Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 43 ðild að Evrópusambandinu loka aðild i framtíð ia ræðu sinnar til að tala um Evrópumál. Morgunblaðið/Árni Sæberg Yamsóknarflokksins fylgjast með ræðu flokksformannsins. skapa arð fyrir þjóðfélagið í heild og á þeirri sömu hugsun eigum við enn að byggja. Þau fyrirtæki sem eru í sjáv- arútvegi verða hins vegar að hafa starfsfrið og geta treyst á stöðugleika og stefnufestu," sagði Halldór. Vill verða í næstu ríkisstjórnar Halldór kom víða við í ræðu sinni og benti m.a. á að lífeyrissjóðirnir, sem hann kallaði hið kröftuga fjár- málaafl almennings, væru að eflast og það gæti skapað þeim svigrúm í framtíðinni til að sinna meira þörf- um öryrkja og fatlaðra. Þar með skapaðist svigrúm fyrir almanna- valdið til að sinna heilbrigðismálum og menntamálum betur en nú væri gert. Forráðamenn lífeyrissjóðanna þyrftu að fara að huga alvarlega að þessu verkefni. Halldór sagði að semja þyrfti sér- staka réttindaskrá þjóðfélagsþegn- anna þar sem reynt yrði að skilgreina hvað það væri sem þegnar landsins ættu kröfu á af hálfu almannavaldsins á sviði heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála og velferðarmála. Taka þyrfti einnig tillit til réttinda landsbyggðarfólks sem borgaði skatta til jafns við aðra án þess að geta nýtt sér alla þætti samfélagsþjónustunnar til jafns við aðra. Halldór lagði áherslu á að sætta þyrfti sjónarmið náttúruverndar og nýtingar á hálendinu. Sér- staklega þyrfti að huga að verndargildi einstakra svæða. Halldór lauk ræðu sinni á að leggja áherslu á árangur Framsóknarflokksins og sagði að flokkurinn þyrfti að ná þeim styrk í næstu kosningum til að geta veitt nýrri ríkisstjórn forystu. Mikið starf að vera umhverfísráðherra Guðmundi Bjarnasyni umhverfis- og landbúnaðarráðherra voru þökkuð störf í þágu flokksins, en hann hefur ákveðið að hætta þingmennsku. Hann sagði í ræðu á þinginu að reynsla sín af störfum í umhverfisráðuneytinu hefði kennt sér að það væri kominn tími til að umhverfisráðherra sinnti ekki öðrum ráðherrastörfum sam- hliða. Frámbjóðendur til varaformanns, Finnur Ingólfsson og Siv Friðleifs- dóttir, fluttu ræður á þinginu. Finnur minnti á hvað uppbygging stóriðju og virkjana ætti stóran þátt í þeirri efna- hagsuppbyggingu sem átt hefði sér stað á kjörtímabilinu, enda hefði það verið fallið til vinsælda í stjórnmálum, í upphafi kjörtímabilsins, að stuðla að slíkri uppbyggingu. Þetta væri breytt í dag, en Finnur sagði að þetta gæti breyst aftur, ekki síst ef staðan í efna- hagsmálum breyttist aftur til verri vegar. Finnur sagði að við yi-ðum að líta til framtíðar og ná sáttum milli ólíkra sjónarmiða í umhverfismálum. Hann minnti á að það væri eitt stærsta byggðamálið að nýta auðlind- ir þjóðarinnar. Hann lagði áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Við upphaf kjörtíma- bilsins hefði hallinn á ríkissjóði verið 10 milljarðar. Nú væri ríkissjóður rekinn með 10 milljarða afgangi á greiðslugrunni. Siv Friðleifsdóttir sagði að Fram- sóknarflokkurinn þyrfti að gæta að tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Hér mætti ekki myndast stéttaskipting eins og víða erlendis. Auknum tekjumun fylgdu margvísleg félagsleg vandamál. Hún vék sérstaklega að byggðamálum og sagði að okkur bæri að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri pólitísk völd til byggðanna. Hún lýsti sérstökum áhyggjum af erf- iðri stöðu bænda. Staða þeirra væri slík að ekki yrði við unað. Gunnlaugur Sigmundsson alþingis- maður lýsti andstöðu við kafla í sjáv- arútvegsályktun flokksins. Hann sagðist vera ósamþykkur því að leigja ætti hluta af kvótaaukningu komandi ára á kvótaþingi. Hann sagði sömu- leiðis að þeir sem legðu til að skatt- leggja ætti þá sérstaklega sem færu út úr atvinnugreinmni hefðu ekkert vit á skattamálum og þeim erfiðleik- um sem fylgdu því að framfylgja slíkri stefnu. Ungt fólk liótar úrsögn vegna skattamála Guðný Rún Sigurðardóttir frá Akranesi gagnrýndi á síðasta flokks- þingi Framsóknarflokkinn harðlega fyrir að stuðla ekki að því að lækka jaðarskatta. Hún undirstrikaði aftur þessa gagnrýni á flokksþinginu í gær og sagði að allt of langt hefði verið gengið í tekjutengingu í skattakerf- inu. Hún benti á að bamabætur byrj- uðu að skerðast þegar heildartekjur hjóna með eitt barn næðu rúmum 95.000 krónum á mánuði. Atvinnu- leysisbætur hjóna með eitt barn næmu hins vegar rúmum 124.000 krónum. Hún gagnrýndi störf jaðar- skattanefndar og sagðist vera alvar- lega að íhuga að segja sig úr flokkn- um ef ekki yrði tekið mark á þessari gagnrýni. Guðný sagðist vilja útiýma orðinu tekjutengingu úr íslensku. Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksformaður flokksins, mótmælti þessu og sagði að tekjutengingin væri mikilvæg leið til jöfnunar. Arni Gunnarsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, gagnrýndi einnig skattakerfið og sagði að ungt fólk hefði yfirgefið raðir flokksins vegna óánægju með að hann skyldi ekki hafa lækkað háa jaðar- skatta. Hann sagði að tekjuskatts- kerfið í dag væri hvorki til tekjujöfn- unar né tekjuöflunar. Ólafur Magnússon, formaður Sólar í Hvalfirði, sagði að vinna þyrfti nýt- ingaráætlun fyrir hálendið. Fram- sóknarflokkurinn ætti að sjá svo um að Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt umhverfismat. Hann sagði að ísland yrði að skrifa undir Kyoto-bók- unina. íslensk stjórnvöld gætu ekki ætlast til þess að umsókn þeirra um aðild að öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna yrði tekin alvarlega ef Island neitaði að taka þátt í stærsta alþjóðlega samningi sem gerður hefði verið á sviði um- hverfismála. Á flokksþinginu kom fram í ræðu Unnar Stefánsdóttur, gjaldkera Framsóknarflokksins, að flokkurinn skuldar 31 milljón í dag. Hún sagði að skuldir hans hefðu lækkað mikið á síðustu árum, en fyrir fjórum árum hefðu skuldirnar verið yfir 100 millj- ónir. „Tillaga um réttindaskrá þegnanna“ Lögregla hefur óskað eftir aðgangi að skrám netþjónustufyrirtækja Landssíminn íhug- ar að afhenda ekki gögn án dómsúrskurðar NETÞJONUSTUFYRIRTÆKI sem veita tölvunotendum aðgang að Net- inu, skrá yfirleitt ekki aðrar upplýs- ingar um notkun viðskiptavina sinna en svonefndan tengitima, þar sem fram kemur hvenær viðkomandi eru tengdir inn á netið, auk þess að geyma tölvupóst notendanna. For- svarsmenn netþjónustufyrirtækja, sem rætt var við, segja hins vegar að ekki séu haldnar skrái- yfir hvaða heimasíður notendur fara inn á. Hæstiréttur hefur nýlega með dómi heimilað lögreglu aðgang að upplýsingum um viðskiptavini net- þjónustufyrirtækis. Ekki er þó Ijóst hvort draga megi þá ályktun af dóm- inum að afhenda megi þessar upplýs- ingar án dómsúrskurðar í hverju til- viki. Hefur dómurinn vakið upp þá spurningu hvaða upplýsingar séu skráðar hjá netþjónustuaðUum, hversu lengi þær séu geymdar og um aðgang lögreglu að þessum upplýs- ingum vegna rannsókna sakamála. „Teljum rétt að fara að öllu með gát“ Að sögn Olafs Þ. Stephensen, upp- lýsingafulltrúa Landssímans hf., er eingöngu skráður tengitími notenda hjá netþjónustu Landssímans, sem er nauðsynlegt vegna reiknings- halds, að hans sögn. „Upplýsingar um það hvaða heimasíður notandinn tengist eru ekki skráðar," segir hann. Að sögn Ólafs barst Landssíman- um fyrh- nokki-um dögum beiðni frá Ríkislögi-eglustjóra um að afhentar yrðu ákveðnar upplýsingar varðandi tengitíma tiltekins notanda. „Mál af þessu tagi eru ný og við viljum að það sé á hreinu að farið sé að lögum. Þessar upplýsingar verða þvi ekki látnar af hendi fyrr en við höfum farið mjög nákvæmlega yfir það með okkar lögfræðingi hvort rétt sé að fara fram á dómsúrskurð. Við teljum rétt að fara að öllu með gát vegna þess að svona upplýsingar eru í eðli sínu viðkvæmar,“ sagði Ólafur. Hann tók fram að fyrirtækið væri boðið og búið að gera skyldu sína svo upplýsa megi sakamál „en við verðum líka að gæta fyllsta trúnað- ar við viðskiptavini okkar,“ sagði Ólafur. Upplýsingarnar falla undir lög um persónuvemd „Lög um persónuvernd hljóta að gilda um þessar upplýsingar,“ segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, fram- kvæmdastjóri netþjónustufyrirtæk- isins Hringiðunnai'. „Við erum með skráð nöfn, kennitölur, heimilisföng og símanúmer notenda og varðveit- um notendanöfn og lykilorð þeirra, sem við gefum ekki upp. Við skráum einnig greiðslufyrirkomulag og við skráum reyndar líka hvers konar tölvubúnað menn eru með,“ segir hann. Hann segir tvö tilvik hafa komið upp fyrir nokkru, þar sem lögregla óskaði liðsinnis Hring- iðunnar vegna rannsóknar mála. í öðru tilfellinu hafi tiltekinn aðili kært annan til rannsóknarlög- reglunnai- fyrii’ að koma forriti fyi-ir í tölvu sinni. Óskaði rannsóknarlög- reglan eftir að Hringiðan upplýsti hvenær umræddur einstaklingur var tengdur inn á netið. Guðmundur sagði að ákveðið hefði verið að gefa lögreglunni þessar upplýsingar eftir að hafa fengið staðfest að um lög- reglurannsókn var að ræða og í ljós kom að viðkomandi hafði heimilað lögreglunni að afla þessara upplýs- inga. „Ekki skráð hvaða heima síður menn fara inn á“ „Það er ekki haldið utan um hvað* menn eru að gera á Netinu og ég hef ekki hugleitt hvort það sé tæknilega mögulegt. Hver notandi hefur ákveð- ið svæði á okkar tölvum, þar sem hann getur geymt gögn sín og póst- hólf hans er geymt,“ segir Gestur Gunnarsson hjá Margmiðlun hf. Hann segir að einnig séu skráðar upplýsingar um hvenær notendur tengjast Netinu og hvaðan þeir tengjast því. „Hins vegar má segja að þessi dómur Hæstaréttar hafi lítil áhrif hvað þetta varðar vegna þess að við höfum verið með ákvæði í okk- ar áskriftarskilmálum þar sem tekið er fram að við vinnum með lögregl- unni þegar lögbrot hafa átt sér stað og menn skrifa undir það,“ segii- hann. Aðspurður segir hann að þó ekki væru skráðar allar upplýsingai’ um feril notenda á Netinu hjá netþjón- ustufyrirtækjum geti þau engu að síður varðveitt gagnlegar upplýsing- ar þegar um tölvubrot er að ræða. „Ef aðili stundai’ innbrot í tölvukerfi er hann kannski með búnað til þess á sínu heimasvæði og jafnframt sýnir log-skráin hvenær menn tengjast netinu. Þessar upplýsingar geta ver- ið hluti af stærra púsluspili, en það er í þessu sem öllum öðrum lögreglu- rannsóknum, að svörin fást ekki öll þarna,“ segir hann. Óaðgengilegt íyrir alla nema notandann „Inni á okkar kerfum liggja gögn eins og tölvupóstur, sem er óað- gengilegur fyrir alla nema notand- ann sjálfan. Svo liggja fyrii’ ákveðnar log-ski’ár, sem sýna hvenær menn fara inn á Netið og úr hvaða síma er hringt. Þetta eru stórar og nákvæm- ai’ skrár, sem eru vistaðar í ákveðinn tíma,“ segir Guðbrandur Örn Arnar- son, framkvæmdastjóri hjá Skímu hf. Hann segir fyrirtækið hafa verið í góðu samstarfi við rannsóknarlög- regluna varðandi aðstoð, en þó með v. ákveðnum fyrirvörum. „Við höfum alltaf óskað eftir formlegum beiðnum vegna rannsóknar mála. Einhver til- vik hafa komið upp en engin alvar- leg,“ segh- hann. Skíma kynnir öllum viðskiptavin- um sínum notendaskilmála sem samdii’ voru í samráði við lögfræðing og visa einnig í skilmála ISNETS. „I ljósi allra þein-a breytinga sem orðið hafa að undanförnu á Netinu höfum við látið gera lögfræðilega úttekt á þessum málum, sem eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir hann. „Við höfum líka unnið með Tölvunefnd í þessu máli og sent nefndinni skilmála okk- ar og leitað eftir ráðleggingum henn- ar,“ segir hann. I notkunai’skilmálum Skímu segir” m.a.: „Notendur sem vanvirða, brjóta eða gera tilraun til að brjóta öryggis- og umgengnisreglur Skímu geta gerst brotlegir við refsilög, almenn lög og/eða skapað sér skaðabótaá- byrgð. Skíma mun kveða tfi og aðstoða lögregluyfii’- _________ völd eða valdbæra rann- sóknaraðila við að upplýsa afbrot eða grun um afbrot.“ Guðbrandur segir að áhersla sé lögð á að varðveita friðhelgi og einkalíf notenda þjónustunnar, því mjög mikilvægt sé fyrir notendur að geta treyst því að ekki sé farið út með upplýsingar um þá. „Það vantar hér sterka löggjöf á borð við þá sem í gildi er í Bandaríkj- unum og einnig skortir túlkun á gild- andi reglum. Löggjöfin hér á landi er meingölluð, en það er af hinu góða að réttaróvissu sé eytt með dómi^ Hæstaréttar," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.