Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 75 * FOLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir gamansömu spennumyndina Out of Sight með þeim George Clooney og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sögu eftir rithöfundinn Elmore Leonard og fjallar um ástarævin- ____týri misheppnaðs bankaræningja og alríkislögreglukonu._ Astarsamband löggu og bófa ÞAU Karen og Jack gefa sér tíma til að kynnast eins og aðstæðurnar væru aðrar en þær eru. Frumsýning JACK Foley (George Clooney) er misheppnaður bankaræningi sem afplánar 30 ára fangelsis- dóm í Flórída. Foley hefur rænt fjölda banka á tuttugu ára afbrota- ferli, en hann hefur hins vegai- aldrei beitt vopnum við þessa iðju sína. Gallinn er hins vegar sá að hann hef- ur alltaf náðst og venjulega vegna einhverja mistaka. Til dæmis stóð bíllinn hans einu sinni í ljósum logum þegar hann var á flótta út úr einum bankanum sem hann hafði rænt og í annað skipti var flóttabíllinn raf- magnslaus. Foley er staðráðinn í því að sleppa úr fangelsinu og losna við afplánunina, og hann dreymir um að fremja stórt rán og setjast síðan í BANKARÆNINGINN Jack Foley (George Clooney). LOGREGLUKONAN Karen Sisco (Jennifer Lopez) . helgan stein. Honum tekst að flýja úr fangelsinu og á flóttanum hittir hann fyrir kynþokkafullu alríkislög- reglukonuna Karen Sisco (Jennifer Lopez). Upp frá því hefst æsilegur eltingaleikur í bland við ástriðufullt ástarsamband þeiiTa. Kvikmyndin Out of Sight er gerð eftir nýlegii skáldsögu rithöfundai'- ins Elmore Leonai’ds, en margar af sögunum hans hafa ratað á hvíta tjaldið. Síðast gerði Quentin Tai’- antino myndina Jackie Brown eftir sögunni Rum Punch og þar áður gerði Barry Sonnenfeld myndina Get Shorty eftir samnefndri sögu Leon- ards. Sama kvikmyndaíyrirtæki og stóð að Get Shorty stendur að gerð Out of Sight, en það er Jersey Films sem er í eigu Danny DeVito, Michael Shamberg og Stacey Sher. Fyrsta tnynd fyrirtækisins vai- Hoffa, en síð- an hefur það m.a. framleitt myndirn- ar Reality Bites, Pulp Fietion, Feel- ing Minnesota, Matilda og Gattaca, °g væntanlegar eru myndirnar Liv- ing Out Loud, með Danny DeVito og Holly Hunter í aðalhlutverkum og Man on the Moon með Jim Carrey í aðalhlutverki. Um gerð handritsins að Out of Sight sér Scott Frank sem einnig gerði handritið að Get Shorty, og Elmore Leonard segir að með þeirri mynd hafi honum orðið Ijóst að að- standendur hennar væru fullfærir um að gera kvikmyndir eftir sögum hans. Hann hafi lengi langað að gera sögu um bankaræningja, og þegai' hann hafi séð ljósmynd í dagblaði af ungri og aðlaðandi alríkislögreglu- konu með haglabyssu við mjöðm hafi hann gert sér grein fyrir að hann væri kominn með bók. Hann hefði þá skáldað upp náunga sem óvopnaður hefði rænt kannski 200 banka og lög- reglukonu sem væri á hælunum á honum. Leikstjóri Out of Sight er Steven Soderbergh sem á sínum tíma skaust upp á stjörnuhimin leikstjóra- stéttarinnar þegar hann gerði mynd- ina Sex, Lies and Videotapes árið 1988, en með aðalhlutverk í henni fóru James Spader og Andy Mac- Dowell. Sú mynd vann gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið eftir. Næsta mynd Soderberghs var Kafka með Jeremy Irons í aðalhlut- verki og því næst kom mynd sem byggð var á æviminningum rithöf- undarins A.E. Hotchners, King of the Hill, og í kvikmyndatímaritinu Premiere vai' hún sögð í fimmta sæti yfir þær myndir sem besta dóma fengu árið sem hún var frumsýnd. Síðan hefur Soderbergh gert þrjár myndir sem ekki hafa vakið mikla at- hygli, en það eru myndirnar The Underneath, Schizopolis og Gray’s Anatomy. Soderbergh segir um valið á aðal- leikurunum tveimur í Out of Sight að nauðsynlegt hafi verið að velja fólk sem áhorfendur tryðu í raun og veru á. „Þessi mynd er óvenjuleg að því leyti að hún byggist á sambandinu sem skapast milli Jack og Kai'en, en persónurnar eru aðeins saman á tjaldinu í lykiiatriðum myndarinnar. Þvi var nauðsynlegt að fá leikara sem væru trúverðugir og George og Jennifer taka sig stórkostlega vel út saman auk þess sem hún býr yfir sama takmarkalausa kraftinum og hann.“ Bauganes 39 Opið hús um helgina Höfum í einkasölu mjög fallega 3ja herb., 96 fm íbúð á 1. hæð m. sérinngangi. Flísar á forstofu, parket á holi, stofu og herbergjum. Vandaðar innrétt- ingar eru í allri íbúðinni, sólstofa og verönd. Áhv. Bygg- ingarsjóðslán 4,9 m. Verð 9,4 m. Árni og Guðrún taka á móti áhugasömum kaupendum um helgina milli kl. 13-16. Verið velkomin. HARMONIKUBALL verður í kvöld, í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Léttsveit félagsins leika fyrir dansi, Ragnheiður Hauksdóttir syngur. ALLIR VELKOMNIR ■ ■ , ■; ■ 1 ■. ■ • í y'- V 1 í ■ ■ ■■■■« J Geirmundur u Geirmundur Valtýsson og hljómsveit sjá um danssveifluna í kvöld. Missið ekki af frábærum dansleik með skagfirska sveiflukónginum. Arna og Stefán halda uppi stuðinu á MÍMISBAR „Vtt í H£f>p -þín saga! GAMANSAMI HARMLEIKURINN Snilldarleikur á Litla sviðinu Síðustu sýningar ársins 28. nóvember og 5. desember C|pWÓÐLEIKHÚSIÐ Hraunhólar - Gbæ. 165,2 fm einb. á tveimur hæðum auk 48 fm bíi- skúrs. Húsið skiptist m.a. í tvær saml. stofur og fjögur herb. Húsið stendur á mjög stórri eignarlóð. V. tilboö. 7609 RAÐHÚS Birtingakvísl - raðhús. Um 170 fm raðhús auk 28 fm bílskúrs, við Birtingakvísl. Hér er um að ræða vandaða eign, innréttaða á smekklegan hátt og í góðu ástandi. Skipti á 4ra herb. íbúð í Ártúnsholti eða Fossvogi kæmu vel til greina. V. 14,5 m. 7801 4RA-6 HERB Hvassaleiti - með bílskúr. Vorum að fá í sölu 4ra herb. 87 fm íbúð á 4. hæð í fjölbýli. Blokkin hefur nýl. verið máluð. íbúðinni fylgir 20 fm bílskúr. 8244 Kleppsvegur - glæsilegt útsýni. Mjög skemmtiieg tæpl. 110 fm 4ra herb. íbúð á efstu hæð í blokk sem er nýl. stand- sett. íb. skiptist m.a. í 3 herb., stofu, eld- hús, bað og þvottahús. Glæsilegt útsýni til vesturs. Suðursvalir. Áhv. 5,3 m. Skipti á minni eign koma vel til greina. V. 7,2 m. 7472 Laugarnesvegur. Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. íbúð á 1. hæð með góðri sameign. Endurnýjað rafmagn. V. 6,8 m. 8273 Ljósheimar. 3ja-4ra herb. björt íbúð á 5. hæð í nýstandsettu lyftuhúsi. Parket. Útsýni. Laus fljótlega. V. 7,4 m. 6840 2JA HERB. UJfj Vífilsgata. 2ja herb. björt ibúð í kj. Nýl. gler og gluggar. Sérinngangur. Áhv. byggsj. 2,4 millj. V. 4,5 m. 8178 Engjasel - 76 fm. 2ja herb. mjög stór íbúð á 4. hæð með frábæru útsýni. íb. skiptist í stórt sjónvarpshol, herb., sérþvottahús, eldhús, bað, stofu og herb. Stæði í bílgeymslu. Nýstandsett hús. Hiti í stéttum. V. 6,3 m. 8180 ATVINNUHÚSNÆÐI WKM Austurberg - m. bílsk. 82 fm falleg og mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 4. hæð í fjölbýli. Bílskúr. Suðursvalir. Áhv. 4,6 millj. V. 7,5 m. 7584 Blikahólar. Rúmgóð og björt 108,2 fm 4ra herb. íbúð með miklu útsýni. íbúðin er vel með farin og með snyrtilegum innr. Góður bílskúr fylgir íbúðinni. V. 8,3 m 7209 Iðnaðarhúsnæði óskast. Okkur vantar 300-400 fm iönaðarhúsnæði með innkeyrsludyrum á svæði 108 fyrir traustan aðila, jafnt til kaups eða leigu. Æsklieg iofthæö 3-4 m. Nánari uppl. veitir Óskar. Atvinnuhúsnæði óskast til kaups. Staðgreiösla kemur oft til greina M.a.: ‘80-120 fm verslunarpláss við Laugaveginn. ‘40-60 fm verslunarpláss í Grafarvogi. ‘250-350 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum og góðri aðkomu á svæði 101-105. Staðgreiðsla í boði. ‘1000-1500 fm skrifstofuhúsnæði á einni hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.