Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 58
08 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Rýmkaðar heimildir lögreglu til rannsóknar tölvubrota FYRIR skömmu gekk dómur í Hæstarétti þar sem kveðið var á um skyldu Islandia Internet ehf., sem internetþjónustuaðila, til að láta lögreglu í té tilteknai- upplýs- ingar um ferðir eins af viðskipta- vinum fyrirtækisins á intemetinu. Nánar tiltekið segir í dómsorði að Islandia Internet ehf. beri að láta {♦greglu í té „upplýsingar, sem varnaraðili [Islandia Internet] hef- ur tiltækar, um hvaða skráðu not- endur internetmiðlara hans kunni að hafa unnið spjöll og gert breyt- ingar á heimasíðum Garðaskóla og Garðalundar 1. nóvember 1998“. Sá rökstuðningur sem leiðir til niðurstöðu Hæstaréttar er um margt merkilegur og gefur ákveðnar vísbendingar um meðferð hliðstæðra mála í framtíðinni. Dómurinn kemst að því að ríkir almanna- og einkahagsmunir rétt- læti að lögregla íái að- gang að þeim upplýs- ingum sem um var beð- ið. Það sem vekur at- hygli er að Hæstiréttur virðist líta svo á að rík- ir almanna- og einka- hagsmunir séu almennt fyrir hendi þegar lög- regla hefur hagsmuni af því að rannsaka af- brot með þcssum hætti. Gunnar Thoroddsen í 17. gr. fjarskipta- laga segir að allir þeir sem starfa við fjar- skiptavirki, hvort sem um er að ræða starfs- menn rekstrarleyfis- hafa eða aðra, skulu skyldir, bæði meðan þeir gegna stai-fmu og eftir að þeir hafa látið af því, að halda leyndu fyrir óviðkomandi aðil- um öllu því sem um fjarskiptavirkin fer, hvort sem um er að ræða efni skeyta eða samtala eða hvort fjar- skipti hafa átt sér stað og milli hverra. Hér ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 980. þáttur ÓLAFUR Kristjánsson á Akur- eyri undrast hversu margir mis- fari með orðið mær. Hann veit mörg dæmi þess að beygingin hafí verið skökk í fjölmiðlum. Skal nú að þessu hyggja. Mær er jó-stofn, en beygist nokkuð óreglulega í eintölu, af ástæðum sem síðar greinir. Beyg- ingin er svo: Eintala Fleirtala mær meyjar mey meyjar meytju) meyjum meyjar meyja Málið flækist af því að nefnifall eintölu hefur stundum breyst í mey fyrir áhrif frá þolfalli og þágufalli (og fleirtölunni). Það er þó einkum í sambandinu María mey. Umsjónarmaður segir hik- laust María mær, því að honum þykir orðmyndin mær svo falleg, og síst af öllu telur hann það helgispjöll eins og einhverjum við- mælanda hans þótti. Um þá beyg- ingu, sem að ofan stendur, erum við Ólafur Kristjánsson á einu máli. U f Hvernig stendur þá á því að menn skuli stundum tala um „mærina" eða jafnvel segja „frá mærinni"? Það hlýtur að vera „öf- ug áhrifsbreyting“ út frá nefni- fallsmyndinni mær. Þvælum ekki meira um beyginguna. Reynum að sameinast um hina fógru beyg- ingu sem fyrr greinir. En hvernig í ósköpunum stend- ur á því, að í stofni sama orðs skuli ýmist vera æ eða ey? Á þessu eru skýringar sem byggjast á því, að í eldgamla daga skiptust á eftir ákveðnum reglum hljóðin j og w (sem táknaði meira kringt samhljóð en v og er nefnt hálf- hljóð= hálfgildings sérhljóð). . ^pamla stofnsérhljóðið var a í öll- um föllum. Til þess að gera þetta ekki alltof flókið og fráhrindandi skulum við aðeins bera saman á frumnorrænu nefnifall og eignar- fall: Nefnif. *mawir, eignarf. maujóz. í nefnifallinu hefur w fallið brott, a-hljóðið lengst og síð- an orðið i-hljóðvarp á>æ, en í eignarf. breyttist au í ey með j- hljóðvarpi. Eg hefði átt að geta þess áðan að í frumnorrænu var j líka hálfhljóð eins og w. Það stuðl- aði meira að segja við sérhljóð langt fram eftir öldum. Bjarni Y> Borgfirðingaskáld (Húsafells- Bjarni): Er það ekki aumt að sjá, er einn kristinn fellur frá; hann jarðast eins og hræið án söngs, sem fuglar dæi. ★ Alltaf er eitthvað gott að gerast ^ í fræðum og fjarskiptum. Um- sjónarmaður birtir með þökkum eftirfarandi lesmál frá Jóni Hilmari Jónssyni ritstjóra: Nýr aðgangur að gagnasafni Orðabókar Háskólans „Orðabók Háskólans hefur nú opnað nýjan aðgang að gagnasafni sínu á netinu. Kjarni gagnasafns- ins er sem fyrr aðalorðaskrá Orðabókarinnar með notkunar- dæmum úr rituðu máli, sem hefur að geyma u.þ.b. 700 þúsund fletti- orð. Við hvert orð í skránni kemur fram frá hvaða tímabili dæmi eru um það í ritmálssafni og hver elsta heimildin er um orðið í safn- inu. Á síðustu árum hefur farið fram umfangsmikill innsláttur á notk- unardæmum í safninu með sér- stökum stuðningi Lýðveldissjóðs. Þetta efni er að drjúgum hluta orðið aðgengilegt í gagnasafninu og meira efni verður bætt við á næstunni. Dæmin eru tengd við flettiorðin, þannig að hægt er að kalla fram dæmasafn einstakra orða. Athyglisverð nýjung er fólg- in í því að hægt er að fá dæmun- um raðað á tvennan hátt, annars vegar eftir aldri og hins vegar eft- ir setningarlegu umhverfí fletti- orðsins. Önnur nýjung er sú að bregða má upp yfírliti um orðmyndir ein- stakra flettiorða eins og þær koma fram í dæmunum. Þar sést hversu mörg dæmi eru um hverja orðmynd fýrir sig og frá hvaða tíma dæmin eru. Hægt er að skoða sérstaklega þau dæmi sem eiga við einstakar orðmyndir. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að semja sérstaka skrá um orðasambönd sem fram koma í notkunardæmunum. Orða- sambandaskráin er tengd við flettiorðin, þannig að við hvert flettiorð sem fram kemur í orða- sambandi má fá fram lista um þau orðasambönd sem um er að ræða. I orðasambandaskránni eru nú um 30 þúsund orðasambönd af ýmsu tagi. Gagnasafn Orðabókarinnar fel- ur í sér margþættar upplýsingar um orð og orðafar sem komið geta almenningi, námsmönnum og fræðimönnum að margvíslegum notum. En gerð þess og uppbygg- ing er jafnframt mikilvæg for- senda þess að ráðist verði í að semja heildstæða orðabókarlýs- ingu á þeim orðaforða sem söfn Orðabókarinnar hafa að geyma. Slóðin að vefsíðu Orðabókar Háskólans er www.lexis.hi.is." ★ Hlymrekur handan kvað: Pað var óþarfi að bera ‘onum Birni hrós, hann er bara eitt gement smástirniljós, og ekkert að þakka, þó hann eignaðist krakka með því sem næst sofandi Þyrnirós. ★ Sigursteinn Hersveinsson, sem okkur öllum er að góðu kunnur, skrifar mér, en vill ekki láta mig birta bréfíð. Með eftirgangsmun- um fékk ég þó að sýna hér smá- glepsur (umsjónarmaður gengst upp við hrós góðra manna): „Kæri Gísli. Það er nokkuð langur tími sem mig hefur langað til þess að senda þér h'nu. Ástæðan er sú að ég hefi mikið gagn og yndi af því að tesa þætti þína um íslenskt mál. Eg færi þér hér með mínar bestu þakkir fyrir þá alla. Eg verð nú að segja að kafli í þættinum (978.) þar sem rakin eru atriði úr bréfí Hólmfríðar Gests- dóttur var eins og skrifaður fyrir mína hönd, þ.e.a.s. ég hefi látið fara í taugar mínar þessar tuggur, sem hver etur eftir öðrum og raktar eru í bréfí Hólmfríðar. Ég heyri nokkrum sinnum í út- varpi þegar fjallað er um skíðaí- þróttir, að það sé fallinn allgóður púðursnjór íyrir norðan, já meira að segja á Hlíðarfjalli. Ætli lausa- mjöll sjáist þar ekki lengur? Ég held ég muni það rétt að þú hafír fundið að þessu málfari en víst er að ég hefi heyrt ábendingar frá góðu fólki um að taka ekki upp nýtt orð fyrir lausamjöll." ★ Nikulás norðan kvað: Hún Hallótta dáðirnar drýgði og dónura og kújónum ýgði, fjötra af sér hristi, var femínisti og þúsundum mannkerta mýgði. Auk þess hefur Amfinnur Am- fínnsson bíóstjóri á Akureyri kennt mér vestfírskt orðtak: að gera lúkkum yfír eitthvað= verða sér endanlega til skammar. Ef menn kannast við þetta, væri umsjónarmaður feginn að fá um það vitneskju. Og Sigvaldi Júlíus- son fær stóran plús fyrir „þriðj- ung gengin í eitt“. Þau leiðu mistök urðu í frá- gangi síðasta þáttar að erindi úr Bréfi um Ijóðstafi eftir Hannes Pétursson var sett sem óbundið mál. Skáldið og allir aðrir era beðnir velvirðingar. Svona á þetta að vera: Aflar en sagnir og annað sem lýkur upp tímum felst undirrót þeirra, launung kynstofnsins hjúpuð. Þríeitt tilsvar? Véspá? Það veit ei neinn. Að vettugi hafa menn borið fram slíkar spurnir. verður ekki rætt um það hverjar heimildir internetþjónustuaðilar hafa á annað borð til þess að safna upplýsingum um internetnotkun viðskiptavina sinna. Hins vegar er samkvæmt ákvæðum fjarskipta- laga ótvírætt að Islandia Internet ehf. hefur, líkt og aðrir internet- þjónustuaðilar, trúnaðarskyldu gagnvart viðskiptavinum sínum um þær upplýsingar sem safnað er á meðan á internetnotkun viðskipta- vina fyrirtækisins stendur. Bæði í fjarskiptalögum og lögum um meðferð opinberra mála er gert ráð fyrir því að lögregla geti í þágu rannsóknar opinbers máls fengið dómsúrskurð um aðgang að til- teknum upplýsingum, þ.á m. um símtöl við tiltekinn síma eða fjar- skipti við tiltekið fjarskiptatæki. Lögin gera ráð fyrir því að slíkan úrskurð megi því aðeins fá að a) ástæða sé til að ætla að upplýsing- ar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þessum Það verður að teljast uggvænleg þróun ef Hæstiréttur lítur svo á, segir Gunnar Thorodd- sen, að í hvert sinn sem lögregla hefur ekki aðra kosti vegna rann- sóknar afbrota en að lesa upplýsingar sem skráðar hafa verið á tölvutækt form, þá vegi rannsóknarhagsmunir þyngra en hagsmunir einstaklinga um frið- helgi einkalífs. hætti, og b) að rannsókn beinist að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi eða ríkir almanna- hagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess. I því tilviki sem hér um ræðir beindist rannsókn málsins á broti gegn 249. gr. a og 257. gr. al- mennra hegningarlaga. Samkvæmt ákvæðunum varðar það 6 ára fang- elsi annars vegar ef maður á ólög- mætan hátt breytir, bætir við eða eyðileggur tölvuvélbúnað, eða gögn eða forrit sem geymd era á tölvu- tæku formi, eða hefur með öðrum hætti gert ráðstafanir sem era til þess fallnar að hafa áhrif á niður- stöðu tölvuvinnslu og hins vegar ef maður breytir, bætir við, þurrkar út eða eyðileggur með öðram hætti án heimildar gögn eða forrit sem geymd era á tölvutæku formi og ætluð era til tölvuvinnslu. Þegar borin era saman ákvæði tilvitnaðra ákvæða hegningarlaga annars vegar og ákvæði laga um meðferð opinberra mála virðist nærtækast að álykta sem svo að upplýsingar verði aðeins fengnar lögreglu um internetnotkun sak- borninga í undantekningartilvik- um, þ.e. þegar ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjast þess. Reyndar leiðir sú túlkun beinlínis af orðalagi tilvitnaðra ákvæða, enda nær refsing samkvæmt hegn- ingarlagaákvæðunum ekki því 8 ára lágmarki sem lögin um með- ferð opinberra mála gera ráð fyrir. Það sé því alls ekki almenna reglan að lögregla hafi aðgang að slíkum upplýsingum, heldur sé það aðeins í sérstökum tilvikum. Annað virðist mega ráða af rökstuðningi Hæsta- réttar. I forsendum Hæstaréttar er vís- að til þess að með þeirri háttsemi sem grunur beindist að, mætti ætla að færi gæfist á því að fá aðgang að gögnum annarra og komast þannig að upplýsingum um einkahagi þeirra eða rjúfa eftir atvikum frið- helgi einkalífs þess, sem brot bein- ist gegn. I málinu hafi því verið borið við að þeir sem áttu í hlut kunni að hafa komist í „viðkvæm gögn“. Þá segir í dómi Hæstarétt- ar: „Eins og háttað er þeim verkn- aði, sem málið varðar, er vandséð hvaða úrræði sóknaraðili [lögregla] hefur önnur til að upplýsa brotið en þau, sem hann krefst hér að fá að beita. Augljóst er að það sama getur að öðru jöfnu átt við um sam- bærileg brot. Er þannig hætt við að mjög geti dregið úr varnaðará- hrifum þeirra ákvæða almennra hegningarlaga, sem áður er getið, ef rannsókn á brotum gegn þeim er háð þeim takmörkunum að ekki verði aflað gagna á borð við þau, sem krafa sóknaraðila í þessu máli tekur til.“ Ljóst er að nákvæmar skrár um ferðir manna á internetinu, tölvu- póst og samskipti önnur í gegnum tölvunet kunna að geyma við- kvæmar persónuupplýsingar um hagi manna, áhugasvið, fjárhag, skoðanir og hugðarefni margs kon- ar. Rétt eins og húsleit og síma- hleran sætir ströngum takmörkun- um samkvæmt lögum, ætti aðeins í sérstökum undantekningartilvik- um að heimila lögreglu að yfirfara upplýsingar sem safnað hefui’ verið með þessum hætti hjá internet- þjónustuaðilum. I dómi Hæstaréttar virðist hins vegar gengið lengi’a og við það miðað að þegar brot beinast að tölvum, hugbúnaði eða tölvugögn- um þá hafí lögregla „að öðru jöfnu“ heimild til þess að yfirfara við- kvæmar persónuupplýsingar. Þannig beri almennt að úrskurða um slíkar heimildir lögreglu, enda „vandséð hvaða úrræði [lögregla] hefur önnur til að upplýsa þrotið" en þau, að yfirfara persónuupplýs- ingar sem geymdar era í tölvu- skrám. Það verður að teljast uggvænleg þróun ef Hæstiréttur lítur svo á að í hvert sinn sem lögregla hefur ekki aðra kosti vegna rannsóknar afbrota en að lesa upplýsingar sem skráðar hafa verið á tölvutækt form, þá vegi rannsóknarhagsmun- ir þyngra en hagsmunir einstak- linga um friðhelgi einkalífs. Það er mikilvæg grundvallar- regla að upplýsingar sem varða einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga fái að fara leynt. Þessi þýðingarmiklu mannréttindi hafa nú á dögum rík- ara vægi þegar skráning margs konar persónuupplýsinga hefur færst í vöxt með tilkomu nýrrar tölvutækni. I kjölfar dómsins má ætla að sú krafa komi fram frá viðskiptavinum internetþjónustuaðila að viðkvæm- ar persónuupplýsingar verði alls ekki ski’áðar eða geymdar nema að því leyti sem nauðsynlegt er til þess að starfrækja viðkomandi fjar- skiptaþjónustu. Það verður for- vitnilegt að sjá hvort og þá hvernig þeir aðilar bregðast við því. Höfundur er héraðsdómslögmaður og stiirfiii' hjá OZ hf. Úrval af töskum Háaleitisbraut 58-60, sfmi 581 3525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.