Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 60
^>0 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hugleiðingar á bindindisdegi fj ölskyldunnar ALLAR götur frá því í árdaga hefur vímu- gjafinn áfengi fylgt mannkyninu og valdið mörgum sárindum, ^þamingju og tjóni. Um slíkt finnast mörg dæmin. Dæmi þessa má finna í fomsögunum, þ.á m. Noregskon- ungasögum eins og sjá má af ræðu Sverris konungs Sigurðssonar í Flateyjarbók. Það sem hann kemur inn á þar á margt við um daginn í dag. Konungur var Þrándheimi. Þýðversk- ir menn höfðu flutt þangað mikið af víni, svo þá var eigi dýrra vín en mungát (þ.e. öl). Það sumar var mörg óspekt gör við drykk. Könriumst við ekki mæta vel *4*ð slíkt? Frá dagbókum lögreglu: árásir á fólk, bifreiðum stolið og þær eyðilagðar, rúður brotnar o.s.frv. - óspekt gör við drykk. Enn segir í Sverrissögu: Einn maður var sá af Birkibeinum er hann var svá vitlaus af drykk að hann hljóp ofan úr höllinni milli og konungsstofu og þóttist hlaupa á sund og fekk þegar bana. Var ekki hér um daginn sagt frá stúlku sem ætlaði að fá sér sundsprett í höfninni. Henni var bjargað. Hún lifði. Þá segir enn í _J?verrissögu í beinu framhaldi af iramansögðu: Annar hljóp fram af bryggjunni og drukknaði. Maður stökk fram af bryggju í Reykjavík og drukknaði. Hann var drukkinn. Sömu atburðirnir, sömu harm- sögurnar endurtaka sig. Þó virðast sumir ekkert hafa lært, skáka í skjóli frjálshyggjunnar og frelsis- ins, hins ótakmarkaða frelsis, þ.á m. dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, eins og þekkt er orðið í sambandi við áfengisauglýsingar. Afengisauðvaldið gengur svo á lag- ið, fær svo að leika lausum hala - að eigin vild. Þó hefur mér skilist að lög séu í landi sem banna áfengisauglýs- ingar. Svo segir áfram í Sverrissögu: En er hann kom til bæjarins var brátt sá atburður einhvern dag, að tveir menn deildu drukknir, annar gestur konungs, en annar húskarl og því næst vildi hvor öðrum veita tilráð. Og í því kom Þjóðólfur rympill gestahöfðingi út úr gestastofunni. Hann hafði ekki vápn og tók hann stálhúfuna af höfði sér og laust húskarlinn en hann laust Þjóðólf í móti með handexi. Eftir það hélt maður á mann og lét hverr ganga Hvernig væri nú um þessa bindindis- helgi fjölskyldunnar, segir Björn G. Eiríks- son,að láta svo „að öll- um hlutum skyldi stilling fylgja“. það er til hafði og váru allir ölóðir. Minnir þetta ekki á ástandið á okkar tímum, þegar lýðurinn kem- ur út af kránum á nóttunni? Þessir atburðir urðu til þess að Sverrir konungur hafði þing í bæn- um og hélt mikla bindindisræðu, máske þá fyrstu í fornbókmenntum okkar. Ekki er fráleitt að rifja hana upp nú. Eftir að hafa þakkað kaupmönn- um fyrir að hafa flutt til landsins nauðsynjar mælir hann: En þýð- verskir menn er hingað eru komnir með stórskipum og héðan ætla að flytja smjör eður skreið, en mikil Björn G. Eiríksson landeyða er að þeirri brottflutn- ingu, en kemur í staðinn vín, er menn hafa til lagizt að kaupa, bæði mínir menn og bæjarmenn og kaup- menn, af því kaupi hefir staðið margt illt en ekki gott. Hér hafa margir menn týnt lífinu fyrir þessa sök, sumir limunum, sumir bera annars konar örkuml allan sinn ald- ur, sumfr svívfrðing, verið særðir eða barðir og veldur þessu of- drykkjan. Kann eg þeim Suður- mönnum mikla óþökk fyrir sína ferð og með því ef þeir vilja halda lífi sínu og fé, verði þeir á brottu og hefur þeirra erindi orðið oss óþarft og ríki váru. Þér megið á minnast hvert efni ofdrykkju er og til hvers hún aflar. Það er hið fyrsta er minnst er að telja að sá er þýðist ofdrykkju þá fyrirlætur hann fjár- aflann og hennar andvirði, týnir fénu og glatar þar til sá maður er fullsæll var að fénu, þá verður hann vesæll og válaður og fátækur ef hann fyrirlætur hana eigi. Það er annar löstur ofdrykkju að hon týnir minninu, gleymir öllu því er honum væri skylt að muna. Það er hið þriðja að þá ágirnist maður alla hina röngu hlutina og hræðist þá ekki að taka fé með röngu eða kon- ur. Sá er hinn fjórði löstur of- drykkju, að hon eggjar hann þola engan hlut, hvorki orð né verk, gjalda í móti öllu hálfu meira illt en til er gört og enn umfram eggjar hon þessa að leita lastanna á þá er óvaldir eru. Þá er enn þessi hlutur að hann hrapar til þess er hann má, að þola vandræði, mæðast af vökunni, týna blóðinu í öllum liðunum og spilla blóðinu til vanheilsunnar og þar með týna allri heilsunni - og þar með vitinu, þess eggjar hon þá að fyrirfara því, að ólógað er, en það er sálan. Enn heldur Sverrir konungur áfram að telja upp fylgifiska drykkjunnar og segir í lokin: Minnizt á, hversu ólíkt þetta at- hæfi er því er vera skyldi því að ölium hlutum skyldi stilling fylgja. Þessi gamla bindindisræða á við enn í dag. Þær myndir sem Sverr- ir konungur hefir dregið upp eiga sér hliðstæður í nútíðinni rétt eins og í þátíðinni. Hvernig væri nú um þessa bindindishelgi fjölskyldunn- ar að láta svo „að öllum hlutum skyldi stilling fylgja". Minnizt á að: „Þegar Bakkus hlær er bölið nær“. Hötundur er sérkennari. Hin skýru skilaboð ÞAÐ hefur löngum verið sagt að fjölskyld- an sé hornsteinn samfé- lagsins og enginn skyldi efast um gildi þeirrar fullyrðingar, því góð fjölskylda er gulli betri. Hver sá hefur góðrar gæfu notið sem minnist fjölskyldu sinnar fyrr og síðar með einlægri þökk og ofurhlýjum hug. Svo margt kemur til að annarra minning- ^ajj. eru öðru og verra márki brenndar. Minn- ingin getur allt eins verið um sífellt ósætti og ofurkvíða, ofbeldi og upplausn og ærið margt sem veldur. Einn er þó öðrum orsakavöldum illskeyttari og skæðari, sá vágestur vímunnar sem voðalegastur er heil- brigðu og góðu fjölskyldulífi. Eg er þessa dagana að lesa bókina hennar Jóhönnu Kristjónsdóttur: Perlur og steina - árin með Jökli og lætur engan ósnortinn, lýsir vel og átak- anlega um leið sálarangist og ■*»þryggilegum afleiðingum þess vímuvalds sem mestum usla veldur. Eg las á dögunum viðtal við ágætan fræðimann, sem var spurð- ur um viðbrögð við gríðarlegu her- hlaupi alþingismanna okkar á dög- unum vegna hinna ólöglegu vímu- efna, sem svo alltof margt leggja í rúst. Hann minnti á þá staðreynd að ^vo skelfilegt mannfall og glataður mannauður sem væri bein afleiðing neyzlu ólöglegra vímuefna, þá væri mannfall sem glat- aður mannauður enn meiri af völdum hinna löglegu vímuefna. Stað- reynd sem hefði ekki síður átt að vera alþing- ismönnum okkar um- ræðuefni. A það hefur oft verið bent hve mörgum reyn- ist auðvelt að skella allri skuld á og berja sér á brjóst út af skelfingu hinna ólöglegu vímu- efna sem vissulega er hræðileg. En sömu brjóstberjendur gætu svo nær í sömu andrá neytt hinna löglegu með oft skelfilegum afleiðingum m.a. og sér í lagi á eigið fjölskyldulíf. Tvískinnungurinn í sinni verstu mynd ærið oft á fleti fyrir Eg fékk heimsókn á dögunum af manni sem sagðist frá unga aldri hafa verið götunnar maður, án alls athvarfs, orsökin áfengisneyzla og at- hvarfsleysið nú verst, afsökun fyrir því að gefa sig vímunni á vald. Að- spurður um fjölskyldu ansaði hann dapur í bragði að vissulega hefði hann átt fjölskyldu, foreldra, systk- ini, frændfólk, jafnvel góða vini bætti hann við, en hann hefði löngu gjört sig útlægan úr þeirra samfélagi, móðirin nú á elliheimili sú eina sem Fjölskyldan á að vera hverjum og einum dýrmætari en svo, segir Helgi Seljan, að þar sé ekki allt gjört til að gæfuaukans eins megi njóta. huggaði og reyndi að skilja drenginn sinn. „Eg hefði orðið að manni, ef áfeng- ið hefði ekki komið til,“ voru lokaorð hans. Svona utan enda sannleikans beizku sögur. En þarf þetta að vera svona? Fjölskyldan á að vera hverj- um og einum dýrmætari en svo að þar sé ekki allt gjört til að gæfu- aukans eins megi njóta. Við höldum bindindishelgi með vímuna útlæga, ýmis samtök sem hyggja það til heilla bezt að hlúa að fjölskyldulífinu á allan hátt. Við vitum og það eiga allir að vita að það er ekki gjört með vímuefnin sem fylgifiska, hver sem þau eru. Njótið helgarinnar í faðmi fjölskyldu, njótið samkenndar og ást- ríkis, eignist yndislegar minningar um þessa helgi og allai- helgar, víkið burt þeim voða er af vímunni stafar. Það eru okkar skýru og einlægu skilaboð. Höfundur er frum k væm dastjóri Oryrkjabandalagsins. Helgi Seljan Nýtt barna- bótakerfí Megineinkenni ís- lenska skattakerfisins eru háir jaðarskattar og lágur meðalskattur. Þó svo að meðalskatt- byrði íslenskra heimila sé tiltölulega lítil sam- anborið við aðrar þjóð- ir er jaðarskattur á fjölskyldur með meðal- tekjur hins vegai- með því hæsta sem þekkist, ekki síst vegna tekju- tengdra bótakerfa. Ymsar rannsóknir sýna að háir jaðar- skattar, helsti galli ís- lenska tekjuskatts- kerfisins, virka vinnu- letjandi, ýta undir svarta atvinnu- starfsemi og hjónaskilnaði. Jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafa sætt vaxandi gagmýni undan- farin ár. I stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er kveðið á um end- urskoðun skattkerfisins með það að markmiði að draga úr jaðará- hrifum þess. Fjármálaráðherra skipaði í ársbyrjun 1996 nefnd í því skyni. í nefndinni var fjallað um ýmsar leiðir tO þess að draga úr jaðaráhrifum tekjuskatts og bótakerfanna. Nefndin skilaði af sér skýrslu árið 1997. Jaðarskattanefnd skoðaði ýmsar leiðir til breytinga á barnabótum til að draga úr jaðaráhrifum þeirra, en þessar voru helstar: * Barnabætur yrðu ótekjutengdar með svipuðu sniði og í nágranna- löndunum. * Skattleggja barnabætur til að vega upp á móti þeirn kostnaði sem af afnámi tekjuskerðingar hlytist. * Fella almennu barnabæturnar, sem ekki voru tekjutengdar, inn í tekjutengdu bæturnar um leið og dregið væri úr sjálfri tekjuskerð- ingunni. Ríkisstjórnin valdi síðustu leið- ina. Með breytingunum átti að stíga mikilvægt skref til að draga úr jaðaráhrifum bótanna. Nýtt barna- bótakerfi Ríkisstjórnin breytti bamabóta- kerfinu með lögum sem tóku gildi 1997. Greiðslur barnabóta sam- kvæmt eldri skattalögum voru tví- þættar. Foreldrar fengu annars vegar greiddar sömu barnabætur til allra barna yngri en 16 ára og hins vegar bamabótaauka, sem var bæði háður tekjum og eignum. Barnabætur samkvæmt breyttu kerfi komu til útborgunar í fyrsta skipti 1. ágúst 1998. Breytingarnar á bamabótakerfinu fólu í sér: a. Eitt tekjutengt barnabóta- kerfi í stað almennra barnabóta og tekjutengds bamabótaauka. Tekjuskerðingarhlutföll barna- bótaaukans voru lækkuð eftir fjölda barna í fjölskyldu eins og hér segir. Með þremur bömum úr 15% í 11%, með tveimur bömum úr 11% í 9%, með einu bami úr 6% í 5%. Áiið 1996 námu greiðslur barna- bóta 4.867 milljónum króna. A ár- inu 1997 námu þær 4.650 m.kr. Bamabætur vora í fyrsta skipti greiddar út eftir nýju kerfi 1. ágúst 1998. Barnabætur ui’ðu þá að fullu tekju- og eignatengdar. í álagningai'yfirliti einstaklinga og lögaðila fyrir tekjuárið 1997, sem ríkisskattstjóri tekur saman, kem- ur fram að greiddar barnabætur árið 1998 verða 4.078 m.kr. Sam- kvæmt því lækka barnabætur um 572 m.kr. á milli ára. Vegna launa- hækkana á yfirstandandi ári má gera ráð fyrir að barnabætur lækki enn frekar fyrir árið 1999. í fjárlögum 1999 er gert ráð fyrir 550 m.kr. lækkun á greiðslu barna- bóta vegna launahækkana. Bæt- umar yrðu þá væntan- lega um 3.500 m.kr. ár- ið 1999. Bamabætur lækka því á tveggja ára tímabili 1997-1999 um 1.150 m.kr. eða um 25%. I fjárlögum fyrir 1998 var hins vegar gert ráð fyrir að þær yrðu 4.500 milljónir króna árið 1998. í fjár- lögum fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir að barnabætur lækki vegna launahækkana á yfirstandandi ári og verði um 3.950 milljón- ir króna árið 1999. Barnabætur lækka því frá árinu 1997-1999, samkvæmt fjárlögum, Til þess að draga úr tekjutengingu barnabóta legg ég fram tvær tillögur, segir Yigdís Hauks- dóttir og reifar þær tillögur hér. um 700 milljónir króna eða um 15%. Breyting barnabótakerfisins hefur falið í sér tilflutning bóta frá fólki með tiltölulega háar tekjur tO fólks með tekjur um eða undir meðallagi. Barnabætur til foreldra með tekjur yfir ákveðnu marki hafa hins vegar fallið niður. b. ísland sker sig úr ríkjum OECD varðandi tekju- og eigna- tengingu barnabóta. Tekju- og eignatenging barnabóta þekkist tæpast í öðrum aðildarríkjum OECD. Einnig er víða að finna sérstakan frádrátt frá skattskyld- um tekjum vegna barna eða fjöl- skylduaðstæðna. Ekkert ríki OECD eignatengir barnabætur, að Islandi undanskildu. Til að draga úr tekjutengingu barnabóta legg ég fram tvær til- lögur. Ég kem til með að fylgja þeim fast eftir á yfirstandandi flokksþingi Framsóknarflokksins. Tillaga I: Komi strax til framkvæmda Bamabætur verði aftur hækk- aðar um 500 milljónir króna frá því sem nú er og auk þess verði komið í veg fyrir fyrirhugaða lækkun á bamabótum um aðrar 500 milljón- ir króna á árinu 1999. Tekjuskerð- ingarhlutföll lækki með þremur börnum úr 11% í 9%, með tveimur börnum úr 9% í 7% og með einu bami úr 5% í 4%. Kostnaður ríkissjóðs við tillögu I væri um einn milljarður, sem er minni fjárhæð en barnabætur stefna í að lækka um árin 1998 og 1999. Nauðsynlegt er að stíga fleiri skref og leiðrétta skerðinguna með því að draga enn frekar úr tekju- tengingu barnabótanna. Tillaga II: Fraint/ðaráform Barnabótakeríið verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Alvar- lega verði skoðað hvort skynsam- legt geti verið að taka upp per- sónuafslátt fyrir börn sem foreldr- ar geta nýtt sér til frádráttar tekna sinna. Þannig fengju allir foreldrar jafnháan persónuafslátt á hvert barn, óháð tekjum og eign- um. Það er mín framtíðarsýn. Höfundur er 2. varaþingniaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi. Vigdís Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.