Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Alfreð Bjami Jörgensen fædd- ist í Reykjavík 29. apríl 1960. Hann lést af slysförum hinn 12. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 20. nóvember. I fomiála minn- ingargreinar um Alfreð Bjarna í Morgunblaðinu í gær, var barnsnióð- ir hans rangnefnd. Hún heitir Sigríður Halldórsdóttir. Einnig var farið rangt með fæðingarár Agnars Bjarna sonar hins látna. Hann fæddist 15. ágúst 1990. Ég kynntist Alfreð Bjarna Jörg- ensen fyi'st árið 1982. Hann var þá ríflega tvítugur. Ég, nokkrir úr fjöl- skyldu minni, venslafólk og kunn- ingjar höfðum þá nýverið keypt í fé- lagi hesthús. Við vorum í óða önn að breyta hesthúsi þessu, þegar fund- um okkar Alfreðs bar fyrst saman. Ég man, sem hefði það gerst í gær, hvað mér þótti maður þessi líflegur og duglegur. Hann heimsótti okkur í hesthúsið nokkrum sinnum meðan á breytingum þessum stóð. Hann tók þá oftar en ekki óumbeðinn til hendinni og aðstoðaði okkur. Það er alkunna, að verk vinnast betur þeg- ar létt er í mönnum, þegar gaman er. Það var gaman þá að hafa Alfreð nálægt sér. Reyndar hefur mér ávallt þótt ljúft að hafa Alfreð ná- lægt mér. Síðan við kynntumst er liðinn hálfur annar áratugur. Sam- skipti okkar hafa þennan tíma verið mismikil, en við höfum ávallt vitað hvor af öðrum. Þegar ég nú lít um öxl og hugleiði hvað hafi helst einkennt Alfreð, kemur margt upp í hugann. Ég man t.d. aldrei eftir því, að nein verkefni hafi verið honum of- vaxin. Ef ég bað hann einhvers var viðvikið ávallt sjálfsagt og „ekkert mál“. Ég minnist þess einnig, hversu röskur hann var í öllu er hann tók sér fyrir hendur. Ég held líka að hann hafi haft verkvit umfram margan manninn. Ég tók einnig snemma eft- ir því, að Alfreð hafði hlotnast í vöggugjöf mikil og næm kímni- gáfa. Þessa kímni sína kunni Alfreð að nota. Með kímni sinni drejfði hann glaðværð í ki'ing- um sig. Ég er einn þeirra sem naut vináttu Alfreðs. Ég er einn þeirra sem naut kímni Alfreðs. Ég er einn þeirra sem naut verka Alfreðs. Ég er einn þeirra sem þótti Alfreð drengur góður. Hann er nú horfinn okkur. Eg er einn margra sem munu sakna Alfreðs. Um leið og ég og mitt fólk kveðj- um Aifreð með þessum fátæklegu orðum óskum við honum alls hins besta í nýrri vist. Þá viljum við, heimilisfólkið að Klyfjaseli 26, Reykjavík, votta Freyju Hilmars- dóttur, foreldrum Alfreðs, systkin- um hans og syni okkar dýpstu hlut- tekningu. Ómar Kjartansson. Þegai' þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: í heimi hér er meira af gleði en sorg og aðrir segja: „Nei, sorgh'nar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar, jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. (Ka- hlil Gibran.) Orð fá ekki lýst þeirri sorg er gagntók okkur er við fréttum af frá- falli Alfreðs Bjarna. Þó að dauðinn sé leiðin okkar allra kemur hann manni ævinlega á óvart. Samskipti okkar voru ekki mikil, en við hittumst þó stundum, þá helst á fjölskyldumótum. Þess á milli fengum við fréttir af þér frá fjölskyldu þinni. Fyrir um ári komstu hingað vestur til Olafsvíkur og dvaldir hjá okkur í nokkra daga. Þú hafðir verið svo elskulegur að gefa þér tíma til að koma og vinna fyrir okkur í nýja húsinu. Við áttum þarna saman skemmtilegar stundir og var mikið talað og hlegið. Elsku vinur, nú er komið að kveðjustund. Við söknum þín sárt. Blessuð sé minning þín. Samúðar- kveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn sídsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrdarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bjarney, Jón Þór, Gígja, Janus og Hilma. Okkur langar með örfáum orðum að minnast Alfreðs Jörgensens sem lést í hörmulegu bílslysi hinn 12. þessa mánaðar. Kynni okkar voru aðallega í kringum hestamennskuna sem ávallt skipaði stóran sess í lífi hans. Alla gekk vel að eiga við hesta, náði langt í keppnismennsku og var góður járningamaður. Við deildum hesthúsi um tíma og áttum þá margar og eftirminnilegar sam- verustundir. Alli var daglegur gest- ur á heimili okkar um langt skeið og þá var margt brallað. Það var svo gaman að fá hann í mat, hann var svo þakklátur og fannst allt svo gott sem fyrir hann var borið. Þegar litið er um öxl er svo ótal margs að minnast. Glaðværð hans og kímnigáfa, hjálpsemi, einlægni og þægilegt viðmót standa þó uppúr. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann Alla. Hann lifði hratt og kynntist mörgum og ólíkum hlið- um lífsins. Þar skiptust á skin og skúrir eins og gengur og ekki var alltaf ljóst hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. En síðustu árin virtist vera komin ákveðin festa í líf Alla. Hann var kominn í samband við Freyju og þegar við hittumst síðast mátti sjá að þau voru mjög ham- ingjusöm saman. Sorg hennar og söknuður hlýtur að vera mikill. Ættingjum öllum og vinum viljum við votta dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt, Alli minn, og megir þú hvíla í friði. Lúther, Hanna María og Úlfar. Banaslys á Suðuriandsvegi! Guð minn góður, enn eitt banaslysið í um- ferðinni, hugsa ég með mér. Vona samt að það sé enginn sem ég þekki, sem er ekkert annað en eigingirni, en þannig held ég samt að flestir hugsi þegai' svona frétth' berast. En því miður fékk ég þær fréttir að gamall skólabróðir minn og vinur hafí látist í þessu slysi. Hvað lífíð er hverfult, á einu augnabliki eru hrifinn á brott úr þessu jarðlífi. Ég minnist þess þegar við kynnt- umst, en það var á Bændaskólanum á Hólum. Skömmu síðar komumst við að því að mæður okkar voru æskuvinkonur. Ég minnist þess þegar við vorum vinnufólk á Sandhólaferju. Þú, Gugga og ég með litlu dóttur mína. Ég man þegar við vorum að sjóða hafragrautinn ofan í gömlu merina, ættmóðurina, sem var orðin þritug, gráhærð og tannlaus. Ég minnist þess er þú varst með hann Jarp minn og varst að ná úr honum tölti, sem var ekki auðvelt, en þér tókst það eftir mikla vinnu. Ég minnist allra úti'eiðatúranna okkar þennan vetur í Heiðmörk og víðar, og þegar við riðum austur fyi'ir fjall um vorið með hestana í sumarhaga. Við lögðum af stað í ágætu veðri en hrepptum svo rammíslenskt slagveð- ur eins og það gerist verst, beint í fangið, alla leið yfii' heiðina, austur á Kambabrún. En við vorum búin að skipuleggja þetta vel og vorum vel útbúin fyrir þessa ferð, með gott nesti, kaffi og smá söngvatn, svona rétt til að við gætum sungið betur, enda stoppuðum við oft, sungum, sögðum brandara og hlógum heil ósköp. Hvað við skemmtum okkur vel í þessari ferð þrátt fyrir að veð- urguðirnir væru ekki í eins góðu skajii og við. Ég minnist þess er ég eitt sinn sagði þér að eitt það besta sem ég fengi væri saltað hrossakjöt og þú grettir þig og sagðist ekki geta ímyndað þér að það væri gott, svo ég bauð þér í mat til okkar hjónanna sem þú þáðir með semingi, en þér þótti það bara ljómandi gott og borð- aðir mikið. Þú varst léttur í lund og áttir auð- velt með að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu og margar á ég minningarnar um það þegar við veltumst um af hlátri yfir öllu mögulegu og ómögu- legu. Kæri vinur, þú fórst alltof fljótt, og vil ég þakka þér fyrir alla vinátt- una í gegnum árin. Hvíldu í friði. Ég bið Guð að hugga og styrkja ungan son, foreldra, systkini, vin- konu og aðra aðstandendur. Linda. Kæri frændi. Síðast þegar ég sá þig varst þú mjög glaður og ég hugs- aði að nú liði þér vel. Ég þakka þér fyrir hjálpsemina þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í hesta- mennskunni og ég trúi því að þér líði einnig vel þar sem þú ert nú. Ég votta ástvinum Alfreðs dýpstu sam- úð mína um leið og ég kveð góðan frænda. Sigrún Þórarinsdóttir. mörgu skemmtilegu fólki og bröll- uðum við margt skemmtilegt sam- an. Eftir að ég byrjaði að búa fyrir norðan, fyrir rúmlega 12 árum, lágu leiðir okkar æ sjaldnar saman. Hún kom þó einu sinni með Hjalta í afmælisboð föður míns, þar sem við skemmtum okkur vel að venju. Anna var fjölhæf kona, ávallt reiðubúin að læra eitthvað nýtt. Sótti hún m.a. námskeið hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Hún var bráðlagin í höndum og mikil lista- kona. Saumaði fatnað, batikmálaði og málaði myndir. Anna gekk í öll verk, inni og úti. Henni entist sjaldan dagurinn til að koma öllum sínum verkum frá. Hún var lífsglöð manneskja, full orku og gladdist alltaf að loknu verkefni. Það var mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum og þrátt fyrir mikla vinnu tók Anna alltaf vel á móti gestunum og með miklum myndar- skap. Sjálf ferðaðist Anna mikið innanlands sem utan, fór í leikhús og boð og ýmsar fleiri skemmtanir. Þau hjónin dvöldu árlega á heilsu- hælinu í Hveragerði til að hlaða batteríin. Anna var alltaf trúuð kona, hún var sterk og vann sig út úr öllum erfiðleikum sjálf, án þess að tala mikið um það. Hún var hreinskilin, hafði sínar ákveðnu skoðanir um þjóðfélagsmál og var mjög dugandi að hjálpa fólki sem átti í erfiðleikum. Hún ásamt Hjalta hjálpaði mér að ná fótfestu í þessu landi, sem var framandi fyrir mér, og fyrir það er ég mjög þakklát. Nú er Anna farin þangað sem við eigum öll eftir að fara, en minning- in um þessa glæsilegu konu lifir áfram. Ég votta Hjalta, börnunum og barnabörnunum mína dýpstu sam- úð. Megi Guð styrkja ykkur á þess- ari erfiðu stundu. Andrea Laible. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR ÁGÚSTSSON, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Jón Pétur Sveinsson, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson, Natasa Babic, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, BRYNDfS SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 19. nóvember. Elísabet Erla Gísladóttir, Þuríður Gísladóttir, Sigurður Örn Gíslason. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ODDSJÓNSSONAR bónda, Gili, Dýrafirði. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Jónsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Kristín Berglind Oddsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir. ANNA EINARSDÓTTIR T Anna Einars- " dóttir fæddist 4. nóveniber 1921. Hún lést á lieimili sínu á Kiðafelli í Kjós 11. nóvember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 18. nóvember. Elsku amma. Okkur tekur það sárt að geta ekki verið við jarðar- fórina þína, en aðstæð- urnar eru nú einu sinni þannig að við ráðum ekki við það. Þess vegna ákváðum við að setja nokkur orð á blað til þess að sýna að okkur þótti líka vænt um þig. Við munum alltaf minnast þeirra stunda sem við áttum sam- an. Hvort sem það var við matar- borðið, úti í garði að leika með steinana þína eða á hestbaki. Við minnumst þessara stunda með gleði í hjarta og bros á vör. Elsku afi, mamma, Bóbó, Lilli, Bjössi, Sigga, Magga, Einat;, Steini, Gauja og fjölskyldur. Á þessari sorgarstundu er hugur okkar hjá ykkur öllum. Guð veri með ykkur. Sigþrúður og Agústa. Þegar ég heyrði um andlát Önnu í útvarpinu varð ég harmi slegin. En dauðinn gerir nú aldrei boð á undan sér. Ég ætlaði einmitt loks- ins að heimsækja hana, því við höfðum ekki sést í þó nokkurn tíma, en þá er hún allt í einu farin. Ég á erfitt með að trúa að við Anna getum aldrei hist framar. Ég kynntist Önnu fyrir rúmlega 18 árum á fallegum degi í júlímánuði þeg- ar ég réð mig í vinnu til þeirra hjónanna. Hún hafði þá skrifað mér nokki-um vikum áður og beðið mig að koma að hjálpa sér í ferðaþjónustu og hestaleigu. Um leið og ég byrj- aði að vinna hjá þeim hjónum líkaði mér strax vel við Önnu. Ég hafði á tilfinningunni að þarna væri ég vel- komin. Eg kunni lítið til verka í ferðaþjónustu svo og öðrum sveita- störfum þar sem ég kom beint utan frá erlendri stórborg og hafði aldrei unnið slík störf áður. Anna, sem alltaf var hreinskilin og ákveðin, kenndi mér réttu vinnubrögðin frá upphafi án þess að skammast. Alltaf kom hún hlý- lega fram við mig, enda var það henni í blóð borið. Hún vildi að ég ynni verkin hratt og vel og þannig var hún almennt. Þegar leið á dvölina mynduðust milli okkar sterk vináttubönd, sem héldust fram til dauðadags hennar. Þó svo að ég þyrfti oft að vinna mikið, þá slógum við Anna líka á létta strengi. Við skruppum saman í útreiðartúra um „fallegu sveitina“ hennar í Kjósinni, eins og hún kall- aði sveitina sína alltaf. Hún hafði áhuga á hestum eins og ég og var dugleg að sitja hest og njóta þeirra. En við gerðum oft margt annað sameiginlega; fórum stundum í bæ- inn, bæði í heimsóknir og búðir, eða löbbuðum bara niður Lauga- veginn. Hún kynnti mig fyrir ALFREÐ BJARNI JÖRGENSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.