Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frá raðmorðum til smá- þjófnaðar á elliheimili .. Morgunblaðið/Nordfoto LOGREGLUMAÐUR ræðir við 32 ára starfskonu á clliheimili í Kaupmannahöfn sem sökuð var um að hafa átt þátt í dauða 22 gamalmenna. Eftir Hæstaréttarúr- skurð neyddist danska lögreglan til að láta lausa konu, sem álitin var hafa átt þátt í dauða 22 gamalmenna á elliheimili. Sigrún Davíðsdóttir segir Dani nú spyrja hver hafí blásið málið óeðli- lega upp. MISTÖK fjölmiðla voru ekki að þeir skyldu gera svona mikið úr ákærunni um 22 morð. Það var óhjákvæmlegt. Mis- tökin voru að fjölmiðlamir, Ekstra Bladet þar með talið, voru of ógagn- rýnir á lögregluna,“ sagði í leiðara Ekstra Bladet eftir að ríkislögmað- ur Dana ákvað að falla frá ákæru á hendur 32 ára starfskonu á elli- heimilinu Plejebo á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Lærdómurinn af málinu að mati blaðsins var að héð- an í frá gæti lögreglan ekki verið undanskilin gagnrýni fjölmiðla. Málið hefur gefíð ýmsum tilefni til að draga vinnubrögð lögreglunnar í efa og lýsa yfir að málsmeðferðin sé henni til skammar. Þá er málið talið kalla á að fjölmiðlar líti í eigin barm. Niðurstaðan er þó ekki sú að kon- an sé laus við allar ákærur, því þó að morðákærur gegn henni standist ekki á enn eftir að ákveða hvort hún verði ákærð fyrir manndráp af gá- leysi, að hafa orsakað þjáningar og heilsutjón, vanrækt umönnun og um leið sýnt vanrækslu í starfí, að hafa látið undir höfuð leggjast að bjarga fólki úr lífshættu eða hvort hún verði ákærð fyrir auðgunar- brot. Dómurinn nú snerist eingöngu um að ekki þótti sýnt að ástæða væri að halda konunni í fangelsi og að ekki væru forsendur fyrir að ákæra hana fyrir morð af yfirlögðu ráði á 22 gamalmennum. En lög- fræðingur hinnar ákærðu ætlar ekki að láta við svo búið standa, heldur hyggst krefja lögregluna um tugi milljóna íslenskra króna í miskabætur fyrir skjólstæðing sinn. Plejebo-málinu er því ekki lokið enn. Grunur um þjófnað Ieiddi athyglina að elliheimilinu Morðmálið, sem um tíma stefndi í að verða stærsta morðmál Dan- merkur og Norðurlandanna allra, hófst sem kvörtun um að ómerkileg stytta hefði horfíð á elliheimilinu Plejebo á Vesturbrú. í mars 1997 kom kona á lögreglustöðina á Vest- urbrú og sagðist hafa erft litla styttu eftir fjarskyldan ættingja, sem látist hefði á elliheimilinu. Þar fannst styttan þó ekki og sam- kvæmt ráðum lögfræðings dánar- búsins og forstöðukonu elliheimilis- ins sneri konan sér til lögreglunnar. Á stöðinni tók lögreglan hikandi við kærunni, en úr varð að lögreglu- maður fór á elliheimilið til að kanna aðstæður þar. Sama dag og hann kom þangað höfðu tveir starfsmenn á sömu deild og starfskonan D afhent plögg, sem þeir álitu rök fyrir grun undirmann- anna um að D keypti vörur handa sér fyrir fé gamalmenna á deild hennar. Kvittanirnar sýndu meðal annars að gömul kona, sem aldrei fór út, hafði keypt dýr barnaföt og leikfimisokka í hverfinu, þar sem D bjó. Einnig voru kvittanir fyrir út- tekt D af bankareikningum gamal- mennanna. Forstöðukona heimilisins ákvað á grundvelli þessara pappíra að segja konunni upp daginn eftir. Fyrir ut- an beið svo lögreglan og fór með konuna í yfirheyrslu vegna gruns um þjófnað. Við yfirheyrslu viður- kenndi hún að hafa keypt fyrir rúm- ar 80 þúsund íslenskar krónur og fyrir það var hún ákærð. Lögreglan áleit þó að hún væri ósamvinnuþýð og að betur þyrfti að kanna málið, þótt lögreglunni þætti ergilegt að þurfa að verja svo miklum tíma í fremur lítið og ómerkilégt mál. Á elliheimilinu var haldið áfram að kanna fjármálin og við yfir- heyrslur fjölda ættingja gamal- mennanna á elliheimilinu hrönnuð- ust upp vísbendingar um óeðlilega meðhöndlun fjár. Þegar upp var staðið taldi lögreglan að um 7,5 milljónir íslenskra króna hefðu horfíð. Gamlar ásakanir og orðrómur Um leið og fjármálin voru athug- uð fór að safnast efni í aðra möppu um að flýtt hefði verið fyrir dauð- daga þeirra er létust. Á endanum fékk lögreglan ónafngreinda ábend- ingu um að athuga skrá heimilisins yfir lyfjagjafir, einkum hvernig sterk verkjalyf hefðu verið gefin. Ski’áin var ófullkomin, en í ljós kom að árið áður hafði D verið ásök- uð af starfsstúlku um að flýta fyrir dauðdaga vistmanna. Ásakanimar þóttu órökstuddar, en starfsstúlkan vildi ekki draga þær til baka og var á endanum rekin. Lögreglan komst þó ekki hjá að heyra orðróm um að vistmenn á 3. hæðinni hjá D dræpust eins og flugur. D hafði aldrei verið vel liðin, þótti mjög ströng og hafði haft fyrri elliheimil- isforstjóra í vasanum. Með nýjum forstjóra hafði komist betri regla á allan rekstur, meðal annars á fjár- mál heimilisins. Eftir þessar nýju ásakanir færð- ist málið til morðdeildar lögregl- unnar, sem sumarið 1997 fól borg- arlækni að kanna dauðsföllin á elli- heimilinu. Niðurstaðan var að í 22 tilfellum hefðu viðkomandi fengið of stóra skammta af verkjalyfjum, tíðni dauðsfalla á 3. hæð væri hærri en á öðrum deildum og að dánarlík- ur ykjust, ef vistmenn fluttust af öðrum deildum á 3. hæð. Dæmi voru um að dánartíðnin á 3. hæð lækkaði þegar D var í bamsburðar- leyfi og að einn vistmaður, sem var við dauðans dyr, þegar D fór í leyfi, hresstist allur við þegar hún fór í burtu, en dó svo þegar hún kom aft- ur. Lögreglan viss í sinni sök Nú var lögreglan svo viss í sinni sök að 21. október var send út fréttatilkynning um að D væri ákærð fyrir að hafa átt sök á dauða 22 vistmanna, en þar sem slík líkn- arhjálp er ekki til í dönskum refsi- lögum vai- hún í raun ákærð fyrir 22 morð. Auk þess var hún ákærð fyrir fjárdrátt upp á um 7,5 milljónir ís- lenskra króna. Læknir heimilisins, einnig kona, var sömuleiðis ákærð fyrir vanrækslu í starfi. Þennan dag var D færð fyrir dóm, sveipuð rauðri hettukápu og sat í 10 klukkustundir í þéttsetnum dómsal meðan farið var í gegnum málið. Á endanum úrskurðaði dómarinn að ekki væri ástæða til að halda henni í gæsluvarðhaldi og að rökstuddur gnjnur væri um að hún væri völd að dauða þrettán af umræddum 22 vist- mönnum. Þegar málið kom upp síðar í sömu viku kom lögreglan með nýj- ar vísbendingar og konan var dæmd í gæsluvarðhald. Sama dag fékk kon- an nýjan lögmann, Thomas Rordam, sem er þekktur íyrir að víla ekki íyr- ir sér erfíð mál. Látin laus en málinu er ekki lokið Rprdam sýndi fram á að tölfræði borgarlæknis var ekki traust og benti einnig á að D fór í öllu eftir lyfjaforskrift læknis elliheimilisins. Áuk þess sakaði lögmaðurinn tals- menn lögreglunnar um að hafa í raun fullyrt um sekt D áður en mál hennar kom fyrii’. Til þessa var tek- ið tillit í dómi Hæstaréttar 21. des; ember, þegar konan var látin laus. I dómnum sagði að gallar væru á sönnunargögnum lögreglunnar. Margar eðlilegar skýringar fundust á því hvað orðið hefði af milljónun- um 7,5 svo á endanum var talan komin niður í milljón og ekki öll kurl komin til grafar sökum bók- haldsóreiðu á heimilinu. Sjálf hefur konan viðurkennt að hafa dregið sér um 50-100 þúsund íslenskar krónur. Eftir málalok 21. desember sendi ríkislögmaður frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að málið hafi verið rekið á grundvelli skýrslu borgarlæknis og að notkun sterkra verkjalyfja hafi verið meiri þegar D var við störf en áður. Rannsókn sýni að ýmislegt hafi verið athugavert við umönnun hinna 22 látnu vist- manna, þó rökin nægi ekki til morð- ákæru. Enn eigi eftir að athuga bet- ur, hvort ástæða verði til frekari málaferla, meðal annars gegn lækni heimilisins og eins vegna fjármála- óreiðu. Það mun því koma í ljós á næsta ári hvort framhald verið á málinu og þá hvért. Hrikaleg áminning til fjölmiðla og Iögreglu I fjölmiðlum hefur D verið með- höndluð eins og hún væri þegar dæmd sek, ekki síst vegna þess að lögreglan var svo viss í sinni sök. Þess vegna ályktaði Ekstra Bladet að málið væri þörf áminning um að fjölmiðlar gætu engum treyst, ekki einu sinni lögreglunni. I leiðurum annarra danskra blaða er tekið í sama streng. Fjölmiðlar og lögregla hafi framið réttarmorð á D og bent er á að lögreglan verði að líta ræki- lega í eigin barm og hugleiða vinnu- brögð sín, en það verði fjölmiðlar einnig að gera. Politiken bendir á að óeðlilegt sé að eftir tuttugu mánaða rannsókn sé konan aðeins hreinsuð að hluta, hugsanlega vegna þess að lögreglan vilji láta niðurstöðuna koma í bútum, svo að hneisa hennar verði ekki algjör. En hvað er þá að í réttarkerfinu? Bent er á að lögreglan freistist um of til að nota gæsluvarðhald. Rökin séu að hinn ákærði geti annars hindrað rannsókn málsins, sem í þessu máli hafi varla staðist. Meðan lögreglan sé þessarar skoðunar freistist hún um leið til að blása ákæruna upp, kannski um of eins og í þessu máli. Með gæsluvarðhaldi verði málið opinbert og þá geti lög- reglan ekki lengur rannsakað málið í kyrrþey. Plejebo-málið hófst einmitt sem fjölmiðlamál er krafist var gæslu- varðhalds yfir konunni og þar sem ásakanir á hendur henni voru þær alvarlegustu sem um getur í danskri réttarsögu helltu fjölmiðlar sér yfir málið. Lögmaður hinnar ákærðu hefur verið mjög gagmýninn á rannsókn lögreglunnar og hyggst höfða skaðabótamál fyrir hönd skjólstæð- ings síns, sem snúast muni um tugi milljóna íslenskra króna. Hin ákærða hefur ekki komið fram opin- berlega eða talað við fjölmiðla, en þó er haft eftir henni að málið hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og fjölskyldu hennar. Enn sem komið er geti hún ekki einbeitt sér að því að lifa eðlilegu lífi, heldur einbeiti sér aðeins að því að komast lífs af. Erez von- góður um stjórn TYRKNESKI þingmaðurinn Yalim Erez, sem er óflokks- bundinn, kvaðst í gær vongóð- ur um að sér tækist að mynda samsteypu- stjórn í næstu viku, en óvissa hefur ríkt í tyrkneskum stjórnmál- um undan- farinn mán- uð. Suleyman Demirel forseti valdi Erez til þess að gegna embætti forsætisráðherra í því augnamiði að þingfiokkar gætu sett niður deilur sín í milli og sameinast í stjórn undir óháð- um forsætisráðherra. Takist Erez að mjmda stjórn mun hann að líkindum aðeins sitja fram að kosningum er halda á í apríl nk. Ásakanir um spillingu urðu fyrrverandi stjórn lands- ins að falli í síðasta mánuði. Heróíndreif- ing stöðvuð PAKISTÖNSK yfirvöld greindu frá því í gær að komið hefði verið upp um smyglhring sem hefði á undanförnum 13 árum póstsent heróín að jafn- virði 1,5 milljarða Bandaríkja- dollara út úr landinu. Hringur- inn hafði aðsetur á alþjóðapóst- húsi landsins í Karachi og hefðu sjö póststarfsmenn verið handteknir. Spilling í Indónesíu STJÓRNVÖLD í Indónesíu til- kynntu í gær að fundist hefðu hundruð milljóna Bandaríkja- dollara við rannsókn á meintri spillingu fjölskyldu og sam- starfsmanna íyrrverandi leið- toga landsins, Suhartos. Hugs- anlegt væri að eftirmaður hans, B.J. Habibie, væri flækt- ur í málið. Hartarto umbóta- málaráðherra sagði fjárhags- legt tap yfirvalda vegna spill- ingarmála í stjórnartíð Su- hartos nema 2,85 trilljónum rúpía, eða 14,5 milljörðum króna. Stjórnvöld hafa beðið almenning að sýna biðlund vegna þess hve rannsóknin taki langan tíma. Blóðug átök um veiðirétt UM 500 Ganamenn hafa leitað skjóls í kirkju á Fílabeins- ströndinni eftir að barátta um fiskveiðiréttindi kostaði sjö Ganamenn lífið. Eins Fíla- beinsstrendings er saknað og 21 er á sjúkrahúsi, að því er Fílabeinsstrandarblaðið Le Jo- ur greindi frá í gær. Flótta- mennimir vilja fá fiutning til Gana, að sögn blaðsins. Deilur risu milli fjögurra ganískra fiskimanna og Fflabeinsstrend- inga á aðfangadagskvöld og voru Ganamennirnir sakaðir um að hafa veitt á svæði heimamanna. Var báti Ffla- beinsstrendinga hvolft í átök- unum og er eins þeirra nú saknað. Fflabeinsstrendingar gerðu síðar árás á bústaði Ganamannanna í hefndarskyni og féllu sjö. Yalim Erez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.