Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 51 peyjarnir. Alltaf jafn gaman á góðri skemmtun. Annars varstu einstak- lega ljúfur drengur, frændi, og af- spyrnu geðgóður. Það tókst mér ekki að læra af þér. Því má bæta við að ekki er ég svo sem sá eini í minni ætt! Fyrir þetta allt vil ég þakka þér og þá sérlega samveruna um borð í Haferninum VE 23. En þú varst ekki aðeins óhörðnuð- um peyja góð fyrii’mynd um borð heldur líka í landi. Það var eftir því tekið hvað þú varst ástfanginn af henni Maju þinni og varst alls ófeim- inn við að sýna það. Stundum var pískrað um hvað þið væruð miklar turtildúfur en það léstu þér í léttu rúmi liggja. Þú hélst áfram að leiða elskuna þína á almannafæri og sýna henni aðdáun þína. Og þetta gerðir þú meira að segja á þeim tíma sem slíkt vai’ alls ekki „kúl“ hátterni. Þetta var ennþá merkilegra fyrir það að karlmenn í okkar ætt hafa eingöngu leyfi fyrir þremur tilfinn- ingastillingum - ef svo mætti segja: að vera kátir, reiðir - eða fullir. Önn- ur líðan er litin hornauga. I mínum augum gerði þetta þig að karl- “manni“. Ég og mín fjölskylda sendum þér, Maja mín, börnunum og tengda- börnum og öðrum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Guð geymi ykkur. Vertu sæll, frændi. Sjáumst í hinu Háadýpinu. Ægir Rafn Ingólfsson og fjölskylda. Á hverju ári birta fjölmiðlar landsins lista yfir þá sem hlotið hafa viðm’kenningu samfélagsins fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar. Á hverju ári renni ég augunum yfir listann í leit að einhverju sem ég veit að aldrei mun birtast á honum. Ég leita að fulltrúa fyrir hinn stritandi fjölda, sem aldi’ei mun fá viðurkenn- ingu fyrir „embættisstörf", aldrei fyrir að hafa unnið hörðum höndum allt sitt líf og fórnað öllum sínum ki’öftum í þágu fjölskyldu sinnar og samfélags. Mig langar að þessi fá- tæklegu kveðjuorð um vin minn og velgerðarmann til fjölda ára, Svein Matthíasson, verði sú medalía sem samfélagið vissulega skuldar honum. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast honum og hans frábæru konu þegar þau voru í blóma lífsins og synirnir ýmist ungh’ eða ófæddir. Þá eins og ætíð síðan var það vinnan og aftur vinnan sem hafði forgang, en svo sem Eyjamanna er siður þótt sjálfsagt að gera sér dagamun þegar færi gafst. Það var ómetanlegt fávís- um sveitamanni eins og mér þegar ég hleypti heimdraganum og fór á vertíð í Vestmannaeyjum að fá húsa- skjól hjá þeim góðu hjónum og jafn- framt að vinna undir stjórn Sveins á matstofu Vinnslustöðvarinnai’, sem hann veitti þá forstöðu. Sveinn var úrvals matsveinn og ósérhlífinn en ætlaðist til að aðrir ynnu líka vel og ■ leið ekkert kæruleysi eins og hann orðaði það. Ekki unnum við saman nema tvær vertíðir því hugur Sveins stóð alltaf til sjávarins og hann fór út í eigin útgerð og hygg ég að þú hafi hafist sá tími í lífi Sveins sem veitti honum mesta lífsfyllingu. Lengst var hann í útgerð Hafarnar- ins með Ingólfi bróður sínum. Það segir sína sögu að með þeim voru lengi sömu mennirnir. Það yrði holur hljómur í þeim orð- um sem um Svein væru skrifuð ef ekki væri minnst á hans góðu konu. I hugum vina og kunningja voru þau svo samtvinnuð að enginn gat hugs- að um þau öðruvísi en sem „Svenna og Maju“ og lá við að maður hugsaði það sem eitt orð. Samheldni þeirra og tryggð var í augum okkar hinna svo öfundsverð en þó svo eðlileg og fyrirhafnarlaus að aðdáun vakti. Nú á seinni árum kom það svo í ljós sem auðvitað engan undraði að þegar Sveinn var farinn að heilsu átti hann hjá Maju sinni það skjól sem allir þrá. Enginn kemst í gegnum lífs- gönguna án mótbyrs og fengu þau hjón að reyna það sem aðrir. En öll él birtir upp um síðii' og sannaðist það sem betur fór. Að lokum vona ég að sá Guð sem hún Maja trúir svo einlæglega á veiti henni og aðstandendum hennar líkn með þraut. HELGIH. ZOÉGA + Helgi H. Zoega fæddist í Reykjavík 27. júlí 1905. Hann lést á Droplaugarstöðum 30. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Helgi E. Zoega kaupmaður og kona hans, Geirþrúður Zoega f. Clausen. Helgi eldri var son- ur Einars Zoega, kaupmanns og eig- anda Hótel Reykja- víkur, og fyrri konu hans, Ástríðar Jensdóttur Schram. Geirþrúður var dóttir Holgeirs Clausen, alþm. og kaupmanns á Stykkishólmi, og Ásdísar Lýðsdóttur. Fyrri kona Helga var Bertha Zoega f. Tang, f. 8.7. 1911. Hún fórst með Dettifossi 21.2. 1945. Seinni kona hans var Guðrún Ólafía Zoéga f. Johnson, f. 28.10. 1907, d. 3.7. 1994. Sonur Berthu og Helga er Einar Zoéga, giftur Láru Zoéga, þeirra börn eru Guðmundur, Einar Helgi og Anna Lára. Helgi var yngstur systkinanna en þau voru Geir, Jósafína, Hildur, Guðrún, Ásta, Einar og tví- burabróðir Helga, Kristján. Helgi fluttist ung- ur til Englands með foreldrum sínum þar sem hann stundaði nám í verslunarskóla. Hann eyddi starfsævi sinni að mestu erlendis við störf tengd fiskiðn- aði, verslun og viðskiptum. títför Helga fór fram í kyi-r- þey frá Fossvogskapellu 10. nóvember sl. Nú sest er sól og stjömur lýsa upp himininn. Almættið minnir á sig og sitt sköpunarverk, svo og líf okk- ar mannanna er við erum kallaðir í rann Drottins er okkar tími kemur. Ástsæli afi minn, Helgi H. Zoéga, er kominn til Drottins eftir að hafa átt farsælt líf hér á jörðu og við hjónin sitjum hér eftir með söknuð í hjarta svo og mætar minningar. Er ég hugsa til baka minnist ég þess tíma er ég var bam og lék mér við tjörnina, hve gott var að koma í heimsókn til afa sem bjó ásamt ynd- islegri konu sinni, Guðrúnu Ólafíu, í Tjarnargötunni. Hlýlegt, brosandi og glaðvært andlit hans birtist í gættinni og bauð mig velkominn. Rauk afí svo til við að hita te handa mér og fann til ýmsar tegundir af góðgæti er hann kallaði alltaf „freistingar". Alltaf tók hann á móti mér með hjartans innileika og gleði. Aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum né öfundast út í nokkra lif- andi sálu. Þótt hann dveldi lengi er- lendis sendi hann mér ætíð kort og bað Drottin um varðveizlu mér til handa. Síðar er afi og amma bjuggu í Fleetwood heimsótti ég þau þangað er ég var við nám í Englandi og minnist ég gestrisni þeirra hjóna og góðvildar og vildi afi allt fyrir mig gera og var í engu til sparað. Eftir tíu ára dvöl í Fleetwood komu afi og amma aftur til Islands. Við hjónin vöndum komur okkar til hans og enn sem fyrr fyllti hann hug okkar beggja af visku sinni og bjart- sýni. Sögur af lífi hans héldu okkur bergnumdum, því frásagnargáfa hans var mikil og rík en alltaf hélt hann þó hógværð sinni. Bömum okkar var hann ætíð ljúfur og góður og sýndi þeim mikla þolinmæði. Margs er að minnast um mikil- menni og heimsborgara sem afi sannarlega var og munu minningar okkar hjóna lifa svo lengi sem við lif- um. Að lokum er komið hjá einum. Áfram heldur Iífíð hjá okkur hinum. Sem fullorðinn maður í dag minn- ist ég afa míns á sama hátt og sem barn, þar sem hlýleiki og ástúð réð ríkjum. Sem væntanlegur afi mun ég hugsa til barnabarna minna á + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGVALDI FANNDAL TORFASON, Árbraut 14, Blönduósi, lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fimmtu- dagskvöldið 19. nóvember Elísabet Finnsdóttir, Ingibjörg Sigvaldadóttir, Guðrún Sigvaldadóttir, Torfhildur Sigvaldadóttir, Sjöfn Sigvaldadóttir, Svala Sigvaldadóttir, tengdasynir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, dóttir og amma, ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR, Blómsturvöllum 4, Grindavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 19. nóvember. Sigríður Jónasdóttir, Sigurður Sævarsson, Ingibergur Þór Jónasson, Bergvin Freygarðsson, Fjóla Kristín Freygarðsdóttir, Þórarinn Ólafsson, Guðveig Sigurðardóttir, Ólöf Sigurðardóttir. þann hátt sem afi var við mig, því af honum hef ég lært svo mikið er gef- ur lífinu gildi. Ég bið Drottin að blessa sálu þína, elsku afi minn, og við minn- umst þín hvert og eitt með harm í hjarta. Guðmundur H. Zoega, Ágústa Hestnes og börn. Loftárásarveturinn mikli í Lund- únum 1940-1941 var erfitt og raunalegt tímabil. Svefnleysi og ei- lífur ótti hrjáði menn án afláts. Við Pétur heitinn Benediktsson vorum yfirleitt einir saman mestan hluta sólarhrings og lítt sást til landa. Einn var þó aufúsugestur af og til allan þennan hrikalega vetur, en það var æðruleysinginn Helgi H. Zoéga, sem oft kom til Fleetwood með togurum og var með okkur langdvölum meðan hann stundaði viðskipti ótrauður fyrir eldri bróður sinn, fekkst við kaup á kolum, salti og útgerðarvörum, svo og kaup- skipaleigu og afgreiðslu. Helgi hafði eytt nokki’um æsku- ára sinna í Englandi og stundaði þar vei’slunarnám, en síðan útgerð í Danmörku. Hann var lipur til samn- inga og gekk vel að stofna til traustra viðskipta. Gamlir vinir Helga minnast hans þó helst sem tryggðatrölls, auk þess sem hann var háttvís og einkar þægilegur í samskiptum. Undirrit- aður átti Helga mjög að þakka gest- risni og hjálpsemi þennan örðuga vetur fyrir nær sex áratugum, svo og stöðugt vinarþel alla tíð síðan. Helgi andaðist á 94. aldursári 30. október og fór útför hans fram í kyrrþey sl. þriðjudag. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Hilmar Foss. Afi minn, ég kveð þig með sökn- uði og þakklæti. Minningamar um þig munu lifa með mér um ókomin ár. Kallið er komió, komin er nú stundin, vinaskilnaðar idðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í Mði, friður Guðs þig biessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Reynír. Elsku afi minn, það er sárt að kveðja þig en huggun harmi gegn v að eiga allar yndislegu minningarn- ar. Þótt heimshöfin skildu okkur lengi að varstu alltaf svo nálægur. Þær voru ófáar ferðirnar okkar til Englands til ykkar ömmu Múttu. Mikið tókuð þið alltaf vel á móti okkur og þó mamma færi með fimm manns til ykkar fyrirvaralítið í viku - tíu daga þá var það alveg sjálf- sagt og oftar en einu sinni. Þú sagð- ir bara: „the more the merrier". Húsið var stórt en hjartarúmið ótakmarkað. Leikföngin okkar systkinanna voru alltaf á sínum stað við arininn og mér þótti mikið til koma þegar þú sagðist hafa geymt þau svo vel. Þú varst algjör snillingur í eldhús- inu sama hvort það voru stórsteik- ur eða sultutau, allt lék í höndunum á þér. Þú hafðir þá bestu eiginleika sem hugsast gat, örlátur, stórtækur og með afbrigðum skemmtilegur. Það var ekki að undra þótt bræður mínir legðu á sig að vakna kl. sex á morgnana til að drekka te með þér, það átti ekki að missa af neinu. Þegar þú varðst áttræður komuð þið amma Mútta loksins heim eftir óralanga búsetu erlendis og áttuð góð ár saman og með okkur. Síð- ustu árin þín eftir að amma Mútta dó og ellin færðist yfir þig fyrir al- vöru og sjónin hvarf kom sér vel fyrir þig og alla sem voru í kringum þig hvað þú varst vel gerður, alltaf svo jákvæður, framkoman fáguð og stutt í húmorinn. Ég kveð þig elsku afi minn eins og þú kvaddir alltaf og segi: Guð veri með þér. Anna Lára. + Hjartkær faðir okkar, GUÐMUNDUR KR. HALLDÓRSSON húsgagnasmíðameistari, hjúkrunarheimilinu Skjóli, andaðist fimmtudaginn 19. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnar Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurlaug R. Guðmundsdóttir. + Kæru vinir. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför, KRISTÍNAR ÖLDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Fossheiði 9, Selfossi, Guð blessi ykkur. Auðunn Gestsson, Guðleif Selma Egilsdóttir, Valgerður Auðunsdóttir, Guðjón Vigfússon, Gestur Ólafur Auðunsson, Anastasia Auðunsson, Guðrún Auðunsdóttir, Jón Sigurpáll Salvarsson, Ingileif Auðunsdóttir, Sigmundur Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Rósant Hjörleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.