Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
SIEMENS
13 i 'i
Rl j / M'r
J 7JUA
Rnci'l'
g B
heimilistækin eru
í hvarvetna rómuö fyrir
gæði og styrk.
Gríptu tækifærið
og njóttu þess!
Bosch hrærivél
MUM 4555EU
Búhnykksvcrð:
í 17-500Ar.)
V .... ii stgr. —y
Ein vinsælasta hrærivélin
á íslandi í fjöldamörg ár.
Og ekki að ástæðulausu.
Allt í einum pakka:
öflug grunnvél, rúmgóð hræriskál,
tveir þeytispaðar og einn hnoðari,
hakkavél, blandari, grænmetisskeri
með þremur rifjárnum.
Nauðsynleg við jólabaksturinn.
Siemens uppþvottavél
Nýr þráðlaus sími frá
Siemens
Sannkölluð hjálparhella í
eldhúsinu.
Éinstaklega hljóðlát og
sparineytin. Fjögur þvottakerfi,
tvönitastig (nauðsynlegt fyrir
viðkvæmt leirtau), fjórföld
flæðivörn með Aqua-Stop.
Þetta er uppþvottavél eins og
GIGASET 2010
Búhnykksverð
Nýr þráðlaus sími
frá Siemens
af allra bestu gerð.
DECT/GAP-staðall.
Svalur. Stafrænn. Sterkur.
j Mikil hljómgæði.
16.900kr.\
... stgr.
SMITH &
UMBOÐSMENN: MfM?!
Akranes:MpKltSijiilíis■ Botgames:Glitnn• Snæiellsbær: Btalmii• (nMMr.ítliiHjtiitsti• Stykkislinlniur: SiijuTKMilnt:latíi• IsafjnrDur: ftltt * »»—w «■ WWÆ
Hvamiistangi:Sijaaai• Sauðátktúkut:Ralsji■ Siglutiirlur:Titgjl■ Akuretti:Ijisgjaíiu■ Hitatitítjjji• Vngnafjntöur:litajtttktII■ Neskaugstaiiut:Htlít• Hetlttliitltt: Æ ' Æ Nóatúnin
IMmtbl.k f. ■ Egilsstaðit: Siitt Eti«tifati ■ Breiðdalsvik: Sltlít I Stdáöi • Hóla I Homafirði: Tíia tj Im'il • liíl í liitlal: Haktat - Vestmaimaevjar: Ttévetl-Hioltvillur: s(mi I203000
Itliijiittibt. H ■ Hella: Gilsá - Selless: ítviikina ■ Grindavik: Itlltij -(11111: Raftzltjav. Sij Itjtiiii. • (ellavik: Ljnstqlaa • Halaaitjirlr. Itllii Sltlt. fcö. KpWiP www.sminor.is
þú vilt hafa hana.
55.615 Ékr.\
Heyerdahl til varnar
Noregskonungi
Ósló. Reuters.
NORSKI landkönnuðurinn
Thor Heyerdahl kom í vikunni
Haraldi konungi til varnar en
talsverð gagnrýni hefur verið á
konunginn og fjölskyldu hans
þetta árið. Norðmenn hafa
hingað til forðast gagnrýni á
konungsljölskylduna og því hef-
ur þetta komið nokkuð á óvart.
I opnu bréfi sem Heyerdahl
skrifaði í Dagbladet, en það
hefur haldið uppi harðastri
gagnrýni á kon-
unginn, hvatti
landkönnuður-
inn Norðmenn
til að senda
konungi jólakort til að sýna
stuðning sinn.
Skoðanakannanir sýna að
Norðmenn eru afar konungs-
hollir, um 70% vilja að konung-
ur sitji til æviloka. En stuðning-
ur þjóðarinnar er þó ekki eins
afdráttarlaus nú og hann var
fyrir fáeinum árum. Kemur þar
ýmislegt til, m.a. fokdýrar við-
gerðir á konungshöllinni sem
farið hafa langt fram úr áætlun,
fasanaveiðar konungs í Svíþjóð
og tengsl hans við einn auðug-
asta kaupsýslumann Noregs.
Hámarki náði gagnrýnin er
fyrrverandi aðstoðarritari kon-
ungs, Carl-Erik Grimstad, lagði
til að konungur léti af embætti
er hann næði eftirlaunaaldri
eftir sjö ár og léti völdin í hend-
ur syni sínum, Hákoni Magnúsi
prinsi. Sagði Grimstad að ekki
veitti af að stokka ærlega upp í
norsku konungsfjölskyldunni.
Hún væri ekki hafín yfir gagn-
rýni og ætti að taka sér Elísa-
betu Englandsdrottningu til
fyrirmyndar, greiða skatt og
hætta að þiggja dýrar gjafir.
Talsmenn konungsfjölskyldunn-
ar höfnuðu tillögunni með öllu
og Heyerdahl, sem nýtur mikill-
ar virðingar í Noregi, sá ástæðu
til að koma konunginum til
varnar. Sagði hann að sér þætti
leitt að sjá
komið aftan að
honum með
þessum hætti.
„Haraldur
konungur er ekkert snobb,“
bætti hann við.
Með því er hann að vísa til
dýrra gjafa sem konungsfjöl-
skyldan hefur þegið af auðug-
um vinum, m.a. snekkju, sem
kostaði um fjörutíu milljónir
ísl., og veðhlaupahest, sem var
enn dýrari. Stein Erik Hagen,
eigandi Rimi-Hagen-verslana-
keðjunnar, gaf Mörtu prinsessu
hestinn og í þakklætisskyni
opnaði konungur nýja verslun
Hagens í Eystrasaltsríkjunum,
en slíkt þótti mörgum óviðeig-
andi. Þá hefur kostnaður við
endurbætur á konungshöllinni
farið úr böndum og hefur
gagnrýnin einkum beinst að
drottningu, sem er sögð hafa
farið fram á dýrar og að
margra mati ónauðsynlegar
breytingar á einkahíbýlum fjöl-
skyldunnar.
Stuðningur þinn
gæti fækkað slysum
i y JAPISS
Landsbanki
Isiands
Banki allra landsmanna
Skattfrjálsir vinningar