Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR B&L kynn- ir nýjan Land Rover B&L KYNNIR um helgina nýjan Land Rover Defender 110 STORM sem verður frumsýndur í sýningarsal fyrirtækisins Suður- landsbraut 14 um helgina 21.-22. nóvember. Þessi nýi Land Rover Defender er með nýja Stonn TD5 vél. Storm TD5 vélin er 5 strokka með túrbínu og millikæli og skilar tals- vert meira afli en sú gamla auk þess sem hún er mun hljóðlátari og á sama tíma jafn eyðslugrönn og sú gamla. „Land Rover Defender STORM er afar traustur og sterkbyggður jeppi. Hann er með heila framhás- ingu og með slaglanga gormafjöðr- un að framan og aftan þannig að hann er afar hentugur til breyt- inga með lágum tilkostnaði," segir í frétt frá B&L. Á sýningunni gefst kostur á að reynsluaka þessum nýja Defender 110 STORM. Einnig verður til sýnis mikið breyttur Defender 110 sem Hjálparsveit skáta á Dalvík fjárfesti í fyrir nokkru og búinn er öllum mögulegum búnaði. Sýningin er opin laugardaginn 21. nóvember frá 10-16 og sunnu- dag 22. nóvember kl. 12-16. Foreldrafélag Hagaskóla Fræðslufundur um unglinga FORELDRAFÉLAG Hagaskóla tók til starfa nú á haustmánuð- um. Var þá' kosin ný stjórn en hana skipa: Sólveig Guðmundsdóttir, skrif- stofumaður, formaður, Ágúst Valgeirsson, varaformaður, Sig- rún Ása Sturludóttir, náttúru- fræðingur, röltstjóri, T'ryggvi Agnarsson hdl., meðstjórnandi og Eygló Sigmundsdóttir, félags- ráðgjafi, meðstjórnandi. Foreldrafélagið stendur fyrir foreldrarölti á föstudagskvöldum um vesturbæinn í samráði við Félagsmiðstöðina Frostaskjóli sem hefur gefið góða raun. Félagið hefur reynt að halda minnst tvo fundi yfir skólaárið um efni sem varða unglinga og verður fyrsti fundurinn haldinn þriðjudaginn 24. nóvember nk. Þá heldur Hugo L. Þórisson, sál- fræðingur, fyrirlestur í sam- komusal Hagaskóla þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Erindi Hugo heitir: Talar þú við barnið þitt, talar barnið þitt við þig og sjálfstraust unglinga. Áætlaður fundartimi er ein og hálf klst. Aðgangur er ókeypis. SKIPTILINSUR 6ÍPAKKA FRÁ KR. 3.000 K.B. inniskór íslensk framleiðsla Litir: Svartir og hvftir Stærðir: 36-47 Tegund: KB-501 Litir: Svartir og hvítir Stærðir: 36-47 Tegund:KB-503 Mikið úrval af inniskóm DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆQURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Verðhækkanir í Nýkaupi VEGNA ski-ifa sem átt hafa sér stað í Víkverja Morgunblaðsins um verð- hækkanir í Nýkaupi bai'st Velvakanda eftirfarandi: „Ég hef keypt í Hag- kaupi/Nýkaupi matar- bakka, þ.e. tilbúinn mat, sl. 2 ár. Um mitt síðasta ár kostaði bakki sem mátti fylla í og setja lok yfir 400 kr. Síðan hækkar sami bakki í 450 kr. I ársbyi'jun þessa árs hækkar hann aftur í 498 kr. Nú fyrir nokki’um dögum síðan er þessu fyiárkomulagi hætt. Nú þarf að setja bakkann á vigt og sami bakkinn kostar í dag 730-800 kr., en í honum er nákvæmlega sama innihald og áður sem kostaði 498 kr. Ef þetta er ekki hækkun á verði, hvað er það þá?“ Þorsteinn Sigurðsson, Háteigsvegi 15. Dagur íslenskrar tungu UNG stúika í grunnskóla, sem lært hafði á heimili sínu að segja þökk fyrir en ekki takk, leiðrétti bekkj- arsystir, sem „takkaði". En viti menn, kennarinn sem heyrði þetta sagði: Það er allt í lagi að segja takk, það gera það svo margir. Önnur gnmn- skólastúlka varð fyi’ir hnjaski hjá bekkjarbróður og kveinkaði sér. Kennar- inn, sem bæði sá og heyrði, sagði við þá litlu: Æi, var hann nú að bögga þig. Grunnskólakennari, sem lét nemendur sína lesa upphátt fyrir áheyrendur, stöðvaði lestur hvers barns og tilkynnti því næsta að byrja með upphrópinu: Ókei, ókei. Er þetta hægt kennarar góðir? Hugsið málið og endurskoðið þessa kennsluhætti og gangið til liðs við móðurmálið okkar góða. Foreldri. Tapað/fundið Gleraugnahulstur og gleraugu í óskilum GRÁTT gleraugnahulstur, með tvískiptum gleraugum í, fannst á bílstæði Sjúkra- húss Reykjavíkur. Upplýs- ingar í síma 564 4081. Þakklæti til lögreglunnar ÉG vil senda varðstjóra lögreglunnar, Ki’istleifi, þakklæti íyrir að bjarga mér þegar ég fékk stíf- ki-ampa í fangageymslum lögi’eglunnar. Jónas B. Gunnarsson. Dýrahald Ecco er týndur ECCO er svartur högni, ómerktur, hann týndist frá Kleifarseli 2 laugardaginn 14. nóvember. Eeco er mjög gæfur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafl sam- band í sima 587 0682 eftir kl. 21 eða í vinnusíma 557 7053 um heigina. Hjör- dís. Blúmi er týndur BLÚMI hvarf frá heimili sínu að Ásvallagötu 20 á sl. þriðjudagskvöld. Hann er fímm ára geldingur, gul- bröndóttur og hvítur með Clark Gable yfirvaraskegg og tattó í eyra R-4184. Hans er sárt saknað. Þeir sem vita um ferðir Blúma eru beðnir að hringja í síma 551 4541. Svartur og hvítur fress í óskilum SVARTUR og hvítur, með hvitan smekk og hvítt trýni og hvíta rák á vinstra læri og hvítar hosur. Þetta er ungt fress, ómerktur. Hann er í óskilum á Njáls- götu 40-B. Upplýsingar í síma 552 5243 eða hjá Kattavinafélaginu. Bröndóttur högni er týndur BRÖNDÓTTUR högni með hvítar loppur og hvíta bringu týndist frá Flúða- seli 48. Hann er með bláa ól og blátt merkispjald og er eyrnamerktur R8H043. Þeii’ sem hafa orðið hans varir vinsamlegast hafíð samband í síma 557 5794. SKÁK llm.vjón Margeir Péturvsnii STAÐAN kom upp á opna Monarch Assurance mótinu í Englandi sem lauk í síðustu er óverjandi mát! Röð efstu manna á mótinu: 1.-2. Nigel Short, Englandi og Emil Sutov- sky, Israel 7 v. af 9 mögu- legum, 3.-6. Baburin, ír- landi, Ledger, Englandi, Fridman, Lettlandi og Ehlvest, Eistlandi 6 v. o.s.frv. viku. Andrew Ledger (2.450), Englandi, var með hvítt og átti leik, en Norðmaðurinn Erik Gullaksen (2.360) hafði svart. 32. Hxh7+! Kxh7 33. Rxf6+! og svartur gafst upp, því hann HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... AÐ þykir flestum svo sjálfsagt nú orðið að ekki sé lengur reykt í flugvélum, rútum og öðram farartækjum að menn hugsa lík- lega ekki lengur um það hversu mikið framfaraskref það var er reykingar vora afnumdar. Flest flugfélög í heiminum hafa á síðustu árum aflagt reykingar í vélum sín- um og ekki er hægt að sjá annað en að vel gangi að viðhalda því reyk- ingabanni. Það kom því Víkverja í opna skjöldu, er hann var á ferðalagi á dögunum og varð að fljúga með portúgalska flugfélaginu TAP, þegar honum var afhent brottfar- arspjald sem gaf til kynna að hon- um hefði verið úthlutað sæti í reyk- hluta flugvélarinnar. Hafði verið beðið um sæti við ganginn og þeg- ar leitað var skýringa á því hvernig á því stæði að Víkverja var plantað innan um reykingamenn án nokk- urra skýringa fengust þau svör að svo mikil ásókn væri í reyklausu sætin að öll gang- og gluggasæti væra þegar rokin út. Víkverji lét sig hins vegar frekar hafa það að kúra í miðjusæti í reyklausa hlut- anum en að anda að sér eiturreyk annarra ferðalanga á meðan á flug- inu stóð. Þótt litið yrði framhjá þessari framkomu, sem Víkverja þykir jaðra við dónaskap gagnvart far- þegum, er ekki hægt að hrósa TAP fyrir þægilega þjónustu að öðra leyti. Áirbus-vél félagsins var vissu- lega ný og glæsileg en Víkverji, sem er ýmsu vanur og hefur ferðast með fjölmörgum flugfélögum um allan heim, hafði aldrei séð jafnlítið bil á milli sætaraða og í þessu flugi. Minnti það rými sem ætlað var far- þegum meira á það sem gengur og gerist í gripaflutningum en al- mennu farþegaflugi. Matur sá sem borinn var fram var heldur ekki upp á marga fiska. Það var því eins og að komast inn á fyrsta farrými að setjast í sætið á almennu far- rými Flugleiðaþotunnar. XXX REINILEGA er ennþá mikill munur á viðhorfum íbúa norð- ur- og suðurhluta Evrópu gagnvart reykingum. Ekki nóg með að reyk- ingar í flugi þykja enn sjálfsagðar. í þessari ferð þurfti Víkverji að ferðast töluvert um Spán í rátu og ætlaði hann ekki að verða eldri er farþegar tóku að kveikja í vindling- um. Víkverji dagsins telur sjálfan sig ekki vera neinn ofstækismann þegar reykingar eru annars vegar. Vissulega telur hann þær óskyn- samlegar en hann er svo sem ekki að agnúast út í kunningja sem reykja á meðan þeir gera það ekki á heimili Víkverja eða í næsta ná- grenni. Það þykir orðið sjálfsögð kurteisi að reykja ekki yfir borðum á veitingastöðum á meðan aðrir gestir era að snæða og jafnframt er nú tekið tillit til þeirra sem ekki reykja á æ fleiri vinnustöðum. Lengst er gengið í þessum efnum í nokkram ríkjum Bandaríkjanna, s.s. Kaliforníu. En hvenær ætli þessi breyttu viðhorf nái til suður- hluta álfunnar. Evrópusambandið hefur talið sig þurfa að samræma hitt og þetta á sínu yfírráðasvæði og oft hefur Víkverja virst sem sambandið sé að teygja sig inn á ómerkilegri svið en það, að vernda réttindi og heilsu þeirra sem ekki reykja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.