Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ + Elísabet Ingi- björg Guð- mundsdóttir var fædd á ísafirði 30. júlí 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt 12. nóveniber. Foreldr- ar Elísabetar voru Guðlaug Dagsdóttir frá Bæ í Trékyllis- vík og Guðmundur Stefánsson frá Mið- húsum í Gufudals- sveit. Elísabet átti tvö alsystkini sem voru Jón Sófanías Guðmundsson járnsmiður á Reykhólum og Guðrún Guð- mundsdóttir sem dó á ferming- araldri. Hálfbræður Elísabetar voru Dagur Guðmundsson og synir Guðlaugar og Þorláks Guðmundssonar, þeir Jóhann Þorláksson vélsmiður í Reykja- vík, Theodór Þorláksson tré- Mig langar í fáum orðum að minnast tengdamóður minnar hennar Betu eins og hún var alltaf kölluð. Það eru komin 23 ár síðan við Valdimar fórum að vera saman. Fyrsta árið okkar saman voram við á hrakhólum með húsnæði. Við fengum að dvelja á heimili tengda- foreldra minna, þeirra Jóns og Betu, í Ái-bæ, ásamt elsta barninu okkar sem þá var fætt, honum Oskari. Mér er það svo minnisstætt að um vorið þegar við fengum leigt smiður á Lauga- landi í Reykhóla- sveit og Guðmund- ur Þorláksson sem dó um tvítugt. Elísabet giftist Jóni Þórðarsyni þann 29. júlí 1944. Jón var frá Hlíð í Reykliólasveit og var fæddur 2. júní 1911. Elísabet og Jón eignuðust sex böm en þrjú dóu í frumbernsku. Þau sem upp komust eru Guðlaug, f. 1.9. 1946, Þórður Magnúss f. 29.9. 1947, og Valdimar Olafur, f. 19.8. 1950. Auk þess átti Jón dóttur fyrir, Björgu sem dó rúm- lega tvítug. Bamabörnin em sjö og barnabarnabömin era tvö. títför Elísabetar verður gerð frá Reykhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. húsnæði á Reykhólum og fluttum þangað, þá var Beta í óða önn að sjóða sultu handa okkur í búið og útbúa ýmislegt sem hún gaf okk- ur. Um haustið þurftum við aftur að leita á náðir tengdaforeldra minna um húsaskjól, því að húsið sem við vorum að byggja var ekki tilbúið. Þegar við fluttum í húsið okkar seint í nóvember, þá var það sama sagan og um vorið: Beta nestaði okkur með miklum rausn- arskap. Þá langar mig að þakka fyrir hönd barnanna minna þá einstöku MINNINGAR hlýju er hún sýndi þeim bæði í orði og verki. Þau eru ófá vettlinga- og sokkapörin sem hún prjónaði handa þeim. Eldri börnin mín dvöldu mikið hjá afa, ömmu og Gullu frænku á sínum yngi-i árum. Og hef ég talið það hollt veganesti fyrir þau að hafa átt kost á að dvelja á þessu góða heimili. Mér þykir sárt að hugsa til þess að yngstu börnin mín, þær Elísabet og Valdís, skuli fara á mis við það að geta umgengist afa og ömmu í Arbæ. Þær voru farnar að sækjast eftir að fá að vera hjá Gullu frænku og ömmu, en Jón afi þeirra lést af slysfórum fyrir þremur árum. Jæja, Beta mín, nú er samfylgd okkar hér í þessu jarðlífi á enda og kveð ég þig með þökk og virðingu í huga. Steinunn Erla Þorsteinsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar í Árbæ sem nú er látin eftir langvarandi veikindi. Þótt okkur hafi granað að kveðjustundin nálg- aðist var erfitt að taka þeirri stað- reynd og hennar er sárt saknað. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur komið heim og skroppið yfir til Betu ömmu eins og áður. Hún var alltaf glöð og ánægð með að fá okkur barna- börnin í heimsókn og það var ekki neitt sem hún hefði ekki gert fyrir okkur. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla og hafði áhuga á því sem við vorum að gera. Síðustu mánuð- ina bjó bróðir minn með fjölskyldu sína nálægt herbergi ömmu á dvalarheimilinu í Barmahlíð og hún hafði yndi af því að sjá litla langömmubarnið sitt, hann Ásþór. Hún kallaði hann „litla manninn með stóru augun“ og spurði alltaf frétta af honum þegar við heim- sóttum hana á spítalann. Þegar ég var yngri var eitt það skemmtileg- ELISABET INGIBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðríður Þor- kelsdóttir fædd- ist 2. apríl 1917. Hún lést á Ljós- heimum 15. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Guð- mundsson, f. á Gafli í flóa 17. maí 1876, og Guðrún Eyvind- ardóttir, f. í Litla- Kollabæ í Fljótshíð 21. maí 1882. Þau gengu í hjónaband árið 1909. Foreldr- ar Þorkels voru Guðmundur Guðmundsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Þor- kell ólst upp hjá Sesselju og manni hennar í Butru í Fljóts- hlíð. Foreldrar Guðrúnar voru Eyvindur Björnsson, bóndi og Anna Þorsteinsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í systkinahópnum, þar til er hún giftist Þorkatli. Þá bjuggu þau Þorkell á Markaskarði í Hvol- hreppi. Þeim Þorkatli og Guð- rúnu varð ellefu barna auðið. Þau eru: 1) Kjartan, f. 12.11. 1911, d. 8.1. 1912. 2) Anna Guð- rún, f. 14.11.1912, d. 1996. Mað- ur hannar var Sigurjón Sig- urðsson, bflstjóri í Vestmanna- eyjum, f. 7.12. 1909. Sonur þeirra er Viktor Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. 3) Þuríður Sesselja, f. 10.1. 1914. Sonur liennar er Ingimundur Marels- son húsasmíðameistari. Sesselja giftist Hirti Jónssyni, Vík í Mýr- dal. Þar bjuggu þau þar til er Móðir Guðrúnar, Anna Þorsteins- dóttir, var heimilinu mikill styrkur í sorginni eftir lát þeirra Guðrúnar og Eyvindar. Guðríður Þorkelsdótt- ir var fjögra ára, þegar móðir þein'a mörgu barna dó. Nokkru áður var hann andaðist hinn 19. okt. 1951. Nokkrum árum síð- ar fluttist Sesselja með seinni manni sínum, Svanmundi Jónssyni, á Selfoss. 4) Magnús Karl, f. 31.1. 1915, d. 27.10. 1998, kona Elín Sig- urðardóttir. Skildu. 5) Iugimundur, f. 23.1. 1916, maki Að- alheiður Þorsteins- dóttir. Dóttir þeirra er Anna Steina. Önnur dóttir Ingi- mundar er Alexandra. 6)Guð- ríður sem hér er kvödd. 7) Ólaf- ur, f. 7.8. 1918, bifvélavirki, maki Anna Lísa Jóhannesdóttir, f. 29.1. 1929. Börn þeirra Þor- kell Pétur, f. 22.8. 1951, tré- smiður. 8) Ólafur Helgi, f. 31.1. 1954, vélvirki. 9) Elín, f. 25.9. 1919, maki Helgi Jóhannsen, f. 15.11. 1912, d. 1984. Þeim varð tíu barna auðið og búa þau í Noregi. 10) Helgi, f. 17.9. 1920, maki Hulda Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Ásta, Haraldur, Ólaf- ur Þorkell, Guðrún og Andri Már. Guðrún Eyvindardóttir dó þegar hún átti ellefta barnið og fæddist það andvana. Sama dag dó einnig Eyvindur, faðir Guð- rúnar, Árið 1946 giftist Guðríður Bergsteini Halldórssyni, f. 29.11. 1904, d. 13.2. 1987. títför Guðríðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hún tekin á annan bæ, sökum veik- inda móður sinnar. Oft minntist hún þess hve mikið hún grét, þegar hún varð að kveðja ástvinina og fara til ókunnugra. Þó var ein huggun í því böli. Henni hafði verið heitið því að hvað sem öllu liði, þá skyldi hún komast aftur heim og fá að njóta æskunnar hjá ástvinum sínum. Þegar Guðríði litlu barst andláts- fregn móður sinnar féll hún alveg saman, því nú vissi hún, að það sem hún átti svo ljúfai' minningar frá og saknaði svo mjög, kæmi aldrei aft- ur. Þessi þungi harmur fylgdi Guð- ríði sem dimmur skuggi alla hennar ævi. Sesselja systir hennar var tekin tveggja ára gömul til fósturs hjá hjónunum Sólveigu Hróbjartsdótt- ur og Ingimundi Hannessyni. Sesselju leið vel hjá þeim hjónum, en til allrar óhamingju lést fóstri hennar þegar hún var aðeins sex ára gömul. Þá fór hún með fóstru sinni að Móeiðarhvoli til Skúla Thorarensen og Ástríðar konu hans. Sesselja litla saknaði fóstra síns mikið. Þótt systkinin væru á bæjum í Hvolhreppnum og flest yrðu áfram hjá föður sínum, er bjó áfram og tók ráðskonu sem hann síðar giftist, þá var lítill sem enginn samgangur milli þeirra og þau þekktust lítið fyi'r en þau voru komin yfir ferm- ingu. Guðríður og Bergsteinn, maður hennar, bjuggu lengst af á Selfossi. Þau hjón voru með afbrigðum hjálp- söm og gestrisin. Einnig voru þau hjónin með afbrigðum samhent og þótti vinum og kunningjum gott að koma og gista hjá þeim og njóta þeirra einstöku gestrisni, þegar leiðin lá um Selfoss. Ólafur bróðir Guðríðar var hjá þeim á meðan hann lauk iðnnámi á Selfossi. Mikið dáði Anna Lísa kona Ólafs þær móttökur sem hún fékk hjá þeim hjónum. Var það mikils virði fyrir Önnu, ekki síst fyrir það, að hún var nýkomin hingað til lands og þekkti fáa. Ánna Lísa minnist með þakklæti þess einstaka skilnings og þeirrar hlýju sem hún mætti hjá systkinun- um öllum og fjölskyldum þeirra, þegar hún kom frá erfiðum aðstæð- um sem ríktu á meginlandi Evrópu um þær mundir. Þegar Sesselja, systir Guðríðar, missti mann sinn í Vík kom hún til GUÐRIÐUR ÞORKELSDÓTTIR LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 49 —■ ' —.... m asta sem ég vissi að fá ömmu til að lesa fyrir mig. Eiginlega var ég full mótþróa þegar lestrarkennsl- an hjá henni Gullu frænku og mömmu hófst, því ég vildi ekki missa af sögustundunum. En amma var líka dugleg að kenna mér að sauma og prjóna því handavinna var hennar líf og yndi. Voru þau afi bæði hagleiksfólk og þeir eru ófáir munirnir sem þau sendu á basar eða seldu hjá hand- verkshópnum í sveitinni. Hún saumaði púða og barnabrúður og prjónaði og heklaði úr bandi sem hún hafði sjálf litað úr jurtalitum, en hann tálgaði og renndi hluti úr tré sem síðar fengu notagildi á heimilum sveitunganna. Handverk þeirra ber merki um vandvirkni og nákvæmni fólks sem var alið upp við að bjarga sér sjálft og gat ekki alltaf verslað allt út úr búð eins og nú á dögum. Eg er stolt af ömmu minni og afa og dugnaði þeirra. Þau byggðu upp jörðina og húsin í Árbæ á erfiðum tímum. Afi byggði íbúðarhúsið sjálfur og sótti allt efni sem þurfti á opnum báti frá Króksfjarðarnesi og flutti heim í Árbæ. Það var á stríðsárunum og oft erfitt að fá efni til húsbyggingar og hafði hann því ávallt með sér poka ef ske kynni að hann fyndi góðan steypusand á ferðum sínum. Hann flutti fólk og vönir milli lands og eyja í innan- verðum Breiðafirði og þær voru ófáar andvökunæturnar hjá ömmu þegar hann komst ekki heim vegna veðurs. Þá var ekki sama fjar- skiptatækni og nú er og gat hann því ekki látið vita af sér, ef hann lá í vari og beið af sér veður. En alltaf tókst honum að stýra bátnum heil- um í gegnum veðurofsann og kom- ast heim að lokum. Afi var mikill ferðalangur í sér og stoppaði ekki alltaf lengi heima áður en hann fór í næstu ferð, en ömmu var meinilla við allar þessar þeirra hjónanna á Selfossi og var þar hluta úr vetri. Naut hún þar huggunar og umhyggju. Guðríður var mjög mikil handa- vinnukona og mikil húsmóðir og móðir. Þau hjón ættleiddu Halldór nýfæddan. Hann er fæddur hinn 17.10. 1948. Halldór á þrjú börn með Elísabetu Bjarnadóttur: Rúnar Guðstein, Guðrúnu Ástu og og Bjarna Ársæl. Þau Halldór skildu. Halldór er nú kvæntur Filli frá Filippseyjum og eiga þau einn son, Kristófer. Kristófer er á öðru ári. Auk þess tóku þau að sér, frá tíu ára aldri, stúlku sem heitir Jensína. Hún var oft hjá þeim síðar. Líka tóku þau þriggja ára dreng, Jón Hafsteinsson, og ólu hann upp, fram yfir fermingu. I gegnum vináttu við Sesselju systur hennar kynntist ég Guðríði fyrst. Hafði Guðríður þá nýlega misst mann sinn, Bergsvein heitinn, eftir nokkurra ára erfið veikindi. Öll þau ár hjúkraði Guðríður Berg- sveini heima, alveg til dauðadags. Heimilið bar vott um fagurlega gerða og mikla handavinnu. Mót- tökur voru þar ávallt elskulegar. Frú Sesselja systir hennar er fræg hannyrða- og listasaumakona á Selfossi. Segja má að allt hafi leik- ið í höndum þeirra systra. Enda eru þær komnar af þeim fræga Eyvindi duggusmið. Öll systkinin eru með afbrigðum lagvirk. Síðustu árin bjó Guðríður hér á Grænumörkinni og þótt hún virtist mjög farin að heilsu yfirgaf gest- risnin hana aldrei og alltaf naut hún góðra samverustunda með gestum sínum. Þegar ég sá hvað systkinin reyndust Guðríði vel fram á síðustu lífsdaga, þegar hún var mjög veik, þá komu mér í hug orð mágkonu hennar, Önnu Lísu, er hún hafði um þessa fjölskyldu: „Þau eru öll svo góð.“ Og mér komu í hug orðin, nú þeg- ar ég hugsa um hana Guðríði: „Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra.“ „Hið fyrra er farið.“ Með samúðarkveðjum til allra að- standenda. Rósa B. Blöndals. sjóferðir og var því alltaf fegnust þegar hún endurheimti bónda sinn. Amma var orðin svo þjálfuð í því að leita að afa á sjónum í gegnum kík- inn, að í seinni tíð þegar við vorum að litast um eftir bát á firðinum, þá' var hún alltaf fyi'st að koma auga á hann þrátt fyrir slæma sjón. Árið sem afi fórst af slysförum var erfiður tími fyrir okkur öll og það var aðdáunarvert hversu sterk amma var. Hún sýndi það og sann- aði að hún bjó yfir sterkum per- sónuleika þó að líkaminn væri veik- byggður. Afi var alltaf mjög hress og áhugi hans á mönnum og mál- efnum var einkenni hans; það er því ekki skrítið að ömmu hafi hrak- að eftir að hann dó. Hann var hennar besti vinur og með atorku* sinni og glaðlyndi var hann henni dýrmætui' orkugjafi. Nú eru liðin þrjú ár síðan afi dó og amma er farin á eftir. Eg er þess fullviss að afi hafí tekið vel á móti henni og að nú séu þau sameinuð á ný. Eg á eftir að sakna ömmu og afa. Með þeim eru horfnar dýi-mætar heimildir um lífið og starfshætti áður fyrr, gleði og sorg fólks sem byi’jaði með ekkert í höndunum en skilur nú eftir sig margan minnis- varðann. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þess kost að alast upp í svo nánu sambandi við þau og ég tel að það hafi kennt mér mikið. Við getum verið þakklát fyrir það sem við höfum í dag, því það eru aðeins um fimmtíu ár síðan lífið var miklu erfiðara og fólk missti börnin sín úr sjúkdómum sem nú er auð- velt að lækna. Kynslóð ömmu og afa þurfti að vinna hörðum höndum fyrir tilveru sinni og upplifði hremmingar og sorg sem myndi buga margan nútímamanninn. En þau voru alltaf þakklát fyrir það sem þau höfðu, og mættum við taka fólk eins og þau til fyrirmynd- ar. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir umburðarlyndi þitt og þolinmæði í gegnum árin, væntumþykju þína og öll blíðuorðin. Guð veri með þér. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englai' saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ólöf Elísabet Þórðardóttir. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda gi'einarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi’ein af hæfilegi'i lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra i blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinai’höfundai' eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi'einunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.