Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurfjármögnun Flugfélags íslands að ljúka Norðanmenn munu eiga um 10% hlut Morgunblaðið/Ásdís BERGLIND Gunnarsdóttir verður fulltrúi á þingi jólasveinsins. Fer á þing jóla- sveinsins í Finnlandi Á HLUTHAFAFUNDI í Flugfé- lagi Islands í dag verður væntan- lega gengið frá endurfjármögnun félagsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu fyn-verandi hluthafar í Flugfélagi Norðurlands að mjög litlu leyti taka þátt í end- uríjármögnuninni og verður hún að langmestu leyti á vegum Flugleiða. Eignarhlutfóll innan Flugfélags ís- lands munu breytast sem þessu nemur. Sigurður Aðalstejnsson, stjórnannaður í Flugfélagi Islands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að eftir endurfjármögnun gæti eign- arhlutur norðanmanna í félaginu orðið um eða innan við 10%. Brann upp í herkostnaði vegna samkeppni Við stofnun Flugfélags íslands snemma á árinu 1997 var eignar- hlutur Flugleiða 65% en fimm ein- staklingar í hópi fyi-rverandi hlut- hafa í Flugfélagi Norðurlands áttu 35%. Endurfjármögnun að mestu leyti á vegum Flugleiða Sigurður Aðalsteinsson sagði að- spurður í gær að segja mætti að stofnframlag þeirra norðanmanna hefði brannið upp í herkostnaði við þá miklu samkeppni, sem ríkt hef- ur í jnnanlandsflugi frá því Flugfé- lag Islands tók til starfá. Hann sagði að norðanmenn hefðu tekið þátt í stofnun félagsins í því skyni að búa sig undir að mæta samkeppni á þessum mark- aði. Áætlanir hefðu hins vegar ekki gengið eftir að því leyti að sam- keppnin hefði orðið mun harðari og verð lægra en fyrirfram var búist við. „Það eru vonbrigði hvernig fé- lagið hefur gengið síðustu tæplega 2 árin en hins vegar vora kringum- stæður þannig að enginn gat séð það fyrir,“ sagði hann. Sigurður sagði að þótt hlutfalls- leg eign norðanmanna í félaginu minnkaði vegna endurfjármögnun- arinnar breytti það litlu um raun- veraleg, dagleg áhrif þeirra; þau hefðu ekki verið umtalsverð. I raun hefði það lítið að segja hvort hlut- urinn væri um 10% eða 35%; í báð- um tilvikum væri um minnihluta að ræða. Áhugasamir um að gangi vel „En við vinnum hjá félaginu og eram eins og aðrir starfsmenn mjög áhugasamir um að því gangi vel og geram okkar besta til þess,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson. Tap hefur verið á rekstri Flugfé- lags Islands, sem tók til starfa 1. júlí 1997. Vegna taprekstrar er eig- ið fé félagsins neikvætt og hefur verið unnið að endurfjármögnun um skeið. Frá því að félagið tók til starfa hefur það m.a. sagt upp um 10% starfsmanna, í lok síðasta árs. Það hefur einnig hætt flugi til Húsavíkur og Sauðárkróks og fækkað ferðum til Egilsstaða. UNG stúlka af Selljarnarnesi, Berglind Gunnarsdóttir, hefur verið valin sem einn af fimmtíu þingmönnum jólasveinsins sem koma saman á þingi sem haldið verður í Helsinki 2.-6. janúar næstkomandi. Það er Junior Chamber hreyfingin í Finnlandi sem stendur að þessu verkefni í samvinnu við JC hreyfinguna víða um heim, m.a. á Islandi. Berglind hefur verið kjörin þingmaður jólasveinsins til þriggja ára, en hún er 15 ára nemandi í Valhúsaskóla. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að á þinginu yrðu 50 krakkar frá jafnmörgum löndum og hún hlakkaði mjög til að taka þátt í þessu verkefni. „Þetta gengur út á að ræða málefni barna og semja ályktun til stuðnings börnum í heiminum sem sennilega verður send Sam- einuðu þjóðunum. Þá förum við til Lapplands í einn dag og heim- sækjum jólasveinalandið þar,“ sagði Berglind. A Ovissa um vinnustaðasamninga hjá Landssímanum hf. _ > RSI stendur gegn atkvæðagreiðslu FLEST bendir til að ekkert verði af atkvæðagreiðslu starfsmanna Landssímans hf. um tilboð fyrir- tækisins um gerð vinnustaðasamn- ings. Verkamannasambandið og Fé- lag íslenskra símamanna hafa sam- þykkt að láta fara fram atkvæða- greiðslu um tilboðið en Rafiðnaðar- sambandið hafnar því. Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans, segir þessa afstöðu RSI jafngilda höfnun á tilboðinu. Áformað var að hefja atkvæða- greiðslu um tilboðið í dag. VMSÍ og FÍS samþykktu í gær að leggja til- boðið undir félagsmenn sína, en þeir era um 2/3 starfsmanna Landssím- ans. RSÍ hefur hins vegar hafnað því að samtengja atkvæðagreiðslu stéttarfélaganna þriggja og telur að slíkt brjóti í bága við lög og kjara- samninga. Einar Gústafsson, formaður FÍS, sagði að símamenn hefðu ekki haft sérstakan áhuga á að tengja at- kvæðagreiðslu félaganna saman, en þeir hefðu engu að síður ákveðið að heimila að atkvæðagreiðslan færi fram ekki síst vegna þess að þeir hefðu skilning á að markmið um hagræðingu næðist ekki nema öll félögin samþykktu tilboðið. Þórarinn V. Þórarinsson sagði að Landssíminn gæti augljóslega ekki fallist á að gera samning um kaup á kaffitímum og fleira ef aðeins hluti starfsmanna samþykkti samninginn og aðrir ekki. Þar með næðist ekki fram sú hagræðing sem að væri stefnt. Fyrirtækið hefði þá efnt til kostnaðar án þess að hafa fengið nokkuð í staðinn. Jafngildir höfnun á tilboðinu Þórarinn sagði slæmt ef Rafiðnað- arsambandið kæmi í veg fyrir að starfsmönnum yrði gefinn kostur á að segja álit sitt á tilboðinu. Hann sagðist hafa vonast eftir að atkvæða- gi-eiðslan gæti farið fram milli jóla og nýárs. Tilboð fyrirtækisins stæði og það væri enn ekki of seint að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. „Eins og þetta blasir við mér núna er eini ágreiningurinn um málið sá að forystumenn Rafiðnað- arsambandsins segja að hvorki þeir né þeirra félagsmenn muni standa að atkvæðagreiðslunni ef það er áfram forsenda af hálfu Landssím- ans að það þurfi að fást sameiginleg niðurstaða hjá öllum starfsmönnum fyrirtækisins. Standi Rafiðnaðar- sambandið við afstöðu sína felur það í sér höfnun á þessu tilboði Landssímans," sagði Þórarinn. Johanna boðar fund með stuðningsmönnum JÖHANNA Sigurðardóttir alþing- ismaður segist hafa áhuga á að fá tækifæri til að keppa í prófkjöri samfylkingar á jafnréttisgrand- velli. Hún ætlar að halda fund með stuðningsmönnum sínum í dag til að fara yfir stöðuna í prófkjörsmál- um samfylkingar í Reykjavík. Stofnanir Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa samþykkt samkomulag flokk- anna um prófkjör í borginni. Próf- kjörið gerir ráð fyrir að kosið verði um átta efstu sætin. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur í próf- kjörinu geti kosið aðra en sína flokksmenn, en tillögu um að opna prófkjörið þannig að þátttakendur geti kosið hvaða frambjóðánda sem er var vísað frá á fundi kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsfélag- anna í Reykjavík í fyrrakvöld. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Jóhönnu Sigurðardóttur verði boð- ið fjórða sætið. „Þetta er samkomulag sem er gert á milli A-flokkanna. Ég á ekki aðild að því. Þeir hafa hins vegar vitað um ósk mína um að ég hef viljað ásamt óháðum og Þjóðvaka- fólki taka þátt í prófkjörinu á jafn- ræðisgrundvelli á við aðra sem að- ild eiga að samfylkingunni. Við verðum aftur á móti að fara að ljúka þessu verki og koma okkur í kosningabaráttuna. Ég vil ekki verða til að tefja málið, en ég vil láta reyna á óskir okkar fólks. Það mun ekki taka langan tíma því við verðum að ljúka þessu verki,“ sagði Jóhanna. Kristín Blöndal, fulltrúi Kvenna- listans í framboðsnefnd flokkanna þriggja, sagði að engar viðræður hefðu farið fram milli Kvennalist- ans og A-flokkanna í gær. Málin stæðu því óbreytt gagnvart Kvennalistanum. Hún sagðist hins vegar vera ánægð með þann vilja til samstarfs við Kvennalistann sem hefði komið fram á fundi Al- þýðubandalagsins í fyrrakvöld. Kvennalistinn hlyti að láta reyna á hann. Morgunblaðið/Ásdís Safnað í bálkesti SAFNAÐ er í áramótabálkesti af krafti um þessar mundir um land allt og einn þeirra stærri stendur við Ægisíðuna og verður um fjög- urra metra liár, að sögn Jóns Bergvinssonar brennukóngs. Að þessu sinni er kösturinn óvenju- þungur, því gamla Skeljungs- bryggjan við Skerjaíjörð verður brennd ásamt vörubrettum og öðrum tiinbunírgangi. Kveikt verður í bálkestinum klukkan 20.30 á gamlárskvöld. Örn Arnarson íþróttamaður ársins C1 Chelsea nýtti * ekki tæki- • færið : : Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.