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hjá öðrum eru rofin tilfinningaleg og félags- leg tengsl mest áberandi, sam- bandsleysi sem nefnt er ein- hverfa. Hjá enn öðrum verða truflanir á hreyfingum, sjúkling- urinn stendur stjarfur eða allt Forvarnir atferli hans verður ruglingslegt. Þessar sjúkdómsmyndir verða því meira áberandi eftir því sem sjúkdómurinn fær að þróast og kemst á alvarlegra stig. Á byrj- unarstigi getur oft reynst erfitt að greina geðklofa með vissu, vegna þess að einkennum hans svipar oft mjög til þeirra sem finna má í öðrum tegundum geðveiki, svo sem geðhvarfasýki og tímabundinnar geðveiki af öðrum orsökum. Þá er sjúkling- urinn oft í miklu uppnámi, hald- inn mikilli vanlíðan og hugsun og tilfinningar ruglingslegar. I síð- arnefndu geðsjúkdómunum vara einkennin oftast um skamman tíma, en í geðklofa eru þau viðvarandi og taka smám saman á sig skýi-ari mynd. Þess vegna þarf stundum að sjá hver þróun- in verður yfir nokkurn tíma til þess að örugg greining fáist og viðeigandi lækningaaðferðum beitt. Framfarir hafa orðið mikl- ar í geðlækningum á undanförn- um áratugum og mun oftar tekst nú en áður að hefta þróun geðklofa eða halda honum niðri. Bæði árangursríkari lyf og sál- fræðilegar og félagslegar aðferð- ir til að treysta veruleikatengsl sjúklingsins og gera hann starf- hæfan og félagslega virkan hafa orðið til þess að mun færri sjúklingar með geðklofa verða óvirkir langtímasjúklingar. í síðari spurningunni er látið að því liggja að lítið sé að marka vísindalegan áreiðanleika sál- fræði og geðlæknisfræði. Rétt er að færra er vitað með vissu í þessum fræðum en í mörgum öðrum. Veldur því einkum að viðfangsefnin eru ekki eins áþreifanleg og í ýmsum raun- greinum og mannshugurinn er óhemju margbreytilegt og flókið fyrirbæri. Engu að síður eru þessar greinar vísindi að svo miklu leyti sem þær beita viður- kenndum vísindalegum aðferð- um til þess að afla nýrrar þekk- ingar. Reyndar hefur orðið til mikil ný þekking á þessum svið- um undanfarna áratugi, sem hef- ur skilað sér í örum framförum í meðferð geðsjúkdóma. Hinn listræni þáttur þessara fræði- greina er þó sem betur fer stór og mikilvægur þáttur í starfínu. í málinu eigum við bæði orðin læknavísindi og læknislist og er hið síðarnefnda engu ómerki- legra en hið fyrra. Það vísar gjarnan til snilli við greiningu og meðferð sjúkdóma, og í geðlæknisfræði og sálfræði eru þetta mikilvægir eiginleikar þeirra sem fást við fólk og sjúk- dómsástand þess. Innsæi í mannshugann krefst listrænna hæfileika og skilar oft betri árangri við lækningar á geðsjúk- dómum en áþreifanlegar og tæknilegar aðgerðir. •Lesendur Morgunbladsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjnrta. Tekið er á nióti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfrem- ur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.