Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 61 + Gísli Bjarnason fæddist í Lamb- húsakoti í Biskups- tungum 14. ágúst 1915. Hann lést 6. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 12. des- ember. Mig langar í nokkrum orðum að minnast fallins félaga og æskuvinar míns, Gísla Bjarnasonar, Grænuvöllum 1, Sel- fossi. Ég var svo heppinn 1971, þá þriggja ára gamall að flytja með fjölskyldu minni á Selfossi í næsta hús við Gísla og Jóhönnu. Forvitninni og hestaáhuganum, ásamt vinskap pabba og Gísla, má ég sennilega þakka fyrir að hafa kynnst Gísla svona vel, þótt mikill væri aldursmunurinn. En hann skipti Gísla engu máli. I minningunni er Gísli jafn blíður og góður við mig þegar ég var þriggja ára og þegar ég var orðinn fjórtán ára, þegar leiðir okkar skildu og fjölskylda mín flutti í Tungurnar. Pá þótti mér verst að missa ráðsmannsstarfið hjá Gísla en alltaf kallaði hann mig ráðs- manninn sinn. Tvennt er sterkast í minning- unni um þig, Gísli minn. Það fyrra var þegar þú bauðst mér að fara á bak fyrstur manna á rauðstjörn- óttum klár sem þú átt- ir frá Fljótshólum, gríðarlega stór og stæltur hestur, sem tekinn var undan móð- ur sinni, þá fimm vetra og þú kallaðir Stjarna. Man ég það vel að ég steig varla í lappirnar af spenningi fyrir setuna á klárn- um, og ennþá léttari voru sporin heim eftir hamagang- inn og slagsmálin við klárinn. Þá var stoltið mikið, bæði yfir því að hafa tollað á baki og eins að hafa loksins mátt prófa hnakkinn þinn með selskinnssetunni sem náttúr- lega hélt manni eins og límdum á baki. Það seinna var að eitt sinn þegar ég var í kaffi hjá ykkur heiðurs- hjónum þá sagði Jóhanna mér frá því að einhverju sinni hafi ég komið 3-4 ára gamall vaggandi upp tröpp- urnar á Grænuvöllum, bankað á hurðina og spurt með minni sér- hljóðavillu hvort „Gutlu (Gísli) mætti koma út að leika“ sem lýsir vel huga lítils barns til góðs vinar. Já, Gísli minn, dýrmætar eru mér þær ferðir sem ég fékk að koma með á þeim Hauk, Gosa og Snæ, hestunum sem þú varst með í litla hesthúsinu í bakgarðinum á Grænuvöllunum. Svo ég tali nú ekki um heyskapinn sem þú stundaðir á túninu bak við gamla bankann sem við allur krakkahópurinn í hverfinu kölluðum Gíslatún. Megi góður Guð styi’kja afa- strákana, Gísla og Þorvald, einnig ættingja og vini í þeirra sorg yfir föllnu stómienni og megi Guð, kæri vinur, blessa minningu þína. í skógi lækur leynist og lautin geymir blóm. í mannsins hjarta er minning með mhdan enduróm. Og þó að lækur þorni og þó að deyi blóm þá miðlar hjartans minning þeim milda enduróm. (Þýð. Þórarinn Hjartarson.) Þinn vinur, Birgir Smárason. Við viljum þakka Gísla Bjarna- syni, sem var vinnuveitandi okkar síðustu ár hans hjá Almennum tryggingum hf. á Selfossi. Hann var ljúfrnenni og reyndist okkur vel alla tíð, bæði í sorgum okkar og gleði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Lóa og Hulda. GÍSLI BJARNASON GUÐRUN BJORG SIGURJÓNSDÓTTIR Guðrún Björg Sigurjónsdóttir fæddist á Seyðis- firði 16. apríl 1922. Hún lést á heimili sínu 15. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Neskirkju 27. októ- ber. Elsku mamma mín, það er svo sárt að setj- ast niður og setja minningabrot á blað. Það var sorgleg frétt sem ég fékk að morgni hinn 15. október þegar síminn hringdi og Ingibjörg systir mín tjáði mér að móðir okkar væri lát- in. Elsku mamma mín, það er hugg- un harmi gegn að þú skyldir fá að fara eins og þú óskaðir sjálf, heima í faðmi fjölskyldunnar. í dag er ég fegin að ég kom til þín að kvöldi 7. mars í ár, fyrst og fremst til að faðma þig að mér og spjalla við þig vegna þess að þú, elsku mamma mín, hafðir ekki heilsu til að vera við brúðkaup okkar Magnúsar Blöndals þannig að þú sást mig sem brúði og ljómaðir þegar þú sást mig. Við sátum dágóða stund og spjölluðum saman yfir kaffi og meðlæti, og hlýtt var þitt faðmlag, þegar þú óskaðir okk- ur nýgiftu hjónunum til hamingju með dag- inn og framtíðina. Nú ert þú farin í ferðina, þar sem ekki er til þjáning heldur himneskt Ijós og feg- urð. Það er erfitt að hugsa sér að koma saman án þín en erfiðast er það fyrir elsku pabba því hjá hon- um er missirinn mestur, þið voruð eins og órjúfanleg heild, búin að ganga saman í meira en hálfa öld. Elsku hjartans pabbi minn, við fjöl- skyldan öll munum styðja þig og mynda um þig keðju sem kallast kærleikur. Mig langar til að þakka Sædísi, Magga, Sædísi yngri og Bjarka, fyrir alla þá hlýju sem þau hafa sýnt þeim í gegnum árin, einnig vil ég þakka systrum mínum Ingi- björgu, Jónu og Vio fyrir þá hjálp og umhyggju sem þær hafa sýnt þeim í veikindum hennar, það verð- ur aldrei fullþakkað. Það er tómlegt að koma á Nes- veginn núna. Pabbi minn, Guð styrki þig og verndi í þessari miklu sorg. Eitt vitum við að hún getur nú dansað vikivaka eins og hún gerði í æsku, eins og hún oft nefndi við mig. Ég votta okkur öllum samúð og þá sérstaklega þér, elsku pabbi minn. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann, með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. Þó látinn mig haldið, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist uppí mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát, fyrir allt sem lífið gefur og ég þó látinn sé tek þátt í gleði ykkai’, yfir lífinu." (Höf. ók.) Með þökk fyrir allt og allt, elsku mamma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. (V. Briem) Þín dóttir Hulda (Lilla). SVEINN HEIÐBERG AÐALSTEINSSON + Sveinn Heiðberg Aðal- steinsson fæddist í Flögu í Hörgárdal 24. október 1933. Hann lést á Borgarspítalanum 14. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 22. desember. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem) mér með í sund. Við fórum alltaf í Laugardalslaugina. Einu sinni vildi ég fara í Árbæjarlaugina þegar hún var ný, en það var alveg sama, þú vildir bara fara Laugadalinn þar sem þér leið svo vel. Mikið fannst þér gaman að veiða og fékk ég oft að fara með þér og pabba að veiða, Veiðivötnin voru í sérstöku uppáhaldi hjá þér og kenndir þú mér að maður verður að vera þolinmóður þegar maður er að veiða, en það vantar svolítið hjá mér. Mátti ég aldrei vera að því að bíða eftir að fiskurinn biti á, en það var kanski þess vegna sem þú veiddir alltaf meira ég, en aldrei mátti ég koma með öngulinn í rass- inum heim, því þú gafst mér þá alltaf af þínum fiskum svo mamma gæti eldað fyrir mig. Eitt sinn var ég að fara að veiða með mömmu og Vali pabba. Hringdi ég þá til þín því mig vantaði veiðihjól. Éftir nokkra stund varstu kominn til okkar með þessa finu ABU-veiðistöng og veiði- hjól til að gefa sonarsyni þínum. Elsku afi, minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Elsku amma mín, ég skal vera duglegur að heimsækja þig. Einar Þór. Elsku afi, mig langar til að minn- ast þín í nokkrum orðum. Margt er það sem mér finnst minnisstæðast um samskipti okkar. Stendur þá alltaf uppúr allar þær sundferðir sem við fórum í saman, fannst mér gaman þegar þú hringdir og bauðst Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÞÓRIR AXELSSON + Þórir Axelsson fæddist á Suð- ureyri við Súganda- fjörð hinn 10. mars 1946. Hann lést af slysförum í Noregi 18. nóvember síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Sig- urbjargar Péturs- dóttur og Axels Hólm Magnússonar. Eftirlifandi eigin- kona Þóris er Guð- rún Ásgeirsdóttir og áttu þau fjögur börn og einn upp- eldisson. Utför Þóris fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 29. nóvem- ber. Elsku hjartans pabbi minn, ég vildi óska að heimkoma þín væri á annan veg en nú er raunin, að eiga aldrei eftir að sjá þig eða heyra í þér aftur er svo erfitt að sæta sig við. Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar, svo vonlausir og langir. Við erum að reyna að vera sterk fyrir þau sem munu fylgja þér heim til Islands, fyrir mömmu mína og litlu bræður, Rakel, Danna, Lenu og Pétur. Þau ætla að koma með þig heim, elsku pabbi minn. Rakel var svo glöð að hafa fengið að klæða þig og gera þig fínan, hún og Danni settu þig í ullarsokkana hans Danna svo þér yrði ekki kalt á fótunum, hún kyssti þig og knúsaði frá okkur öllum og talaði við þig all- an tímann, og hún sagði að þú hefð- ir verið svo friðsæU og fallegur. Ra- kel og Danni eru búin að þurfa að vera ótrúlega sterk og taka á öllu sem þau eiga fyrir mömmu' og strákana. Það ætlum við hin líka að gera, við munum hugsa vel um mömmu og strákana og hvort ann- að fyrir þig, því það hefðir þú viljað. Guð geymi þig, pabbi minn, þín, Þórhildur. Ég hélt, elsku hjartans pabbi minn, að þú ættir eftir að koma aft- ur eftir að þú kvaddir okkur í gang- inum heima, en ekki að þetta hörmulega slys myndi gerast dag- inn eftir. Elsku pabbi, ég get ekki trúað því að þú sért dáinn, þú sem þurftir svo mikið að gera áður en þú fórst á sjóinn. Þú vildir klára allar jólagjaf- irnar áður en þú færir og allt var klárt hjá ykkur mömmu og strák- unum til að flytja inn þegar þú kæmir heim. Alltaf voruð þú og hann Pétur litli fyrstir á fætur á morgnana þegar þú varst heima og búnir að laga gott kaffí einsog Pétur sagði alltaf. Það var yndislegt að koma fram til ykkar á morgnana í ilmandi kaffilykt. Elsku pabbi minn, þú varst svo ofboðslega góður við Pét- ur og Lenu, þú varst svo natinn við þau, alveg sama hvemig þau létu, alltaf hætti Lena litla að öskra þeg- ar þú sagðir við hana „Lena mín, þú skemmir í mér eyrun ef þú hættir ekki.“ Þú passaðir alltaf að eiga nammi uppí skáp til að stinga að þeim. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa öllum og góð- mennsku þinni munum við aldrei gleyma, þú vildir svo mikið styðja okkur og ég gleymi því ekki þegar þú komst til okkar í Dóm- kirkjunna í Lundi og grést með okkur þegar hann Pétur litli var að fara í sína fimmtu hjartaaðgerð. Þú varst alveg ómögulegur að vita af því að það þurfti að skipta um bremsuklossa í bílnum okkar, þú varst fljótur að redda því, þú vildir ekki að Danni þyrfti að standa í því þegar hann kæmi heim af sjónum. Síðustu orðin sem þú sagðir við mig þegar þú fórst á sjóinn voru „Rakel mín, skúffurnar í skápnum þínum verða að bíða þangað til ég kem heim.“ Elsku pabbi minn, hann Danni lagaði skúffurnar í skápnum fyrir þig. Ég kvíði svo fyrir því að fara aftur heim og þú eigir ekki eftir að koma brosandi innúr dyrunum hjá mér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fýrir fjendum mínum. Þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (úr Davíðssálmum) Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig og þín er sárt saknað, guð geymi þig- Þín, Rakel Rut, Daníel og börn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR Þ. EYJÓLFSSONAR fyrrv. skólastjóra á Selfossi, Bogahlíð 9, Reykjavík. Unnur Þorgeirsdóttir, Eyjólfur G. Sigurðsson, Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson, Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.