Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 59 j* SVEINN PETUR BJÖRNSSON + Sveinn Pétur Björnsson fædd- ist á Siglufirði 27. júní 1924. Hann lést 18. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Siglu- íjarðarkirkju 29. desember. Við óvænt fráfall kærs frænda, fóður- bróður okkar, Sveins Péturs Björnssonar, leita á hugann allar þær góðu og skemmti- legur samverustundir sem við syst- urnar áttum með þeim hjónum, Sveini og Hansínu. A hverju sumri áttum við tilhlökk- unarefni, sem vai’ síst minna en böm í dag eiga um ferðir til fjar- lægi’a landa - að fai’a til Siglufjarð- ar. Þótt ekki séu mjög mörg ár síðan var þetta mikið ferðalag. Lagt vai’ af stað snemma morguns og oft var gist í tjaldi á leiðinni. En markmið- inu var á endanum náð og móttök- umai’ létu ekki á sér standa. A heimili Sveins og Hansínu lifðum við eins og prinsessur. Allt var gert til að dekra við okkur og okkur leið vel. Okkur er minnisstætt hversu Sveinn hafði gaman af að „keyra út i gat“ til að kanna veðrið, þegai- þangað var komið gat Sveinn spáð af mikilli nákvæmni um veður. Héðinsfjarðarferðirnar vora há- tindurinn - ef til stóð að fara til Héðinsfjarðar - á æskuslóðir Sveins og föður okkar - var Sveinn ávallt búinn að undirbúa ferðirnar af kostgæfni. Og þar reyndi virki- lega á hetjudáðir gömlu sjóaranna Sveins og pabba því sjóferðin til Héðinsfjarðar var ekki alltaf auð- veld. Þegar þangað kom gafst tækifæri til að skima inn í fortíðina. Allt er þar ósnortið af nútímaþæg- indum svo bræðurnir urðu sem ungir drengir og kepptust við að sýna okkur hvernig hlutimir vora þegar þeir vora ungir. Okkur er sérstaklega í minni ferðin sem við og börnin fóram 1996 með þeim bræðram og Hans- ínu, en þá var Sveinn kominn á átt- ræðisaldurinn. Það var sem ekkert hafði breyst - fjörðurinn ósnortinn og bræðurnir hlupu um fjöll og dali eins og smástrákar. Sveinn var í hópi eldri systkin- anna, barna þeirra Eiríksínu og Björns. Hann var leiðtogi þeirra bræðra sem voru - og era enn þekktir sem „Eiríksínuguttarnir". Sveinn var alltaf atkvæðamikill innan fjölskyldunnar og hefur hann haldið nákvæma tölu á allri ættinni nokkrar aldir aftur. Þegar eitthvað var á seyði hjá þeim systkinum var hann ávallt til taks við skipulagn- ingu, eins og t.d. ættarmótið á Siglufirði sumarið 1997 - þá var gott að eiga hann að. Glaðlyndi, drengskapur og góð kímnigáfa vora einkenni Sveins. Hann hafði alltaf lag á því að gera hversdagslegustu hluti að mestu skemmtun með því að setja þá í spaugilegan búning. Okkur sló harmur að heyi-a að nú væri Sveinn skyndilega hrifinn burt frá okkur í miðri dagsins önn. Sveini féll helst aldrei verk úr hendi - hann var alltaf eitthvað að sýsla - þannig hélt hann áfram fram á síðustu stund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyi’ir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þá hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri frændi við kveðjum þig með söknuði og heilli þökk. Hansínu og öðrum að- standendum vottum við innilega samúð okkar. Þínar frænkur Hrönn og Katrín Björnsdætur. Elsku Sveinn afa- bróðir, í örfáum orðum viljum við frænkumar minnast þín og þakka þér fyrir yndislegar stundir sem við áttum með þér í Héðinsfirði sumar- ið 1996, þú varst svo skemmtilegur, kallaðir Swiss Miss Kiss Miss, við hlógum í hvert skipti sem þú bauðst okkur Kiss Miss. En nú ertu farinn frá okkur en við munum sakna þín og varðveita minningarn- ar um þig. Sárastur er söknuður Hansínu og við biðjum Guð að halda veradarhendi yfir henni og gefa henni styrk á þessari erfiðu stund. Nú, legg ég augun aftur, 0, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Anna Bryndís og Ásbjörg. Það var okkur mikið áfall þegar við fengum þær fréttir hinn 18. des. að Sveinn væri dáinn. Það kom eins og reiðai-slag, þú sem varst svo lífs- glaðm- og okkur fannst þú eiga svo mikið eftir. Við voram svo lánsöm að fá að kynnast þér þegar við flutt- um á efri hæðina hjá þér og Hans- ínu á Hverfisgötunni. Mikið reynd- ust þið hjónin okkur alltaf vel. Þið tókuð okkur eins og við værum ein af fjölskyldunni. Alltaf gátu bömin okkar leitað til ykkar, þú varst þeim eins og besti afi. Elsku Sveinn mikið eigum við eftir að sakna þín, en við vitum að þér líður vel núna. Elsku Hansína, Sigurður og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg ykkar. Guó blessi þig, þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll við aldrei gleymum þér. Fanney, Steini, Birkir Már og Birgitta. Elsku Svenni. Kallið þitt bar snöggt að, núna mitt í jólaundirbúningnum. Við höfum eytt saman margri jólafost- unni á Hvei-fisgötu 29 á Siglufirði, þar sem kynni okkai’ hófust í byrj- un árs 1975. Þá fluttum við „litla fjölskyldan“ á efri hæðina, og þið Hansína bjugguð niðri. Skömmu síðar fæddist yngsti meðlimur fjöl- skyldunnai’, hún Elfa Dögg, og með ykkur tókst sterk vinátta. Sambýlið í húsinu var alla tíð mjög náið og var stundum eins og að ein stór fjölskylda byggi þar, rétt eins og Áðnr var í þessu húsi. Á þessum tíma, meðan við bjuggum öll á Hverfisgötunni, var oft glatt á hjalla og nutum við sam- vistanna mjög og eigum við þaðan margar og góðar minningar. Marg- ar vora þær ferðirnar sem yngri meðlimirnir fóra á neðri hæðina til ykkar Hansínu. Móttökurnar vora alltaf eins, hlýjar og notalegar og oftar en ekki lumaðir þú á ís eða öðru góðgæti. Fyrir nokkram áram komu upp mikil veikindi hjá þér, elsku Svenni, og var þá litla stelpan okk- ar á efri hæðinni mikill styrkur fyr- ir þig með æsku sinni og fjöri. En örlögin höguðu þ\ú þannig til að þú og Hansína þín urðuð mikill styrk- ur þegar svo skyndilega sorgina bar að garði hjá okkur. Við þökkum þér, elsku Svenni, fyrir allt það sem við áttum saman. Elsku Hansína, við sendum þér og þínum okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Guðbjörg Sigþórsdóttir, Kristín, Sigþór og Elfa Dögg Marteinsbörn. Sveinn Björnsson, vinur minn og fyrram samstarfsmaður, er látinn. Við voram samtíða hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins um árabil. Ég tel það hafa verið lán að fá að kynnast Sveini, hann var einn af þeim, sem mannbætandi er að umgangast. Sveinn var trúnaðarmaður stéttar- félags síns á vinnustað í mörg ár og þar naut sín vel þessi þægilega lund, sem hann hafði og vil ég full- yrða að hann naut óskoraðs traust félaga sinna sem og vinnuveitenda. Árið 1987 var stofnað Starfs- mannafélag Síldarverksmiðja ríkis- ins. Að þetta félag varð til, var al- farið Sveini að þakka og átti hann allan veg og vanda af stofnun þess. Sveinn var formaður félagsins frá upphafi og þar til hann lét af störf- um hjá SR fyrir aldurssakir, árið 1994. Það ár var hann gerður heið- ursfélagi í Starfsmannafélagi SR. Ég starfaði með Sveini í stjórn fé- lagsins frá upphafi og þar kynntist ég honum best og lærði að meta hve sá félagslegi þroski, sem Sveinn hafði til að bera er mikils virði í samskiptum fólks. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra þeii-ra, sem hafa tekið þátt í starfsemi fé- lagsins okkar, þegar ég segi að stofnun þess hafi verið mikið heillaspor. Mai’ga ánægjustund höfum við átt á ferðum og öðram skemmtunum á vegum þess. Alla tíð var Sveinn hrókur alls fagnaðar og nú síðast þegar við í félaginu fóram út að borða á Hótel Læk í nóvember s.l. Sveinn var eftirsótt- ur í öllum féagsskap. Hann söng afskaplega vel, hafði fallega tenór- rödd og var mjög lagvís, sem gerði hann eftirsóttan í kóram og hann söng í Vorboðum, kór eldri borgara á Siglufirði, fram á síðasta dag. Eina stutta sögu má ég til að láta fylgja með, en mér þykir hún sýna glettnina, sem var svo rík í fari Sveins. Hann kom einu sinni á skrif- stofuna til mín og þurfti að fá ljósrit- aða nokkra texta. Þetta var íyrir skemmtun þar sem Vorboðar áttu að koma fram. Ég gerði eins og hann bað um og hann virtist vera ánægður með það, því hann þakkaði mér inni- lega fyrir og bætti svo við: Ekki veit ég hvemig ég fer að þegar þú verður dauð! Að þessu var mildð hlegið, enda Sveinn talsvert eldri en ég. Ég vil að lokum, fyrir hönd St- arfsmannafélags SR, þakka fyrir að hafa fengið að njóta krafta góðs drengs. Hansínu og hennar fólki sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorginni. _ Ólöf Markúsdóttir. Þá er Sveinn farinn í óvissuferð- ina miklu. Snögglega og of fljótt að okkai’ mati sem hér eram eftir og kveðjum með söknuði. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Sveins móðurbróður míns. Hann tengist órjúfanlega þeim fjársjóði minninga sem ég eignað- ist á Siglufirði er ég fékk sem barn og unglingur tækifæri til að dvelja á heimili ömmu og afa. Þar voru þau yngri systkini móður minnar í fyrstu. Með áranum lágu síðan leiðir þeirra í burtu til að stofna eigin heimili en Sveinn stofnaði sitt á neðri hæðinni á Hverfisgötu 29 með Hansínu sem varð lífsfóra- nautur hans. Þar bjuggu þau síðan þar til fyrir tæpu ári. Frá upphafi var mikill samgangur á milli heim- ilanna á báðum hæðum enda voru sömu gildi í heiðri höfð um sam- hjálp, samkennd og ósérhlífni. Amma og afi vora aldamótafólk sem horfði fram á veginn til betri tíma og aukinna möguleika til betra mannlífs og spöraðu ekki krafta sína til að hlúa að þeirri hugsjón. Á heimili þeirra vora svo sannarlega andleg verðmæti sett ofar öðra og miklar kröfúr gerðar í uppeldinu. Systkinahópurinn var stór, fimm systur og fimm bræður, og hefur þar oft verið líflegt og hef- m- einnig reynt á samstöðu og vin- áttu þeirra á milli enda hefur þar augljóslega þróast gott og innilegt samband. Sveinn var óumdeilan- lega grallarinn í hópnum, gleði og galsi í bland við djúpa alvöra og rótgróna hógværð. Hann hafði góða söngrödd og hafði yndi af söng og tónlist ásamt ýmsum öðr- um áhugamálum er tengdust lestri ýmiskonar og grúski, þá ekki síst í ættfræði á seinni áratugum. Sveinn stundaði sjó í mörg ár og þá í nokk- ur ár á eigin trillu. Eitt sumarið eða 1963 tók hún Hansína upp á því að stunda sjóinn með honum á trillunni og gerði það síðan í fjögur sumur. Sýndist mér að þar færa saman sjómenn sem vel kunnu að meta frelsið og tengslin við hafið og náttúrana sem slík atvinna hafði í för með sér. Ekki leyndi sér hvað þ'au voru samstillt hvort sem var til sjós eða lands. Margs er að minn- ast frá sumrunum fyrir norðan, þá ekki síst ferðanna í Héðinsfjörðinn. Siglufjörður, síldarævintýri, sum- ar og sól, heimilið á Hverfisgötu 29 í fjallshlíðinni, fífilbrekka, gróin gnmd allt í kring, ofar í fjallinu lyngi vaxnai’ lauth- og hjalandi læk- ir. Þannig er ramminn um minning- ar sumargestsins um náttúrana og mannlífið í norðlenskum firði. Fjái’- sjóður minninga sem Sveinn átti sinn þátt í að gefa. Hugurinn fyllist söknuði og um leið þakklæti. Jóhanna Bogadóttir. Kæri frændi, nú þegar komið er að hinstu kveðjustund streyma minningarnar fram í huga mínum. Minningar sem eru mér mikils virði. Margar þeirra fá mig til að brosa gegnum tárin. Æskuminning mín um þig sem hlýja og góða frændann sem alltaf hafði tíma til að gefa sig að okkur frændsystkin- unum og gantast og spauga á góðri stund. Gjafmildur og innilegur sem við öll hlökkuðum til að hitta aftur. Minningar í blíðu og stríðu. Söngelska þín og karlakórinn Vísir. Örlagaferð okkar Hansínu með þér til London fyrir fimmtán áram í hjartaskurðinn þar sem líf þitt stóð tæpt og við urðum vitni að undra- verðum lífsvilja þínum. Sigri lífsins yfir dauðanum. En eitt sinn skal hver deyja. Og nú er kveðjustundin rannin upp. Ferð okkar saman á æskuslóðir afa og ömmu í Héðinsfirði fyrir nokkram áram þar sem þú lékst við hvem þinn fingur er mér minnis- stæð. Veðrið var dásamlegt, logn og blíða og fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þú sást um matarbirgð- imar og vora þær ekki af skornum skammti eins og þín var von og vísa. Þess var vandlega gætt að enginn yrði svangur enda þú mesti sælker- inn sjálfur. Þið bræðurnir lögðuð net fyrh’ silung í vatninu en ég fylgdist með og hjálpaði til. Ekki þurfti að mæla fram orð við verkið því þið Ási bróðir þinn unnuð saman eins og einn maður. Stundum verð- ur mér hugsað til þessa augnabliks til efth-breytni fyrir land og syni. Á meðan á þessu stóð fór Hansína veiðikló sínar eigin leiðir og dró inn aflann á stöng. Hlýja og virðing þín í samskiptum við annað fólk, sem var þitt einkenni, skein í gegn í fal- legu sambandi ykkar Hansínu á þessum fallega degi sem endranær. Áhugi þinn á ættfræði og gerð niðjatals fjölskyldunnar sem þú út- bjóst fyrir ættarmótin á Siglufirði og miðlaðir til okkar hinna verður lengi í minnum hafður. Hann sýndi virðingu þína fyrir sterkum ættar- böndum sem einkennir fjölskyldu okkar og hvetur okkur sem yngri erum til að rækta og vera stolt af upprana okkar. Ættarmótunum stýi’ðir þú af skörangsskap þar sem regla númer eitt var að skemmta sér og sínum. Gömul saga frá barnæsku þinni lýsir vel hvers konar prakkari þú varst í raun. Presturinn sem skírði þig klappaði þér á kollinn og sagði ,jæja góði minn, það var nú ég sem skírði þig“, þú svaraðir þá að bragði ,já, og pabbi klippti mig“. Svona vora tilsvör þín oft og krydduðu tilverana enda stutt í spaugið og gleðin jafnan við völd þar sem þú fórst. Elsku besti frændi minn. Ég þakka þér samfylgdina í gegnum líf- ið og það sem þú hefur kennt mér. Ekki er víst að það hafí allt komist til skila á þessari stundu. Eftir stendur minningin um góðan dreng og einkunnarorðin um að lifa lífinu lifandi. Eiríksínuguttinn hefur lagt upp í sína síðustu ferð. Að þessu sinni er ferðinni ekki heitið í Héðins- fjörð heldur til annars heims, þang- að sem við munum öll hittast aftur að lokum. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir og fjölskylda. Dauðinn kemur alltaf jafnmikið á óvart, við eram aldrei tilbúin til að takast á við hann. Sveinn minn nú hefur þú kvatt þetta líf, svo skyndi- lega, svo óvænt. Þegar ég fékk fréttina stóð tíminn kyrr, hugur minn leitaði til Hansínu sem svo skyndilega stendm- ein, síðan leitaði hugui’ minn aftur til bamæsku minnar, þú og Hansína vorað alltaf hluti af fjölskyldunni og minni berasku. Fyrst kemur í hugann spilamennskan, það var nú ekki lognmollan í kringum spilin, þar var líf og fjör. Ég man allar kvöldstund- imar heima hjá þér og Hansínu á Hverfisgötunni þegar mamma, pabbi og ég börðumst í hvaða færð og veðri sem var niður túnið til að spila, oftar en ekki sofnaði ég í sóf- anum í stofunni hjá ykkur við spila- sagnir og útslag en það glumdi oft vel í borðinu þegar slegið var út. Á hverjum aðfangadegi fór ég til ykkar, sat hjá ykkur í góðu yfir- læti, fékk jólapakka, hlýtt faðmlag og jólaóskir, þessar heimsóknir til ykkar á aðfangadag var ómissandi hluti af jólahaldinu. Öll gamlárs- kvöldin okkar saman á Háveginum hjá mömmu og pabba, þá áttir þú til að taka lagið en þú varst söng- elskur og mikil félagsvera. Árin liðu og ég hitti þig ekki jafn oft og áður en fylgdist alltaf vel með ykk- ur í gegnum mömmu og pabba og við héldum áfram að hittast á gamlárskvöld. Þegar foreldrar mínir dóu með stuttu millibili, gladdi það mig og mín systkini mikið þegar þér og Hansínu var út- hlutað íbúð foreldra okkar í Skálar- hlíð, tími þinn þar var því miður stuttur, náði ekki ári. Elsku Hansína mín, allt í einu stendur þú ein, ég hugsa til þín, Guð leiði þig og styrki. Siggi og fjölskylda og aðrir aðstandendur, minningin um Svein mun lifa áfram meðal okkar. Elsku Sveinn, minn- ingamar era margar, það var gott að eiga þig að, hafðu þökk fyrir og sæll að sinni. Þín Margrét Guðmundsdóttir. UTFARARSFOFA OSWALDS si'Mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐAI.STRÆ.TI 411* 10 J RF.YKJAVÍK LÍ K KISTUVIN N USIOFA EYVINÐAR ÁRNASONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.