Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til Sveins Hannessonar Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri, Samtök iðnaðarins, Hallveigai’stíg 1, 101 Reykjavík. Reykjavík 28. desember 1998. Sæll Sveinn. I síðasta fréttabréfl Samtakanna sendir þú mér sérstaka jólakveðju sem gefur mér tilefni til að setjast niður við tölvuna og fara höndum um lyklaborðið. Par nefnir þú mig sérstaklega til sögunnar sem af- greiðslumann fyrir mál sem rennt var í gegnum þingið athugasemda- laust og óbreytt fyrir jólin. Ut af þessu vil ég taka eftirfarandi fram: Tryggingagjalds- frumvarpið Eg sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar lagði ásamt vara- formanni m.a. fram tillögu um breytingu sem var samþykkt og gengur út á að fyi’irtæki gera upp viðbótaframlag sitt einu sinni á ári gagnvart tryggingagjaldinu sem einfaldar alla framkvæmd. Það að blanda launagreiðendum og trygg- ingagjaldi inn í viðbótar lífeyris- sparnaðinn yfirleitt er til þess hugs- að að stuðla að því að þessi leið sé meira notuð en ella. Það er ekki unnt að taka tillit til viðbótai’sparn- aðarins í staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars nema launagreiðandan- um sé falið að sjá um málið. Það hlýtur að vera sameiginlegt áhuga- mál okkar að þessi spamaðarleið sé notuð sem mest. Tryggingagjaldsfrumvarpið fór því hvorki í gegn athugasemdalaust né óbreytt. Útflutningsráðs- frumvarpið Útflutningsráðsfrumvarpið fór óbreytt í gegn að öðru leyti en því að sett var inn ákvæði til að taka af öll tvímæli um að markaðsgjald væri frádráttarbær rekstrarkostn- aður. Forráðamenn ráðsins lögðu mikla áherslu á að fá málið afgreitt og vora sáttir við það eins og það var lagt fram. Gjaldtakan af at- vinnulífinu er ekki hærri en verið hefur. Gamla markaðsgjaldið er tekið af veltu en nú verður gjaldið tekið af tryggingagjaldsstofni sem er breiðari gjaldstofn að því leyti að opinberir aðilar greiða líka trygg- ingagjald. Af ástæðum sem þér era kunnar kom frumvarpið reyndar mjög seint fram en hefði það ekki verið afgreitt væri starfsemi Út- flutningsráðs í fullkomnu uppnámi þar sem markaðsgjaldið átti að falla niður um áramótin. Vegna þessa seinagangs sendi ég frumvarpið persónulega til umsagnar til Sam- taka iðnaðarins og fleiri aðila um leið og það var lagt fram og áður en nefndin fékk það til sín og fékk reyndar ákúrur fyrir í nefndinni. Hagsmunaaðilum hefði hins vegar ekki gefist neinn tími til að koma skrifiegum athugasemdum að ef ég hefði látið þetta ógert. Samtök iðnaðarins, Samtök fisk- vinnslustöðvanna og Vinnuveitenda- sambandið sendu inn sameiginlega umsögn um framvarpið. Um um- sögnina er ekkert nema gott eitt að segja í sjálfu sér. Ég kemst þó ekki hjá því að nefna að í umsögninni er talað um 0,5% markaðsgjald og gerð tillaga um 0,43% gjald sem skilað hefði um 1.250 milljónum króna í ríkissjóð. í frumvarpinu var gjaldið hins vegar ekki nema 0,05% og munar ekki nema um 1.100 millj- ónum á tölunum. Ég geri ráð fyrir því að þið félagarnir sem undirrit- uðuð umsögnina hafið verið að gera mistök með þessu en bendi á að eitthvað mynduð þið nú segja ef slík mistök væru gerð af þingmönnum. Tryggingagj aldsfrum- varpið, segir Vilhjálm- ur Egilsson, fór hvorki í gegn athugasemda- laust né óbreytt. Ég hafna því að þetta frumvarp hafí farið athugasemdalaust í gegnum nefndina og þingið. Bifreiðagjald, þungaskattur og vörugjald á ökutækjum Efnahags- og viðskiptanefnd var fullkomlega ljós áhugi Samtaka iðn- aðarins á því að hækka ekki þunga- skattinn. Hækkunartölumai’ í fram- varpinu era hins vegar hluti af vegá- ætlun og fjárlagaframvarpi og því ekki mögulegt að breyta þeim nema þá með því að taka upp fjárlaga- framvai’pið og skera niður í vegáætl- un á móti. Ég geri ekki ráð fyrir því að um slíkt hefði náðst nein sam- staða enda stjómarflokkamir búnir að taka ákvörðun um vegáætlun. Mér fannst hins vegar að þú hefðir alveg getað nefnt að ég beitti mér fyrir því að fella niður gjöld af svokölluðum búköllum, stóram flutn- ingatækjum sem aka einungis utan vega. Þetta var ekki í frumvarpinu eins og það var lagt fram en niðurfellingin gerð samkvæmt ósk Samtaka iðnaðarins. Ég vek líka athygli á breytingum í meðförum nefndarinnar sem gefa eigendum vöruflutn- ingabifreiða kost á að velja að gi’eiða, í stað kílómetragjalds, fast gjald í þungaskatti sem samsvarar gjaldtöku fyrir 95000 kílómetra ársakstur og að 100 þúsund króna fast gjald í þungaskatti af festi- og tengivögnum var fellt niður en kílómetra- gjaldið hækkað um 20% á móti af þessum tækjum. Þetta framvarp fór því hvorki í gegnum þingið athuga- semdalaust né óbreytt. Onnur frumvörp Þá vil ég líka vekja athygli þína á því að efnahags- og viðsldptanefnd afgreiddi mörg önnur framvörp en þau þrjú sem þú nefnir sérstaklega til sögunnar. Þar vil ég t.d. nefna frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt sem m.a. inni- heldur ákvæði um samsköttun móð- ur- og dótturfélaga, en þetta er gamalt baráttumál samtaka at- vinnulífsins. Á þessu frumvarpi urðu töluverðar breytingar í með- förum nefndarinnar sem voru allar til bóta fyrir atvinnulífíð. Þá vil ég líka vekja athygli þína á því að nefndin afgreiddi frumvarp um sölu á 51% eignarhlut ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem var samþykkt. Reyndar varð engin breyting á því framvarpi í meðfórum nefndarinnar en ég vona að það kalli ekki á sérstaka forystu- grein í fréttabréfí Samtaka iðnaðar- ins. Samstarf við Samtök iðnaðarins og aðra Á undanförnum árum sem ég hef gegnt formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd hef ég reynt að hafa gott samstarf við Samtök iðanaðarins eins og fjölmarga aðra sem hafa áhuga á störfum nefndarinnar. Ég hef ekki verið að halda sérstakt bókhald yfir þau atriði sem Samtök iðnaðarins hafa viljað ná fram og ég hef stutt til farsællar nið- urstöðu en þykist muna að fjölmörgum stjórnarfrumvörpum hafi verið breytt í því skyni. Eitt lykilatriði í því sambandi er að hafa gott samstarf við viðkomandi ráðherra um breytingarnar og full- trúa hans sem sitja gjarnan fundi efnahags- og viðskiptanefndar þeg- ar fjallað er um stjórnarfrumvörp. Gott samstarf við ráðherra og full- trúa hans auðveldar öll samskipti og eykur trúnað milli aðila sem aft- ur veldur því að fjölmargar já- kvæðar breytingar nást fram sem annars yrðu ekki að veruleika. Því fínnst mér athugasemd þín um sér- fræðinga Alþingis frekar ódýr. Ráðherrarnir og stjórnarþingmenn eru samstarfsmenn í sama liði og oft stendur stjórnarandstaðan líka að samþykkt stjórnarfrumvarpa eftir yflrferð og breytingar í nefnd. Ég hef í mínum störfum litið á Samtök iðnaðarins sem banda- menn til þess að ná fram mörgum góðum málum í þágu atvinnulífsins og ég tel að margt gott hafí náðst fram. Ég tel hins vegar að ýmislegt sé eftir að gera og að tíma þínum væri betur varið í að vekja athygli á þeim málum en að skrifa með þeim hætti sem þú gerir um mig. Með kveðju frá gömlum starfs- manni Félags íslenskra iðnrek- enda. Höfundur er alþingismaður og franik væm dastjóri Verslunarráðs Islands. Vilhjálmur Egilsson Dómsdagur í sjónvarpi AÐ KVELDI laugardagsins 26. desember framsýndi Ríkissjón- varpið íslenska kvikmynd, er nefn- ist „Dómsdagur". Er þar lagt út af kunnum frásögnum um gamalt dómsmál, svonefnt „Sólborgar- mál“, en þar kom m.a. við sögu - í hlutverki yfirvalds - skáldið Einar Benediktsson, þá ungur lögfræð- ingur, settur sýslumaður Þingey- inga í forföllum föður síns, Bene- dikts sýslumanns Sveinssonar. Einar annaðist rannsókn þessa sakamáls í ársbyrjun 1893 og kvað jafnframt upp dóm í málinu síðar á því ári. Sýslumanni hafði borist kæra vegna meints sifskaparbrots og dulsmáls. Beindist kæran að ungu vinnufólki, karli og konu, er þá voru í vist á prestsetrinu Sval- barði í Þistilfirði, en þau voru hálf- systkin þótt eigi hefðu þau alist upp saman. Barnsmóðirin, Sólborg Jónsdóttir, svipti sig lífi meðan á rannsókn málsins stóð, en um- ræddur bróðir hennar játaði sig vera föður að barninu og viður- kenndi jafnframt að hafa borið það út þegar eftir fæðingu þess og urð- að í fjárborg við sjó fram, þar sem hann vísaði síðan á barnslíkið að Sjónvarpsmyndin „Dómsdagur“ var og er ósýningarhæf, segir Páli Sigurðsson, og er höfundinum til minnk- unar jafnt sem öðrum þeim, er ábyrgð bera á gerð myndarinnar og sýningu í sjónvarpi. sýslumanni viðstöddum. Hlaut hann af þessum sökum fangelsis- dóm. Um þessa harmsögu hafa ýmsir ritað á liðnum árum, nú síðast Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur í ágætu og alkunnu riti sínu um Ein- ar skáld, þar sem hófsömum orðum er farið um málið á grundvelli könnunar framheimilda, þ.á m. réttarskjala, sem eru ítarleg og greinargóð - og öllum aðgengileg í Þjóðskjalasafni íslands. í sjónvarpskvikmyndinni „Dóms- degi“ er byggt á viss- um staðreyndum, er mál þetta varða, en jafnframt farið með fá- heyrðar staðleysur, sem eru höfundi mynd- arinnar jafnt sem hlut- aðeigandi forsvars- mönnum Ríkissjón- varps til vansæmdar. Þar er vegið gróflega að mannorði látins fólks með því að búa til söguþráð, sem lýsir til- teknar og nafngreindar manneskjur siðleys- ingja og jafnvel morð- ingja - án þess að fyrir svo stórkostlegum ásökunum sé minnsti flugufótur! Höfundurinn lætur sér sæma að gefa berlega í skyn, að presturinn á Svalbarði, er hann nafngreinir kirfilega, hafi í raun verið faðir barnsins, sem út var borið, og hafi hann - sem hver önnur mannleysa - fengið vinnumann sinn, bróður Sólborgar, til að fyrirkoma barninu og gangast jafnframt við faðerni þess, þótt vitað væri að hinn síðar nefndi mætti vænta þungrar refs- ingar eins og málið var í pottinn bú- ið. Jafnframt gefur höfundur mjög berlega í skyn (svo vægilega sé til orða tekið), að eiginkona prestsins, sem einnig er nefnd sínu rétta nafni, hafi myrt Sólborgu með því að byrla henni eitur, sem leiddi hana til kvalafulls dauða. Þá er og látið að því liggja, að Einar skáld hafí hylmað yfir með prestinum, gömlum skólabróður sínum og góð- kunningja. Allur er þessi málatilbúnaður í „Dómsdegi" með ósköpum, enda stórsakir bornar á fólk, sem ekki getur lengur komið vörnum við. Ég tel mig hafa fullgilda heimildar- menn fyrir því, að aldrei hafi komið fram - hvorki við formlega rann- sókn málsins né heldur í munni manna síðar - svo mikið sem minnsti snefill vísbendingar, er réttlætt gæti þann óhróður um látna menn, sem hér um ræðir. En þótt einungis sé um að ræða skáldlega þanka höfundarins, sem taka á sig svo ófagra mynd, réttlætir það vitaskuld engan veginn þessa efnis- meðferð - þótt vafa- laust sé henni ætlað að vera listræn! Um er að fæða aðdróttanir í merkingu 235. og 236. gr. aimennra hegning- arlaga, sem við gæti legið allt að tveggja ára fangelsi - ef að- stæður leyfðu refs- ingu. Því miður verður þó réttmætum viður- lögum ekki beitt eins og hér háttar til. Æra látinna manna nýtur að vísu verndar samkvæmt hegningar- lögunum, en sá hængur er á að sé sá maður, sem refsiverð meingerð beinist gegn, látinn, hafa einungis nánar tilteknir vandamenn hans, þ.e. eftirlifandi maki, foreldrar, börn (þ.m.t. kjörbörn) og systkin rétt til að höfða mál af þessu tilefni, sbr. 25. gr. nefndra laga. Þessu skilyrði er ekki fullnægt hér, en það bætir síður en svo málstað höf- undar kvikmyndarinnar sé siðferð- islegur mælikvarði lagður á málið. Prestur sá, er um ræðir, féll frá ungur að áram skömmu fyrir síð- ustu aldamót, en prestsfrúin lifði mann sinn í tæplega sextíu ár og andaðist sem gömul kona í Reykja- vík árið 1957. Börn áttu þau hjónin en engir afkomendur þeirra era nú á lífi eftir því sem ég best veit. Frændfólk eiga þau hins vegar, sem ætla má að hafi verið sært djúpum sárum með þeim áburði á prestshjónin, er hér um ræðir - og breytir þar engu um þótt vensla- mennirnir hljóti að vita að aðdrótt- anirnar séu rakalausar og ósannar. Vel má viðurkenna (enda þess ýmis dæmi), að atvik úr gömlum dómsmálum geti síðar með rétt- mætum hætti orðið kveikja að lista- verkum (ritsmíðum, leikritum eða kvikmyndum). En þá verður að sjálfsögðu að gera kröfu til þess að byggt sé á staðreyndum, þótt túlk- aðar séu á listrænan hátt, og ná- komnir menn ekki særðir að óþörfu, ef höfundur kýs á annað borð að vísa berlega í tiltekið mál og nafngreina menn, er við sögu koma. Oftast fer þó mun betur á því að byggja ekki með svo beinum hætti á tilteknum dómsmálum, þótt einhverjir málsþættir séu hafðir til hliðsjónar við listsköpun. Enginn skyldi halda, að allt leyfist í skjóli þess stórnarskrárvarða tjáningar- frelsis, sem vissulega er meðal hinna dýrmætustu mannréttinda. Stjórnarskrá okkar kveður einmitt berum orðum á um það, að tjáning- arfrelsinu megi m.a. setja skorður með lögum til verndar mannorði - enda gildir þess háttar löggjöf víð- ast meðal siðaðra þjóða. En lögin ein segja ekki alla sögu, því að al- mennt siðgæði krefst einnig - og ekki síður - virðingar við æru manna, jafnt lifenda sem látinna. Þá er einnig óhjákvæmilegt að benda á - þó að sjálfsögðu skipti minna en þau stórmæli, er fyrr var lýst - að í umræddri kvikmynd er efnismeðferð fáránleg og ósönn um síðustu ævidaga Einars Benedikts- sonar í Herdísarvík. Auðvitað var hann ekki skilinn þar einn eftir eins og heilsufari hans var komið í janú- armánuði 1940, enda hefði það ver- ið óverjandi. Sambýlis- og velgerð- arkona Einars, Hlín Johnson, ann- aðist hann þar á dánardægri hans jafnt sem á næstliðnum árum og sýndi honum fulla umhyggju allt til endaloka samvista þeirra, auk þess sem hún lét sér síðan afar annt um minningu skáldsins. Af því, sem hér hefur verið rakið, er óhjákvæmilegt að staðhæfa, að sjónvarpsmyndin „Dómsdagur" hafi verið og sé ósýningarhæf og einnig sé hún og verði höfundinum til minnkunar jafnt sem öðrum þeim, er ábyrgð bera á gerð mynd- arinnar og sýningu í sjónvarpi. Höfundur er prófessor i lögfræði við Háskóla Islands. Brúðhjón Allur borðbiínaður Glæsileg gjafavara - Briiðlijdnalislar VERSLUNIN Lrtugítvegi 52, s. 562 4244. Páll Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.