Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ ERLENT Reuters ÆTTINGJAR liðsmanns Frelsishers Kosovo, sem féll í átökum við serbneskar öryggissveitir í vikunni sem leið, fylgja honum til grafar í bænum Obranca í Kosovo. NATO varar við átökum í Kosovo Itrekar hótun um hernaðaríhlutun átök blossuðu upp að nýju í hérað- inu. Solana sagði í stuttri yfirlýsingu að bandalagið fylgdist grannt með ástandinu í Kosovo og hvatti serbnesku öryggissveitirnar og að- skilnaðarsinnana til að virða vopna- hlé, sem eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) höfðu milligöngu um eftir að hörð átök blossuðu upp í héraðinu á jóla- dag. Átökin stóðu í fjóra daga og kostuðu að minnsta kosti 18 manns iífíð. Talsmaður eftirhtsmanna ÖSE sagði að ekki hefði komið til átaka í gær. „Við getum engu spáð um framtíðina hér, en ég vona svo sann- arlega að vopnahléið haldist.“ Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt Serba í Kosovo-deilunni, sök- uðu skæruliða í Frelsisher Kosovo (KLA) um að hafa átt upptökin að átökunum. Talsmaður KLA vísaði því á bug í gær og sagði að aðskiln- aðarsinnarnir hefðu aðeins svarað árásum serbnesku öryggissveitanna til að verja sig. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði serbnesk stjómvöld og albanska að- skilnaðarsinna í Kosovo við því í gær að bandalagið væri enn reiðu- búið að grípa til hemaðaraðgerða ef Sex fórust í Sydney-Hobart Sydney. Rcuters. SKIPULEGGJENDUR Sydney- Hobart siglingakeppninnar í Ástral- íu tilkynntu í gær að hafín yrði ítar- leg rannsókn á öryggisráðstöfunum í keppninni í kjölfar þess að sex þátttakendur em látnir eða saknað eftir að illviðri skall á keppendum á sunnudag. Reyndir siglingamenn sögðu þó í gær að þrátt fyrir allt yrði áfram að efna til þessarar þekktustu siglinga- keppni Ástrala. Sögðu siglinga- mennirnir að skipstjóram bæri sjálfum að ákveða hvort þeir teldu óhætt að láta úr höfn. Hitnar í kolunum í Likud-flokknum Mordechai gagnrýnir framgöngu Netanyahus Jerúsalem. Reuters. TVEIR helstu ráðherrarnir í ríkis- stjóm Benjamins Netanyahus, for- sætisráðherra Israels, gáfu í skyn í gær að þeir kynnu að snúa baki við honum í kosningunum sem boðaðar hafa verið 17. maí nk. Yitzhak Mordechai, varnarmála- ráðherra og vinsælasti ráðherrann í stjóminni samkvæmt skoðana- könnunum, gagnrýndi framgöngu Netanyahus í friðarumleitununum við Palestínumenn og kvaðst vera farinn að efast um framtíð sína í Likud-flokknum. Ariel Shai-on utanríkisráðhen-a sagði að til greina kæmi að hann yrði leiðtogi Israels „undir sérstök- um kringumstæðum". Fyrir þrem dögum sagði Sharon að hann hefði engan áhuga á forsætisráðherra- embættinu og hvatti til einingar innan stjómarflokksins, Likud- bandalagsins. Kosið 17. maí Stjórnlaganefnd ísraelska þings- ins samþykkti í gær tillögu tveggja stærstu flokkanna, Likud og Verkamannafiokksins, um að þing- og forsætisráðherrakosningar fari fram í landinu 17. maí nk., en að öllu óbreyttu hefðu þær átt að fara fram síðla árs 2000. Benjamin Net- anyahu forsætisráðherra hafði fall- ist á að kosningar yrðu haldnar fyrr gegn því að ekki yrði sam- þykkt vantraust á ríkisstjóm hans nú þegar. Mordechai atyrti Netanyahu fyrir að fresta framkvæmd Wye- samkomulagsins við Palestínu- menn um afhendingu lands á Vest- urbakkanum og sagði brýnt að Ueuters NETANYAHU baðst fyrir við Grátmúrinn í Jerúsalem í gær og vildi ekki ræða við fréttamenn um stjórnmálaástandið meðan hann væri á helgum stað. deiluaðilar ræddust við nú þegar óvissa ríkti um niðurstöður vænt- anlegra kosninga. Kvaðst Mordechai telja að hægt hefði verið, með öðrum ráðum, að tryggja að Palestínumenn stæðu við sinn hluta samningsins, en Net- anyahu skírskotaði til vanefnda þeirra er hann frestaði fram- kvæmd samningsins. Þýzkaland tekur við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins um áramót Barátta gegn atvinnuleysi og fyrir uppstokkun Qármála Þjóðverjar vilja „peningana sína aftur“ Bonn. Reuters. ÞYZKALAND tekur við for- mennskunni í ráðherraráði Evrópu- sambandsins (ESB) nú um áramót- in með það göfuga markmið að yfír- lýstu leiðarljósi að draga fyrir al- vöra úr atvinnuleysinu í álfunni, en hinni nýju ríkisstjóm jafnaðar- manna og græningja er einnig ann- að markmið mikilvægt - að lækka greiðslur Þjóðverja í sameiginlega sjóði sambandsins. Gerhard Schröder kanzlari hefur á þeim tveimur mánuðum sem liðnir era frá því hann tók við embætti með afgerandi hætti gert hinum ESB-ríkjunum fjórtán ljóst, að það gangi ekki lengur að Þjóðverjar standi straum af 60% fjárlaga sam- bandsins og að þeir 22 milljarðar marka (900 milljarðar króna) sem Þjóðverjar greiða til ESB umfram það sem þeir fá til baka úr sjóðum þess, sé óviðunandi há upphæð. Þjóðverjar vilja endurheimta peningana sína. „Yfir helmingurinn af öllu því fé sem er sólundað í Evrópu greiða Þjóðverjar. (...) Þessu verður að linna,“ sagði Schröder nýlega, og minnti með þessum ummælum sterklega á Margaret Thateher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem árið 1984 tókst með herópi sínu „Eg vil fá peningana mína aftur“ að semja um sérstakt endurgreiðslu- kerfl fyrir Breta sem lækkaði nettógreiðslur þeirra til sambands- ins um milljarða ár hvert. Með þessum óduldu kröfum Schröders um minnkaða greiðslu- byrði Þjóðverja í Evrópusam- starfinu kveður við heldur betur annan tón en þann sem ríkti í kanzlaratíð Helmuts Kohls. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þeir sjái lítið votta fyrir hinni „óbreyttu stefnu“ í utanríkismál- um, sem Schröder hefði ítrekað heitið fyrir kosningar. „Schröder er að einbeita sér að því sem hans heimafólk vill heyra og mótar utanríkispólitisk stefnumið sín með tilliti til þess hvað fellur bezt í kramið heima fyr- ir,“ sagði Johannes Christian Koecke, stjómmálaskýrandi hjá Konrad Adenauer-stofnuninni í Bonn, sem stendur Kristilega demókrataflokknum, flokki Helm- uts Kohls, nærri. Schröder varði baráttu sína fyrir endurgreiðslum úr sjóðum ESB í viðtali í þýzka dagblaðinu West- deutsche Allgemeine Zeitung á þriðjudag. „Það er mitt hlutverk að líta til með hagsmunum Þýzka- lands,“ sagði hann. „Það er ná- kvæmlega það sem ríkisstjórnar- leiðtogar annarra ríkja gera og finnst það sjálfsagt," sagði Schröder, en bætti við: „Það verður yfírmáta mikilvægt að fínna ásætt- anlegar málamiðlanir". Oskar Lafontaine, fjármálaráð- herra Þýzkalands, reyndi í viðtali í dagblaðinu Welt am Sonntag á sunnudag, að beita vægi þýzku greiðslanna til ESB til að þrýsta á um að hin ESB-ríkin gefí eftir í deil- unni um skattasamræmingu innan sambandsins. Hann sagði: „Það gengur ekki að menn ætlist til hárra nettógreiðslna frá Þjóðverj- um til ESB, en geri aftur á móti ekkert í því að stöðva ósanngjarna skattasamkeppni. Þetta getur ekki samræmzt samstöðuhugmyndinni.“ Að mati brezka blaðsins The Daily Telegraph votta þessi um- mæli Lafontaines og fleiri sem hann og aðrir þýzkir ráðamenn hafa látið frá sér fara um mikinn einhug með- al þeirra sem móta utanríkisstefnu Þýzkalands að skjóta verði frekari stoðum undir myntbandalagið með því að taka enn ákveðnari skref í átt að pólitískum samrana álfunnar. Harðast tekizt á um endur- skoðun fjármálanna Stjórnmálaskýrendur telja að það verði allt annað en auðvelt að knýja í gegn fyrirhuguð áform um upp- stokkun landbúnaðar- og byggða- sjóðakerfís ESB, sem og endur- skoðun á fyrirkomulagi heildarfjár- laga sambandsins. Þessi uppstokk- un er nauðsynleg áður en hægt er að hleypa inn nýjum aðildarríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem bíða óþreyjufull eftir að fá inngöngu. Sérfræðingarnir benda á, að það verður líka erfítt íyrir Þjóðverja að beita sér af þunga fyrir því að skera niður eigin greiðslur til ESB svo lengi sem þeir gegna formennsku- hlutverkinu, sem felst ekki sízt í því að miðla málum. En stjórn Schröders vill einnig nýta formennskumisseri sitt til að reyna að fækka atvinnuleysingjum í ESB-löndunum, en þeir eru á að gizka sautján milljónir um þessar mundir. Olíkt Kohl-stjórninni, sem hélt því fram að hverju aðildarríki fyrir sig bæri að finna eigin lausnir á sínum atvinnuleysisvanda, er Schröder-stjórnin sammála meiri- hluta hinna ríkisstjórna sambands- ins (jafnaðarmenn standa nú áð ell- efu af stjórnunum fímmtán) um að sambandinu beri að gera samræmt átak til að skapa störf. Schröder-stjórnin vill einnig gera átak í því að berjast gegn svokall- aðri „ósanngjarnri skattasam- keppni" með því að samræma skatta í aðildarlöndunum, a.m.k. af fyrirtækjum og fjármagnstekjum. Hún vill ennfremur vinna eftir megni gegn alþjóðlegri glæpastarf- semi og efla sameiginlega utanríkis- og öi’yggismálastefnu sambandsins. Margt fleira er á verkefnadag- skránni á þessu formennskumisseri Þjóðverja, en um áramótin verða þau sögulegu tímamót að gjaldmiðl- ar ellefu ESB-landa renna saman í hina nýju sameiginlegu Evrópu- mynt, evrana. Og í júní, skömmu áður en Þjóðverjar rétta keflið áfram til Finna, fara fram kosning- ar til Evrópuþingsins. En það verður að mati sérfræð- inga tvímælalaust harðast tekizt á um endurskoðun fjármálanna; hún verði mál málanna á þýzka for- mennskumisserinu, sem lýkur á leiðtogafundi í Köln í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.