Morgunblaðið - 13.12.1998, Page 9

Morgunblaðið - 13.12.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR13. DESEMBER 1998 C 9 Helsinki. Morgunblaðið. HNÉLIÐIR Finnlandsforseta eiga ef til vill eftir að ráða úrslitum í næstu forsetakosningum, að mati margra fmnskra stjórnmálasér- fræðinga. Martti Ahtisaari forseti hefur reynt að ræða sem minnst um heilsufar þau fjögur ár sem hann hefur gegnt embættinu. Nú, þegar styttist í kosningar, hafa menn hins vegar farið að velta vöngum yfir því hvort Ahtisaari hafi þrek til að gefa kost á sér í annað skipti. Finnar hafa afar slæma reynslu af vanheilsu þjóðhöfðingja. Urho Kekkonen var við völd frá 1956 til 1981 en síðustu tíu árh: átti hann við alvarleg veikindi að stríða. Embættismenn í kringum forset- ann reyndu að þagga niður alla umræðu um heilsu hans með þeim afleiðingum að þjóðin vissi lítið sem ekkert. Nýlega hefur komið í ljós að læknar Kekkonens sannfærðu for- setann sjálfan um að hann væri jafnhraustur og maður á miðjum aldri þrátt fyrir að hann væri orð- inn sjötugur. Opinberlega létu læknar forsetans eins og ekkert væri. Þjáðist Kekkonen af heilabilun sem olli minnisleysi og sjónskerð- ingu. Þar sem Finnlandsforseti fer með stjórn utanríkismála getur starfsgeta hans ráðið úrslitum í mörgum tilvikum. Kekkonen var til dæmis þekktur fyrir að ræða eins- Fyrir árið 2000 KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Aðsendar greinar á Netinu ýg>mbl.i$ \LLTAf= e/TTHXSAÐ A/ÝTT- Finnar velta vöngum yfír heilsufari forsetans lega við leiðtoga Sovétríkjanna. Þegar Mauno Koivisto tók við af Kekkonen tók hann að birta niður- stöður úr reglubundnum læknis- skoðunum. Þótti þetta tákn um breytta tíma enda var Koivisto sá sem varð að hlaupa í skarðið þegar Kekkonen veiktist endanlega í veiðiferð í Víðidalsá sumarið 1981. Þegar Martti Ahtisaari náði kjöri veturinn 1994 sagðist hann fyrst ætla að fylgja dæmi Koivistos varðandi birtingu læknisrann- sókna. Einnig hét hann því að fara í megrun því augljóst þótti að hinn nýkjömi forseti væri kominn þónokkuð yfir meðalþyngd þjóð- höfðinga. Meðal annars reyndist nauðsynlegt að endurbyggja stiga- gang í forsetasetrinu Furunesi (Mantyniemi). Smám saman var þó horfið frá þeirri hefð að birta upplýsingar um heilsufar forseta. Þegar Ahtisaari var spurður hverju það sætti reyndi hann að gera sem minnst úr málinu. Forsetinn reiddist mjög í haust er finnskir fréttamenn hófu um- ræðu um málið. Lýsti Ahtisaari því yfir að ekkert vit væri í því að birta plögg þar sem einungis væri tekið fram að heilsa hans hefði ekkert breyst. Forsetinn bætti einnig við að tíðar utanlandsferðir hans bæm þess vott að ekki skorti hann þrek. Mættu þeir fréttamenn fylgja for- setanum sem gætu. Fyrir nokkru varð þó aftur breyting á stefnu forseta. Forseta- embættið gaf út yfirlýsingu um að þyngd Ahtisaaris hefði valdið minni háttar erfiðleikum. Væru það aðallega hnéliðir forsetans sem væru famir að gefa sig og þyrfti hann að fara í skurðaraðgerð innan skamms. Stuðningsmenn Ahtisaaris velta nú fyrir sér hvort liðirnir muni endast í rúmt ár en forsetakosn- ingar verða í janúar og febnlar ár- ið 2000. Augljóst virðist að þetta vanda- mál sé farið að há forsetanum. Finnar sjá reglulega sjónvarps- myndir þar sem forseti þeirra á í vemlegum erfiðleikum með að taka nokkur skref upp í ræðustól. Jafnilla gengur honum að ganga við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Vinsældir Ahtisaaris fara minnk- andi í skoðanakönnunum og virðast margar ástæður liggja að baki. Ahtisaari hefur sagt að hann hygg- ist tilkynna snemma á næsta ári hvort hann gefi kost á sér í næstu kosningum. ifi frelsiö! Kostirnir eru ótvíræðir: - engir reikningar - engin mánaðargjöld - engin binding Með GSM Frelsi frá Símanum færðu: - GSM númer - talhólfsnúmer - 2000 kr. irmeign - íooo kr. aukainneign við skráningu f^rclsi GSN.kort Símamírrier — 2000 kr. inneign Frelsiskort kr. 3.500, F reisispakkdr Nokia 5110 Frelsispakki i Nokia 5110 pakkaverð - kort + sími 24.980,- listavrrð 19795 j Sagem 725 Frelsispakki Sagem 725pakkaverð ■ kort + simi 17.980,- llstavtrð 11480 f f Ericsson 628 Frelsispakki Ericsson 628 pakkaverð - feorf + simi 16.980,- Ustaverð 1I.11Í Alcatel One Touch Basy Frelsispakki Alcatel One Touch Easy pakkaverð - feort + simi 15980,- Ustaverð 17.1ÍJ | Frelsispakkatilboðin gilda til 24. desember n.k. 800 7000 Gjaldfijálst þjónustunúmer www.simi.is/simar www.gsm. is/frelsi PÓSTURINN SÍMINN Armúla 27, sími 550 7800 • Knngíunni, sími 559 6890 • Landsvima Sauðárkróki, simi 4551009 • Ísafiröi, sími 450 6000 * Akureyri, slrni 460 6710 < i\usturvöii, simi 550 6579 • Þjúnustuvari, sími 800 7000 • Símanum lr.terni L'tn, simi 470 1000 • Selfossi, sími 4801190 • Keflavik, s>mi 420 1515 • A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.