Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 61 Álver í Trinidad og Kyoto-bókunin NÝLEGA mátti lesa í blöðum frétt um að Norsk Hydro hefði ákveðið að reisa nýtt álver í Trinidad, eyríki undan norðurströnd Suður-Ameríku. Af- köst þess eru ráðgerð 237.000 tonn á ári í fyrstu, en áformað að auka þau í 474.000 tonn síðar. Það fær raforku frá eldsneytis- stöðvum sem brenna jarðgasi. Um nokkurt skeið hafði Norsk Hydro velt því fyrir sér hvort reisa slcyldi álverið í Trinidad eða í Qatar, í Mið-Austur- löndum, þar sem það hefði einnig fengið raforku úr jarðgasi. Rétt er að taka fram að aldrei var til um- ræðu að reisa þetta álver á Reyð- arfirði. Þegar það hefur náð 474.000 tonna afköstum á ári fylgir þessu nýja álveri losun koltvísýrings frá raforkuvinnslunni sem nemur 2.435 þúsund tonnum á ári og um 700 þúsund tonnum af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum frá skautum álversins, eða samtals nálægt 3.135 þúsund tonnum á ári. Þar af eru þessi 700 þúsund tonn óhjákvæmilegur fylgifískur þessar- ar álvinnslu og óháð því hvemig raforkan er unnin. Þau eru hin sömu hvar sem álverið er reist. Hinsvegar hefði losunin frá raf- orkuvinnslunni orðið hverfandi ef álverið hefði verið reist í vatnsorkulandi, eins og til dæmis ná- grannalandinu Venez- úela, jafnvel engin í sumum vatnsorku- löndum. En jafnvel þótt aldrei hafi staðið til að reisa þetta álver á ís- landi er gagnlegt í ljósi Kyoto-bókunar- innar að bera þessar tölur saman við ís- lenskar aðstæður. Losun Islands á gróðurhúsalofttegund- um árið 1996 var 2.856 þúsund tonn að koltvísýringsígildi, sem er 0,8% undir losuninni 1990. Ef við hugsum okkur að 474 þúsund tonna álver hefði verið starfandi hér á landi 1996 hefði það aukið losun íslands um þessi 700 þúsund tonn, sem þýddi að heildarlosunin hefði þá verið 23,6% hærri en 1990. Það er langt umfram þau 10% sem Kyoto-bókunin ætlar okkur 2008- 2012. Og er hún þó talin hafa gert vel við Island. En staðsetning ál- versins hér sparaði andrúmsloftinu meira en þrefalt það magn, 2.435 þúsund tonn, eða 84,6% af losun okkar 1990, borið saman við að raf- orkan til þess væri unnin úr jarð- gasi sem er þó umhverfisvænsta eldsneytið úr jörðu sem til er. Þetta er að engu metið í Kyoto- Staðsetning rafknúins álvers hér sparaði andrúmsloftinu þrefalt magn gróðurhúsaloft- tegunda, segir Jakob Björnsson, miðað við raforkuvinnslu úr jarðgasi sem þó er umhverfísvænsta eldsneytið úr jörðu sem til er. bókuninni vegna þess að losunin sem staðsetning hér hefði sparað á sér stað utan Islands. Eru þó allir sammála um að það kemur í einn stað niður fyrir andrúmsloftið hvar spamaðurinn á sér stað. Til hvaða ráðstafana, sem Kyoto- bókunin viðurkennir, getum við gripið sem spara andrúmsloftinu yfir 80% af losun okkar 1990? Hvenær getum við gripið til þeirra? Hvað eigum við að segja um svona bókun? Er svo undarlegt að íslensk stjómvöld vilji ekki undir- rita hana fyrr en hún hefur verið lagfærð? Höfundur er fyrrv. orkumálastjóri. Jakob Björnsson Bindindis- helgi fjölskyld- unnar GÓÐTEMPLARAR gangast fyrir bindindishelgi fjölskyld- unnar í dag og á morgun. Hlut- verk hennar er að minna á for- vamamátt fjölskyldunnar og hvetja til þess að hún haldi hóp- inn og geri sér glaðan dag á upp- byggilegan hátt. Efnt er til verðlaunasam- keppni í tilefni bindindishelgar- innar. Samkeppnin er nefnd Gaman að muna. Fjölskyldur em hvattar til að „festa atburði helgarinnar á filmu, myndband, pappír - en umfram allt í minni“, eins og segir í frétt frá Góð- templarareglunni. Listrænan af- rakstur samverunnar má síðan senda í formi ljósmynda, mynd- banda, teikninga, ljóða, frásagna og þar fram eftir götunum til Stórstúku íslands, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík. Skilafrestur er til 10. desember og úrskurður ligg- ur fyrir 5. janúar nk. í fyrstu verðlaun er ferðavinningur fyrir fjölskylduna með Samvinnuferð- um - Landsýn að upphæð 200 þúsund krónur. Aukavinningar, sem dregnir verða úr öllum inn- sendum sköpunarverkum, eru fimm matarkörfur frá Nýkaupi, Kenwood matvinnsluvél frá Heklu hf., aðgangur fyrir 5 fjöl- skyldur á fjölskylduhátíðina í Galtalæk um næstu verslunar- mannahelgi, útifatnaður frá Veiðimanninum, svefnpoki frá Seglagerðinni Ægi og fatnaður frá Prjónastofunni Peysunni. A morgun, sunnudag, verður opið hús í nýjum salarkynnum Templara, í Stangarhyl 4, þar sem m.a. verður boðið upp á lif- andi tónlist, dansatriði og hress- ingu. Dagskráin hefst kl. 14. Indlands- vinafélagið 20 ára UM þessar mundir eru 20 ár lið- in síðan Indlandsvinafélagið var stofnað. Það gekk í fyrstu undir nafninu Indlandsvinasamtökin. Fyrsti formaður félagsins var Sigvaldi Hjálmarsson heitinn. Síðan tók Þóra Einarsdóttir við en hún er nú heiðursfélagi. Því næst var Ólafur Ragnar Gríms- son formaður þangað til núver- andi formaður, Harpa Jósefs- dóttir Amin, tók við. Félagið hefur reynt eftir fremsta megni að kynna ind- verska menningu og siði. Það hefur einnig stutt fátæk böm á Suður-Indlandi til náms, segir í fréttatilkynningu. Indlandsvinafélagið hélt upp á afmæli sitt 19. nóvember sl. þar sem snæddur var indverskur matur og lesið upp úr bókmennt- um er tengjast Indlandi. Þá flutti indverski sendiherrann D. Singh, sem hefur aðsetur í Ósló, stutt ávarp. Rafbíll Rafmagnsveitunnar verður á sýningunni Hún er opin almenningi helgina 21. og 22. nóv. kl. 12-18 RÁÐSTEFNA OG SÝNING á umhverfisvænni farkostum í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. nóv. 1998 i-X RAF 1 Tæknilegir eiginleikar: Aksturseiginieikar Hröðun 0-50 km 8,3 sek;. Hámarkshraði 90 km/klst. Innanbæjarakstur á hleðslu 80 km (CEN hringur*) Orkueyðsla á 100 km 20 kWh Vél DC hreyfill SA13 Áritað afl 11 kW Hámarks afl 20 kW** milli 1600 og 5500 rpm Hámarks tog (torque) 127 Nm milli 0 og 1600 rpm Hámarks snúningshraði 6700 rpm Rafgeymar Nafnspenna Venjuleg rafhleðsla Hraðhleðsla Fjöldi rafgeyma Tegund Þyngd 120 V 7 klst. hámark með 230 VAC/ 16A tengill 80% orka á 30 mín. með 18-22 kW afli 20 stk. 6 V Nickel-Cadmium 225 kg * CEN: Staðlaður evrópskur hringur ** 20 kW eru 28-29 hestöfl Frítt rafmagn! Rafmagnsveita Reykjavíkur býður eigendum rafbíla á höfuðborgarsvæðinu ókeypis rafmagn á bílinn í eitt ár. Með því vill RR stuðla að aukinni notkun rafbíla á íslandi. UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU www.rr.is OG íSÍMA 560 4688 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR UMHVERFISVÆNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.