Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Öllum starfsmönnum rækjuverksmiðju Samherja á Daivik sagt upp Mikill samdráttur í rækju- veiði ástæða uppsagnar ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Samherji hf. á Akureyri hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum í rækjuverksmiðju félagsins á Dal- vík. Starfsmenn verksmiðjunnar ei'u 32 talsins og taka uppsagnir þeiira gildi um næstu áramót, en eru með þriggja mánaða fyrirvara. Astæða uppsagnarinnar er mikill samdráttur í rækjuveiði. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Sam- herja, segii- að minnkandi rækju- veiði hafi leitt til fækkunar starfs- fólks í rækjuvinnslu víða um land, en frá janúar til nóvember á þessu ári minnkaði landaður rækjuafli um BÚIÐ er að koma upp full- kominni vinnuaðstöðu fyrir nemendur á öðru og þriðja ári við tölvunarfræðiskor Háskóla Islands og meistaranema í tölv- unarfræðum fyrir framlög frá 14 íslenskum fyrirtækjum, sem sameinuðust um að gefa skor- inni tölvur og fé til tölvukaupa fyrir alls um 7 milljónir króna. Vinnuaðstaðan var formlega opnuð í gær á neðri hæð í húsi Endurmenntunarstofnunar að Dunhaga 7 og er um að ræða þrjár vinnustofur búnar 40 tölv- 16 þúsund tonn, úr 75 þúsund tonn- um á sama tímabili í fyrra í 59 þús- und tonn í ár. Einkum hefur orðið mikill samdráttur í veiði í haust. Helsti veiðitíminn framundan Samherji hefur rekið tvær rækjuverksmiðjur, á Dalvík og Akureyri, en þar starfa 35 manns. Gert er ráð fyrir að starfsemi verk- smiðjunnar á Akureyri verði með óbreyttu sniði. Aðalsteinn segir fé- lagið hafa sótt á innlend og erlend rækjumið en erfiðlega hafi gengið að afla hráefnis fyrir báðar verk- smiðjumar. A síðari helmingi þessa um. Nemendur í tölvunarfræð- um við Háskólann eru nú á þriðja hundrað og þar af eru um eitt hundrað á 2. og 3. ári. I meistaranámi, sem hófst í fyrsta skipti í haust, eni 10 nemendur. Til þessa hafa nemendurnir ein- ungis haft örfáar tölvur fyrir sig til heimanáms og verkefna- vinnu og hefur tölvunar- fræðiskor ekki haft neina sérað- stöðu til kennslu. Fyrii’tækin, sem gáfu nemend- unum og Háskólanum gjafirnar eru Opin ker-fi hf., SKYRR hf., árs hafi borist 2.800 tonn af hráefni til rækjuverksmiðja Samherja en á sama tímabili í fyrra nam magnið 4.600 tonnum. Mikið áfall Samherji áætlar að vinna úr 4.800 tonnum af hráefni á næsta ári en það samsvarar til 55% af árlegu meðaltali hráefnis undanfarinna ára. „I febrúar fer í hönd helsti veiðitíminn á rækju og ef veiðin verður góð kemur í ljós hvort hægt verður að halda starfsemi verk- smiðjunnar á Dalvík áfram,“ sagði Aðalsteinn. Björn Snæbjörnsson, fonnaður verkalýðsfélagsins Einingar við Eyjafjörð, sagði uppsagnirnar mik- ið áfall enda væri rækjuverksmiðj- an annar fjölmennasti vinnustaður bæjarins. Rögnvaidur Skíði Friðbjörns- son, bæjarstjóri Dalvíkur, sagðist vonast til þess að Samherji sæi möguleika á að halda rekstri verk- smiðjunnar áfram. Hann sagði að gott atvinnuástand hefði verið í bænum, talsverð eftirspurn eftir starfsfólki og því ekki útilokað að önnur fyrirtæki gætu tekið við ein- hverju af því starfsfólki sem sagt hefur verið upp störfum í rækju- verksmiðjunni. Lést í bílslysi DRENGURINN sem lést í bílslysi á Snæfellsnesi sl. sunnudag heitir Guðmundur Isar Agústsson, til heimilis að Jörfa, Lágholtsvegi 11 í Reykjavík. Skemmd- arverk á spenni- stöðvum SPENNISTÖÐ Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Rofabæ var sprengd í gærkvöldi, en við það urðu 52 íbúðir rafmagnslausar. Skemmdir urðu óverulegar og komst rafmagn á eftir um klukku- stund. I fyrrakvöld varð alvarlegin bilun þegar spennistöð í Seljahverfi var sprengd. Þá duttu 56 hús í fjórum götum út. Langan tíma tók að gera við bilunina. Tjón Rafmagnsveit- unnar var verulegt og óþægindi raf- magnsnotenda umtalsvert. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Fullkomin vinnu- aðstaða tölvunar- fræðinema opnuð Morgunblaðið/Þorkell KENNARAR tölvunarfræðiskorar ásamt háskólarektor og fulltrúum hugbúnaðarfyrirtækjanna, sem gáfu tölvunarfræðiskor gjafirnar, við opnun hinnar nýju vinnuaðstöðu tölvunarfræðinemenda í gær. Tæknival hf., EJS., Friðrik Skúlason ehf., Kögun lif., Reikni- stofa bankanna., Hugbúnaður hf., Hugur - forritaþróun, Strengur hf., TölvuMyndir hf., Teymi hf., Hugvit hf., og Nota Bene hf. Kostaði 20 þús. að aka á 64 km hraða Hagfræðingur ASI segir að láglaunafólk þurfí að gera ráðstafanir til að aukinn lífeyrissparnaður nýtist því Lífeyrissparnaðurinn gæti tapast í tekjutengingunni HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ekið á allt að 64 km hraða á klukkustund vestur Amamesveg við Hegranes í Garðabæ, þar sem hámarkshraði er 30 km á klst. Þess var krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar og sviptingar ökuréttar, en af hálfu ákærða var þess krafist að hann yrði ekki sviptur ökurétti. Verjandi ákærða byggði mál sitt á því að ósann- gjarnt væri að ákærði sætti öku- réttindasviptingu í 1 mánuð þar sem hann hafi verið alveg granda- laus um það að hann væri farinn að aka svo hátt yfir lögleyfðan hraða eins og raun bar vitni. Máli sínu til stuðnings benti verj- andi ákærða á að hraðalækkun er illa merkt, þar sem umferðarmerk- ið sé hálfsnúið á vegkantinum og áður en komið er að umræddu merki er lögleyfður hraði 60 km/klst. EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur ASÍ, segir að vegna tekju- tengingar í almannatryggingakerf- inu sé ekki ávinningur fyrir tekju- lágt fólk að auka greiðslur í lífeyr- issjóð í þeim tilgangi að hækka líf- eyrisgreiðslur sínar eftir að taka iífeyris hefst. Hjá þessu geti fólk þó komist með því að taka lífeyris- sparnaðinn út áður en það kemst á lífeyrisaldur. Um áramót taka gildi breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Launþegar geta þá aukið skatt- frjálsar greiðslur í lífeyrissjóð um 2%. Jafnframt ákvað Alþingi fyrir skömmu að fólk, sem nýtir sér þennan sparnaðarkost, geti fengið 0,2% viðbótarframlag atvinnurek- enda í lífeyrissjóð. Kostnaður at- vinnurekenda hækkar ekki við þetta því að almennt trygginga- gjald lækkar á móti. Gæti þurft að taka sparnaðinn út fyrirfram Edda Rós sagði að almennt bæri að fagna því að stjórnvöld reyndu að stuðla að auknum sparnaði í þjóðfélaginu. Tekju- tenging í almannatryggingakerf- inu væri hins vegar vandamál sem hefði áhrif á það hvort þessi sparnaður nýttist fólki. Fólk gæti sett sér tvenns konar markmið með þessum sparnaði. Annars vegar væri sá kostur að stytta starfsævina og taka lífeyrissparn- aðinn fyrirfram. Hinn kosturinn væri að auka ráðstöfunartekjurn- ar eftir að fólk væri farið á ellilíf- eyri. í öllum tilvikum væri þetta mjög góður kostur ef fólk vildi stytta starfsævina. „Ef fólk vill hins vegar auka líf- eyrisspamaðinn til að auka tekj- urnar í ellinni þá er tekjutengingin vandamál. Mér sýnist að fólk í mörgum hópum verði að taka þetta út fyrirfram og endurfjárfesta ef þetta á að nýtast því.“ Fyrir suma hagstæðara að greiða í sameignarsjóð Edda Rós sagði að útreikningar sínir bentu til að fólk sem væri með meðalævitekjur undir 120 þúsund- um á mánuði lenti í því að sparnað- urinn nýttist því ekki vegna tekju- tengingar í almannatryggingakerf- inu. Þorri kvenna, afgiæiðslufólk og verkafólk væri því í þeirri stöðu að þurfa að gera sérstakar ráðstafanir til að lífeyrisspamaðurinn nýttist. Edda Rós sagðist í þessum út- reikningum miða við almanna- tryggingakerfið eins og það liti út í dag enda væri það eina forsendan sem hægt væri að gefa sér. Hún sagðist hins vegar vona að þetta mál yrði til þess að auka þrýsting á að almannatryggingakerfið yrði endurskoðað. Edda Rós sagði að fólk sem komið væri yfir miðjan aldur og væri með léleg lífeyrisréttindi ætti ekki að láta tekjutenginguna verða til þess að það hætti við að safna meira í lífeyrissjóð. Þetta fólk þyrfti hins vegar að skoða vel alla kosti og kanna hvaða leið passaði best fyrir það. Verkalýðshreyfingin ætlaði sér að taka þátt í að leið- beina fólki í þessu efni. Greinilegt er að mikil samkeppni verður um þennan viðbótarsparnað landsmanna. Bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki auglýsa mikið þessa dagana og halda mjög á lofti kostum séreigna- lífeyrissjóða. Edda Rós sagði að það væri ekki sjálfgefið að það hentaði öllum að greiða þennan viðbótarsparnað í séreignarsjóð. Það gæti hentað mörgum sem væru komnir yfir miðjan aldur að auka greiðslur í þann sameignar- sjóð sem þeir hafa greitt í vegna þess að réttindaávinnsla flestallra lífeyrissjóða væri jöfn yfir starfsævina. Fólk sem væri að Ijúka starfsævinni fengi því meiri réttindi en það ætti að fá ef rétt- indaávinnslan tæki mið af aldri. Það sem hér skiptir máli er ávöxt- unartími iðgjaldsins. Edda Rós sagði að það væri al- farið í valdi launþegans að ákveða hvort hann nýtti sér ákvæði laga um 0,2% viðbótargreiðslur vinnu- veitanda í lífeyrissjóð. KRINGL4N- ...opin á milli jáia og nyáts. lAppIýsingar um afgreiðslutíma 5S3-998S Opið í dag 10.00-18.30 KRINGMN Gleðilega hátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.