Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 71 BRÉF TIL BLAÐSINS Öánægja með þjónustu Landsímans og Símnets Eyðingarmáttur elds er oft vanmetinn Frá Sigmundi Eyþórssyni: EYÐINGARMÁTTUR elds er oft vanmetinn og hann skilar ekki því sem hann hefur tekið. Þegar eldur kemur upp er oft rætt um heildar- tjón og tryggingar. Minnst er talað um það tilfinningalega gildi sem persónulegir munir hafa íyrir þá sem sjá á eftir þeim í eldsvoða. Þar liggur oft heil ævi. Enginn getur metið það tjón sem fólk verður fyrir í slíkum tilfellum. Bruninn á Kálfa- tjörn hinn 9. nóvember sl. var harmaður af mörgum en þá helst þeim sem áttu ævistarf sitt og al- eigu innan þeirra veggja. Eg votta þeim mína einlægu samúð. Rristín Reynisdóttir ritar bréf til Morgunblaðsins hinn 18. nóvember sl. en þar kemur margt athyglisvert fram og vil ég þakka fyrir þær ábendingar. Á bréfí Rristínar má skilja sem svo að slökkvilið Brunavarna Suð- urnesja hafi yfirgefíð Kálfatjöm án þess að gengið hafí verið úr skugga um að eldur myndi ekki kvikna að nýju. Ég tel að svo hafi ekki verið og vil ég vekja athygli Kristínar á því ferli aðgerða sem fer af stað við bruna. Þegar brunaútkall berst fer slökkviliðið á staðinn svo fljótt sem auðið er þar sem hver mínúta í út- kalli er dýrmæt. Við útkall ber slökkvilið ábyrgð á vettvangi og sér slökkviliðsstjóri, eða staðgengiil hans, um vettvangsstjórnun. Þegar yfirborðseldur hefur verið slökktur er tekið til við að slökkva þær glæð- ur sem eftir eru og gerðar eru þær ráðstafanir sem þörf þykir á til þess að fyrirbyggja frekara tjón í bruna- nistum eða nágrenni. I þessu ferli er jafnframt lögð áhersla á að hreyfa við sem minnstu til þess að raska ekki brunarann- sókn. Þegar slökkvistarfi er lokið af- hendir slökkviliðsstjóri lögreglu vettvanginn en samkvæmt lögum og reglugerðum fer rannsóknarlögregla með branarannsóknh’ í landinu. Vegna aðstæðna á Kálfatjöm var iögð sérstök áhersla á að fylgja þessu ferli eftir. Formlegu slökkvi- starfi lauk kl. 6.20. Slökkt hafði verið í glæðum með því að gera gat á veggi og bleyta í þeim. Sem dæmi má nefna að vatnshæð í kjallara á þeim tíma var tæpir tveir metrar og allt þar innanborðs orðið gegnblautt. Slökkvilið Brunavarna Suður- nesja yfirgaf vettvang um kl. 11.00 og afhenti hann rannsóknarlögreglu sem tók til við að rannsaka upptök eldsins. Sú rannsókn stóð yfir það sem eftir var dagsins. Rannsóknar- lögi'egla tók síðan ákvörðun um framhaldsaðgerðir sem felast m.a. í eftirlitsferðum um svæðið, ef þurfa þykir. Þykir mér það óvægið, Kristín, þegar þú sakar mig um að hlaupa frá brennandi húsi. Ég vil benda á það að enginn getur staðfest þá full- yrðingu að ekki hafi verið búið að slökkva í húsinu á þessum tíma. Slíkai' fullyrðingar í garð þeirra að- ila sem að málinu komu tel ég alvar- legar. Orðaval mitt í sjónvarpsviðtali hefur þú misskilið en þar er haft eftir mér að húsið hafi verið fullt af fötum og „drasli". Ekki var það ætl- un mín með þeim orðum að leggja mat á persónulegar eigur annarra því eins og ég hef áður sagt þá legg- ur enginn mat á hversu dýrmætt það getur verið að bjarga hluta af t.d. fatnaði, bréfi, mynd eða öðru slíku. Ljóst er að orðalag mitt hefur gefið tilefni til misskilnings og er það miður. Vil ég biðja viðkomandi aðila afsökunar sem telja mig hafa talað af óvirðingu um persónulegar eigur þeirra. Aðkoma að seinni brunanum var enn skelfilegri. Húsið skíðlogaði og Kálfatjarnarkirkja var í mikilli hættu enda var suðvestanáttin stíf og þeytti neistum og glæðum í átt til kirkjunnar. Slökkviliði tókst fljótt að ráða niðurlögum yfirborð- selds og gat afstýrt því að frekara tjón yrði. Ekki var komist hjá því að rífa veggi endanlega og voru fengn- ar til þess vinnuvélar. Þegar því var lokið kom í ljós það sem eldurinn eirði og var hætta á að það fyki í burtu. Því var sú ákvörðun tekin, í samráði við aðstandendur, að fá gáma undir þá hluti sem eftir voru og koma þeim í geymslu hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, en þar er afgirt svæði og sólarhrings- gæsla. Þar gafst færi á að flokka munina og fara með það sem heil- legt var í hús svo að gömul kona á níræðisaldri og aðstandendur hefðu skjól og betri aðstæður við frekari yfirferð. Virðingarfyllst, SIGMUNDUR EYÞÓRSSON, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja Frá Ingvari Rafnssyni: ÁSTÆÐA mín fyrir þessum skrif- um er að ég get ekki setið lengur á mér. Það virðist sem þessi stofnun Landsíminn og núna einnig Símnet- ið getið komist upp með hvað sem er þjónustulega séð. Fyrir þó nokk- uð mörgum mánuðum hófst þessi skrípaleikur, ég flutti og þurfti nýja línu auk þess sem ég fékk isdn intemet samband vegna tölvu sem ég er með. I fyrsta lagi þurfti ég að fara þrisvar niðm- í þjónustudeild símans í Ái-múla og þar var alltaf sama sagan, um það bil hálftíma bið eftir þjónustufulltráa og var fólk á einu máli sem sat þama að þetta væri alltaf svona. Það er skömm að í þetta stóru fyrirtæki skuli ekki vera fleiri í að sinna viðskiptavinum. Nú fékk ég isdn tengingu og stærai lín- an 128kbp þar sem áskriftin er 2.000 krónur rámlega en 64kbp um 1.500 lo'ónur. Nú hófst næsta skref því að ógjörningur var að tengjast á 128 og þurfti ég því að nota 64 en greiddi samt alltaf hæraa mánaðar- gjald. Þetta viðgekkst í nokkurn tíma og þegar ég hringdi í þjónustu- síma Símnetsins þá var alltaf við- kvæðið að modemið væri ekki í lagi. Kostaði ég mann frá Aco sem seldi mér tölvuna til að koma heim en ekki gat hann fundið út úr þessu. Endaði þetta með því að ég keypti dýi-ara módem sem átti að vera fullkomið. Nú, ekki var enn hægt að tengjast á þessari teng- ingu 128 og ég hafði gi-eitt Aco 7.000 kr. vegna heimsóknar og var búinn að fá mig fullsaddan. Ég hringdi aftur á Símnetið og loksins eftir nokkra mánuði kom í ljós að eitt símanúmerið til að hringja inn tii þeiraa var rangt og lagaðist þetta þá. Ekki fékk ég neitt til baka vegna mismunar á mánaðar- gjöldum. Nú síðasta mánuð hefur allt keyrt um þverbak, því nú ráða þeir ekki við netið og það er mjög þungt í vöfum og tekur allt að hálftíma að komast stundum inn á það og ef maður kemst að þá er allt svo hægt. Þannig að maður gi’eiðir fullt símgjald þrátt fyrir að ekkert virki. Sendi ég þeim bréf þess efni.s- að ég fengi afslátt á afnotagjaldi og símreikningi en það féllust þeir ekki á, sögðu að þetta yrði svona a.m.k. út nóvember. Vil ég því hvetja alla sem eru að fá sér nettengingu að athuga sinn gang og hvort hag þeirra sé ekki öragglega betur borgið annars staðar. Einnig vona ég að Tal fari að fara inn á fleiri svið sem Land- síminn er með því ekki veitir af samkeppninni. Tek til dæmis 118, þar þarf ég stundum að ná sam- bandi og oft er erfitt að ná inn og viðkvæðið er, ef maður minnist á það, að það sé bara svona brjálaðað gera. Ég spyr, hefur öll þessi tölvu- væðing ekkert skilað sér? Einnig er þjónustulundin mjög léleg á köflum. Ég er að eðlisfari ekki vanur að vera kvartandi en þetta er farið að taka á taugarnar að þurfa að eiga við svona bákn. Ef þetta væri eitt- hvert annað fyrirtæki væri ég viss um að það yrði reynt að koma til móts við viðskiptavinina betur. INGVAR UAFNSSON, _ Hrísrima 23, Reykjavík. Sölusýning á Grand Hótel Reykjavík á húsgögnum í „antík“-stíl Allt handunnið, úr gegnheilum mahogny-við. Gæðahúsgögn. Einnig til sýnis fkonar, antlkklukkur, styttur o.fl. tilvalið til gjafa Skartgripaskrín frá kr. 14.800. „Partner“-skrifborð (,80m x 1,90m) kr. 148.000. Stólar, massíft mahogny. Stóll, kr. 18.800 HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Opið í dag, laugardag, frá kl. 11.00-19.0C Sunnudag 22. nóv. frá kl. 13-19. Mánudag frá kl. 13-19. Þriðjudag frá kl. 13-19. Miðvikudag frá kl. 13-18. Sjón er sögu ríkari! Glerskápur, tvöfaldur, kr. 98.000 Mappsrstíg 40 S'fmí 55*17*177- Armstóll kr. 24.800. Skrifborð með „rulletop“- hurð, kr. 124.800. Forstofuskápur, kr. 29.900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.