Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Dreifbýlisstyrkir, símenntun, fjarnám UNNIÐ hefur verið markvisst að því að hrinda hinni nýju skóla- stefnu, sem kynnt var á íyrri hluta ársins, í framkvæmd. Jafnrétti til náms er meðal þeirra þátta, sem einkenna stefnuna. I henni er lýst yfir því, að eitt mikilvægasta úr- lausnarefni skóla og skólayfirvalda sé að finna leiðir til að koma til móts við óh'ka getu og óh'k áhugamál nemenda, það er að veita nemend- um menntun við hæfi hvers og eins. Eru ólíkar aðstæður vegna búsetu meðal þess, sem taka þarf tillit til í þessu sambandi. Alþingi samþykkti nýlega frum- varp mitt um breytingu á lögum um ráðstafanir til jöfnunar á náms- kostnaði. Þessi lög fjalla um svo- nefnda dreifbýlisstyrki til þeirra, sem stunda nám í framhaldsskóla fjarri heimabyggð sinni og fjöl- skyldu, enda sé ekki unnt að stunda sambærilegt nám frá lögheimili. Lagabreytingin fólst í því, að skapa samræmi milli þessara styrkveit- inga og úthlutunarreglna Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LIN). Fyrir lagabreytinguna nutu þeir ekki dreifbýlisstyrks, sem áttu rétt á láni úr LÍN, en þar er um nem- endur í sérnámi til starfsréttinda að ræða. Eftir að breytingin hefur ver- ið samþykkt geta nemendur í þessu námi á framhaldsskólastigi hins vegar valið á milli þess að sækja um lán fi-á LÍN eða um styrkinn. Hér er um brýnt mál að ræða, sem snertir allt að 400 nemendur. Var samþykkt að auka útgjöld á fjárlög- um um 25 milljónir króna af þessu tilefni. Þar að auki samþykkti al- þingi að hækka almenna fjárveit- ingu til að jafna námskostnað um 40 milljónir króna. Ber að skoða þá hækkun sem mikilvægan lið í við- leitni þingmanna til að styrkja for- sendur búsetu um land allt. Nýlegar ákvarðanir alþingis leiða til þess, að námsstyrkjanefnd, sem úthlutar dreifbýlisstyrkjum til framhaldsskólanema, hefur 67,9 milljónum króna meira fé til ráð- stöfunar á árinu 1999 en 1998. Fjár- veitingar til að jafna námskostnað og til skipulegs skólaaksturs á framhaldsskólastigi eru 191 milljón króna í fjárlögum 1998 og verða 258,9 milljónir á árinu 1999. Til samanburðar má geta þess að árið 1996 nam þessi fjárhæð 111,5 millj- ónum króna, nemur hækkunin því um 130% á þremur árum. Jafnrétti einkennir skólakerfið Fyrir skömmu var dreift á alþingi skýrslu minni um framfærslukostn- að og lögheimilisfiutninga íslenskra námsmanna. Þar benda skýrsluhöf- undar, sem eru frá Hagfræðistofnun Háskóla íslands, á, að eitt af megin- einkennum íslenska skólakei’fisins sé, að hér hafí ríkt meira jafnrétti til náms en víða annars staðar, hvort sem litið er til kynferðis, efnahags, búsetu eða annaira þátta. Liður í þessari stefnu sé úthlutun dreifbýl- isstyrkja til nemenda af landsbyggð- inni, sem sækja nám fjarri heima- byggð. Á árabilinu 1988-97 hafi ver- ið varið um 900 millj. kr. í þessum tilgangi en fjárveitingin hafi hækkað jafnt og þétt frá 1990. Þessi skýrsla til alþingis er unnin í samræmi við ályktun, sem alþingi samþykkti í febrúar 1995. Með henni var menntamálaráðherra falið að láta gera úttekt á kjörum og stöðu námsmanna, sem stunda nám fjarri heimabyggð. Niðurstöður skýrslunnar sýna m.a. að viðbótar- kostnaður við að hafa nemanda á framhaldsskólastigi eða háskóla- stigi í skóla fjarri heimabyggð er á bilinu 130-375 þús. kr. að teknu til- liti til dreifbýlisstyrks. Við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1999 hef- ur enn verið stigið skref til að draga úr þessum viðbótarkostnaði með hækkun styrkja. Símenntun I gi’einargerð, sem Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri samdi fyrir stjórn Byggðastofnunar um menntamál á landsbyggðinni, Skólakerfíð er að taka breytingum, sem auð- velda að svara sífellt fleiri kröfum allra nem- enda. Björn Bjarnason ræðir hér um ný úrræði til að jafna aðstöðu til náms. segir: „Efling framhaldsskóla og há- skóla á landsbyggðinni er ein skil- virkasta aðgerð sem stjórnvöld geta gripið til gegn búsetuflutningnum." Um leið og undir þetta sjónai-mið er tekið, er nauðsynlegt að árétta, að ekki er líklegt, að ráðist verði í að reisa fleiri framhaldsskóla eða há- skóla á landsbyggðinni í bráð. Eg tel því, að leita eigi allra leiða til að efla þá skóla, sem fyrir eru og nýta hina nýju upplýsingatækni til hins ýtrasta í því skyni að gera mönnum sem víðast kleift að stunda gott nám. Til þess ber að nýta þann bún- að, sem best dugar til að flytja þekk- ingu á milli staða, og virkja ki-afta þeirra til kennslu, sem mestu hafa að miðla. Með því er innra starf skólanna best styi’kt. í fyrmefndri greinargerð segir Stórgjafír til Krabba- meinsfélags Islands og Þj óðminj asafnsins HINN 29. nóvember 1997 lézt í Vacaville í Bandaríkjunum íslenzk kona búsett þar, Ingibjörg Guð- jónsdóttir Johnson frá Laugabökk- um í Ölfusi. Hún sýndi ættlandi sínu og þjóð þann mjög þakkar- verða hlýhug að ánafna Krabba- meinsfélagi Islands og Þjóðminja- safni Islands myndarlegar pen- ingagjafir úr dánarbúi sínu, 160 þúsund bandaríkjadali hvoru um sig, sem jafngilda nú rúmum 11 ÉjsPitney Bowes frímerkjavélar Eðalmerki í póststimplun og póstpökkun Otto B. Arnar ehf. Armúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, íáx 588 4696 milljónum íslenskra króna og nemur því gjöfin 22 milljónum íslenskra króna alls. Gjafimar vora kvaðalausar að öðru leyti en því að Ingi- björg óskaði að féð yrði notað í þágu þeirra mála sem við- komandi arfþegar vinna að, baráttu gegn krabbameini og varðveizlu og vernd þjóðminja. Það er ætlun arf- þega að gjöfin Ingibjörg Guðjóns- myndi sjóði, er við- dóttir Johnson Ralph E. Johnson komandi stofnanir ráðstafi síðan afrakstri af í fyrr- gi-eindum tilgangi. Ingibjörg var fædd að Lauga- bökkum 2. júní 1901. Foreldrar hennar vora Guðjón Magnússon bóndi á Laugabökkum og fæddur þar og Guðríður Sigurðardóttir kona hans, frá Tannastöðum í Ölf- usi. Ingibjörg var næstelzt sjö bama foreldra sinna og ólst upp með þeim til 12 ára aldurs, en þá lézt faðir hennar. Fór hún þá að Tannastöðum til Þórðar móður- bróður síns, hins kunna fræði- manns er þar bjó og margir þekkja enn til. Ingibjörg fór ung til Kaup- mannahafnar og lærði þar sauma- skap og vann jafnframt fyrir sér Það er Krabbameins- félaginu og Þjóðminja- safninu mikils virði, segja Guðrún Agnars- dóttir og Þór Magnús- son, að þeirra sé minnst svo myndar- lega. sem skrifstofustúlka og á elliheim- ili. Hún dvaldist þar ytra í 6 ár og lærði þá einkum húllsaum og plís- eringar svo og kúnstsaum af ýmsu einnig: „Vænleg leið til að efla framhalds- og háskólamenntun á landsbyggðinni virðist geta verið að tengja þessi tvö skólastig með samningum milli fram- haldsskóla og háskóla um að hinir síðar- nefndu taki ábyrgð á ákveðnum námskeiðum sem kennd eru í hinum fyrrnefndu. Vilji nem- andi síðan hefja nám í háskóla getur hann fengið þessi námskeið metin að fullu inn í há- skólanám sitt.“ Við afgreiðslu fjár- laga ársins 1999 kom fram aukin áhersla á að styrkja símenntun og enduimenntun víða um land meðal annars með þeim hætti, sem lýst er hér að ofan. Menntamálaráðuneytið undirbýr nú, hvemig best verði staðið að því að nýta aukna fjánnuni til símenntunar í samvinnu við skóla og þá, sem þeir kalla til samstarfs við sig. Á þessu ári hefur ráðuneytið unnið að því með Fræðsluneti Aust- urlands að hrinda góðum áformum undir merkjum þess í framkvæmd. Einnig hefur verið stuðlað að við- gangi Miðstöðvar fyrir símenntun á Suðurnesjum. Með staðfestingu rík- isstjórnarinnar fyrr á þessu ári, um að yfirstjórn símenntunar sé í hönd- um menntamálaráðuneytisins hefur það fengið nýtt umboð til að sinna þessum mikilvæga og sívaxandi þætti menntamálanna. Er sérstök verkefnisstjórn vegna símenntunar að hefja störf á vegum ráðuneytis- ins. Fjarkennsla Út frá almennum sjónarhóli og ekki síst frá bæjardyrum þeirra, sem á landsbyggðinni búa, er æski- legt, að fjölskyldur þurfi ekki að flytjast búferlum til að fólk geti stundað framhaldsnám eða aflað sér endurmenntunar. Best er, að unga fólkið geti dvalist sem lengst í heimabyggð sinni og notið þar hinn- ar bestu menntunar. Þróunin er í þá átt, að æ meira nám verður í boði í gegnum tölvur og hvers kyns fjar- fundabúnað. Má hik- laust orða það svo, að í þessu efni sé um bylt- ingarkenndar breyt- ingar að ræða, er þá í senn vísað til tækninn- ar, námsframboðs og námsefnis. Markmiðið er, að landið verði einn námsmarkaður á fram- haldsskólastigi. Nem- endur í einum skóla geti lagt stund á nám í öðrum skóla, ef henta þykir. Fjarkennsla rýfur ekki aðeins landfræði- lega einangrun heldur gefur hún sveigjanleika í menntun, sem erfitt er að koma við í hefðbundnu skólastarfi. Fjar- kennsla eykur möguleika dreifbýlis- ins til að bjóða sérhæfða námsá- fanga og gerir skólakerfinu í heild kleift að nýta sér aðgang að þekk- ingu í öðrum löndum á markvissari hátt. Mikilvæg forsenda þess, að fjarkennsla þróist sem raunveruleg- ur kostur í námi, er, að námskrár séu það skýrar, að ekki fari milli mála til hvers er ætlast af nemend- um. í endurskoðuðum námskrám verða námskröfur settar fram á skýran og ótvíræðan hátt, þannig að unnt sé að verða við þeim með fjar- kennslu, þegar hún hentar. Nýjar kröfur Breyttar aðstæðui’ og nýjar áherslur í menntamálum móta nýj- ar kröfur. Með nýjum námskrám fyrir þrjú fyrstu skólastigin, leik- skóla, grunnskóla og framhalds- skóla, hefur þegar verið lagður gi’unnur að enn betri skóla í anda nýrrar skólastefnu. Þar er leitast við að koma til móts við þarfir hvers einstaklings eins og frekast er kost- ur. Höfuðkrafan á að vera, að tíma og fjármunum til menntunar sé vel varið. Skólar eru til vegna nemend- anna, þegar allt kemur til alls. Skólakerfið er að taka breytingum, sem auðvelda að svara sífellt fleiri kröfum allra nemenda. Höfundur er menntamálaráöherra. Björn Bjarnason Frá hægri: Þór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pálsdóttir frænka Ingibjargar, Hjálmar Þórðarson frændi hennar, Guðríður Pálsdóttir frænka hennar, Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Þjóð- minjasafninu og Árni Árnason eiginmaður Guðrúnar Pálsdóttur. tagi sem þá var næsta óþekktur hér. Hún kom síðan heim með vél- ar til saumaskapar og setti upp saumastofu í Bankastræti 11 sem hún flutti síðar á Grundarstíg 4. Ingibjörg fluttist til Ameríku 1954 og giftist þar Ralph E. John- son. Þau höfðu kynnzt er hann var hér í bandaríska hernum á stríðs- árunum og var orðinn ekkjumaður er hér var komið. Þau bjuggu í far- sælu hjónabandi í 32 ár, allt þar til Ralph lézt 1986. Þau bjuggu fyrst í San Francisco og síðar í Vacaville í Kaliforníu og þar lézt Ingibjörg fyrir rúmu ári. Ingibjörg var mikil heilsurækt- arkona og var lengi félagi í Ferða- félagi íslands og fór oft með því fé- lagi í fjallgöngur. Á vetram fór hún á skíði og skauta og stundaði tíðum sund, bæði hér heima og vestra. Þau hjón vora bæði listfeng og lærði Ingibjörg meðal annars þar vestra mósaikmyndagerð. Gaf hún Þjóðminjasafni sýnishorn mynda sinna. Þegar Ingibjörg seldi sauma- stofu sína á Islandi gaf hún Þjóð- minjasafni myndarlega peninga- gjöf, sem safnið notaði tii að kaupa fyrir útskorinn kirkjubekk frá 18. öld, sem kominn var úr vestfirzkri kirkju en barst til Noregs um alda- mótin síðustu. Það er Krabbameinsfélaginu og Þjóðminjasafninu mikils virði að þeirra sé minnst svo myndarlega. Bæði vinna hvort með sínum hætti í þágu þjóðarinnar og vantar stöðugt fé til verðugra verkefna. Undirrituð vilja fyrir hönd Krabbameinsfélags íslands og Þjóðminjasafns Islands minnast Ingibjargar og þeirra hjóna með hlýhug og þakka vinsemd þeiri’a og veglegar minningargjafir. Guðriín er forstjóri Krahbameinsfc- lags íslands og Þór er þjððminja- vörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.