Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ROBERT WISE ROBERT Wise hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir tvær Óskarsverð- launamyndir. Tónaflóð - The Sound of Music var önnur. Andrews, Christopher Plummer og Elanor Parker. EIN af „stóru“ uppgötvunum bernskunnar var Paul Newman, ég gleymi ekki hvað mér fannst hann óstjórnlega góður leikari er ég sá hann í fyrsta sinn, ná- lægt ‘60. Sú skoðun hefur ekki breyst síðustu 40 árin, Newman er og verður alltaf sami töffar- inn og senuþjófurinn. En hann er ekki umfjöllunarefnið hér (þó hann hafí leikstýrt nokkrum myndum með vel viðunandi ár- angri), heldur Robert Wise, leik- stjóri Somebody Up There Likes Me (‘56), þessarar fyrstu umtals- verðu myndar leikarans. Wise er einn af virtustu leikstjórum Hollywood, einstaklega fjölhæf- ur, á að baki myndir af nánast öllum gerðum og stærðum á rösklega hálfrar aldar ferli. Wise er því búinn að upplifa tímana tvenna í kvikmyndaborg- inni. Hann festi sig í sessi á fjórða áratugnum sem fremsti klippari RKO-kvikmyndaversins, þar sem hann vann fyrir Orson Welles, var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir hlut sinn í meistaraverkinu Citizien Kane (‘41). Hann klippti einnig næstu mynd Welles, The Magni- fícent Ambersons (‘42), og leik- stýrði hluta þeirrar ágætu mynd- ar efir að kvikmyndaverið rak Welles á grundvelli „listrænna samskiptaörðugleika", einsog þeir orða það á vesturströndinni þegar menn lilýddu ekki yfírboð- urum si'num einsog hundar. Uppfrá þessu fékk Wise yfrið nóg að gera við Ieikstjórn B- mynda, sem voru aðalfram- leiðsla litla risans, RKO; alls urðu þær 8. Sú besta The Body Snatcher (‘45) með þeim heiður- spiltum Boris Karloff og Bela Lugosi. Þó Wise færi vaxandi sem leikstjóri þá samdi honum ekki við hinn nýja eiganda RKO, sem var enginn annar en Howard Hughes. Hann flutti sig um set, til 20th Century Fox, þar sem hann hélt áfram að gera gæðamyndir. Sú kunnasta frá því timabili er tvímælalaust hin frábæra vísindaskáldsögulega The Day the Earth Stood Still (‘51) sem jafnframt var fyrsta tilraun leikstjórans á því sviði. Þetta er einkar vel og skynsamlega skrifuð mynd og öll vinna traust og fagmannleg við þessa sögu af komu friðsam- legrar geimveru til Jarð- arinnar, þar sem hún reynir að koma vitinu fyrir stríðsglatt mann- fólkið. Frá Fox lá leiðin til MGM, þar sem Wise vann m.a. að Somebody Up There Likes Me, sem áður er getið. I Want to Live (58) var gerð fyrir UA og hlaut frábæra dóma og aðsókn, hann var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í fyrsta sinn og Susan Hayworth vann þau fyrir frábæra túlkun á iðrandi morð- kvendi. Nú var Wise orðinn þungavigtarmaður og gat valið úr samstarfsmönnum og hand- ritum. Arangurinn lét ekki á sér standa. Odds Against Tomorrow (‘59) er áhrifarík skoðun á því sem miður fer í samtímanum, en næsta mynd Wise, West Side Story (‘61), færði honum heims- frægð. Því næst komu tvær ólík- ar myndir; Two for the Seesaw (‘62), vel lukkuð kvikinyndagerð þekkts leikhúsverks með Robert Mitchum og Shirley McLaine, og þrælmögnuð hrollvekja, The Haunting (‘63), með Claire Bloom og Julie Harris. Þó þess- ar myndir nytu góðrar aðsóknar og fengju mikið lof gagn- rýnenda, komust þær ekki í hálfkvisti við næsta verk Wise, Tónaflóð - The Sound of Music (‘65), sem varð ein vinsælasta mynd allra tima. Fox var að semja við Ieikstjórann William Wyler, sem hætti við á síðustu stundu og hélt til Bretlands til að vinna að The CoIIector. Wise tók að sér verkefnið með því skilyrði að Fox framleiddi næstu mynd hans, The Sand Pebbles. Það gekk eftir og framhaldið er skráð stórum stöfum í kvik- myndasöguna, en maður hefur á tilfínningunni að menn hafí al- mennt ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru með í höndunum - fyrr en þessi frábæra söngva- AFBURÐALEIKUR Pauls Newman í hlutverki hnefaleikakappans Rockys Grazianos í Somebody Up There Likes Me færði honuni heimsfrægð og myndin var óhemju vinsæl. Mótleikari hans hér er hin undurfagra Pier Angeli, sem náði aldrei hærra á sínum ferli. YFIRLEITT er litið á sjónvarp sem skemmtitæki, þótt það sinni öðrum þræði upplýsingaskyldu, svo sem fréttum og menningar- þáttum ýmiskonar. Aherslan sem sjónvarp leggur á fréttir og upp- lýsingu kemur fram í því að dag- skrá er þannig hagað, að fréttir eru hafðar á dagskrá snemma kvölds, en síðan koma þættir, mis- jafnir að þungavigt. En það er einmitt í þeim punkti sem í ljós kemur hver áhersla er lögð á hinn menningarlegri og vitsmunalegri þátt dagskrárinnar. Því miður ráða um efnisval oft þeir aðilar, sem eru áhángendur einhverra sérstakra efnisflokka, eða hafa ánetjast ódýru flutningsefni, sem stendur þeim til boða alla daga og er með nokkurri ósvífni látið duga sem dagskrárefni. Sjónvarp á þetta efni ekki skilið og þaðan af síður áhorfendur, sem þola ekki langa dagskrá að kvöldinu og eiga til með að sofna fyrir framan sjón- varpsskjáinn í þreytandi bið eftir einhverju bitastæðu í dagski'ánni. Auðvitað ber að taka fram að erfitt mun að gera öllum til hæfis, en nokkur atriði eru svo augljós, að einfold breyting á niðurröðun efnis yrði til stórra bóta. Svo nefnd séu hin augljósu at- riði má benda á dagskrá í ríkis- Með svefn- tíma í huga kassanum frá 6. nóvember sl. Fréttir voru á venjulegum tíma, en hið óvenjulega og athyglisverða á dagskránni var fyrri hluti mynd- arinnar Hiroshima. Hún var ekki sýnd fyrr en klukkan ellefu um kvöldið. Til að komast þangað var annað tveggja að klukku hringja um það leyti sem myndin átti að byrja, eða sitja við og horfa á þátt sem nefnist Stutt í spunann og ameríska mynd, sem nefndist Aulabárður. Hvorugt var fýsilegur kostur. Aftur á móti eru þeir vits- munir þó á bak við dagskrána, að þættirnir Pör í pólitík hafa verið sýndir strax á eftir fréttum. Hiroshima-myndin er nefnd hér sem dæmi vegna þess að hún var skynsamleg skýring á vanda tveggja þjóða og raunar heimsins láta vekjara- SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI alls og ónauðsynlegt að skáka henni aftur til miðnættis. Um helgar gengur öll dagskrá úr skorðum vegna boltaleikja. Þrátt fyrir það eru þeir líka í venjulegri dagskrá að kvöldinu. Ein þeirra þriggja rása sem hér eru til umræðu sýnir boltaíþrótt- um mestan áhuga. Annað sérsvið sjón- varps og útvarps- stöðva er poppmús- íkin. Hún fær yfir- leitt enga slorlega staði í dagskrám sjónvarpa. Samt er hún flutt linnu- laust í útvarpsstöðvum. Við erum eiginlega með popp stanslaust í eyrunum frá morgni til kvölds. Svo koma heilir sjónvai'psþættir, sem stundum heita því dramatíska nafni Taumlaus tónlist og öllu þessu er tekið með jafnaðargeði og enginn verður leiður. Ohætt er að segja að boltinn og poppið sé lág- DANSATRIÐI úr S'ógu úr vesturbænum - West Side Story, annarri verðlaunamynd leikstjórans. mynd var frumsýnd. Óskaverk- efnið, The Sand Pebbles, var frumsýnd 1966. Mikilfengleg mynd fyrir augu og eyru (tónlist e. Jery Goldsmith), en átök Kín- veija og Bandaríkjamanna á Gulafljóti í Kína á þriðja ára- tugnum náðu ekki til bíógesta. Þrátt fyrir hliðstæðu atburð- anna við Víetnamstríðið, sem þá var í fullum gangi. Fox og Wise ætluðu að endurtaka sigur- göngu Tónaflóðs með Star! (‘69) en það tókst ekki betur en svo að þessi söngvamynd um ævi söng- og Ieikkonunnar Gertrude Lawrence varð einn af stærstu skellunum í sögu kvikmynda- versins. Betur tókst til með með hina vísindaskáldsögulegu The Andromeda Strain (‘71), sem bæði var skynsamlega skrifuð og fagmannlega gerð. Síðasta umtalsverða myndin frá þessum WISE ásamt Julie Andrews við tökur á hinni mislukkuðu Star! kúran sem yfírskyggi annað efni sem full þörf er ævinlega fyrir. Það er engin furða miðað við svona uppeldi að illa gangi í miðbænum um helgar. Þá er lokið fjórum þáttum, sem áætlað var að gera um hjón í stjórnmálastarfi. Fyrst riðu á vað- ið Páll Pétursson og Sigrún kona hans og kom Páll mjög á óvart í þættinum sem mildur og ljúfur eiginmaður. Er gott til þess að vita að Húnvetningar skuli temja sér svo góða siði í hjónabandi, að ann- arra héraða menn mættu taka þá til eftirbreytni. Nú hefur margt ómaklegt verið sagt um þá Guð- laugsstaðamenn, en mestur kappi var forfaðir þeirra ættmenna, Björn Eysteinsson, sem skrifaði stutta bók um ævi sína, sem teljast verður jafngildi Sjálfstæðs fólks. Hann átti að mig minnir þrjár konur um ævina og gat sjálfsagt ekki verið eins ljúfur við þær og hann vildi vegna harðrar lífsbar- áttu. Meðal annars bjó hann um tíma á fjöllum á meðan hann var að ná saman fjárhag sínum, sem tókst prýðilega. Þetta rifjaðist svona upp þegar Páll ráðherra lenti í þrasi út af tillögu innan ESB um meðferð á óléttum konum. Indriði G. Þorsteinsson sögufræga og gamalreynda þús- undþjalasmið var hrollvekjan Audrey Rose (‘77 og fór vel á því, þar sem fyrsta leikstjórnar- verkefni hans var einmitt hroll- urinn The Curse of the Cat People (‘44). Hringnum var lok- að. Hinn margverðiaunaði Wise hefur um langt skeið verið tals- maður bandaríksu kvikmynda- akademíunnar og er í fullu fjöri þó tímar leikstjórnar séu liðnir. Sígild myndbönd TÓNAFLÓÐ THE SOUND OF MUSIC (1965) irkir'Æ Leikarar: Julie Andrews, Chris- topher Plummer, Elanor Parker. Tónlistarstónnynd, byggð á sam- nefndum söngleik Rodgers og Hammerstein, sem aftur var byggður á sönnum atburðum, flótta Trappfjölskyldunnar músíkölsku undan stríðsmönnum Hitlers. Tek- in í ægifegurð Alpanna og tónlistin áheyrileg þeim sem hana kunna að meta. Óvenju hlý og falleg í alla staði og kemur ekki á óvart að hún er einn stærsti „smellur“ kvikmyn- dagsögunnar. SOMEBODY UP THERE LIKES ME (1956) Ein besta hnefaleikamynd sög- unnar er byggð á ótrúlegu lífs- hlaupi Rockys Grazianos (Paul Newman), sem vann sig uppúr engu í fátækrahverfí í New York til æðstu metorða í sinni íþrótt; varð heimsmeistari í milliþungavigt. Hreinskilin og óvægin mynd, borin uppi af óaðfinnanlegum leik hins unga Newmans, auk þess sem Ei- leen Heckart, Everett Sloane og Sal Mineo leggja henni lið. Þá var hún fyrsta mynd tveggja kunnra kappa, þeirra Roberts Loggia og Steves McQueen. Pier Angeli leik- ur kvenpersónuna í lífi boxarans. Angeli var aftur á móti kunnust fyrir að hafa veríð stóra ástin í lífi goðsagnarinnar James Dean. SAGA ÚR VESTURBÆNUM WEST SIDE STORY (1961) ★★★V2 Afburða góð leikstjórn (í sam- vinnu við Jerome Robbins); dansa- og söngvamynd með nokkrum sí- gildum melódíum, byggð á Rómeó og Júlíu. Að þessu sinni eru þau elskendur sem fá ekki að njótast í götugengjastríðsveröld New York um miðja öldina. Hann (Richard Beymer) er hvítur, hún (Natalie Wood) lituð, innflytjandi frá Puerto Rico. Lög einsog Maiia og America eru ódauðleg, sama máli gegnir um kóreógrafíuna, leikstjórnin er ör- ugg og leiktjöld og munir skapa eft- irminnilegan bakgrann um þessa sorglegu ástarsögu. Því miður er fátt gott að segja um frammistöðu leikaranna. Wood er nánast stein- runnin og Beymer er hreint út sagt ömurlegur á allan hátt. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.