Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 47 LEIKIR Kust a Groove Bust a Groove, leikur frá Sony Computer Entertainment Europe. Japanska fyrirtækið Enix hannaði. NÝLEGA gaf Sony út leik er nefnist Bust a Groove og er án efa einn sá fyrsti sinnar tegundar því hann snýst einungis ura hæfni spilandans á dansgólflnu. I Bust a Groove má velja úr tólf venjulegum persónum og tveimur földum. Hver persóna hefur einn eigin dansstíl og sérstök brögð. Ótrúlegur fjöldi er af mismunandi danssporum í leiknum og ef keppandanum tekst að vinna venjulegu keppendurna tólf þá getur hann keppt við Robo-z, dansandi vélmenni sem getur dansað í lausu lofti og er allra erfiðasti and- stæðingurinn í leikn- um. Tónlistin í leiknum er öll frumsamin og fagmannlega gerð. Fer eftir persónu leiksins hvaða tónlist er spil- uð, en keppandinn þarf að dansa við tólf tegundir af tón- list, allt frá hip hop og R&B til harðrar danstónlistar og hver keppandi hefur stílinn sem passar við tónlistina. Tökum Haro sem dæmi, hann klæð- ist Saturday Night Fever- diskó fötum, hlustai- á diskó- tónlist og dansar eins og John Travolta! Leikurinn hljóm- ar frekar flókinn en hann er það alls ekki, allt sem á að gera birtist á skján- um, vandamálið er bara það að leikandinn hefur ekki nægan tíma til þess að slóra við að gera það. í öllum lögunum í leiknum er nefnilega góður taktur, stundum er hann greinilegur, stundum heyrist hann varla, stund- um er hann hraður og stundum hægur, málið er í það minnsta það að það verður að ljúka við skipan- irnar á skjánum, til dæmis upp nið- ur upp niður hægri og ýta síðan á hringinn nákvæmlega í takt við tón- listina. Pað hljómar kannski einfalt, en er það alls ekki. Ef andstæðingnum finnst þér ganga of vel eða öfugt er hægt að blanda saman nokkrum tökk- um til þess að gera leyni- bragð sem keppendur geta gert tvisvar við hvern and- stæðing. Þetta bragð frystir oft and- stæðinginn og dettur hann þá úr öllu stuði en sá sem er í meira stuði í enda leiks- ins vinnur keppnina. Grafíkin í leiknum er afar góð og allar hreyfíngar leikmanna vel teiknaðar með gott flæði. Þar sem leikurinn byggist alfarið á að geta haldið almennilegum takti er hann aðeins fyrir þá sem telja sig hafa gott eyra fyrir tónlist og sanna tónlistaráhugamenn. Allir tónlistaráhugamenn ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi í Bust a Groove, jafnvel allra hörð- ustu teknó- og rapp-aðdáendur. Ekki skemmir fyiir að leikurinn er leyfður öllum aldurshópum og hent- ar því jafnt ungum sem öldnum. Ingvi Matthías Arnason Meiri fótbolta KNATTSPYRNA er vin- sælasta íþróttagrein heims og knattspyrnuleikir liafa jafnan verið vinsælir í tölvuheiminum. Einna fremstur í slíkum leikjum hefur verið framleiðandinn Electronic Arts og ætlar sér að ná enn lengra ef marka má nýjustu frétt- ir. Electronic Ai*ts, EA, hefur verið í fararbroddi með- al annars fyrir það að fyr- irtækið hefur náð samning- um við samtök og stofnanir sem tengjast fótbolta. Þannig átti fyrir- tækið „opinberan“ fótbolta- leik síðustu heimsmeistara- keppni, þótt grúi álíka leikja hafi komið á markað frá öðrum framleiðendum. Fyrir skemmstu var svo kynntur samningur EA við knattspyrnusambandið FIFA um að fyrirtækið hefði réttinn á að markaðs- setja leiki tengda næstu tveimur heimsmeistara- keppnum, Evrópukeppninni árið 2000 og þýsku efstu- deildarkeppninni, aukin- heldur sem EA fékk átta ára framlengingu á FIFA- samningi sínum. í samtali við markaðs- tímaritið CTW sagði vara- forseti EA að knattspyrna væri orðinn helsti leikja- flokkur fyrirtækisins og það teldi að hægt yrði að selja þrjár gerðir knatt- spyrnuleikja á ári að minnsta kosti; leik byggð- an á efstudeildarkeppni viðkomandi lands, FIFA- leik og síðan leik tengdan stóratburðum eins og Evr- ópu- eða heimsmeistara- keppni. Ekki eru tiltækar tölur yfir markaðshlut- deild EA á knattspyrnu- leikjamarkaðnum, en fyrir- tækið stefnir á að sölsa undir sig 80% af markaðn- um. Helsti Þrándur í Götu þeirra áforma verður ef- laust EIDOS, sem er meðal annars með á sínum snær- um hinn geysivinsæla Championship Manager, en margir berjast um hituna í þeirri gerð leikja, til að mynda er mikið lagt í kynn- ingu á Player Manager sem kemur út á næstu dögum. Championship Manager 3 kemur aftur á móti ekki á markað fyrr en eftir ára- mót. Dansinn eða lífið Vl Q Klf Q t Rúm fyrir nýjar vörur Seljum öll rúm (30 stk.) lluLL/1 Lcl L I með atlt að 50% afslætti 1 K R 1 N G L U N N 1 svo viö fáum meira rúm fyrir nýjar vörur. Opið: laugard. 10:00 -18:00 sunnud. 13:00 -18:00 POLLINI -klæðirþigvel CTX CTX hágæða tölvuskjáir eru í verðflokkum sem henta einstaklingum jafnt sem stórum fyrirtækjum. CTX tölvuskjáir hafa hlotið lof virtustu gagnrýnenda f heimi fyrir lága bilanatíðni, skýra skjámynd og litla útgeislun. CTX tölvuskjáirnir eru framleiddir samkvæmt ISO 9002 stöðlum og uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um orkunotkun, endurnýtingu og vistvæni. TÆKNIBÆR Skipholt 50c - 105 Reykjavík Sími: 551 6700 - Fax: 561 6700 Netfang: pantanir@tb.is - www.tb.is LÆKKUN KR 2.000.-^ LÆKKUN KR 10.000.- LÆKKUN KR 3.000.- LÆKKUN KR Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.