Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANNA HÓLMFRÍÐ UR BJÖRNSDÓTTIR + Jóhanna Hólmfríður Björns- dóttir var fædd í Syðri- Tungu á Tjörnesi 20. janúar 1899. Hún flutti 1903 að Ytri- Tungu og átti þar heimili til 1933, en 8. september það ár giftist hún Katli Indriðasyni bónda á Ytra-Fjalli í Aðaldal og átti þar heima til dánardags 18. desember 1998. Foreldrar hennar voru Björn Helgason smiður og bóndi lengst í Ytri-Tungu og kona hans Guðrún Snjólaug Jóhann- esdóttir. Jóhanna var elst systk- ina sinna þeirra er lifðu, en þau voru Helga húsfreyja að Þverá í Reykjahverfi, Líney húsfreyja á Héðinshöfða, Jóhannes bóndi Ytri-Tungu, Steingrímur bóndi Ytri-Tungu og Aðalbjörg Guð- ný húsfreyja á Húsavík. Af þeim er nú Steingrímur einn á lífi. Ketill maður Jóhönnu var fæddur 12. febrúar 1896 dáinn 22. september 1971. Foreldrar hans voru Indriði Þórkelsson skáld og fræðimaður á Ytra- Nú er Jóhanna á Fjalli farin og það er skrýtið. Hún var búin að vera hér svo lengi og ég sem var að enda við að senda henni bréf með nýjum yrkisefnum frá Kveð- anda. Eg heimsótti Jóhönnu núna fyrir jólin. Hún var hress og hló þegar ég spurði hana um væntan- legt hundrað ára afmæli, og minnti hana um leið á það þegar hún bauð mér í „síðasta" afmælið sitt, þá var hún níutíu og fímm. „Maður slær nú svo mörgu fram,“ sagði hún. Ég var kaupakona á Ytra-Fjalli þegar ég var unglingur í tvö sum- ur. Mig minnir að þau Ketill tækju á móti mér úti á tröppum á nýja húsinu. Við hlið þess stóð gamli bærinn, hvanngrænn, og bak við hann brekkan vaxin skógi sem Ketill ræktaði. Áreiðanlega voru svo hólarnir allir blómstrandi. Mér finnst að Jóhanna hafi vakið mig með blíðu hvem morgun þessi Fjalli og kona hans Kristín Sig- urlaug Friðlaugsdóttir. Börn Jóhönnu og Ketils eru: Indriði bóndi Ytra-Fjalli, fyrri kona var Henný Tryggvadóttir og eiga þau tvö börn. Seinni kona hans er Valgerður Ragnars- dóttir. Asa húsfreyja og bóndi Laugalandi Nauteyrarhreppi, maður hennar var Halldór Þórðarson bóndi, nú látinn. Börn þeirra eru íjögur og barnabörn þrjú. Birna hús- freyja og skrifstofumaður Akureyri, maður hennar er Helgi Oddur Konráðsson múr- arameistari og eiga þau Jjrjú börn og þrjú barnabörn. Alfur bóndi í Brennigerði og skrif- stofustjóri hjá KS, Sauðár- króki. Kona hans er Margrét. Stefánsdóttir og eiga þau tvö börn. Ivar, en hann dó á 1. ári og yngstur er Ivar bóndi á Ytra-Fjalli. Utför Jóhönnu fer fram frá Neskirlyu í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sumur og þakkað mér fyrir hvert verk daginn langan. Hvort sem það var að fara yfir húsið, því heystrá áttu ekki langa vist á gólfum henn- ar, eða fyrir að segja henni hvort það væri nú bíll eða kýr sem stæði niðri við Osahliðið því gestir áttu ekki að þurfa að berja utan hús á Fjalli. En best man ég þó hvað hún hló innilega þegar ég saltaði hafra- grautinn svo rækilega að ekki einu sinni hænsnin gátu étið hann. Fyrir utan aðstoð við húsverk vann ég við heyskap og mjaltir þessi sumur. Það var hvorutveggja jafn skemmtilegt. Fjósið var undir baðstofupalli í gamla bænum og þar kváðumst við Indriði á meðan við mjólkuðum. I góðum veðrum mjólkuðum við úti, neðan við tún- hliðið við kvíarnar. Þar biðu kýrnar óbundnar og rólegar eftir því að röðin kæmi að þeim. Aðeins einu sinni kom það fyrir að kýr stakk af ómjólkuð. Þá var Indriði að heiman og gestir hjá Jóhönnu sem hafði ætlað í mjaltimar með mér. Loks undir miðnætti fór fólkið og sá ég þá hvar húsmóðir mín lagði af stað frá bænum með fótu en í þann mund fór kýrin. Ekki fékkst Jó- hanna mikið um það. „Aldrei hef ég farið svona illa með nokkra mann- eskju!“ sagði hún þegar við mætt- umst, „nú skulum við koma heim og laga okkur gott kaffi.“ Ketill sagði stundum hlæjandi, „Hún verður ekki lánglíf hún Jóhanna mín eins og hún þambar kaffið“. í heyskapnum á Fjalli lá sjaldan á. Það þurfti að rifja fallega, saxa rétt, hlaða sátur eftir kúnstarinnar reglum og raka vandlega. Einu sinni gerði Ketill þó undantekn- ingu á þessu þegar von var á rign- ingu og fyrirmælin vom í bundnu máli svo hljóðandi: Það er ekki um það að fást á þessum degi þó að betur raka megi. Ég á ljósmynd af Katli á hvítri skyrtu að slá. Aðra mynd af ljáfór- unum hans á bæjarhólnum og þá þriðju af þeim hjónum brosandi úti á tröppum. Nei annars, hún er af Katli á sokkaleistunum en Jóhanna er innan við glerið, grafalvai’leg. Þessar myndir eru óskýrar en góð- ar. Þær geyma fyrir mig rímur og stökur, þær geyma þyt af ljá og kvæðalag og brot af sögunni enda- lausu sem Ketill las fyrir mig á rigningardögum og fyllir víst koff- ort. Og þær minna mig á alvöru Jó- hönnu, sem var svo mikil að þegar hún var búin að finna að við Ivar fyrir að segja sögur af fólki við kvöldverðariborðið og herma eftir því, varð hún að snúa sér vandlega að vaskinum svo að við sæjum ekki að hún hló. „Nú er mér farið að fórlast, Fía mín,“ sagði hún við mig í fyrra, „ég get ekki lengur lært vísu sem ég heyri einu sinni“. Þá mundi ég að það var af Jóhönnu sem ég lærði að slíkt væri mikil- vægt og að það væri mikilvægt að stoppa fallega í sokka. „Því þegar þú hefur lokið einhverju verki eins vel og þú getur verður enginn sem spyr hvað þú hafir verið lengi, heldur bara hver gerði þetta.“ Ég sendi heimilisfólkinu á Fjalli og öll- um ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hólmfríður Bjartmarsdóttir. BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR + Björg Aðalheið- ur Jónsdóttir fæddist á ísafirði 24. maí 1915. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isa- firði 21. desember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Isafjarðarkirkju 29. desember. í bljúgri bæn og þökk til þín, sera þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. ekki hringt til þín og fá fréttir af okkar fólki heima á ísafirði eins og í gegnum tíðina. Það er margs að minnast en efst er mér í huga hvað þú varst mér góður vinur þegar ég var með Þorgerði mína litla. Ég vil þakka þér alla þá umhyggju sem þú sýndir henni eftir að ég fór til Eyja. Vegna veikinda minna get ég ekki verið viðstödd kveðjustund þína. Ég veit að þú ert komin heim og þér líður vel. Guð geymi þig, elsku Bogga mín. Þín systir, Ég reika oft af rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Eg geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér, þvíveitmérfetavegþinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Elsku Bogga mín. Þá er komið að kveðjustundinni. Ég á eftir að sakna þess að geta Þorgerður S. Jónsdóttir. Við andlát Bjargar Jónsdóttur hvarflar hugurinn til uppvaxtarára minna á Isafirði. Björg eða Bogga eins og hún var kölluð, og faðir minn voru systraböm. Björg bjó á stóru heimili á Hlíðarenda ásamt fóðurfólki sínu, eiginmanni og börn- um. Mikill samgangur var á milli foreldra minna og Bjargar. Faðir minn hafði ungur notið þess að gista Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1115, eða á netfang þess (minning(aimbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. hjá frænku sinni og móðir mín og Bogga höfðu mikið samband. Ég var mjög ungur þegar Bogga varð uppáhaldsfrænkan mín. Eitt sumar var ég meira að segja gestur hjá henni í nokkrar vikur í fjarveru foreldra minna. Hún hélt þá heimili með sonum sínum þremur. Mér var einfaldlega bætt við og skipaði sama sess. Eftir að ég flutti frá ísafirði fyrir þrjátíu árum kom ég ætíð til Bjargar í heimsóknum vestur. Björg var ekki allra en stórri fjöl- skyldu sinnti hún af alúð og hlýju. Hún var hlý og góð frænka. Mér þótti vænt um hana og vissi alltaf að hún vildi mér og mínu fólki vel. Björg fræddi mig mikið um trú- mál. Hún var kristin kona, afar for- dómalaus og víðsýn. Hún hafði góð tengsl við kristnu söfnuðina á Isa- firði - Hvítasunnusöfnuðinn, Hjálp- ræðisherinn og Þjóðkirkjuna - og gerði ekki upp á milli þeirra. Björg var einnig vel að sér í trúarbrögðum öðrum en kristnum og átti gott með að skilja og útskýra trúarþörf mannsins í sínum ólíku en samt sameiginlegu myndum. Hún lagði áherslu á að ekki ætti að leggja trú- arhita að jöfnu við ofstæki í garð fólks sem kysi aðrar leiðir. Vont væri hinsvegar hlutskipti þeirra sem ekki trúa á neitt æðra þeim sjálfum. Ég hygg að þegar á heild- ina er litið hafi hún frænka mín ver- ið farsæl og gæfusöm kona. Víst er að við útfór hennar kveðja hana margir með söknuði. Við foreldrar mínir og systkini minnumst Bjargar með þakklæti fyrir ævilanga vin- áttu. Blessuð sé minning Bjargar Jónsdóttur. Svanur Kristjánsson. SIGRÍÐUR VALFELLS + Sigríður Val- fells fæddist í Reykjavík 11. aprfl 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Á póstkorti frá Kyoto í lok sjöunda áratugarins frá finnskri vinkonu minni, sem hafði verið við nám í Boston samtímis Sig- ríði, stendur: „Núna þegar þú ferð til Islands verðurðu endilega að hafa samband við Sigríði, vin- konu mína. Þér mun líka vel við hana.“ Norræni sumarháskólinn hélt í fyrsta sinn sumarmót á Is- landi, og flestir þátttakendur komu þá þangað í fyrsta skipti. Ég hikaði lengi áður en ég hringdi í Sigríði, en herti loks upp hugann og lét verða af því. Við hittumst á Hótel Sögu, borðuðum hádegisverð, og það varð upphaf ævilangrar vináttu. Margir aðrir þátttakendur í móti sumarháskól- ans þetta sumar fengu einnig að njóta gestrisninnar í fallega hús- inu við Blönduhlíð. Sigríður var samtímis bæði ís- lendingur og heimsborgari, nokk- uð sem ekki er óvenjulegt á Is- landi og ekki heldur á öðrum Norðurlöndum. Sigiíður var jafn hagvön í New York og Helsing- fors, jafnt í Reykjavík sem París. En hvar sem hún dvaldi var hún um fram allt íslendingur, stolt af þjóð sinni og fornri menningu hennar. Hún barst ekki mikið á og var örlát við vini sína: hún gaf þeim af tíma sínum og opnaði heimili sitt gestum, sem fannst þeir alltaf velkomnir, hvernig sem á stóð hjá henni sjálfri. Minningarnar um fundi okkar eru margar og varanlegar. Sér- lega vel man ég fyrstu heimsókn mína hjá henni í New York, annarri heimaborg hennar. Þetta var í mars og það var kalt í Finn- landi, en í New York stóð „dogwood" í blóma í Central Park. Sigríður tók á móti mér á Kenn- edyflugvelli og þannig byi-jaði heimsókn mín eins og best varð á kosið. Við röltum allan daginn um Fifth Avenue, Sigríður fór með mig á Metropolitan- safnið, á Frick og MOMÁ, á Guggen- heim-safnið, á alla uppáhaldsstaði sína, og þegar við komum heim um kvöldið fannst mér eins og ég ætti heima í New York. Heima hjá Sig- ríði í New York og seinna í Reykjavík hitti ég líka aðra fjöl- skyldumeðlimi, og ég gleymi aldrei kvöldun- um þegar Sigríður sat og saumaði út - venju- lega eitthvað í bláum lit - og við hlustuðum á föður Sigríðar segja frá viðburðaríkri ævi sinni. Oftast hittumst við þó í Reykja- vík. Ég varð strax mjög hrifin af Islandi þegar ég kom þangað í fyrsta sinn og reyndi að koma aft- ur eins oft og ég gat. Síðasta skipt- ið var fyrir nokkrum árum, þegar ég átti þess kost að starfa í Reykjavík sem norrænn gesta- kennari við Háskóla Islands. Að kennslustundunum loknum fór ég upp í Blönduhlíð, við löguðum kvöldmat, vorum lengi að borða og töluðum og töluðum: um málvís- indi og fræga málvísindamenn, sem margir höfðu annaðhvort ver- ið kennarar hennar, námsfélagar eða samstarfsmenn, um bók- menntir, íslenskar og erlendar, um sögu Islands, um fjölskyldusiði, allt. Sigríður var líka mikill ópei’u- unnandi og oft lukum við kvöldinu með því að horfa á einhverja óp- eru, sem Sigríður átti á mynd- bandi. Æðruleysi Sigríðar gagn- vart þungbæru hlutskipti sínu síð- ustu árin hafði óafmáanleg áhrif á mig og alla vini hennar: hún kveinkaði sér aldrei, hún hélt kímnigáfu sinni og reyndi á allan hátt að lifa eins eðlilegu lífi og frekast var hægt. Sigríður átti marga vini í Finn- landi. Hún var hér við finnskunám um skeið og bast þá mörgum nýj- um vináttuböndum. Eitt sumar heimsótti hún okkur í sumarbú- staðnum í Tavastlandi, og til minningar um það á ég Ijósmynd, sem tekin var sólríkan dag við vatnið: Sigríður situr við handa- vinnu undir tré og hlær; vatnið glampar í kapp við gullið hár Sig- ríðar. Það er þannig sem við minn- umst Sigríðar. Seija Tiisala. KARL B. JÓNSSON + KarI B. Jónsson fæddist á Siglufirði 15. september 1919. Hann lést á Landspítalan- um hinn 17. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. desem- ber. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur öllum og þín er sárt saknað. Á stundum sem þessum eru ýmsar minningar sem streyma í gegnum hugann. Þú hafðir mikinn áhuga á silungsveiði og áttir margar ánægjustundir með pabba við það áhugamál, og er þá skemmst að minnast veiði- ferðar ykkar nú í haust í Urriðaá, en þú lést það ekki aftra þér frá þeirri ferð þó heilsu þinni væri far- ið að hraka. Veiðisögurnar voru margar og sumar ævintýralegar. Við spyrjum spurninga eins og hvers vegna fékk afi ekki að lifa yf- ir jólin og vera viðstaddur þegar Stella systir útskrifaðist sem stúd- ent? Afi, þú varst ekki margmáll mað- ur og frekar dulur, en sagðir skemmtilega frá og gaman var að hlusta á sögur þínar af veiðiferðum. Létt var þín lund, skapmildi, hóg- værð og hugarró, svo ekkert fékk raskað ró þinni. Þetta voru ein- kenni þín, afi, sem margir óska sér. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn bh'tt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt ogsvanurábláanvoginn. (Davíð Stef.) Elsku afi, við söknum þín en við vitum að þér líður vel á nýjum stað og amma mun taka á móti þér í nýjum heimkynnum og styðja þig af ástúð og umhyggju eins og hún gerði þegar þið voruð hér hjá okk- ur. Þökk fyrir allt. Stella, Auður og Dóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.