Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYGGING NYS BARNASPÍTALA INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR heilbrigðisráðherra tók í fyrradag fyrstu skóflustungu að byggingu nýs barnaspítala á Landspítalalóð. Áætlaður byggingar- kostnaður þessarar 6.500 fermetra nýbyggingar er einn milljarður króna. Áætluð verklok eru í apríl árið 2001. Mikið framfaraspor var stigið þegar Barnaspítali Hringsins tók til starfa árið 1957. Frá þeim tíma hefur landsmönnum fjölgað mjög mikið. Þjónusta spítalans er og orðin umtalsvert fjölþættari en hún var í upp- hafi. Álag á hann hefur því vaxið gífurlega, einkum síðustu áratugi. Um fjögur þúsund börn leita til bráðamóttöku barnaspítalans á ári hverju. Um þrjú þúsund eru á sama tíma lögð inn til rannsókna og meðferðar. Mikið er og lagt upp úr því nú orðið, að foreldrar geti dvalið hjá veikum börnum sínum á sjúkrahúsum, einkum langveikum börnum. Það var því löngu orðið tímabært að reisa og starfrækja nýjan barnaspítala. Konur hafa komið mjög við sögu heilbrigðisstofn- ana hér á landi. Það voru konur undir forystu Ingi- bjargar H. Bjarnason, skólastjóra og alþingismanns, sem áttu frumkvæði að byggingu Landspítala, sem hóf störf árið 1930. Það var Kvenfélagið Hvíta bandið sem stóð fyrir byggingu samnefnds sjúkrahúss, sem hóf störf árið 1934. Og það var Kvenfélagið Hringur- inn sem átti drýgstan hlut að máli þegar barnadeild Landspítala, sem við Hringskonur er kennd, var komið á fót fyrir rúmum fjörutíu árum. Hringskonur hafa alla tíð vakað yfir starfsemi barnaspítalans og lagt til hennar mikla fjármuni. Framlag þeirra til byggingar nýs barnaspítala er 100 milljónir króna. Bygging nýs Barnaspítala Hringsins á Landspítala- lóð er fagnaðarefni. Síðan ber að leggja kapp á að ljúka K-byggingu Landspítalans sem hafin var fyrir all- nokkrum árum. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN LENGUR OPIN ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN VAR stórt framfaraspor í húsnæðismálum Landsbókasafns og Háskólabóka- safns, á því leikur enginn vafi. Það er hins vegar til lít- ils að taka svo dýra byggingu í notkun ef ekki er hægt að nýta hann til fulls. Eins og kom fram í blaðinu í gær hafa háskólastúdentar í fjögur ár haldið uppi kröfu um að safnið væri opið lengur en nú er en lítið hefur áunn- ist í þeim efnum. Fimm hundruð stúdentar gripu því til þess ráðs að sitja áfram í safninu þegar því var lokað kl. 19 á fimmtudagskvöld. Stúdentar sátu að lestri til kl. 22 en þá telja þeir eðlilegt að safninu sé lokað. Að sögn Ásdísar Magnúsdóttur, formanns Stúd- entaráðs, kostar 14 milljónir króna á ári að hafa Þjóðarbókhlöðuna opna lengur en nú er. I Þjóðarbók- hlöðunni eru 518 lesborð. Þar er allt fræðibókasafn Háskólans og segir Ásdís að stúdentar líti svo á að þarna sé vinnuaðstaða þeirra. Hún bendir á að síð- astliðið haust hafi bókasafninu í Odda, húsi félagsvís- indadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar, verið lokað en í þessum deildum stundi um 2.000 manns nám. Hún bendir enn fremur réttilega á að það séu ekki aðeins hagsmunir stúdenta að safnið sé opið fram á kvöld heldur einnig alls almennings. Þannig á fólk sem stundar vinnu að degi til afar litla mögu- leika á því að nýta sér þjónustu safnsins ef því er lok- að kl. 19. Að sögn menntamálaráðherra hefur menntamála- ráðuneytið lagt til í fjárlagafrumvarpi fyrir 1998 og 1999 að fjárveitingar yrðu hækkaðar til Lands- bókasfnsins til þess að lengja afgreiðslutíma þess og það hafi verið gert. Hins vegar segir menntamálaráð- herra að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hve lengi safnið á að vera opið. I ljósi þess að stúdentar hafa ekki í mörg hús að venda er það eðlileg krafa þeirra að Þjóðarbókhlaðan verði opin til kl. 22 á kvöldin. Með því myndi safnið jafnframt auka þjónustu sína við almenna notendur. Halldór Ásgrímsson vill opna umræðu um a Ekki rétt að líti að ESB um all; Það kvað við nýjan tón í ræðu formanns Fram- sóknarflokksins við upp- haf flokksþings Fram- sóknarflokksins. Halldór --7--------------------- Asgrímsson sagði ekki rétt að útiloka aðild að ESB um alla framtíð. Hann sagði einnig að framsóknarmenn yrðu að vinna að sáttagerð í sj ávarútvegsmálum. Kvótakerfinu hefði aldrei verið ætlað að skapa ómældan arð fyrir fáa útvalda heldur ætti það að skapa arð fyrir þjóðfélagið í heild. H': ; ALLDÓR Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokks- sagði við upphaf .flokksþings Framsóknar- flokksins í gær að hann teldi ekki rétt að útiloka það um alla framtíð að aðild að Evrópusambandinu geti orðið vænlegur kostur. Hann sagði að ís- land gæti ekki orðið aðili að sjávarút- vegsstefnu ESB, en varpaði fram þeirri hugmynd að sérstakar reglur og sérstök stefna yrði mótuð fyrir hafsvæðin í N-Atlantshafi sem yrði óháð sameiginlegri yfirstjórn ESB. Halldór sagði að miklar breytingar væru að verða á Evrópusambandinu. Nú væri ekki lengur rætt um að breyta því í einhvers konar nýtt þjóð- ríki, heldur væri mikil áhersla lögð á sjálfstæða stöðu einstakra ríkja um leið og samstarfið dýpkaði. Hann sagð- ist gera sér grein fyiir að samstarfsað- ilar okkar í EFTA kynnu innan skamms að huga meir að aðild að ESB. Stækkun ESB til austurs ýtti undir þessa þróun og þess vegna þyrfti Is- land að huga vel að stöðu sinni í ljósi þeirrar þróunar sem yrði á næstu ár- um. Heimavinna okkar væri löngu haf- in. Unga fólkið ætlaðist til þess að fjall- að væri fordómalaust um þessi mál og að við horfðum til allra átta. Halldór sagðist á undanförnum ár- um hafa reynt á vettvangi Evrópu- ríkja að auka skilning íyrir því hvers vegna Islendingar gætu ekki gerst aðilar að ESB. Hann sagðist jafn- framt hafa lagt áherslu á að Island styddi stækkun bandalagsins til aust- urs. Með því stækkaði Evrópska efna- hagssvæðið og Island fengi aðild að vaxandi markaði í Evrópu. „Eg er þeirrar skoðunar að við höf- um engu tapað vegna afstöðu okkar í þessum málum. Eg tel að _________ við hefðum ekki getað náð í aðildarviðræðum niður- stöðu sem hefði verið við- unandi fyrir íslenska hags- muni og samfélag. HALLDÓR Ásgrímsson varði mestum tín Sérstök stefna mótuð um hafsvæðin í N-Atlantshafi ■ns nam 31 milljón“ En ég tel ekki rétt að útiloka það um alla framtíð að aðild geti orðið vænlegur kostur. Það er óskynsam- legt að vera með slíkar fullyrðingar og taka þannig afstöðu fyrir þá sem ráða íslensku samfélagi í framtíðinni. Við höfum aldrei hikað við að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi ef það hef- ur verið mat okkar að það væri til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Við eigum ekki að láta stjórnast af hræðslu og ótta við hið óþekkta, held- ur af yfirveguðu mati á aðstæðum á hverjum tíma.“ Halldór sagði að stærsta hindrun- in gegn því að Island gæti orðið aðili að ESB væri sjávarútvegsstefna þess. Þótt endurskoðun hennar stæði fyrir dyrum yrði Island að standa utan við hana til að tryggja yfirráð mikilvægustu auðlinda sinna. Þótt því væri almennt hafnað að ís- land gæti staðið utan við sjávarút- vegsstefnu ESB væri ekkert því til fyrirstöðu að láta fara fram viða- mikla athugun á því með hvaða hætti slíkt gæti gerst og hvað væri viðun- andi fyrir Island. „Viðunandi lausn af okkar hálfu gæti falist í því að um hafsvæðin í Norður-Atlantshafi verði settar sér- stakar reglur og sérstök stefna mótuð sem væri óháð sameiginlegri yfir- stjórn Evrópusambandsins. Það styðst við margvísleg rök. Meðal þeirra má nefna að þessi hafsvæði liggja ekki að löndum Evrópusam- bandsins, að fiskistofnarnir eru ekki sameiginlegir með þeim sem Evrópu- sambandsmenn nýta og að þeir hafa ekki viðurkennda veiðireynslu á þessu hafsvæði." Halldór minnti á að Grænlendingar og Færeyingar stæðu frammi fyrir því að finna samskiptum sínum við ESB þolanlegt form og við ættum mikla sameiginlega hagsmuni með þeim. Hann sagði að skynsamlegt ________ væri að leita samvinnu við Dani við gerð þeirrar út- tektar sem hann gat um. Halldór tók fram að hann væri ekki þeirrar skoðunar að fsland ætti að sækja nú Fulltrúar á þiugi í um aðild að ESB, en ísland ætti að taka frumkvæðið um mótun sameigin- legrar stefnu varðandi hafsvæði á N- Atlantshafi. Viljum sáttagerð í sjávarútvegsmálum Halldór vék að vinnu svokallaðrar auðlindanefndar, sem fjallar um þró- un fiskveiðistjórnkerfisins og nýting- ar auðlindanna. Hann sagði að fram- sóknarmenn vildu vinna að sáttagerð um þessi mál og væru „óhræddir við að standa að nauðsynlegum breyting- um“ ef þær gætu stuðlað að meiri sátt og betri nýtingu. „Það er enginn ágreiningur um að sjávarútveginum ber að greiða fyrir þá þjónustu sem hann fær írá samfé- laginu. Það er enginn ágreiningur um að honum ber að greiða skatta og skyldur. Og nú stendur hann jafnfæt- is öðrum atvinnugreinum, en það gerði hann ekki áður. Að mínu mati þurfum við fyrst og fremst að beina athyglinni að þeim arði sem við njót- um síðar þegar við höfum byggt fiski- stofnana enn betur upp. Eg sagði í ræðu á flokksþingi fyi’ir tveimur ár- um að það kæmi til álita að taka hluta af auknum veiðiheimildum og selja á þeim sama markaði og útvegsmenn versla á. Auðvitað kemur líka til greina að úthluta einhverjum hluta af auknum aflaheimildum í framtíðinni með öðrum hætti en nú er, en við megum aldrei fórna þeim árangri sem við höfum náð og rústa grundvöll byggðanna úti um allt land. Það var aldrei hugsunin með nýju fiskveiðistjórnkerfi að skapa ómældan arð fyrir fáa útvalda. Hugsunin var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.