Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 13 30.000 sem hurfu LIÐIN eru þrjú ár síðan stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu lauk ineð friðarsamkomulaginu í Dayton. Ekkert er vitað um afdrif 30.000 manna í landinu, þar af er meiri- hlutinn eða um 27.000 múslimar. Alls hafa verið grafín upp um 3.000 lík. Sumt af uppgreftrinum hefur Alþjóðastríðsglæpadóm- stóllinn fyrir ríki gömlu Júgósla- víu annast, annað hefur verið á vegum hópa af staðnum þar sem hafa verið fulltrúar hópanna þriggja, múslima, Króata og Serba, í landinu. Þrír starfsflokkar grófu úr jörðu yfir 1.500 lík á ýmsum stöðum í landinu þar til um miðbik nóvember á þessu ári, þar af fundu múslimar líkamsleifar 1.309 manna. Höfundur þessarar greinar, Eva Klonowski réttarmann- fræðingur, er í hópi sérfræðinga á sviði réttarlæknisfræði sem vinna sjálfboðaliðastörf fyrir op- inbera, bosníska nefnd er fjallar um málefni þeirra sem hurfu. 16. júlí hóf nefndin að láta grafa á Prijedor-svæðinu þar sem um 6.000 inanns hurfu. Gamall aldingarður Sá fyrsti er rétt hjá veginum, þarna hefur einhvern tíma verið aldingarður. Vitnið, hár maður á fertugsaldri, vísar okkur á stað við runna. Fyrir sex árum, 23. júlí 1992, gróf hann hér lík móður sinn- ar, eiginkonu og tveggja lítilla barna. Þegar drápsæðið hófst flýði hann frá heimili sínu með nokkrum öðrum mönnum í skóg í grenndinni. Þeir voru eltir um allan skóginn og flestir felldir en þrem dögum síðar Morgunblaðið/Eva og Irek Klonow'ski ISMET Alagic, einn af verkamönnunum okkar, við poka með líkamsleifum sem eftir er að rannsaka betur, í bráðabirgðalíkhúsi í Sanski Most. I einum pokanum eru bein föður hans sem hann aðstoðaði við að grafa upp. ÚR bráðabirgðalíkhúsinu í Sanski Most. Verið er að kanna Ukamsleif- ar til að ganga úr skugga um dánarorsök sem venjulega var byssukúla. Samira Mesic réttarmeinafræðingur og höfundurinn með- höndla bein úr höfði, handleggjum og bijóstholi, áður en teknar eru myndir til að sanna að um manndráp hafi verið að ræða. ákvað maðurinn að læðast inn í þorpið og athuga hvernig fjölskyld- unni liði. I skjóli myrkurs tókst honum það, búið var að rústa öll húsin, einnig hans. Hann fann fjölskyld- una, þau voru öll látin. Móðirin, unga konan, litla dóttirin og litli sonurinn. Hann starði á ummerkin, skelfíngu lostinn, og vissi ekki hvað hann átti að gera. Allt var búið, lífið hafði enga merkingu lengur. Lík litla drengsins, klætt stuttermabol, buxum og sandölum, lá á þríhjólinu sem hann hafði setið á þegar hann var myrtur. Loksins, eftir langa hríð, fór faðirinn að leita að skóflu. Hann valdi staðinn af umhyggju og byrj- aði að grafa holu til að jarðsetja ástvini sína. Þegar hún var orðin nógu stór náði hann í líkið af eigin- konunni. Við hlið hennar lagði hann móður sína og breiddi yfir þær teppi sem hann fann í húsarústun- um. Því næst náði hann í smávaxin lík barnanna sinna og lagði þau var- lega ofan á lík móður þeirra. Stúlk- una hægra megin við hana, dreng- inn vinstra megin. Aftur breiddi han teppi yfir ásamt leðurjakka sem hann rakst einhvers staðar á. Síðan kvaddi hann þau í hinsta sinn og fyllti holuna af mold. Hann lagði staðinn á minnið og dreifði nokkrum trjágreinum og grasi yfir. Sex árum seinna kom hann svo með okkur til að láta grafa upp líkamsleifar ástvina sinna. Hann sýnir okkur greftrunar- staðinn og vettvang glæpsins og ljósmyndari tekur myndir. Síðan hefjast verkamennirnir handa eins og venjulega, þeir hreinsa burt gras og ranna og byrja að grafa. En jarðvegurinn er harður eins og grjót. Þurr og þéttur í sér. Þar sem það mun taka nokkra stund að fjar- lægja efsta lagið ákveðum við að skipta liðinu í þrennt og byrja á tveim stöðum í viðbót. Hópurinn minn fer niður bratta hlíð að rótum hæðarinnar. Við fór- um yfir votan akur með háu grasi og komum að trjáþyrpingu. Hérna, við lítinn og tæran læk, er næsti staðurinn okkar. Fjöldagi’öf með líkum fimm karla úr fjölskyldum hinna vitnanna. Meho, ljósmyndar- inn okkar, tekur aftur myndir og verkamennirnir byrja að grafa. Meinafræðingurinn Nermin fer á þriðja staðinn ásamt hinum verkamönnunum. Þetta er á hæð skammt frá, þar er ein gröf. Fyrsta tilraunin til að grafa hér er augljóslega misheppnuð; jarð- vegurinn verður æ harðari eftir því sem neðar dregur. Við færum okkur nokkra metra og reynum aftur og þá eram við á réttum stað og fljótlega kemur skór í ljós. Eg fer niður í holuna og reyni að sjá hvar útlínur grafarinnar séu. Næst get ég um stund ekkert ► „Það er óhætt að hvetja til lestrar þessarar bókar. Hún er feikilega vel unnin ... Þetta er mjög skemmtileg „ævisaga...“ - Morgunblaðið niark Imrlansky Einaf25besUib{ikumaretns. „Örlagafiskur! ísland kemur mikið við sögu í bókinni, sem er bianda af sagnfræði, uppskriftum, blaðamennsku og skáld- skap. ...þorskastríð íslendinga voru mikilvægari en Víetnam- stríðið.“ - Stöð 2 „Glæsilega samþjöppuð saga ... uppfull af alvöruhúmor.“ - Los Angeles Times „Mikið er þorskurinn stórfengleg skepna. Aðferð Kurlanskys er töfrandi og tælandi. Þessi litla bók er stórkostlegt afrek.“ - Business Week „Þessi bók er það besta sem skrifað hefur verið um þjóðar- auð okkar Islendinga!“ - Úifar Eysteinsson, Þrír Frakkar 2. PRENTUN HKÁ „Um leið og ég leit þessa bók augum, opnuðust fyrir mér nýj- ar víddir... Ég var strax sannfærður um að þessa bók þyrftu helst allir íslendingar að lesa sér til skilningsauka á stöðu sinni í heiminum í fortíð og nútíð...“ - Ólafur Hannibalsson blm. „Óvenjuleg blanda bókmennta, líflegrar sögu og blaða- mennsku hefur gert þessa bók vinsæla langt umfram það sem ætla mætti af bók um þorsk, ...“ - Dagur , í* Ævisaga þorsfoins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.