Morgunblaðið - 22.11.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 22.11.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 4E MINNINGAR UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR + Unnur Guðjóns- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. júní 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 1. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju 13. nóvember. Unnur Guðjóns leikkona, hún Unsa mín, er farin. Einn af stærri listamönnum Vestmannaeyja er allur. „Hún er brjáluð,“ hugsaði ég uppí Gagga hérna fvrir margt löngu - seinna með Leikfélagi Vest- mannaeyja - , já, hún er snjarbrjál- uð“ - en ég elskaði hana bara meira - hún var eitthvað, hafði eitthvað, bjó yfir einhverju sem vakti upp sömu forvitni og eftirvæntingu í höfðinu og hjartanu og þegar Odd- geir var að spjalla við „karlurinn" um lúðrasveitina, lífið og tilveruna. Seinna skildi ég, að ég hafði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast miklum og sönnum listamanni, listamanni sem hafði þá auðmýkt sem til þarf, ætíð og ávallt reiðubúinn að hlýða kallinu, þjóna og strita fyrir leiklistargyðjuna - ætlast ekki til launa, en gladdist þegar hann fann að hann hafði skilið eitthvað eftir og í besta falli hvatt aðra til dáða. f þessari umbun fólst drifkrafturinn. Listamaðurinn Unnur var aldrei gestkomandi á leiksviði, hún átti þar heima. Ekki datt hún í þá gryfju að nota listina til að upphefja sjálfa sig. Maður átti að þjóna list- inni en ekki láta hana þjóna sér - hugleiðið það - sagði hún eitt sinn - þið sem eru í þjónustu leiklistar- gyðjunnar í dag - atvinnufólkið - áhugaleikhúsfólkið - hugleiðið hlut- verk ykkar gagnvart Thalíu. Þetta eru ekki sjálfsögð forréttindi. Hún þoldi ekki hálfkák - allt eða ékkert. Astríðufull hugsjón að bæta og fegra mannlífið í gegn um leiklist- ina var fölskvalaus. Já, hún svo sannarlega var. Líklega hef ég aldrei kynnst jafn óbrjálaðri manneskju og þér, elsku fóstra. Víst gastu verið yfirþyrm- andi, óþolandi, óalandi og óferjandi á stundum, en maður elskaði þig alltaf heitar og heitar eftir því sem kynnin urðu nánari og árin liðu - já, takk fyrir að hafa gefið þér tíma og nennt að vera svona til, takk fyrir það veganesti sem þú gafst mér þegar ég hélt á vit ævintýr- anna. Takk fyrir að minna mig reglulega á muninn á að hanna „list“ og að skapa list. Takk fyrir mig - takk - já og hafðu það, skepnan mín. Við sem að leiklist vinnum og vorum tuktuð af þér verðum von- andi manneskjur að feta í fótspor þín og halda merkinu á loft. Herranum Fúsa og öðrum í fjöl- skyldunni votta ég samúð mína um leið og ég þakka fyrir að hafa feng- ið að líta inn. Farðu í friði. Andrés Sigurvinsson. JÓN THEODÓR HANS- SON MEYVANTSSON + Jón Theodór Hansson Mey- vantsson fæddist í Reykja- vík 4. apríl 1928. Hann lést á Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. nóvember. Elsku afi, þegar pabbi hringdi í mig til að segja mér að þú værir farinn frá okkur huggaði ég mig við það að nú liði þér vel. Þú varst búinn að reyna svo lengi að vinna bug á krabbameininu en það sigr- aði að lokum. Ég vona að þú fyrir- gefir mér að ég skuli ekki hafa heimsótt þig á spítalann síðustu tvær vikurnar, ég treysti mér ekki til að sjá þig svona veikan. Ég vildi frekar muna þig eins og þú varst, yfirleitt alltaf brosandi út að eyr- um. Þegar ég hugsa til baka sé ég þig fyrir mér í eldhúsinu í Álfta- mýrinni að baksa við eitthvað eða í stofunni fyrir framan sjónvarpið að horfa á leik. Það var svo gaman að fylgjast með þér. Á meðan við amma spjölluðum saman við eld- húsborðið varst þú annaðhvort að elda matinn, hella upp á kaffi eða hvað annað sem þurfti að gera. Amma talaði líka um að hún ætti erfitt með að venjast því að gera ekki neitt. Þú þaust stundum eins og eldibrandur um íbúðina en gafst þér samt tíma til að setjast hjá okkur og spjalla um heima og geima. Man ég sérstaklega þegar ég sagði ykkur að ég væri orðin ófrísk að þriðja barninu. Þú varst svo ánægður og brostir breitt. En þá hvarflaði ekki að neinu okkar að þú ættir ekki eftir að lifa nógu lengi til að sjá barnið. Ég man hvað þér þótti gaman að spjalla við Sverri um það sem hann var að vinna við eða til að fá ráð hjá honum varðandi bílinn og þess háttar. Mér þótti svo vænt um þeg- ar þú sagðir mér hvað ég væri heppin að eiga hann að, hann væri svo góður eiginmaður og faðir. Þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu, ein eða með börnin, var nær undantekningarlaust það fyrsta sem þið spurðuð um hvar Sverrir væri. Það sýndi mér hvað ykkur þótti vænt um hann, líkt og hann væri eitt af bamabörnum ykkar. Ég gæti endalaust blaðrað, en nú ætla ég að kveðja. Ég bið þig bara um eitt að lokum, það er að vaka yfir okkur þaðan sem þú ert núna, á yndislegasta stað sem til er. Það er mikið tóm í hjarta mínu sem verður aldrei fyllt, en við mun- um hittast síðar og munu þá verða fagnaðarfundir, en þangað til, bless á meðan. Elsku amma, megi Guð styrkja þig á þessari sorgarstund. Minn- ingin um afa mun lifa að eilífu. Jórunn Fregn. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl,- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling bh-tist ein uppistöðugrein af hæfilegi'i lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnh' að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi’einunum. JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON + Júlíus Smári Baldursson fæddist á Akureyri 8. sept- ember 1970. Hann lést 7. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 13. nóvember. Hvað er hægt að segja þegar maður fær eins slæmar fréttir og við fengum laugardaginn 7. nóvember? Orð geta ekki lýst þeim tilfinningum sem velta upp, sorg, reiði, vantrú og söknuður. Elsku Brói! Við höfðum idsbraut 10 Opið.öll kvöld ekki hist í svo langan tíma, en tími og fjarlægð er afstætt hugtak. Fyrir okkur varstu alltaf nálægur. Við verðum ævinlega þakklátar því að við fengum tækifæri til að þekkja þig og elska. Elsku Lilla og Balli, Telma og Begga, sorgin er stór en allar góðu minningarnar um indælan dreng höfum við alltaf hjá okkur. Hjördís, Hafdís og Herdís. % % £ ^JgkS&' Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn SKÚLIBIRGIR KRISTJÁNSSON + Skúli Birgir Krist- jánsson fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1946. Hann andaðist á heimili sínu 5. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 13. nóvember. Elsku pabbi minn. Mig langar til að minn- ast þín í nokkrum orð- um. Ég man þegar var von á þér íyrir jólin, þá hlakkaði ég alltaf tfl, það var svo spennandi þegar þú komst með jólapakkann, að ég linnti ekki látum fyrr en mamma leyfði mér að kíkja í hann, þetta voru jólin mín. En nú ertu far- inn yfir móðuna miklu á besta aldri. Ég þakka þér fyrir samveru- stundir á þessari jörð og allar gjaf- irnar sem þú gafst mér og börnunum mínum. Vertu blessaður elsku pabbi og afi okkar. Hvíl þú í friði. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. Égfelíforsjáþína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, ogljúfaenglageyma öll bömin þín svo blundi rótt. (SVE) Guð geymi þig. Þórdís, Vígmundur, Elsa Björg og Eyþór Fannar. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR + Anna Þórhallsdóttir söng- kona fæddist á Höfn í Homafirði 27. september 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafn- arkirkju á Höfn í Homafirði 13. nóvember. Mikil merkiskona er látin. Það var okkur sannarlega mikils virði að fá að vera samtíða henni og afar lær- dómsríkt. Anna var sterkur persónu- leiki og mikil listakona. Hún fór til söngnáms erlendis sem ung kona og einnig kynnti hún þjóðinni langspilið á nýjan leik þegar sjónvarpið var ný- komið til sögunnar. Hún kom oft fram í útvarpi og gaf út flestar sínar hljóðritanir sjálf. Anna vann hjá Landssíma íslands um árabil, fyrst á Hornafirði og síðar í Reykjavík. Húix* vai' heiðursborgari Hornafjarðar. Við vottum vinum hennar og öllum skyldmennum okkai' innilegustu samúð. Elsku frænka, við þökkum fyrir samfylgdina og minnumst þín með virðingu. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér. Hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, ^ himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Guðbjörg og Örvar Kristjánsson, Gran Canaria. ASTA HALLDÓRSDÓTTIR + Ásta Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 3. febrúar 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. nóvem- ber. Kynni mín af Ástu hófust fyrir 30 árum þegar ég var smástelpa og kynntist Sólveigu dóttur hennar. Við Solla vorum vinkonur og leikfélagar í mörg ár og í framhaldi af því urðum við Björg systir hennar einnig vin- konur. Þannig vai'ð ég viðloðandi heimili Ástu meira og minna í ára- tugi. Frá fyrstu árunum er mér minnisstætt hversu spennandi og efth'sóknai-vert það var að fá að gista í Mjóuhlíðinni yfir nótt á helgum og horfa á kanasjónvarpið á morgnana. Þegar á unglingsárin kom fannst okkur stelpunum fátt skemmtilegra en að fá Ástu til að spá í spil eða bolla fyrir okkur. Hún var ekkert yf- h' sig hrifin af suðinu í okkur en við/ fengum aldrei nóg af spódómum hennar því okkur fannst hún ansi nösk. Síðustu árin sem Björg bjó hjá mömmu sinni var Ásta iðulega með í spjalli okkar þegar ég kom í heim- sókn enda þróaðist það svo að heim- sóknimar í Mjóuhlíðina héldu áfram eftir að Björg flutti til Bandaríkj- anna. Styrkur og þrautseigja Ástu í veikindum hennai’ var aðdáunarverð og gaf manni nýja sýn á lífið. Um leið og ég minnist Ástu með hlýhug og söknuði votta ég dætrum hennar Erlu, Sólveigu og Björgu og fjölskyldum þeÚTa innilega samúð mína. María. UTFARARÞJONUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUNNSTEINSDÓTTIR, Melabraut 19, Seltjarnarnesi, andaðist laugardaginn 21. nóvember á Landakotsspítala. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sólveig Sigurðardóttir, Ómar Bjarnason, Gunnsteinn Sigurðsson, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.