Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters LÍKKISTA eins gíslanna, sem voru myrtir í Tsjetsjníu, sett í þotu Brit- ish Airways í Baku, höfuðborg Aserbaídsjans. Gíslamálið í Tsjetsjníu Lík gíslanna afhent breskum yfirvöldum Baku, London. Reuters. LIK fjögurra manna, sem upp- reisnarmenn í Tsjetsjníu myrtu á hrottafenginn hátt, fundust á jóla- lækninn kvaðst hann ekki geta útilokað samræði sem kynni að hafa átt sér stað fyrir fímm til tíu árum. „Ég tel þetta frábæran vitnis- burð,“ sagði einn af níu lögmönn- um Anwars. „Saksóknarinn innti lækninn eftir merkjum um atvik sem kynnu að hafa átt sér stað fyr- ir fimm til tíu árum en Anwar var aðeins ákærður fyrir meint sam- ræði í apríl á þessu ári.“ Niðurstaða rannsóknar- innar verði birt Leiðtogi eins af stjórnarand- stöðuflokkunum í Malasíu krafðist þess í gær að Mahathir forsætis- ráðherra birti strax niðurstöðu rannsóknar á því hvers vegna Anwar fékk glóðarauga og mar- bletti þegar hann var í haldi lög- reglunnar áður en hann kom fyrst fyrir rétt í október. Mahathir ýjaði að því að Anwar hefði sjálfur valdið meiðslunum en fyrirskipaði rannsókn á málinu. Æðsti lög- fræðilegi embættismaður landsins hefur þegar fengið skýrslu um rannsóknina en sagði í nóvember að hann þyrfti að rannsaka málið frekar með hjálp réttarlækna. dag eftir mikla leit og voru þau flutt til Bretlands með flugi í gær. Mennirnir, þrír Bretar og einn Ný- sjálendingur, voru teknir í gíslingu mannræningja í október síðastliðn- um. Höfuð fjórmenninganna fund- ust hinn áttunda desember en síð- an þá hafði verið leitað að h'kunum. Mennirnir voru starfsmenn bresks fyrirtækis og unnu að lagn- ingu símakerfís í stríðshjáðri höfuðborg Tsjetsjníu þegar upp- reisnarmenn tóku þá í gíslingu í október. Líkin flutt frá Baku til London Líkin voru flutt til Baku, höfuð- borgar Aserbaídsjans, og komið fyrir um borð í þotu British Airwa- ys sem flutti þau til London. Stjórnvöld í Aserbaídsjan samþykktu að hafa milhgöngu um flutning líkanna af mannúð- arástæðum. Rússnesk stjórnvöld og breska sendiráðið í Moskvu vildu upphaf- lega að líkin yrðu flutt frá höfuð- borg Rússlands. En horfið var frá þeirri ákvörðun vegna aukinnar spennu í samskiptum Rússlands og Tsjetsjníu. Síðan stríðinu á milli Rússlands og Tsjetsjníu lauk árið 1996 hefur landið verið þjakað af mannránum sem og deilum milli ólíkra hópa uppreisnarmanna. Eins ríkir mikið óvissuástand í stjórnmálum lands- ins vegna stöðugs valdatafls fremstu manna. Irakar segjast fljúga á flugbannsvæðunum Itreka að bandarískri vél hafi verið grandað Bagdad, París. Reuters. TAHA Yassin Ramadan, varafor- seti íraks, sagði í gær að íraski her- inn hefði staðfest að vestræn flugvél hefði verið skotin niður er Band- aríkjamenn hafí gert árás á loft- varnastöð í norðurhluta landsins á mánudag. Bandarískir embættismenn í Washington og í bækistöð vélanna í Tyrklandi hafa hins vegar sagt að allar flugvélarnar hafí snúið til bækistöðvarinnar heilu og höldnu. „Pað hafa engar vestrænar flugvél- ar verið skotnar niður í írak,“ sagði fulltrúi varnannálaráðuneytisms í gær. Bandaríkjamenn segja Iraka hafa átt frumkvæðið að átökunum á mánudag. Ramadan sagði við fréttamenn að Hóta að skjóta á vestrænar flugvélar fulltrúi íraska hersins hefði sagt að flugvélin hefði „að öllum líkindum“ verið skotin niður, en bætti við að flak hennar hefði ekki fundist á því svæði sem leitað hafi vérið á. Ramadan ítrekaði að Irakar myndu halda áfram að skjóta á vestrænar flugvélar sem notaðar eru til eftirlits á flugbannsvæðunum yfir norður- og suðurhluta landsins. Þessar flugvélar ryfu lofthelgi Iraks. í viðtali við bandarísku fréttastof- una AP í gær var Ramadan spurður hvort írakar flygju flugvélum sín- um á flugbannsvæðunum og svaraði hann: „Við erum að því einmitt núna.“ Hann sagði að íraskar flug- vélar flygju óhindrað í íraskri loft- helgi. AP hafði eftir talsmanni band- aríska varnarmálaráðuneytisins að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að gæta flugbannsvæðanna eins og ekkert hafí í skorist. Tals- maður franska utanríkisráðuneyts- ins sagði hins vegar í gær að Frakk- ar hefðu ekki tekið ákvörun um það enn hvort þeir myndu byrja aftur að sinna eftirlitsflugi á svæðunum, en því var hætt fyrr í mánuðinum er Bandaríkjamenn og Bretar gerðu loftárásir á Bagdad. Til innflytjenda á sjávarafurðum Fiskistofa vill vekja athygli innflytjenda á sjávarafurðum á því, að um n.k. áramót taka gildi reglur um innflutning sjávarafurða, annars vegar frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins ( EES ) og hinsvegar frá ríkjum utan þess, sbr. lög 55/1998. Samkvæmt þessum nýju reglum verða innflytjendur sjávarafurða að tilkynna Fiskistofu um komu sendinga, stórra og smárra, með minnst 24 klst. fyrirvara. Sérstök athygli skal vakin á því hvað varðar innflutning frá ríkjum utan EES, að frá n.k. áramótum má ekki flytja inn sjávarafurðir nema frá löndum, framleiðendum og vinnslustöðvum/skipum sem Evrópusambandið (ESB) hefur samþykkt. Innfíutningur frá ríkjum utan EES verður einungis heimill þar sem Fiskistofa starfrækir sérstakar landamæraeftirlitsstöðvar og heilbrigðisvottorð frá yfirvöldum viðkomandi framleiðslulands verður að fylgja vörunni. Læknir ber vitni í máli Anwars Fann engin merki um meint samræði Kuala Lumpur. Reuters. LÆKNIR, sem starfar fyrir lög- regluna í Malasíu, sagði fyrir rétti í Kuala Lumpur í gær að ekki hefðu fundist neinar læknisfræðilegar vísbendingar um að Anwar Ibra- him, fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra landsins, hefði haft sam- ræði við ættleiddan bróður sinn, Sukma Darmawan. Sukma var dæmdur í hálfs árs fangelsi í september eftir að hafa játað að Anwar hefði haft kynmök við hann í apríl. Einn af ræðuritur- um Anwars, Munawar Anees, fékk sama fangelsisdóm fyrir meint kynmök við ráðherrann fyrrver- andi í mars 1993. Þeir hafa báðir áfrýjað málinu, dregið játningam- ar til baka og sakað lögregluna um að hafa knúið þær fram með pynt- ingum. Anwar var hnepptur í varðhald daginn eftir að mennirnir tveir voru handteknir og síðar ákærður fyrír kynmök við karlmenn og spillingu. Hann hefur neitað öllum sakargiftunum og sakar vini Ma- hathirs Mohamads forsætis- ráðherra um að hafa spunnið þær upp til að geta vikið sér úr stjórn- inni. Læknir lögi-eglunnar, Zahari Noor, tuttugasta vitnið í réttar- höldunum yfir Ariwar, kvaðst hafa skoðað Sukma í bak og fyrir 9. september þegar hann var í haldi lögreglunnar. Verjandi Anwars spurði lækn- inn hvort hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að svo virtist sem hinn ákærði hefði ekki haft mök við Sukma. „Ég myndi orða Reuters SUKMA Darmawan, ættleiddur bróðir Anwars Ibrahims, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráð- herra Malasíu. það svo að engin merki um slíkt samræði hefðu fundist,“ svaraði læknirinn. Þegar saksóknarinn yfírheyi'ði mbl.is Heldur þú að 5 C-vítamm sé nóg ? ~ NATEN Í _______- er nóg /_5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.