Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR LANDIÐ Landssíminn vill að Samkeppnisstofnun kanni hvort Intís niðurgreiði starfsemi í samkeppnisrekstri Krefst fjárhagslegs aðskilnaðar LANDSSÍMI íslands hefur farið þess á leit við Samkeppnisstofnun að stofnunin kanni hvort Internet á íslandi hf. (Intís) noti tekjur af einkaieyfi til veitingar netléna (svæðinetfanga) til þess að niður- greiða starfsemi í samkeppnis- rekstri og brjóti þannig í bága við ákvæði samkeppnislaga. Krefst Landssíminn þess að mælt verði fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli þeirrar starfsemi Intís sem er í samkeppnisrekstri og starfsemi sem nýtur verndar einkaleyfis. Þá er þess farið á leit við stofnunina að athugað verði hvort gjaldtaka fyrir skráningu netléna gefí ástæðu til íhlutunar samkeppnisráðs. Intís hefur einkaleyfi hér á landi til að úthluta netlénum sem enda á .is. I erindi Landssímans til Sam- keppnisstofnunar er bent á að netlénakerfið sé lykilatriði í upp- byggingu og virkni internetsins, hliðstætt símnúmerakerfi í hefð- bundnum fjarskiptum. Póst- og fjarskiptastofnunin setur reglur um úthlutun símanúmera og telur Landssíminn að sama eigi að gilda um úthlutun netléna, þ.e. að stofnun óháð hagsmunaaðilum setji reglur og sjái um úthlutun netléna, og eðli- legast væri að Póst- og fjarskipta- stofnunin hefði það hlutverk með höndum. Gjöldin mun hærri en erlendis Fram kemur í erindi Landssím- ans að fyrir skráningu netléna inn- heimti Intís stofngjald sem sé 12.450 kr. með virðisaukaskatti auk mánaðarlegs afnotagjalds sem sé 1.214 kr. með virðisaukaskatti. Gjaldskrá þessi sé samin af Intís einhliða án íhlutunar opinberra eft- irlitsaðila, þrátt fyrir að um sé að ræða rekstur sem ekki sé í sam- keppni, og miðað við fjölda um- sókna hljóti að vera um umtalsverða tekjulind að ræða. Bent er á það í erindinu til Samkeppnisstofnunar að samkvæmt samanburði sem Landssíminn hafi gert séu gjöld Intís vegna þessarar þjónustu mun hærri en hjá þeim aðilum sem sjá um að úthluta netlénum í öðrum löndum. Telur Landssíminn ljóst að Intís njóti markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir skráningu netléna og með tilliti til þess er þess krafist að Samkeppnisstofnun kanni hver sé raunkostnaður við skráningu og umsjón léna og hvort gjaldskrá Intís sé í samræmi við þann kostn- að. Komist stofnunin að þeirri nið- urstöðu að gjaldtakan feli í sér mis- beitingu á markaðsráðandi stöðu í skilningi 17. greinar samkeppn- islaga væntir Landssíminn þess að gripið verði til viðeigandi úiTæða. Landssíminn segir ljóst að Intís sé fyrii'tæki sem starfi að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar í skilningi 2. málsgi'ein- ar 14. greinar samkeppnislaga, en hluti af rekstri Intís sé í frjálsri samkeppni. Því beri að beita fjár- hagslegum aðskilnaði í skilningi áð- umefndrar málsgreinar í sam- keppnislögum. Þá segir í erindi Landssímans að komist Samkeppn- isstofnun jafnframt að þeirri niður- stöðu að samkeppnisrekstur Intís njóti einhverrar niðurgreiðslu frá þeim þætti starfseminnar sem bundin er einkaleyfi og/eða að gjaldskrá fyrir skráningu og um- sjón netléna brjóti í bága við ákvæði samkeppnislaga sé þess krafist að Samkeppnisstofnun látið málið til sín taka og beiti viðeigandi úrræð- um og íhlutun samkvæmt sam- keppnislögum. Nokkur mál í athugun sem tengjast Landssimanum Hjá Samkeppnisstofnun eru nú nokkur mál til meðferðar þar sem Landssíminn kemur við sögu. Að sögn Jónu Bjarkar Helgadóttur, lögfræðings hjá Samkeppnisstofn- un, er í gangi mál sem stofnunin tók sjálf upp að eigin frumkvæði og nær til intemetþjónustu Landssímans, en það grundvallast á mörgum óformlegum athugasemdum sem stofnuninni hafa borist. Varðar það mál að mestu leyti fjárhagslegan aðskilnað intemetþjónustu Lands- símans og annarar starfsemi fyrir- tækisins. Þá er stutt síðan Intís lagði erindi fyrir Samkeppnisstofn- un sem einnig fjallar um intemet- þjónustu og skarast að nokki-u leyti við áðurnefnt mál, og í gangi er mál þar sem Islandia Intemet fer fram á bráðabirgðaákvörðun varðandi internetþjónustu Landssímans. Til meðferðar hjá Samkeppnis- stofnun er kvörtun Tals hf. vegna lækkana á GSM-þjónustu Lands- símans og tvö mál sem bárust frá Miðlun ehf. eru til meðferðar hjá stofnuninni. Annars vegar er um að ræða mál sem tekur til gjaldtöku Landssímans vegna upplýsinga- þjónustunnar 118, en Miðlun telur upplýsingaþjónustuna Gulu línuna, sem fyrirtækið rekur, ekki hafa sömu tekjumöguleika þai- sem óleyfilegt sé að taka gjald fyrir hringingar í Gulu línuna. Hins veg- ar er um að ræða erindi sem varðar símaskrá Landssímans á internet- inu þar sem Landssíminn selur að- gang að gagnagrunni símaskrárinn- ar en birtir hana síðan ókeypis á internetinu. Auk ofangreinds erindis frá Landssímanum sem varðar Intís er Landssíminn einnig með erindi gegn Islenska útvarpsfélaginu hf. og Sýn vegna Fjölvarpsins, en Landssíminn, sem rekur Breiðvarp- ið á sama markaði, telur að rekstur Fjölvarpsins sé niðurgreiddur af Is- lenska útvarpsfélaginu og Sýn. Morgunblaðið/Kristínn INGIMUNDUR Sigurpálsson bæjarstjóri og Björn Bjarnason menntamálaráðherra undirrituðu samninginn. Hönnunarsafn byggt upp í Garðabæ BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra og Ingimundur Sigur- pálsson, l)æjarstjóri í Garðabæ, undirrituðu í gær samning um samstarf sem miðar að því að koma á fót hönnunarsafni í Garða- bæ. Aðild að samningnum á Þjóð- minjasafn Islands. Markmið hönn- unarsafnsins í Garðabæ er að safna íslensku og erlendu listhand- verki og iðnhönnun og varðveita, halda heimildarskrá og standa fyr- ir sýningum og kynningum. Menntamálaráðherra skipaði nefnd í febrúar 1996 sem falið var að gera tillögur um þetta mál. Fljótlega hófust viðræður við bæj- aryfirvöld í Garðabæ um upp- byggingu hönnunarsafns. Fyrir- hugað er að safnið hafi stöðu deildar innan Þjóðminjasafnsins. Þjóðminjaráð mun skipa Qögurra manna sljórnarnefnd til fímm ára sem skal veita ráðgjöf um upp- byggingu safnsins og gera tillög- ur til þjóðminjaráðs og bæjar- sljórnar Garðabæjar um framtíð- arhlutverk safnsins. Menntamálaráðuneytið leggur safninu til húsnæði að Lynghálsi í Garðabæ, sem áður tilheyrði Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Rikis- sjóður mun greiða launakostnað, en annar rekstrarkostnaður skipt- ist jafnt milli aðila. Samningurinn gildir til fimm ára. A þeim tíma verður unnið að undirbúningi að framtíðarhúsnæði og starfsemi hönnunarsafns í Garðabæ. Morgunblaðið/KVM STARSFÓLK verslunar Olíufélagsins hf. - Esso í Grundarfirði. Miklar endurbæt- ur hjá Olíufélaginu í Grundarfirði Grundarfirði - Olíufélagið hf. - Esso í Grundarfirði hefur stækk- að og farið í gagngerar breyting- ar á verslunarhúsnæði sínu í Grundarfirði. Gunnar Ragnarsson rekstrar- stjóri segir að hér sé Olíufélagið að svara kröfum tímans um meiri og betri þjónustu. Vöruúrval hef- ur aukist til muna, sérstaklega í matvöru. Áður vöru flestar vöru- tegundir seld yfir búðarborðið en nú er komið kjörbúðarfyrir- komulag og geta viðskiptavinirn- ir sótt vöruna sjálfir í hillur og sett í körfu eins og tíðkast á flestum stöðum. Gunnar telur brýnt að boðið sé upp á góða þjónustu þar sem Olíufélagið sé með starfsemi sína nánast í miðjum bæjar- kjarnanum, auk þess sem rútan stoppar þarna og margir ferða- menn notfæri sér salernisað- stöðu svo og að kaupa sér vörur og veitingar sem og að setjast niður, fá sér snæðing og skoða kort. Fyrirhugað er að endurbæta lóðina í sumar og gera umhverfí verslunarinnar vistvænna og feg- urra en nú er. Hjá fyrirtækinu starfa nú nú 5 manns. Pálmar Einarsson bygginarmeistari og hans menn unnu við breytingarn- ar en yfirumsjón var í höndum Guðmundar Tryggva Sigurðsson- ar tæknifræðings. Slysavarnafréttir úr Snæfellsbæ Hellissandi - Fyrir jólin var gefið út og borið í hvert hús í Snæfellsbæ fréttablað slysavarnafólks, „Slysa- varnafrétth- úr Snæfellsbæ". Blaðið er 8 síður að stærð og flytur fréttir frá árinu 1998 úr öllum starfandi slysavai'nadeildum í bænum. Auk þess ritar bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, grein um mikilvægi slysa- varnastarfa. Þá geymh- blaðið ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir íbúana sem gilda um jól og áramót. Þetta er þriðja ár- ið í röð sem slíkt blað kemur út fyrir jól og hefur útgáfa þess mælst vel fyrir. Auglýsendur og styrktarmenn standa undir kostnaði við útgáfu blaðsins sem auk þess skilar deildun- um nokkrum tekjum. Blaðið er prentað í prentsmiðjunni Steinprenti ehf. en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ólafur Jens Sigurðsson formaður Slysavarnadeildarinnar Bjargar á Hellissandi. Slysavarnadeildirnar í Snæfells- bæ hafa verið vel lifandi og haldið uppi ágætu starfi á undanförnum árum. Morgunblaðið/Silli ÞÁTTT AKENDUR í veggspjaldasamkeppninni. Samkeppni um gerð veggspjalds Húsavík - Starfshópur um vímuefna- vai-nir á Húsavík efndi í haust til samkeppni meðal bæjarbúa um gerð veggspjalds gegn notkun vímuefna. Form tillagna var mjög frjálst og er áformað að nota tillögu þess aðila sem fær fyrstu verðlaun á vegg- spjald í þágu vímuefnavarna. Þrenn peningaverðlaun voru veitt. Þátttaka var nokkuð góð en hefði mátt vera meiri. Skilafrestur var til 1. desember og urðu úrslit þau að Halldóra Gunnarsdóttir hlaut 1. verðlaun, Guðrún Inga Hannesdóttir 2. verðlaun og Svanhildur Jóharines- dóttir 3. verðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.