Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 27 HÖFUNDAR greina í bókinni Hugmyndir - Greinasafn til minningar um Eyjólf Konráð Jóns- son eiga það allir sammerkt að vera fæddir á sjöunda eða áttunda áratugnum, eða um það leyti sem bók ritstjórans og alþingismanns- ins Eyjólfs Konráðs, Alþýða og at- hafnalíf, kom út. Alls eru greina- höfundar 22 talsins og voru fjórir þeirra fengnir til að segja stuttlega frá umfjöllunarefnum sínum. „Starfsmannastefna fyrirtækja á nýrri öld“ er heiti greinar eftir Auði Björk Guðmundsdóttui’j kynningarfulltrúa Eimskips. „I greininni leitast ég við að varpa ljósi á nokkur viðfangsefni sem ættu að vera ofarlega á baugi í starfsmannastjómun fyrirtækja. Eg fjalla m.a. um þætti eins og sí- menntun, mikilvægi þess að fyrir- tæki bjóði upp á fjölskylduvænt starfsumhverfí og jafnari stöðu kynjanna. Einnig fjalla ég um nýj- an þátt í stefnumótun og rekstri ís- lenskra fyrirtækja, en það er eign- arhald starfsmanna í íyrirtækjum sem þeir starfa hjá. Þessir þættir hafa verið í brennidepli síðastliðna mánuði hér á Islandi en hafa tíðkast hjá erlendum stórfyrir- tækjum um nokkurt skeið,“ segir Auður. Eignarhlutdeild starfsmanna í fyrirtækjum Hún minnir á að eitt af hugðar- efnum Eyjólfs Konráðs hafi verið það sem hann nefndi „arðskipta- og hlutdeildarfyrirkomulag". „Hann mælti með því að starfs- menn ættu að fá möguleika á því að eignast hlut í fyrirtækjunum sem þeir ynnu fyrir. A árinu sem nú er að renna sitt skeið hefur þetta ver- ið að gerast víða. I þessu sambandi má nefna fyrirtæki eins og Is- lenska erfðagreiningu, Landsbank- ann, FBA, Skýrr, TM, Búnaðar- bankann og nú síðast Islenska að- alverktaka og Hans Petersen. St- arfsmenn hjá þessum fyrirtækjum hafa annaðhvort fengið að kaupa hlut í fyrirtækjúnum, í sumum til- vikum undir markaðsgengi, eða öðlast rétt til hlutafjárkaupa á fyr- irfram ákveðnu gengi. Hjá sumum þessara fyrirtækja fær starfsfólk hlutdeild í hagnaði ef vel gengur. Að verðlauna eða gefa starfsfólki kost á að eignast hlut í fyrirtækinu tel ég mjög jákvæða þróun og ég hef trú á því að eignarhlutdeild starfsmanna muni skila sér til baka til fyrirtækjanna,“ segir hún. Breytt hlutverk fj ár málastofnana Agúst Freyr Ingason, sérfræð- ingur hjá Búnaðarbankanum Verð- bréfum, rekur í grein sinni, „Al- þjóðafjármál og Island“, hvernig hlutverk fjármálastofnana hefur breyst. Þá greinir hann uppsprettu þeirra breytinga sem nú eiga sér stað á fjármálamörkuðum í heimin- um og hvernig þær kunni að leiða til breyttrar uppbyggingar þeirra. Agúst bendir á að sú grundvallar- breyting hafi átt sér stað á fjár- málamarkaði að nú sé áhrifamesta aflið á markaðnum milljónir smárra fjárfesta - og þannig hafi mbl.is —At-LTAÍ= G/TTHVAÐ NÝTT Ungt fólk skrifar greinasafn til minningar um Eyjólf Konráð A undan sinni samtíð Auður Björk Ágúst Freyr Guðmundsdóttir Ingason Benedikt Ragnheiður Eh'n Árnason Árnadóttir „fjárstjóm fjöldans“, eins og Eyjólfur Konráð nefndi það, því orðið að raunveruleika. „Orsökina má aðallega rekja til breytinga á aldurs- samsetningu þjóðfélagsins og áhrifa frá tækni- og upplýs- ingabyltingunni. Breytingar á aldurssamsetningu þjóðfé- laga hafa fært lífeyriskerfi heimsins meira í átt að sér- eignarfyrirkomulaginu og í kjölfarið hafa verðbréfasjóðir vaxið og munu vaxa gífurlega á næstu áratugum. Þeir verða aðalvaxtarbroddur fjármálageirans með einstak- linga sem helstu fjárfesta. Tæknibyltingin hefur síðan gert einstaklingum auðveld- ara að nálgast upplýsingar um fjárfestingarmöguleika og þrýst á fjármálastofnanir um að bjóða þjónustu á ver- aldarvefnum. Þetta hefur gert einstaklingum kleift að stunda fjármálaviðskipti og fylgjast með þróun fjármála- markaðar, sem áður var ein- ungis á færi stærri fjárfesta. Búist er við miklum vexti í fjármálaviðskiptum á verald- arvefnum og mun það fyrir- tæki sem nær að fylgja þeirri þróun eftir verða leiðandi í fjármálaheiminum í framtíð- inni,“ segir Agúst. Sala orkufyrirtækja og samkeppni í orkuvinnslu I grein sinni, ,,Arður og orka“, fjallar Benedikt Arnason, deildar- stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, um markaðsvæðingu raf- orkufyrirtækja og möguleika á því að koma á fót samkeppni í vinnslu og sölu raforku hér á landi. „Raforkufyrirtæki eru stór og mikilvægur hluti af ís- lensku atvinnulífi og í náinni snertingu við heimili og fyr- irtæki í landinu. Þau hafa hins vegar verið rekin af hinu opinbera án samkeppni. Með hliðsjón af velheppnuð- um skipulagsbreytingum á mörgum sviðum íslensks efnahagslífs á síðustu árum er eðlilegt að markaðsöflin verði einnig virkjuð í raf- orkugeiranum," segir Bene- dikt, sem hvetur til þess að samkeppni í orkubúskap landsmanna verði aukin og orkufyrirtæki seld til al- mennings. „Eyjólfi Konráð voru orku- og iðnaðarmál hug- leikin. Hann taldi á sínum tíma einsýnt að þjóðin myndi hagnýta orkulindirn- ar í ríkum mæli og ráðast í meiriháttar iðnrekstur sem fólkið þyrfti að eignast. Nú hefur Islenska járnblendifé- lagið verið sett á markað og íslensk stóriðja þar með í fyrsta sinn gerð að almenn- ingshlutafélagi. En almenn- ingur ætti ekki eingöngu að eiga þess kost að kaupa hlut í fyrirtækjum er framleiða raforkufrekar vörur úr hrá- efni sem knúið er áfram með hreinni íslenskri orku. Ekk- ert ætti að vera því til fyrirstöðu á nýrri öld að íslenskur almenning- ur geti keypt sér hlut í vinnslu raforkunnar,“ segir hann enn- fremur. Viðhorfsbreyting gagnvart erlendri fjárfestingu „Fjárfesting erlendra aðila i ís- lenskum atvinnurekstri" er yfir- skrift greinar Ragnheiðar Elínai- Arnadóttur, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra. „Auk þess sem ég legg áherslu á mikilvægi erlendrar fjárfestingai- og ávinning fyi-ir ís- lenskt þjóðarbú fjalla ég aðeins um þá viðhorfsbreytingu sem orðið hef- ur hérlendis á undanfórnum árum til erlendrar fjárfestingar. Erlend fjárfesting er nú almennt litin mjög jákvæðum augum og í henni felast fjölmörg ný sóknarfæri, ekki ein- göngu með fjármagninu, heldur ekki síst með þeirri þekkingu og tækni sem flyst landa á milli, betri aðgangi að mörkuðum, aukinni ný- sköpun og svo mætti lengi telja. Viðhorfsbreyting þessi er áberandi hjá íslenskum stjómvöldum og sést vel í breyttri stefnu og rýmri lag- aramma, en líka hjá íslenskum fyr- irtækjum og birtist í auknu erlendu samstarfi þeiiTa. Heimurinn hefur smækkað og aukið frelsi í alþjóða- viðskiptum er eðlileg afleiðing þess,“ segir Ragnheiður, sem bend- ir á nauðsyn þess fyiir íslensk fyrir- tæki að hugsa stórt og vera víðsýn. „Þær hugmyndir sem ég ræði í greininni eru vel í anda Eykons og þess sem hann stóð fyrir. í Alþýðu og athafnalífi, sem kom út á sjö- unda áratugnum, eða um svipað leyti og við sem skrifum í þessa bók erum að fæðast, fjallar Eykon m.a. um það að hann telji æskilegt að íslenskir og erlendir aðilar hafi með sér samstarf um viðskipti. Þær hugmyndir voru ekki mjög áberandi á þeim árum, og lýsir það kannski vel hversu snjall Eykon var og að mörgu leyti á undan sinni samtíð," segir Ragnheiður. FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F Otsending hlutabréfa Hlutabréf i FBA verða send hluthöfum í ábyrgðarpósti fyrir 20. janúar nk. Miðað verður við hluthafaskrá 31. desember 1998. FBA þakkar hluthöfum þátttöku í hlutafjárútboði bankans og fagnar þeim góðu viðtökum sem fyrirtækið hefur fengið hjá fjárfestum. Sterkur hópur áhugasamra hluthafa er mikilvægur grunnur fyrir öfluga starfsemi bankans og góða ávöxtun hlutafjár á komandi árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.